Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 „A meðan aórir teiknuðu skrípamynd- „Féli á sporvíddinni á Skoda 440 '56 ir af kennurunum teiknadi ég lands- módeli. hluta...“ „Hann var aldrei heima, — eins og „Fór af staó meó mörg kfló af skyri og ég...“ drasli...“ „Anatómían eins og hún lagói sig með öllum klæðskeramálum.. ..Ég safna bara börnum...“ (Ljósm. Mbl. Frióþjófur Helgason) „Engin della stendur undir nafni nema maður taki hana alvarlega” Dellusamtal við Ómar Ragnarsson „DELLUR? Já, dellur. Jú, jú, blessaður vertu. Ég get sagt þér frá fullt af dellum." £ Blaðamaður Morgunblaðsins hafði hringt í Ömar Ragnarsson og beðið um viðtal í páskablaðið. Annað helzta viðfangsefni viðtal- anna í blaðinu átti einmitt að vera sú hliðin á mönnum sem yfirleitt snýr ekki fram, frístundaástríður — sem sagt dellur. Og Ómar Ragnarsson, fréttamaður og skemmtikraftur íslendinga núm- er eitt, á sér ótal hliðar og ótal deilur, sem sumar hverjar eru kunnar, en aðrar ókunnar. £ „Ætli ég hafi ekki verið átta ára þegar ég fékk fyrstu delluna" sagði Ómar þegar loksins hafði tekizt að króa hann af i smáhléi frá atvinnudellum hans. „Það var landafræðidellan. Ég var þá í Kaldársseli. Á veggnum í foringjaherberginu hékk landa- kort af nágrenni Reykjavíkur sem ég tók að stúdera af mikilli áfergju og ánægju. Síðan færði ég mig upp á skaftið og þegar ég lá eitt sinn veikur heima fékk ég pabba til að útvega mér fleiri kort og yfir þeim lá ég. I þessu sam- bandi hafði ég alveg ógurlega gaman af hæðartölum fjalla. Það var eiginlega sérdella út af fyrir sig. Á þessum tima vissi ég allar slíkar tölur, — til dæmis að Ak- ureyri er 7 metra yfir sjávarmál o.s.frv." „Þetta þróaðist smám saman útí það,“ hélt Ömar áfram, „að ég fór að teikna landshlutana alveg villt og galið. Og það kom sér oft vel í skólanum. Á landsprófinu var þannig eitt verkefni um Vestfirði. Menn áttu að skrifa það sem þeir vissu um Vestfirði. En ég teiknaði þá bara allan Vestfjarðarkjálk- ann eins og hann lagði sig með öll staðarheiti merkt inn á, hæðarlín- ur og svo framvegis. Þetta varð alveg voðalegt mál i skólanum, og prófdómararnir lágu yfir þessu í viku til að komast að þvi hvort ég hefði svindlað eða ekki. En ég slapp i gegn. Á meðan aðrir teikn- uðu skrípamyndir af kennurun- um, teiknaði ég landshluta í tím- um. Þannig er þetta misjafnt hvað mennirnir dunda sér við. Á þessum tíma sátum við saman í bekk, Gunnar Eyþórsson frétta- maður og hann var einmitt allur í karikatúrum, — fjandi góður sem slíkur.“ ÆTTARDELLUR. „Annars er það svo, að þessi hæðartalnadella er eiginlega hluti af almennri talnadellu, sem virðist vera ættgeng. Frændur mínir, prestarnir Jón Guðnason og Einar Guðnason, voru til dæm- is báðir á bólakafi í svona hlutum. Til marks um þetta er nokkuð sem gerðist þegar talnadella mín hafði þróazt inn í bíladelluna. Ég var þá í lagadeildinni í háskólan- um, og hjá því varð ekki komizt að út spyrðist um þennan bíla- maníak. En sögusagnir voru líka á kreiki um að annar bíladellukarl væri i skólanum og var sá í við- skiptafræðinni. Þegar svo fyrir dyrum stóð sameiginleg árshátíð þessara tveggja deilda vorum við tveir fengnir til að keppa í þessari dellu okkar. Og þar sem enginn vissi nógu mikið um þessa hluti til að búa til spurningar handa okk- ur, þá varð úr að við spyrðum hvor annan. Þetta var hörku- keppni , en endaði með því að hann vissi ekki hvert bæri bilið eða sporvíddin milli framhjól- anna á Skóda 440 ’56 módelinu. Þetta var útsláttarkeppni og ég þvi orðinn sigurvegari. Svo fór ég eftir á að heilsa frekar upp á þennan mann, og þá kom í ljós að þetta var sonur séra Einars, — sem sagt frændi minn.“ „Séra Einar sjálfur var hins vegar með kosningatalnadellu, og vissi á tímabili allar kosningatöl- ur noróan Alpafjalla," sagði Ómar. „Og Jón, bróðir hans, var -"■•r í ættfræðitöflunum og kunni alla íslendinga vestan Skagafjarðar að ég held. Þannig trúi ég að megi segja að þessi talna- og bíladella komi úr föður- ættinni.“ „Móðurættardellan? Tja, sjálf- sagt má segja að ferðadellan komi úr henni. Langafi minn í móður- ætt gat aldrei verið kyrr. Hann ferðaðist út um allt og var aldrei heima, — eins og ég. Afi hafði mikinn áhuga á ferðamálum og arfleiddi mig að öllum Ferðafé- lagsbókunum. TRIMMAÐ Á EFTIR KÚNUM. „Sportdelluna fékk ég i sveit- inni,“ sagð Ómar, þegar talið barst að einni kunnustu iðkun hans. „Ég var í sveit norður í Langadal. Það er staður sem ég held mikið upp á. Ég er að heita má fæddur og uppalinn þar, og svei mér ef ég gæti ekki hugsað mér að láta grafa mig þar. En þarna fékk ég sem sagt sportman- íuna eftir að hafa trimmað á eftir kúnum upp á hvern dag. 50 metr- ana hljóp ég fyrst 6 ára, en tím- ann man ég ekki. Hins vegar hljóp ég 100 metrana á 17 sekúnd- um 9 ára gamall. Nú, svo fór ég á eitt námskeiA hér í bænum, tók þátt í nokkrum drengjameistara- mótum o.s.frv." „En fyrir utan hina venjulegu dúfnadellu, sem menn fengu þeg- ar þeir voru strákar," sagði hann þegar rætt var frekar um æsku- dellurnar, „þá fékk ég alveg rosa- lega reiðhjóladellu svona á 12 til 16 ára aldrinum. Og þegar ég var 15 ára, að mig minnir, tók ég mér það fyrir hendur að hjóla einn héðan úr Reykjavík og upp i Bif- röst. Takmarkið var að hjóla þetta á 7 tímum. Ég fór af stað með mörg kíló af skyri og drasli og var búinn með það allt uppi á Akra- nesi. Svo stóð ég á blístri við Hafnarfjall, og fannst þetta orðið helviti erfitt. En loksins þegar ég var kominn yfir Hvitárbrú fór hugurinn að bera mig og þetta tókst á 7 tímum.“ MANNDRÁPSHJÓLIÐ „Hins vegar munaði engu að þessi hjóladella min hefði endað með skelfingu," sagði Ómar. „Ég var næstum búinn að drepa gamla konu með þessu hjóli. Þegar ég var í menntaskólanum átti ég lít- inn NSU-bíl, sem ég hafði óskap- lega gaman af að skjótast um á. En einu sinni á fyrsta apríl þorði ég ekki að fara á bílnum í skólann af ótta við að hann yrði fyrir einhverju hnjaski í ólátum. Svo að ég dró fram gamla hjólið mitt og fór á því. 1 þann tið var ég orðinn eldklár í stælum eins og að hlaupa af hjólinu á fullri ferð og snúa þvi um leið yfir sig svo að það nam staðar á hvolfi. Nú, nú, þennan fyrsta apríl er svo ákveðið að ég skuli leika listir mínar á hjólinu niður brekkuna við skól- ann. Allur skólinn er kominn út á tröppur í fínu veðri og ég á fleygi- ferð niður brekkuna og stekk af baki. Þá mistekst mér að snúa hjólið niður, svo að það rennur bara áfram niður brekkuna. Það liggur við að allur skólinn reki upp neyðaróp því að fyrir neðan brekkuna situr gömul kona á bekk og bíður eftir strætó. Séð að ofan virtist útilokað annað en hjólið þeyttist á fleygiferð í bakið á gömlu konunni. En þá vill svo til að í þessu vetfangi beygir hún sig niður til að ná i strætómiðann ★ Omar kemur fyrstur I mark I 100 metrunum ð héraðsmótinu a8 Laugum 1965. „Kom bara beint af barnaskemmtun og skellti mér I 100 metrana". Ömar leiknar Draum fjósamannsins. Hinn sérfslenzki jeppi ómars, Draumur fjðsamannsins: „Alll beinar Ifnur og enginn millikassi...“ Til hægri er samanburður á hunum og Willysjeppa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.