Morgunblaðið - 05.07.1970, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.07.1970, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLI 1970 r A eintali í Flatey Ekki er að undra, þótt gest- ur hrífist, sem tyllir tá niður í Flatey, þegar sól er á lofti og dagurinn er alla nóttina. Þang- að getur þreytt borgarsálin sótt ómælda hvíld og endurnær- ing. Þögnin verður naumast rof in af öðru en öldugjálfri og fuglahljóðum. Hingað hafði ég ekki komið í sex ár og furðumargt hefur breytzt á ekki lengri tíma. Báru járnið hefur fengið að ryðga óáreitt, í sum húsin sér nú naumast fyrir ryði, og innviðir orðnir feysknir. Mörg voru þetta falleg hús og vönduð á sinni tíð. Gamli vörubíllinn á torginu, ættaður frá árinu 1942, hefur líka orðið fyrir hvassri tímans tönn, nú eru ekki bara dekkin sprungin og luktir brostnar; húddið er niðurryðg- að, pallurinn varla mannheld- ur, og gúmmíbarðarnir uppétn- ir. En það er hægt að hreyfa stýrið, og stíga kúplinguna í botn. Það fannst Hrafni mesti munur og ákvað að verða vöru bílstjóri, þegar hann yrði stór. Góðir vinir, flestir aldraðir orðnir, eru margir látnir og einn þeira Vigfús Stefánsson var til grafar borinn í kirkju- garðinum daginn eftir ég kom. Vigfús var sómamaður og fróð- ur með afbrigðum. Ekki var það sakir þess að hann hefði svo viða farið á langri ævi, ég efast urn hann hafi nokkurn tíma komið til Reykjavíkur. En hann var eins og fleiri hér, lestrar- hestur með afbrigðum, minnug- ur svo af bar og gæddur frá- sagnargáfu af guðs náð. Steinn Ágúst, sem var oddviti og kirkj uhaldari í áratugi, og Katrín kona hans, sem bjuggu í Eyjólfshúsi eru nú bæði látin. Þess minnist ég að þegar ég sá Stein Ágúst fyrst, þá var hann kominn á níræðisaldur, hvarfl- aði að mér sú hugsun, að þann mann hefði ég viljað þekkja ungan. Enn verða þó kunnug leg andlit á vegi mínum; Árni Einarsson og þau Friðrik Saló- monsson og Jónína Hermanns- dóttir, kona hans, sem rekur verzlun hér. Þau hafa ekki breytzt. Hrafn kom til mín og sagði: „Mamma, ég sá svo fallega konu í gamaldags fötum.“ Það var Jónína á upp hlut. Svona komplíment væri ekki ónýtt að fá í nestið á ní- unda áratuginn. Sigríður Bogadóttir hefur bú stað í Alheimi í sumar, en að öðru jöfnu býr hún í Vertshús- inu. Hún annaðist bókasafnið árum saman, en nú hefur Jó- hamimes Gíslason úr Steáleyj- um, tekið við.í fyrra var fjöldi verðmætustu bókanna fluttur á brott til geymslu í Landsbóka safni. Þær lágu undir skemmd- um í bókhlöðunni, er mér sagt. Enn er þó margt góðra bóka á safninu og keyptar nokkrar nýjar á hverju ári, því að eyja búar eru bókelskir og lesa mik ið, ekki hvað sízt í fásinni vetr arins. Jóhannes rekur líka búskap og hann er að byggja sér nýtt íbúðarhús. Ömmuir hús eru ekki í smíðum. Þeir Jóhannes og Haf steinn Guðmundsson, einnig ætt aður úr Skáleyjum hafa ræktar lönd Flateyjar á leigu frá Land námi ríkisins og búa vel og myndarlega. Höfðu í vetur hátt í þrjú hundruð fjár og Jóhannes á einnig nokkrar kýr auk þess er tarfur og ung- viði í fjósi hans. Hrafn rakst þar inn, þegar Jóhannes var að mjólka á dögunum; hann fékk að horfa á þegar kálfun- um var gefið og þótti handa- gangur í öskjunni. Síðan hefur Hrafn ekki setið sig úr færi með að bregða sér í ljósið á málum. Hann stendur í flórnum, held- ur í halann og ræðir búskapar- horfur við Jóhannes. Tvo daga var Hrafn ráðinn í að verða bóndi, og gefa vörubílstjórann upp á bátinn. Þeir hafa verið að flytja féð ,,upp á land“ og hafa yfirleitt notað næturnar til þess. Báta- eign Flateyinga er með minnsta móti og farkostir helzt litlar trillur, svo að margar ferðir hefur orðið að fara. Svo verða þeir að sækja féð aftur með haustinu. Eyjabúskapurinn er ærið fyrirhafnarsamur á stund Hafsteinn Guðmundsson býr með fjölskyldu sinni í Læknis- bústaðnum. Auk þess að fást við búskapinn sér hann um að nytja hlunnindi Flateyjar, dún tekju og selveiði. Undir Flatey liggja hundruð eyja, hólma og skerja, þar sem æðarfuglinn gerir sér hreiður og það er mik ið verk að hirða dúninn og reyna að hlúa að varpinu. Dún tekja hefur verið bærileg, að mér skilst og selveiði nokkur, en annars er hún þó minni í Flafceyjarlönduim en í Skáleyj- um og Hvallátrum, að ég nú ekki tali um Hergilsey. Enda er Þórður Benjamíns- son hér með allt sitt lið. Þeir Árni Einarsson, sem báðir bjuggu í Hergilsey á sínum manndómsárum nytja hlunnindi eyjarinnar og þeir verka sel- inn og hreinsa dún myrkranna á milli. í Paradís er ys og þys þessa daga og líf í tuskunum. Þeir fengu hátt á annað hundr að vorkópa í fyrra og voru komnir vel yfir hundrað núna, en veiðtími er senn á enda. Nú hafast tveir smiðir við í Hölluhúsi. Þeir vinna við hús- bygginguna. Jóhannes bjó þar um sinn, en varð að flytja, svona illa er þetta gamla nota- lega hús farið, það er rétt hægt að hafast við í því yfir blásum- arið. Elzta hluta þess byggði Pétur Thorsteinsson frá Bíldu- dal yfir Höllu móður sína. Seinna var það stækkað og síð asti eigandi þess áður en land- námið keypti það var ísafold Einarsdóttir. Henni var annt um húsið og hugsaði vel um það. En allt verður undan að láta og nú er þess ekki langt að bíða að Hölluhús verði einn af fúahjöllunum. Ekki hef ég guðað þar á glugga, bezt að leyfa því að vera í friði í end- urminningunni. Símstjórinn er Karl Guð- brandsson. Hann hefur stjórn- að póst og símamálum Flateyj- arhrepps af mesta dugnaði í sex ár og oft við afleit skilyrði. Karl bjó lengst af í Hafnar- firði, en uppalinn á Álftanesi. Hann stundaði lengi sjósókn, var á kútterum, togurum og trillum í áratugi og hefur margt séð og reynt um dagana. I stof- unni hjá honum hanga málverk, sem hann hefur sjálfur málað, þar á meðal er eitt af fegurstu seglskútu og annað er frá Hrauni í Öxnadal. Mér er held ur ekki grunlaust um að Karl sé hagmæltur í betra lagi og hafa eyjarbúar oft fengið glettn ar vísnakveðjur frá honum. Guðmundur Sakkaríasson og Þórey eru ein af mörgum, sem ekki eru hér lengur; þau eru nú setzt að í Hólminum. Guð mundur var hér gildur og góð- ur bóndi og Þórey gustmikill kvenmaður. sem sópaði að og lét sitt af hverju fjúka. Hún gekk að bústörfum af engu minni atorku en röskleika karl maður, en sérstaka umhyggju bar hún fyrir lömbum sínum og hefði hún grun um þau fengju ekki nóg að drekka. hjá mæðr- unum var hún ekki að tvínóna við að taka þau með sér heim til sín og ala þau á spenvolgri kúamjólk í eldhúsinu. Og sjúk um lömbum hjúkraði hún eins og bezta móðir. Á „Höfninni“lá nýi Konráð. Áttin var á vestan og þeir á- kváðu að fara ekki fyrr en skipti um átt. Kvöldið eftir sá ég að Konráð var horfinn af Höfninni, Ekki hafði ég veitt því athygli, að þá var komin rakin suðaustan. Konráð hefur verið í þaranum í sumar. Þeir fara með Sigurði Hallssyni og tveimur köfurum um Breiða- /o' Þorpið. Frá Höfninni. Konráð á útleið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.