Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLA.ÐEÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ 19T1 19 Gestur ríkis- stjórnar Kanada RÍKISSTJÓRN Kanada hefur boðið Hallgrrími Fr. Hallgrima- syr.i, sem verið hefur ræðismað- ur Kanada á Islandi undanfarin 15 ár í heimsókn til Kanada ásamt konu sinni. Halda þau hjón utan á morgun ogr dveljast ytra í 4 vikur. Hallgrímur sagði í viðtali við MbL í gær að ferð þessi yrði nokkuð erfið því að ætlunin væri að hann kæmi við í flest- um fylkjum Kanada og ræðir Hallgrímur m.a. við 6 forsætis- ráðherra og mun viðræðuefnið íslenzk-kanadisk samskipti. Ferð in hefst á Nýfundnalandi og verður svo haldið þvert yfir meginlandið og lýkur ferðinni við vesturströndina. — Hvaðan er Esjan fallegust? Framh. af bls. 17 kjörtímabili hlýtur að vera það að fá lagðan veg i gegnum Kjósarskarð, sem tengir saman Kjósina og Þingvallavegi nn um Sfiíflisdal. Þar mundi áreiðanlega opnast nýr hringur sem yrði vin sæll hjá íhúum höfuðborgarsvæð isins og öðrum ferðaiöngum að sumarlagi. 1 Asgarði tóku á móti okkur forystumenn Sjálfstæðismanna í Kjósarsýslu og voru þar fremst- ir í flokki Ólafur Andrésson, oddvití og Gísli Andrésson, hreppstjóri, en þeir eru báðir bræður Odds Andréssonar. Þar kom í ljós, að vandamál Kjós- verja eru rafmagn og gagn- íræðaskóli. Af einhverjum ástæð um er ólag á rafmagninu í Kjósinni með þeim afleiðingum, að rafmagnið fer stundum af í sólarhring eða meira og þessu hefur efcki fengizt kippt í lag. Þá vantar einnig gagnfræðaskóla og þurfa að senda umglinga sína í skóla niður í Mosfellssiveit, en af þvi er auðvitað augljóst óhag- ræði. Ólafur Andrésson gat þess, að mikil laxveiðihlunnindi væru í hreppnum, en í sumum tilfell- um ættu aðkomumenn þau hlunn indi og þyrftu ekki að greiða op- intoer gjöld til sveitarfélagsins af þeim tekjum, sem þeir hefðu af þeim. Þannig væri ein jörðin, sem Iaxveiðihíliunnind'i fylgja í eigu utansveitarmanna og tæki hún fjórðung af laxveiðitekjum í héraðinu. Þeir I Kjósarsýslu sögðust gjarnan vilja fá olíu- ihreinsunarstöð í Kjósina og nefndu þar til Hvítanes í Hval- firði. FERHALOK í FÓLKVANGI Við Kiðafell kvaddi Hjalti Sig- urbjömsson okkur, en í staðinn slógust þeir í förina hinir ötuiu bændur í Brautaxholti, bræðum- ir Páll og Jón Ólafssynir. Um leið og við ókum yfir brúna á Kiðafelisá, sagði Páli í Brautar- holti, að sú brú væri hæfctuleg og sagði þá einhver frambjóð- andinn við annan: „Skrifaðu brú“! Þeir Brautarholtsbræður ðku með okkur um hluta aif Kjal amesinu, sýndu okkur Borgir í Brautarholtslandi, en þar fyrir neðan hafa starfsmenn Loftleiða keypt landsklka og byggt sum- arbúðir, en siðan var ekið í Fólk- vang, ‘félagsheimili þeirra Kjal- nesinga. Þessari frambjóðenda- ferð lauk með sérstáklega mynd- ariegri móttöku í Fólkvangi, sem komurnar á Kjalarnesi stóðu fyrir en þar voru saman komnir ýmsir framámenn Sjálfstæðisfllokksins í Kjalarnesi og skal af þeim hópi aðeins nefnd ljósmóðir þeirra Kjalnesinga í hállfa öld, Oddný á Esjubergi. Frá Fólkvangi hélt hver til síns heima eftir vel skipu lagða ferð undir fararstjórn Jó- hanns Petersens úr Hafnarfirði en á morgun leggja frambjóð- endurnir og fyagdarlið þeirra enn tand undir fót og nú um syðri hlata þessa viðfeðma kjördæmis. StG. Saiuvinnumyndin, sem fer í (Ljósm. Álftamýrarskóla. Mbl.: Sv. Þorm.) Sýning Myndiistar- skólans við Freyjugötu SÝNING á verkum nemenda Myndlistarskólans við Freyju- götu verður haldin í skólanum í dag og á morgun frá klukkan 14—22 báða dagana i Ásmundar- sal. Aðgangur er ókeypis. — Gomulka Framh. af bls. 1 í fyrra, hefur nú aðeins eina op inbera stöðu með höndum. Hann er ennþá þingmaður, en óvíat, hve það verður lengi. Gomulka, sem nú er 66 ára, hefur verið sagður veikur á sjúkrahúai, allt frá því að valdaferli hana lauk skyndilega um síðustu jól. — Salt-viðræður Framh. af bls. 1 flaugastöðvunum í Evrópu inn í samninga á þesisu stigi. Bandaríkin hafa haldið því fram að þar sem vamareldflaug ar séu bein afleiðing árásareld- flauga, beri að taka þær síðar- nefndu með, og á þetta hafa Sovétríkin nú fallizt. Það er þó enn mikið starf fyrir höndum og þótt sam- komulag næðist um þessi atriði yrði það óhjákvæmilega nokkuð takmarkað, því ef vel ætti að vera yrði að vera sérstök klausa um flaugar sem flytja margar sprengjur (fjölsprengjuflaugar), sem senda má á mismunandi skotmörk. Og þótt auðvelt sé að fylgjast með byggingu nýrra eld flaugastöðva, úr gervihnöttum, er ekki eins auðvelt að fylgjast með hversu margar sprengjur eru í hverri eldflaugatrjónu. — Eins og nú stendur er þó fyrir mestu að ísinn hefur verið brot inn og vonandi verður þróunin í samkomulagsátt hraðari hér eftir. Eru þarna verk eftir nemend- ur úr 6 barnadeildum skólans og 5 fullorðinsdeildum hans. Eru þarna samvinnuverk, sem 11 unglingar hafa gert, og á eitt þeirra að fara í Álftamýrarskóla. Er það 3ja myndin af fimm, sem fara eiga í Álftamýrarskólann frá Myndlistarskólanum. Skól- inn hefur áður gert mynd fyrir Dalbrautarheimilið, sem heitir „örkin hans Nóa“. Margt er þama annarra mynda, bæði teikningar og málverk og urmull af keramikstyttum og mósaíkmyndum og eru þar ná lægt fjögur hundruð myndir samtals. Börn og unglingar í skólanum í vetur voru 115, frá 5—14 ára, en fullorðnir 75. Er þetta heldur meiri nemendaf jöldi en í fyrra. Hringur Jóhannsson hefur annazt kennslu fullorðinna en Katrín Briem og Ragnar Kjart- ansson eru aðrir kennarar skól- ans. Aðalfundur skólans var haid inn nýlega og er hin nýkjörna stjórn hans sem hér segir: Ragnar Kjartansson, Kjartan Guðjónsson, Jóhannes Jóhannes son, Jón B. Jónasson og Baldur Óskarsson. — í*ungir dómar Framh. af bls. 1 anna segir, að ákærðu hafi haft samband við Mark Dymsjits, Ed uard Kusnetsov og aðra úr þeim 11 manna hópi, sem í vetur voru dæmdir til óvenjulega harðra refsinga fyrir tilraun til flugvél arráns. Þar segir ennfremur, að niu menningarnir hafi í heilt ár unnið að áformum um að fara úr landi í rændri flugvél. Hafi þeir þannig gert áætlanir um að ráðast á áhöfn flugvélarinnar með kylfum, öxum og fleiri vopnum og um Michael Koren- blit var sagt að hann hefði mælt með því ennfremur, að beitt yrði skotvopnum. Ákærðu hafi haft áform á prjónunum um að ræna 12 sæta flugvél í Leningrad og fljúga henni til Svíþjóðar, en einnig hafi þeir ráðgert að ræna þotu í áætlunarflugi milli Leningrad og Murmansk. Það hefur skipt miklu í þessu máli, að ákærðu höfðu undir höndum fjölritara, en til slíks þarf leyfi í Sovétríkjun- um. í dóminum segir, að hann hafi átt að nota til þess að breiða út óhróður um stefnu Sov étstjórnarinnar. 90 manna söng- mót á ísafirði í DAG verður samsöngur í Al- þýðultúsinu á ísafirði. Stendur Samliaind vestf. kirkjukóra fyrir honum, en þátttakendur eiru fjórir kirkjukórar af sambands- svæðinu, kirkjukór Patreksfjarð ar, Suðureyrar, Bolungarvíkur og Sunnukórinn á ísafirði. Þessi samsöngur er haldinn í tilefni 90 ára fæðingarafmælis Jónasar Tómassonar, tónskáids, en hann var fæddur 13. april 1881. Jónas var mikill unnandi tónlistar, svo sem kunnugt er, enda stofnandi og stjórnandl ýmissa kóra á Isafirði, leiðbeitir andi um söng og organleikari í Isafjarðarkirkju á sjötta tug ára. Hann stofnaði einnig Sam- band vestfirzkra kirkjukóra og var formaður þess fyrstu tutt- .ugu árin. Á söngmótinu syngja kóram- ir sameiginlega fimm lög eftir Jónas, en auk þess syngur hver kór nokkur lög eftir ýmisa höf- unda. 1 söngmótinu munu taka þáitit um 90 manns. — Yf irvinnubann Framh. af bls. 32 arsson, formann V.R. um það hvers vegna félagið hafi sett á yfirvinnubann. Han svaraði: —- Frá þvi er samningar voru fyrst formlega gerðir um laun og kjör verzlunarfólks, hafa verið samræmd ákvæði um dag- vinnutíma þessa fólks og lokun- artíma verzlana. Eru þessi ákvæði enn í gildi. Fyrir nokkr- um árum varð þess vart, að ein- staka kaupmenn virtu ekki ákvæðin og báru fyrir sig breyt- ingar á reglugerð Reykjavikur- borgar um lokunartima verzl- ana og auknar kröfur neytenda um meiri þjónustu. V.R. mót- mælti þegar að gerðir samning- ar væru ekki virtir og hefur átt ásamt aðilum frá kaupmönnum þátt í því á undanförnum árum, að samþykkt yrði ný reglugerð af hálfu borgaryfirvalda í þess- um málum, sem allir aðilar gætu vel við unað. Það hefur því mið- ur ekki tekizt, en nú er komið i slíkt óefni hvað vinnutíma fjölda verzlunarfólks áhrærir, að óhjákvæmilegt er að grípa i taumana og tryggja það, að gild- andi samningar séu haldnir. — Hvers vegna vinnubann? Fá félagar V.R. ekki yfirvinnu- greiðsiu ? — Við þerum ekki brigður á það, að fólkið fái greitt fyrir vinnu sína. En þegar í slíkt óefni er komið, að verzlunar- fólks þarf að vinna 60 til 70 klukkustundir i viku, þá er óhjá kvæmilegt, að eitthvað sé að gert á félagslegum grundvelli, því að hafa ber í huga, að fyrir hvern einstakan starfsmann er erfitt að neita viðkomandi vinnu veitanda að standa í búðinni á sama tima sem kaupmaður í næstu búð stendur ef til vill sjálfur og getur þess vegna haft opið. En að sjálfsögðu er það brot af hálfu beggja aðila, verzl- unarmannsins og kaupmannsins, að haga ekki vinnu í samræmi við samninga þeirra samtaka, sem þeir eru aðilar að. Kappreiðar Gusts á. Kjóavöllum — Blómaskálinn sigraði í firmakeppni félagsins HESTAMANN AFELAGIÐ Gust ur gekkst í fyrsta siun fyrir firmakeppni laugardagian 15. maí á Kjóavöllum. Þrjátíu og fimm fyrirtæki tóku þátt í keppninni. Fyrstu verðlaun hlaut Blóma skólinn í Kópavogi, en fyrir hann keppti Kári, 6 vetra, eig andi Hreinn Ámason. önnur verðlaun hlaut Apótek Kópavogs en Neisti Gyðu Gunnlaugsdótt- ur keppti fyrir það. Þriðju verð laun hlaut ísleifur Jónsson h.f. og keppti Stjarni Héðins Skúla sonar fyrir það. Dómnefnd skipuðu þeir Krist inn Hákonarson, fyrrv. yfirlög- regluþjónn í Hafnarfirði, Jón M. Guðmundsson, Reykjum og Haukur NieLsson á Helgafelli. Á morgun, sunnudaginn 23. maí verða kappreiðar félag3ina á Kjóavöllum, og eru um 70 hestar skráðir til keppni. Ýmis nýbreytni verður í fram kvæmd kappreiðanna svo sem keppni í hindrunarhlaupi og 3000 metra þolhlaupi. Þá verður framkvæmd á dómum góðhesta með breyttu formi. Þar dæma sex dómarar og gefa þeir eink unn hver fyrir sig. Aðeins einn dómaranna stígur á bak hestun um og gefur fyrir geðslag og vilja. Góðhestar verða dæmdir í dag kl. 15, að Kjóavöllum. Þá mun reiðskóli félagsins, sem rekinn er í samvinnu við Æskulýðsráð Kópavogs, starfa eins og undanfarin ár og hefst hann mánudaginn 21. júní og starfar til júlíloka. Kennslan fer fram á Kjóavöllum eins og síðasta ári. — Hvers vegna ekki vakta- vinnuf yrirkomulag ? — V.R. er jafnan reiðubúið til viðræðna um það sem getur orð- ið verzluninni, fólkinu og neyt- endum í hag. Ég vil vekja at- hygli á því, að félagið hefur gert vaktavinnusamninga til þess að mæta þörfum neytenda, t.d. í sambandi við vaktavinnufyrir- komulag i apótekum, flugaf- greiðslum o.s.frv. Enn hafa eng- ir vaktavinnusamningar verið gerðir í hinni almennu verzlun. Hugsanlega er það það sem koma skal, sagði Guðmundur H. Garðarsson, en á meðan það er ekki fyrir hendi, höldum við okkur við gerða samninga eins og aðrar stéttir. Hjörtur Jónsson, formaður Kaupmannasamtaka Islands, sagði um þessi mál, er Mbl. hafði samband við hann í gær: — Þessi mál hafa lengi verið vandræðaástandi og við höfð- um vonað að þau myndu leysast með nýrri reglugerð, en dregizt hefur að koma henni á. Ég held varla að endanleg lausn fáist á málinu fyrr en slík reglugerð hefur verið sett. - Geta félögin ekki samið um málið sín í milli? — Æskilegast væri að við réð- um fram úr þessu, kaupmanjia- samtökin annars vegar og V.R. hins vegar, en samtök kaup- manna eru ekki það voldug sem þau ættu að vera, að unnt sé að leysa málin á þann veg. — Hvað er helzt því til fyrir- stöðu? — Hvað okkur varðar vantar t.d. mikið á að allir kaupmenn séu í samtökum okkar og er það raunar fyrsta skilyrðið til jjess að við getum samið fyrir hönd okkar manna og haft vald á málinu. Samningarnir við VR- hafa verið öðrum þræði byggðir á reglugerð, sem gilt hefur hér i borginni og við hana hefur verið stuðzt um lokunartíma og margt fleira. Ég er þeirrar skoð- unar að það verðum við að gera áfram. Vaktavinnutaxti gæti leyst þetta mál og er ekki óiík- legt að þar gæti lausnin einmitt verið, en á það verður þó að líta að takmörk eru fyrir því hve verzlunarstéttin og kaupmenn geta átt langan vinnudag. Vinnutími þeirra verður að mið- ast við aðrar stéttir og hann verður að vera hóflega markað- ur — og það myndi reglugerð gera. Sambandið milli okkar og V.R. hefur verið vinsamlegt. Við höfum reynt hvor í sínu lagi og sameiginlega að leysa málið og ég lit á það sem tímabundið ástand, sem lausn fæst á áður en langt um líður. Á meðan þetta bann er við líði, geri ég ráð fyrir að menn loki verzl- unum sínum fyrr eins og gert var ráð fyrir í síðustu samn- ingum eða þá að kaupmenn standi sjáifir við afgreiðslu ásamt fjölskyldum sínum. Að lokum sagði Hjörtur Jóns- son að tafir þær, sem orðið hefðu á lausn þessa máls væru m.a. þær að ekki hefði náðst samstaða með Reykjavík og ná- grannasveitunum um reglugerð- arform, en hann byggist við því að Reykjavíkurborg yrði að hafa forgöngu um lausn máls- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.