Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAl 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoöarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 12,00 kr. eintakið. HVAÐ ERU ALÞJÓÐALÖG? Réttarhöldin i Leningrad: Miskunnarlausar ofsóknir - til að þagga niður í Gyðingum ¥ þeim umræðum, sem að undanförnu hafa farið fram um landhelgismálið, hafa stjórnarandstæðingar lagt höfuðáherzlu á, að nú þegar eigi að ákveða að færa fiskveiðitakmörkin umhverf- is ísland út í 50 sjómílur, hinn 1. september 1972. Raun ar hafa engin rök verið færð fram fyrir því, hvers vegna þessi dagsetning er valin, enda er það svo, að hún er málamiðlun milli mismun- andi sjónarmiða stjórnarand- stöðuflokkanna í þessum efn- um. Jafnframt halda stjóm- arandstæðingar því fram, að við eigum að segja upp samn ingunum við Breta og Þjóð- verja frá 1961 og losna þann- ig undan þeirri skuldbind- ingu að bera hugsanlegan ágreining um útfærslu undir Alþ jóðadómstólinn. í þessu sambandi er ástæða til að spyrja, hvað verði um þær skuldbindingar, sem Bretar tóku á sig með samn- ingunum frá 1961, ef við segjum þessu samkomulagi upp. En þá féliust þeir á að viðurkenna mjög þýðingar- miklar grunnlínur, sem juku stærð fiskveiðilandhelgi ís- lendinga um 20%. Eru Bret- ar lausir undan skuldbind- ingu sinni um viðurkeríningu á þesstun grunnlínum, ef þessu samkomulagi yrði sagt upp? í annan stað er ástæða til þess að fjalla nokkuð um það, hvað alþjóðalög eru í raun og veru. Alþjóðalög eru lög, sem gilda í samskiptum þjóða og byggð eru á milliríkjasamn- ingum og venju, sem skapazt hefur. Venjurétturinn er það, sem mikill meiri hluti ríkj- anna telur bindandi. Einhliða lagasetning ríkja og yfirlýs- ingar skipta þar miklu máli, en skapa ekki venjurétt, fyrr en nægilega mörg ríki hafa skipað sér í sama flokk. Þetta er mergurinn málsins. Það er því ekki hægt að halda því fram, að íslenzk lagasetning út af fyrir sig um 50 sjómílna fiskveiðitakmörk skapi bind- andi alþjóðlög fyrir aðra. En ef nægilega mörg ríki hafa svipaða stefnu, verður úr því venja og þar með alþjóðalög, en fyrr ekki. ísland hefur skipað sér í flokk þeirra ríkja, sem telja rétt að miðað sé við aðstæð- Ur á staðnum og þar beri að miða við landgrunnið. Með setningu landgrunnslaganna frá 1948 er það yfirlýst stefna íslands, að allt hafsvæðið yf- ír landgrunninu skuli vera rslenzkt yfirráðasvæði. Það sem um er að ræða er að afla þessu sjónarmiði nægilegs fylgis meðal þjóða heims, svo að venjuréttur skapist. Mikið hefur þegar áunnizt í því efni og rúmlega 20 ríki hafa þegar lýst yfir stefnu, sem byggð er á svipuðum sjónar- miðum. Aðalverkefnið nú er að nota hið gullvæga tækifæri, sem er fyrir hendi við undir- búning hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin verður eftir tæp 2 ár. ísland á sæti í undirbúnings- nefnd ráðstefnunnar, og fyrsti fundur hennar var haldinn í marz sl. Fundir verða haldnir í henni í sex vikur í júlí og ágúst og einn- ig í fjórar vikur í marz 1972 og sex vikur í júlí til ágúst 1972. Auk þess verður málið til umræðu á allsherjarþing- um Sameinuðu þjóðanna í haust og haustið 1972. Þarna er hinn rétti vettvangur til að afla þeirrar viðurkenning- ar og skapa þá samstöðu með- al þjóða, sem allt málið bygg- ist á. Sjónarmið íslenzku ríkis- stjómarinnar voru lögð fyrir undirbúningsnefndina í ræðu, sem Hans G. Andersen, þjóðréttarfræðingur utanrík- isráðuneytisins, flutti á fundi nefndarinnar í Genf hinn 16. marz sl. Meginefni þeirrar ræðu var birt í Morg- unblaðinu hinn 20. marz sl., en í ræðunni er vitnað í orð- sendingu ríkisstjómar ís- lands til alþjóðalaganefndar- innar og síðan sagði Hans G. Andersen: „Þessar skoðanir hafa við ýmis tækifæri verið endurteknar og þær eru ó- breyttar. Með öðrum orðum má segja, að það er bjargföst sannfæring vor, að strand- ríkið verði sjálft að meta hvert tilvik á grundvelli of- angreindra sjónarmiða. Slíkt mat leiðir til mismunandi niðurstöðu í ýmsum tilvik- um. Þannig telja sum ríki, að 12 mílna fiskveiðitakmörk séu fullnægjandi fyrir þau. önnur ríki álíta, að þeir lífs- hagsmunir, sem um er að ræða hjá þeim, séu ekki nægilega vemdaðir með þess um hætti. Þau atriði, sem þýðingu hafa í þessu efni á íslandi mundu miðast við endimörk landgmnnsins á 400 m dýpi, sem á sumum svæðum er 60—70 mílur frá ströndum. Önnur ríki þarfn- ast enn meira og strandríkið verður sjálft að ákveða tak- mörkin á gmndvelli raun- hæfs mats á aðstæðum á staðnum. Landgrunnslögin ís- lenzku frá 1948 eru byggð á þessu sjónarmiði.“ Af íslands hálfu verður þessum sjónarmiðum haldið EFTIRFARANDI GREIN BIRTIST í POLITIKEN 15. MAÍ. Þar sem 24. flokksþinginu er nú lokið hefur sovézkum yfirvöldum fundizt kominn tími til að byrja á þeim að- gerðum, sem í stríði við sov- ézk lög hefur verið frestað hvað eftir annað síðan 29. des ember. Samkvæmt sovézkum réttarreglum mega ekki líða nema í mesta lagi níu mánuð- ir frá því að einhver maður hefur verið handtekinn og ákærður þar til hann er leidd- ur fyrir rétt. Gyðingarnir níu, sem komu fyrir réttinn í Leningrad á þriðjudag i síðustu viku, voru handteknir fyrir ellefu mán- uðum. Með þrjátíu öðrum sovézkum Gyðingum voru þeir í júní 1970 handteknir í sambandi við „flugránsmál- ið“, sem nú er upplýst að hafi verið sviðsett af KGB. Tvö helztu blöð Sovétríkj- anna, Isvestia og Pravda, hafa ekki beinlínis nefnt nýju réttarhöldin í Leningrad, en Pravda hefur þó lýst aigerum stuðningi við þau. Eftir nokk- urra vikna hvild i ofsóknar- æði sínu gegn Gyðingum, birti blaðið sl. þriðjudag langa grein eftir hinn vel þekkta and-Zionista, V. Bolsjakov. Bolsjakov ásakar samtök Zionista um að fá Gyðinga í Sovétríkjunum og öðrum sósí- alískum löndum til að reka starfsemi fjandsamlega rík- inu. Það er einmitt það, sem sa'kborningarnir í Leningrad eru ákærðir fyrir. Með grein sinni sér Bolsjakov um að al- menningur fái þá mynd af réttarhöldunum sem stjórn- völd vilja. MINNIR A KEISARA- TÍMABILIÐ Tónninn í grein Pravda er nákvæmlega í þeim anda, sem ríkti í réttarsalnum í Lenin- grad í síðustu viku. Þegar réttarhöldin byrjuðu hélt ákærandinn tíu klukkustunda langa ræðu, þar sem hann réðst heiftarlega á öll sam- tök Gyðinga og sakaði þau um að stunda andróður og skemmdarstarfsemi gegn Sov- étríkjunum og öðrum sósíal- ískum löndum. Sem dæmi um það nefndi hann atburðina í Tékkóslóvakíu undir stjórn Dubcecks og óeirðirnar í Pól- landi í desember á síðasta ári. Um hina ákærðu sagði ákærandinn að þeir hefðu stundað starfsemi fjandsam- lega Sovétríkjunum, rekið Zionista-áróður og að yfir- lögðu ráði valdið Sovétríkjun- um miklu tjóni. Hann undir- strikaði að allir hinir ákærðu hefðu játað sig seka um and- sovézka starfsemi meðan á rannsókn málsins stóð. Mest sláandi í ræðunni voru þó sí- felldar tilvitnanir ákærandans í hina alræmdu bók Jurij Iv- anovs: „Varið ykkur — Zion- ismi“. FÁ EKKI ADGANG Upplýsingarnar um gang réttarhaldanna koma frá til streitu. Jafnframt þessu hefur ríkisstjórnin fiskveiði- hagsmuni íslendinga á land- grunnsmiðum í stöðugri at- hugun. Niðurstöður ítarlegra rann sókna um ástand og þol fisk- tveimur sovézkum Gyðingum, Linu Volkova og Rudolf Brud, sem bæði fluttust nýlega frá Sovétríkjunum og eru nú bú- sett í ísrael. Þau hafa verið í heimsókn í Kaupmannahöfn og meðan á þeirri heimsókn stóð og jafnvel fyrir hana, höfðu þau verið í símasam- bandi við nána vini í Lenin- grad. Þessir vinir höfðu fengið upplýsingar um réttarhöldin hjá ættingjum hinna ákærðu, sem höfðu fengið leyfi til að vera við réttarhöldin. — Aðgangur að réttarsaln- um er að sjálfsögðu ekki játningar, sem gerðar voru meðan á rannsókninni stóð, voru neyddar upp úr sakbom- ingunum. Ég veit, að þeim var hótað að þeir yrðu kærð- ir fyrir föðurlandssvik, ef þeir ekki játuðu, og fyrir föður- landssvik er hægt að dæma menn til dauða. Þessar andlegu pyntingar leiddu til þess, að einn hinna ákærðu, Lev Jagman, fékk taugaáfall. Tveir hafa verið ákærðir fyrir föðurlandssvik, og þeir eiga yfir höfði sér dauðadóm. Mildasti dómur, sem þeir geta fengið, er 15 ára fangelsi. — En í hvaða tilgangi er þetta gert? — Tilgangurinn með réttar- höldunum í Leningrad er hinn sami og tilgangurinn með hin- um fyrirhuguðu réttarhöldum í Riga og Kisjenev og víðar í Sovétríkjunum: Að hræða Gyðinga svo þeir þegi. Lina Volkova: — Barátta Gyðinga í Sovétríkjunum fyr- ir að fá að flytjast til Israels, hefur komið yfirvöldunum al- gerlega á óvart. Þau höfðu ekki búizt við að þátttakan yrði jafn almenn og hún er. Algjör og hörkuleg kúgun er hið einasta, sem yfirvöldin geta gert til að þagga þetta niður. — Réttarhöldin yfir sak- lausum manneskjum í Lenin- grad er tilraun yfirvaldanna til að gefa Gyðingaofsóknun- um lagalegan blæ. Leikara- skapurinn á að bjarga áliti Sovétríkjanna erlendis. En það er ekki lengur hægt að þagga niður í Gyðingunum. Það, sem hófst fyrir fjórum árum, verður ekki hægt að stöðva. Það er ekki hægt að hræða Gyðinga til að hætta baráttunni fyrir að fá að snúa til föðurlandsins, Israels. Ótta leysi og samheldni sokborn- inganna í Leningrad er til vitnis um það. lendra þjóða í þá, og hefur ríkisstjómin lýst því yfir, að hún mtmi grípa til nauðsyn- legra ráðstafana til að kcwna í veg fyrir tjón á fiskistoén- unium. Rudolf Brud og Lina Volkova. frjáis, segir Brud, sem þekkir alla hina ákærðu persónulega. — Eiginkonurnar fá jafnvel ekki allar leyfi tii að koma þar. Fyrir utan þær eiginkon- ur, sem fá aðgang, hafa að- eins sex nákomnir ættingjar hinna ákærðu fengið leyfi til að vera við réttarhöldin. Rétt- arsalurinn er að vísu troðfull- ur, en aðrir viðstaddir eru KGB-menn og vandlega valið fólk úr flokknum. Þegar byrjað var á öðrum degi að yfirheyra sakborning- ana, bergmálaði salurinn af skammarhrópum viðstaddra. Dómarinn og ákærandinn gripu líka hvað eftir annað fram í fyrir sakborningunum og kröfðust þess, að þeir end- urtækju þær játningar, sem þeir höfðu gert meðan á rann- sókninni stóð. — En það eru aðeins þrír hinna ákærðu, sem hafa við- urkennt sekt sína, segir Brud. Þrír aðrir hafa aðeins viljað segja, að ef þeir hafi skaðað Sovétríkin með tilraunum sínum til að komast til Isra- els, þyki þeim það leitt, en það hafi ekki verið að ásettu ráði. Þrír þeir síðustu hafa svo neitað allri sekt. NEYDDIR TIL AÐ JÁTA Brud heldur áfram: — Þær stofnanna við ísland sýna, að þeir eru nú ekki ofveiddir, enda þótt ýmsir sjómenn séu vegna biturrar reynslu á annarri skoðun. Hins vegar er einnig ljóst, að hætta er á vaxandi sókn er-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.