Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.05.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAl 1971 13 Halldóra Hallsteins- dóttir - Minning Árin og dagarnir aevinni granda, eitt fœr þó staðizt, sem mennirnir sá: Alit sem þú fómaðir öðrum til handa umlykur sólbjarma síunga brá. Já, Dóra mín, þessi orð komu ósjálfrátt í huga minn fyrir fjórtán árum síðan, þegar þú náðir sjötugsaldri; það var eng- in tilviljun, þvi hin fómfúsa hetjulund þín var þitt aðals- merki. Nú, þegar þú ert horfin héðan, koma mér í hug minningar margra áratuga. Sú íyrsta er, þegar ég sá þig bera systur mina, máttlitla, í fanginu frá heimili mínu og heim til þin, til að styrkja hana og gleðja. í>að endurtókst þú um árabil. Það varst einnig þú, er lokaðir augum móður minnar við andlát hennar, og þegar einkadóttir min íæddist varst þú fyrsta manneskjan, er barst hana í örm- um þér. Þegar ég kynntist þér, eign- aðist ég bezta vininn, sem ég hef átt á þessari jörð meðal vanda- lausra. Átján ára að aldri varst þú heitbundin Jóhannesi Jónssyni, gáfuðum og góðum manni. Þú sagðir okkur brosandi að hann hefði getað verið faðir þinn, hann var þá þrjátíu og sex ára, en betra hjónaband hef ég ekki þekkt. Harmur þinn var þungur og sár þegar hann lézt, eftir stutta legu, fyrir þrjátíu og niu ámm en sorgin var borin með stillingu og trúarþreki, sem bar þig uppi alla tíð. Heimili ykkar var gestrisið svo að af bar, enda var æsikuheimiii þitt í Skorholti byggt yfir þjóð- braut þvera og er enn í dag á vegum systkina þinna þar. Eftir lát manns þíns vannst þú að matargerð, enda var þér eink- ar hugleikið að fyila diska þeirra og mali er áttu störfum að sinna til sjós eða lands. Síðustu árin eftir að heilsan bilaði áttir þú heima hjá einka- dóttur þinni, Haildóru, og njanni hennar, Ástvaldi Bjarnasyni. Betri son gat hún ekki gefið mér, sagðir þú eitt sinn við mig. Þeirra góða heimili og bömin þeirra léttu þér siðasta áfang- ann; þau vöktu yfir hverjum andardrætti þínum þar heima og siðast i sjúkrahúsi, þar til kall- ið kom. Elsku Dóra mín, þér fylgja í dag hjartans þakkir um hálfa öld og heitustu bænir mínar. Nú styðst þú við höndina styrku, sem bar þig uppi til ævi- loka. Þorvaidína Alafsdótt-ir. F ramkvœmdastjóri Samtök sveitarfélaga í Suðurlandskjördæmi óska að ráða framkvæmdastjóra. Upplýsingar um starfið gefur ölvir Karlsson, oddviti, Þjórsár- túni (sími um Meiritungu). Umsóknir sendist fyrir 16. júní nk. til Sambands íslenzkra sveitarfélaga, Laugavegi 105, Reykjavík, pósthólf 5196. STJÓRNIN. Fró Somvinnuskólanum Bifröst Umsóknir um Samvinnuskólann Bifröst fyrir næsta vetur, vet- urinn 1971—1972, skulu hafa borizt skrifstofu skólans, Sam- bandshúsinu, Sölvhólsgötu, Reykjavík, fyrir 20. júní næstkom- andi. Umsækjendur skulu hafa gagnfræðapróf eða landspróf og þurfa Ijósrit af prófskírteinum að fylgja umsóknum. Vænt- anlegir nemendur skulu yngstir verða 16 ára á yfirstandandi ári. Þeir, sem þegar hafa sótt um skóíavist, en ekki enn sent til- skilin prófskirteini, þurfa að hafa sent þau fyrir sama tíma. SKÓLASTJÓRI. Westinghouse Ytrabyrði úr ínabrenncfu stáli - Innrabyrði úr glerhúðuðu stáll - SJálfvirk affryst- Ing - Stórt lokað frystihólf og frostskúffa - Glæsilegir og vandaðir - Hin viður- kenndu Westinghouse gæði eru alltaf etfirsóttust - Fæst hjá kaupfélögum um allt land. Útsðhistaðir í Reykjavík: Liverpool og Domus Laugaveg?, Dráttarvélar Hafnarstræti, Rafbúð SÍS Ármúla 3. A Sambund isl. samvinnufélaga Véladeild Ármúla 3, Rvíb. simi 38 900 m Ungir Islendingar geta fengið frítt pláss að hluta á SNOGH0J FOLKEH0JSKOLE á 6 mánaða vetrarnámskeiðinu nóvember—apríl. Norrænir kennarar og nemar. Tungumál og valgrein að óskum (m. a. sálarfræði og' uppeldisfræði, hjálp í viðlögum, munstur- prentun og kjólasaumur). Hér fáið þér gott tækifæri til menntunar. Forstander Poul Engberg Snoghdj Folkehþjskole 700 Fredericia. ALLIR ÞEKKJA loftplöturnar og límið Verzlið þar sem úrvalið er mest — og kjörin bezt. IH JÓN LOFTSSON HR WÍB Hringbraut 121 íS 10 600 Keflavík — Suðurnes Til sölu í Keflavík 5 herbergja einbýlishús við Suðurgötu. ofarlega. Bilskúr og stór lóð. 4ra herbergja efri hæð við Hringbraut. Blskúr fylgir. Allt sér. 4ra herbergja hæð við Hringbraut. 2ja til 3ja herbergja íbúð við Austurgötu. 6 herbergja efri hæð við Austurbraut. Góður bílskúr. Fokhelt raðhús og bílskúr við Greniteig. Skipti á 3ja til 4ra herbergja íbúð æskileg. 5 herbergja eldra einbýlishús við Vesturgötu. Lág útborgun. 3ja herbergja íbúð við Kirkjuveg í steinhúsi. Góð 130 fm hæð við Suðurgötu. Skipti á 3ja herbergja íbúð æskileg. VOGAR Til sölu 120 fm einbýlishús, 16 ára. GARÐUR Til sölu steinsteypt einbýlishús í góðu standi. Eldhús, sam- liggjandi stofur og 1 herbergi á hæðinni. 3 herbergi í risi. Geta verið tvær ibúðir. Góður bilskúr fylgir. GRINDAVÍK Til sölu nýlegt einbýlishús með bilskúr. Skipti á góðri íbúð í Reykjavík æskileg. NJARÐVÍK Til sölu góðar fasteignir í Ytri- og Innri-Njarðvik. FISKISKIP Höfum til sölumeðferðar sérstaklega góðan 170 lesta bát. Byggður 1961. FASTEIGNASALA VILHJALMS OG GUÐFINNS, símar 1263 og 2376. YFIRVINNUBANN hins alvarlega ástands, sem hefur ver- ið að skapast í lengd vinnutíma verzlunar- fólks hefur stjóm Verzlunarmannafélags Reykjavíkur ákveðið, samkvæmt samþykkt fé- lagsfundar þann 29. apríl sl„ að banna alla yfirvinnu í þeim almennu verzlunum, sem hafa opið lengur en heimilt er samkvæmt 7. grein Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. kjarasamnings V. R. við vinnuveitendur, þ. e. til kl. 18.00 mánudag til fimmtudags, kl. 19.00 á föstudögum og kl. 12.00 á laugardögum. Samkvæmt því er öllu afgreiðslufólki í hlut- aðeigandi verzlunum óheimilt að vinna við af- greiðslu eftir ofangreindan tíma frá og með laugardeginum 22. maí 1971.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.