Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 67 Ég stefni aövatninu.bláu köldu og krökku af fugli. A vatnsbakkanum gegnt mér, ris sívöl skrautbúin turn- spíra gamallar timburkirkju og lítur niöur í vatnsflöt- inn. Er mig ber þar að dyrum, hljóma þessi orö á móti mér: — En þótt þeir heyrðu aö hann liðfi, trúðu þeir samt ekki. — Og ég mínnist þess aö frá upphafi hefur efinn fylgt mannkyni. Upp úr marglitum þökum húsa í vesturátt gnæfir grátt steinlíkneski. Lengi hefur það verið stærst og veglegast hús Guðs á þessum slóðum. Rauðgullið skin páskasólar nær aðeins að milda steinda andlitsdrætti þessa húss, sem hefur staðið í þögulli afskiptalausri ró, svo lengi ég man. Eftir því sem ég nálgast það meira, vex það en ég minnka. Og örsmáum fótum stíg ég inn í fordyri þessa heimkynnis dýrlinga og píslar- votta. Inni er svalt og skuggsælt, næstum hrollkalt. Þung- ur sætur ilmur og sibylgja af röddum skikkjuklæddra ungmenna eru mér framandi og fremur trufla en styrkja hrifnæmi mitt fyrir helgiblæ þessarar athafn- ar. Andakt þeirra sem taka þátt í framkvæmd þessa helgihalds er mér einnig framandi og mér verður ljóst að ég er á ókunnum stað. A leið minni aftur út i morguninn, geng ég fram hjá hvítri konumynd. Af kaldri marmaraásjónu hennar ljómar ólýsanleg mildi og friður. Þessi orð koma i hug minn: — Sælir eru þeir sem trúa, þótt þeir ekki sjái. — Afram held ég göngu minni, framhjá formföstum húsum með steinsteyptum görðum. Salta sjávarlykt leggur kunnuglega á móti mér. Ég nem staðar við hús, sem er engu öðru'likt: einskonar þrep er liggja hvert upp af öðru. Mjót turnpipa teigir sig upp af efsta þrepinu og beinir krossmarki til himins. Mér kemur i hug að þessi byggingarstíll sé táknrænn fyrir upphafs- orð Passiusálmanna. Mér finnst gott að koma inn i þetta hús. Ég sest i autt sæti fram við dyr og finn að ég er hvíldarþurfi. Augu mín leita um ljóar viðarþjljur, sléttan trékross og syngjandi menn og konur í bláum skikkjum. Hér minnir fátt á hefðbundið kirkjulegt umhverfi, fremur á samkomuhús. En var það ekki í samkundu- húsum, sem Kristur gekk um og boðaði: Að maðurinn skuli lifa, þótt hann deyi? Enn er sá áfangastaður, sem ég öðrum fremur vitja á páskamorgni. Það er borg hinna dánu. Þangað held ég. Við rætur hennar liggur nú sjávarflöturinn, lygn og blár. Hljóðlát nægjusemi er aðalsmerki þessa sam- félags. Hér ásælist enginn annars land. Eitt rúm nægir hverjum. Aletruð nafspjöld eru þó íburðarmeiri hér en annarsstaðar, enda hin einu pesónuskilríki íbú- anna. Ég sest á einn rúmgaflinn og reyni að fjarlægja mosató, sem óboðin hefur fest þar rætur. Sólstafir morgunsins bregða ljósi yfur auðar götur og torg. Innan stundar verð ég þess áskynja, að fleiri en ég eiga hingað erindi í dag. Fólk skundar um götur og gangstiga og leggur gul páskablóm á hin kyrru rúm látinn ástvina. Mér finnst návist mín vera öðrum til ónæðis og hraða mér burt. A leiðinni geng ég fram hjá smáum og stórum rúmum, sumum nafnlausum, semenginnhefur heimsótt og þar eru heldur engin gul blóm. Ég finn til samúðar með þeim gleymdu. Framan við kirkju þessarar þögulu borgar staðnæm- ist ég andartak og renni augum yfir borgina i kveðju- skyni. Án þess að vita af nokkrum svo nærri, heyri ég sagt lágt og milt: „Friður sé með yður“. Sagði einhver þessi orð, spyr ég sjálfa mig, eða var það aðeins minn eigin hugur? Þegar ég sný mér við, sé ég ekkert nema lokaðar dyr kirkjunnar. Það vekur undrun mína að þær skuli ekki vera opnar. Hvaða hús ætti fremur að standa öllum opið á páskamorgni en kirkja hinna látnu? En nú heyri ég sat, sama milda raddblænum og áður: „Knýið á og fyrir yður mun upplokið verða“. Er ég lít við, sé ég mann standa við hlið mér. „Hver eruð þér?“ hef ég næstum spurt. En orðin deyja á vörum mér. Maðurinn horfir ekki á mig heldur beinir hann augum sínum að dyrum kirkjunnar. Og nú sé ég að þær standa opnar. Skínandi bjarta ljósrák leggur inn milli auðra sætanna. Hikandi geng ég inn við hlið mannsins. I návist hans finn ég að orð eru óþörf. Með þeim mundi ég fremja helgispjöll. Innst í þessu húsi, í skugga af bláu tjaldi, er mynd af manni i hvítum dragkirtli. Hann bendir á opna gröf. Með gullnu letri stendur skrifaó: Drottinn gefi dánum ró — hinum líkn, sem lifa. Djúp þögn fyllir hug minn. Við hlið mannsins ókunna geng ég út í sólglit morgunsins. Á lágum þrepum kirkjunnar staðnæmist hann, lyftir hönd sinni í átt til fólksins, sem enn er á ferli um borg hinna dánu. Ég veit ekki hvort hann beinir orðum sinum til þess eða mín, er hann segir: „Þér vantrúaðir, hví gangið þér hér — þar sem jörðin er rök af tárum og treginn drúpir í fuglslíki yfir gröfum látinna? Ég segi yður: Leitið heldur hinna lifandi, á meðan timi er til og vakið með þeim eina stund.“ A samri stundu vakna ég og verð mjög undrandi að langt er liðið á morguninn. Þrátt fyrir góðan ásetning hef ég sofnað aftur og orðið af minni árlegu kirkjugöngu. KVENNASÖGUR eftir STEINUNNI SIGURÐARDÖTTUR V Frelsun (Emancipation) í apabúri einu í útjaðri borgarinnar voru sjö karlapar sem undu glaðir við sitt allan daginn og fram á kvöld. Þetta voru ungir apar. Um Ijósaskiptin urðu þeir einatt ofurlítið angurværir, því að þá vant- aði apakonur, en gátu engar nálgazt. Einn af öpunum var skáldhneigður. Þess vegna var það um Ijósaskiptin stundum, að hann settist við að yrkja um apakonurnar, sem hann aldrei mundi öðlast. Þetta var angurværasti apinn. Hann hét Bíbbíbb og tók aldrei þátt í ærslum hinna, sem urðu einatt dálítið upp á karlhöndina þeg- ar rökkvaði. Eitt kyrrlátt kvöldið, þegar apinn Bíbbíbb sat við að yrkja, kom góð stúlka að búrinu hans. Hún var í fylgd manns, sem Bíbbíbb sýndist ákaflega greindarlegur. Bíbbíbb heyrði hann segja undurlágt við stúlkuna: „Öll erum við af öpum komin. En gætir þú, fegurst og bezt allra, hugsað þér að vera með apa?" Þetta var mjög ákveðin stúlka og þess vegna ekki á hverju strái, og hún svaraði af bragði: „Já, það hefur alltaf verið minn draumur. Með þessu vil ég þó hvorki kasta rýrð á konur né karla, en minna á það, að variation og fornyelse í seksuallivet er það sem gildir, og mætti ég nú biðja um feitan apastrák." Bíbbíbb leit þá loksins glaðan dag og lagði niður ritstörf, en gaf stúlk- unni þess í stað bendingar og ofur- heitt augnaráð. Hún endurgalt það allt og kvaddi gáfaða manninn. Svo opnaði hún búrið og gekk á braut með Bíbbíbb lengi kvölds og stefndi á Viðey. Ævintýri Einu sinni um vorið var laugar- dagskvöld þegar litlu kengúrurnar og stóru álftirnar notuðu tækifærið til að fljúga yfir Skerjafjörð og krókódíl- arnir urðu samferða. Allir reyndu að vera eðlilegir og ætluðu að taka lag- ið. Þá kom babb í bátinn, því að litlu krókódílarnir heimtuðu að syngja Enginn grætur íslending, en stóru álftirnar sögðu, að það væri ekki nógu spaugilegt og urðu hálf- hvumpnar, en fengu samt ekki við neitt ráðið. Minnsti krókódíllinn var óskup við- kvæmur. Hann hét ísak. Honum lík- aði ansi vel við eina álftanna, sem var kölluð Mollý. Einhver hafði af skömmum sínum skrifað á vegg, skammt frá Tónabíói: ísak og Mollý. Hvorugt þeirra hafði séð þessa áletr- un, þegar hér var komið sögu, og það var nú eins gott, því að bæði voru ofsalega feimin. En þarna er nú flogið áfram og stefnt á Álftanes. Öll verða sammála um, að þegar kyssir torfa náinn sé búið, skuli þau lenda, eins og ekkert hafi í skorizt, skammt frá Bessastöð- um, og viðkvæðið er, að fagurt sé á nesinu hjá þessum litlu bátum, og að þar vilji þau ala ævi sinnar daga. Kengúrurnar lentu með rykkjum og skrykkjum og hoppuðu svo af kæti, þegar þær sáu, að sólsetrið sat við sinn keip, og fögur eru sólsetrin á nesinu sögðu þær og horfðu til Reykjavíkur. Eintal Tónlist hjálpar mér ekki. Það eru helzt bækur, ekki sama hvernig bæk- ur. Fimmtugsaldur, eins og þú skilur, börnin erfið. Það eru helzt bækur — og svo náttúrlega að tala. Eins og til dæmis við þig. Þú kannt að hlusta — þú hlustar svo vel, að það brakar í eyrunum á þér. Þú hefur svo falleg eyru. Þú ert góður — en ég — ég — þrjú börn eins og þú skilur — það eru helzt bækur — þykkar stórar langar bækur um fólk, ekki pólitík, mér er engin launung á því, ástin, þeir skrifa um ástina. Ja, hvað er hún, það eru helzt bækur, ekki tón- list, hjálpar ekkert, alls ekkert, ekki til í dæminu, neinei, þrjú börn, það eru bækur og ekkert annað, þykkar stórar langar bækur um. . . já, jájá, ég sagði það já, ef þú lofar að slökkva og taka mig ekki úr kjólnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.