Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 137. tbl. 67. árg. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980 Prentsmiöja Morgunblaðsins. „Sumir hafa stað- ið við hlið okkar - en aðrir ekki44 Schmidt og Carter munu ræðast við á morgun, en sjölandaráðstefn- an hefst í Feneyjum á sunnudag. Jody Powell, blaðafulltrúi Carters, sagði í dag, að Bandaríkjamenn ættu ekki von á því, að Schmidt myndi leggja til við Brezhnev, að staðsetningu meðaldrægra eld- flauga yrði frestað. Sjölanda-ráðstefnan hefst í Fen- eyjum á sunnudag. Búist er við að birt verði ályktun, þar sem taka bandarísku gíslanna í Teheran er fordæmd, svo og flugrán og hermd- arverk í pólitískum tilgangi. Jimmy Carter og kona hans, Rosalynn. skoða Colosseum i Róm. Símamynd AP. Rainbow Warrior ennþá í E1 Ferrol Leiötogar islamska bandalagsins til frelsunar Afganistan við komuna til Genfar. Lengst til hægri er Agha Shahi, formaður nefndarinnar. Símamvnd AP. Sovétmenn hafa fellt hálfa milljón Afeana Rómahorg. 20. júni. AP. JIMMY Carter, forseti Bandaríkj- anna. sagði í dag i Rómaborg. að Bandaríkjamenn myndu halda ótrauðir andstöðu sinni við innrás Sovétmanna i Afganistan, jafnvel þó sumir bandamanna í Evrópu litu ekki á innrásina i Afganistan sem ógnun við heimsfriðinn. „Heimurinn má ekki gleyma Afg- anistan,“ sagði forsetinn. Hann sagði að Bandarikjamenn mundu halda til streitu viðskiptabanni sinu á Sovétrikin. „Sumir banda- manna hafa staðiö við hlið okkar — en aðrir ekki,“ sagði forsetinn. Carter átti fund með Sandro Pertini, forseta Italíu, og auk þess Fransesco Cossiga, forsætisráð- herra og Emilio Colombo, utanrík- isráðherra. I sameiginlegri yfirlýs- ingu Carters og Cossiga var þeirri ákvörðun Atlantshafsbandalags- ins, að koma upp meðaldrægum kjarnorkueldflaugum í Evrópu, fagnað. Sá orðrómur komst fyrir skömmu á kreik, að V-Þjóðverjar hygðust skjóta ákvörðun um stað- setningu eldflauganna í Evrópu á frest i þrjú ár, og myndi Helmut Schmidt, kanslari V-Þýzkalands, gera þetta að tillögu sinni þegar hann hitti Leonid Brezhnev, for- seta Sovétríkjanna 30. júní næst- komandi. Þetta olli miklu hugar- angri í Washington og Carter skrifaði Schmidt bréf þar sem hann lýsti áhyggjum sínum. Þeir Polcrin. Svíks. 20. júni AP. HÁLF milljón Afgana hefur fallið í baráttunni við sovéskar hersveitir. Forseti islamska handalagsins til frelsunar Afganistan, Abdul Rasul Sayaf. skýrði frá þessu í Sviss 1 dag. Hann kom fyrir sérstaka nefnd, sem handalag múhameðs- trúarrikja skipaði, til þess að freista þess að finna lausn á deilunni um Afganistan. f nefnd- inni eru þeir Sadegh Ghotbzadeh. utanríkisráðherra írans. Agha Shahi, utanrikisráðherra Pakistan Ráðist á thailenska hermenn Banxkok. 20. júní. AP. KOMMÚNÍSKIR hermenn réðust í gær inn i Thailand frá Kambód- iu og felldu 22 stjórnarhermenn og særðu 10. Talsmaður herstjórnarinnar í Bangkok sagði, að hermennirnir hefðu verið vel vopnum búnir. Þeir hófu skothríð á varðstöð skammt frá þorpinu Vieng Sa í Surat Thanaihéraði. og Ilahib Chatti. aðalritari handa- I lagsins. Sjö ska‘ruliðafylkingar standa að islamska handalaginu til frelsunar Afganistan, og eiga þær allar fulltrúa í Perelin. Stjórn Babrak Karmals í Kabúl var boðið I að senda fulltrúa til Perelin, en ekkert svar barst frá Kabúl. Stjórn Sovétrikjanna var ekki boðið að senda fulltrúa til Perelin. Rasul Sayaf sagði, að Afganir myndu halda uppi frelsisstríði sínu, þar til Sovétmenn færu frá landinu án nokkurra skilyrða. „Hið eina, sem leitt getur til friðar er skilyrð- islaus brottflutningur sovéskra hersveita frá Afganistan," sagði Sayaf. Hann ítrekaði að frelsissveitir múhameðstrúarmanna myndu ekki ræða við fulltrúa stjórnarinnar í Kabúl, sem hann kallaði „lepp- stjórn" — hvorki beint né óbeint. Bandalag múhameðstrúarríkja við- urkennir ekki stjórn Babrak Karm- als. Chatti, aðalritari bandalagsins sagði, að hann vonaðist til að Sovétmenn myndu síðar koma inn í viðræður um lausn deilunnar um Afganistan. Sadegh Ghotbzadeh sagðist ánægður með, að fylk- ingarnar sjö hafi sent sameiginlega nefnd til Perelin. Hann sagði að innbyrðis deilur hefðu verið helsti veikleiki frelsissveita múham- eðstrúarmanna. Sjö liðsmenn afganska landsliðs- I ins í körfuknattleik hafa flúið yfir landamærin til Pakistan. Þeir áttu að taka þátt í Olympíuleikunum í Moskvu. „Afganska þjóðin hatar Sovétmenn og berst hetjulegri bar- | K1 Fcrrol, Spáni. 20. júní AP. SPÆNSK yfirvöld héldu enn í dag Rainbow Warrior, skipi Green- peacesamtakanna i E1 Ferrol. Fjarskiptatæki skipsins hafa verið innsigluð og því hefur Greenpeace- samtökunum i Amsterdam ekki tekist að hafa samband við skip- verja. 18 manns eru um borð i skipinu. Skipvcrjar hafa verið yfirheyrðir og mun yfirheyrslum haldið áfram i dag. Einn íslend- ingur er um borð i skipinu, Eggert áttu gegn sovéska herliðinu," sagði fyrirliði landsliðsins, en hann var einn þeirra sem flúðu. Fyrir nokkr- um vikum flúðu nokkrir liðsmenn afganska landsliðsins í knattspyrnu í V-Þýzkalandi. Kjartansson. fréttaritari Mbl. i Hollandi. Spænsk yfirvöld hafa krafist þess, að fá í hendur filmur þær, sem tekið var á þegar skipverjar freist- uðu þess að koma í veg fyrir hvalveiðar Ibiza III. Greenpeace- samtökin hafa haldið því fram, að taka skipsins sé ólögmæt með öllu, þar sem skipið var á alþjóða siglingaleið. Spænsk yfirvöld segja, að skipið hafi verið innan 200 mílna fiskveiðilögsögu Spánar. Skipið var tekið um 70 mílur útaf Finisterre á n-vesturströnd Spánar, og fært til flotahafnarinnar E1 Ferrol. I maí síðastliðnum voru tveir meðlimir Greenpeacesamtakanna handteknir við hvalveiðistöðina í Cangas. Þeir voru að mynda stöð- ina. Þeir komu fyrir dóm í Pont- evedra og voru filmur þeirra gerðar upptækar. Morgunblaðið spurðist fyrir um það í Utanríkisráðuneytinu í gær hvort ráðuneytið hefði haft einhver afskipti af máli íslendingsins Egg- erts Kjartanssonar, sem er um borð í Rainbow Warrior. Hannes Haf- stein svaraði því til, að þetta tiltekna mál hefði ekki komið til kasta ráðuneytisins ennþá. Hins vegar væri það algengt í málum sem þessu að utanríkisþjónustan aðstoðaði við útvegun lögfræðiað- stoðar. Ósk hennar var uppfyllt: Hélt á nýfæddu barni sínu áður en hún lézt OranKC. Kaliforiilu. 20. júnl. AP. FIMM klukkustundum eftir að Anita Brown hafði alið son og haldið honum i örmum sér, gaf hún upp öndina. Ilennar a'ðsta ósk hafði verið uppfyllt. — að fá að halda á barni sinu áður en hún dæi. „Hún vissi. að hún átti skammt eftir ólifað. en hún var staðráðin í þvi að lifa nógu lengi til að fæða barn sitt,“ sagði Ronald Lapin skurðlæknir. Anita Brown þjáðist af krabba- meini. Barnið var tekið með keis- araskurði þremur vikum fyrir tím- ann. „Anita fórnaði eigin lífi fyrir barnið, sem hún bar í móðurkviði," sagði Lapin. Hann sagði, að saga Anitu væri enn sorglegri fyrir þá sök, að koma hefði mátt í veg fyrir að hún létist af völdum krabbameins, ef brugðist hefði verið nógu snemma við. Fyrir hálfu þriðja ári uppgötvaðist sjúk- dómur Anitu. Hún var með krabba- meinsæxli í kjálka. Þar sem Anita var Votti Jehóva var henni meinað að þiggja blóð annarra. Hún gekk lækna á milli til þess að freista þess, að láta fjarlægja æxlið, án þess að þiggja blóð. Fyrir hálfu öðru ári giftist hún Tom Brown. Það var svo í janúar síðastliðnum að Lapin og aðstoð- arlæknar hans fjarlægðu æxlið, án þess að þurfa að gefa henni blóð. Þeir notuðu sérstakan rafmagns- hníf til að fjarlægja æxlið og brenndu sárin til að koma í veg fyrir blæðingar. Þá var Anita komin þrjá mánuði á leið. Hún vildi ekki taka inn lyf gegn sjúkdómi sínum, þar sem þau gætu skaðað fóstrið. Sex mánuðum síðar hafði æxlið vaxið á nýjan leik og þegar hún lést var hún aðeins 40 kíló.“ Hún var jákvæð, síhlæjandi og gerði að gamni sínu alveg fram í það síðasta," sagði eiginmaður hennar, Tom Brown.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.