Morgunblaðið - 02.10.1964, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.10.1964, Blaðsíða 30
30 MORCUNBLAÐIÐ Fostuclagur 2. okt. 1964 Bandaríkjamenn ætla sér 97 gull Iþróttablað spáir um úrslit i frjálsum HIÐ mikla bandaríska íþrótta blað „Sport Illustrated" gefur út þann 5. okt. n.k. aukablað vegna Olympíuleikana þar sem fjallað er um leikina á 40 síðum. í spá- dómum sinum um úrslitin kemst blaðið að þeirri niðurstöðu að Bandaríkjamenn muni hljóta 97 gullverðlaun en Sovétríkin 94. Blaðið segir að Bandaríkjamenn muni hafa yfirburði í frjálsíþrótt um og sundi, en Rússar muni enn sem fyrr sýna meiri alhliða getu og verða stighærri en Bandaríkja menn í hinni óopinberu stiga- keppni leikanna. — Blaðið lýsir bandaríska frjálsíþróttaliðinu á þann hátt, að það sé sterkasta lið sem nokkurt land hafi nokkru sinni átt og spáir að sett verði 15—24 Olympíumet í frjálsum íþróttum einum saman. QÍRP Blaðið birtir spádóm sinn um hvernig frjálsiiþróttaverðlaunin skiptist Og hverjir vinni þau. Fer spádómurinn hér á eftir: 100 m hlaup: Carr (USA), Figu erola (Kúbu), Jerome (Kanada). 200 m hlaup: Carr (USA), Ro- herts (Trinidad), Ottolina (ítal.) 4x100 m boðhlaup: USA, Frakk land, Ítaiía. 400 m hlaup: Mottley (Trini- dad), Larrabee (USA), Williams (USA). 4x400 m boðhlaup: Bandaríkin, Þýzkaiand, Bretland. 800 m hlaup: Snell (Nýja-Sjá- land), Groth (USA), Siebert (USA). 1500 m hlaup: Snell (Nýja- Sjáland), Burleson (USA), O’ Hara (USA). 5000 m hlaup: Schul (USA), Clarke (Ástralíu), Baillie (Nýja Sjáland). 10 000 m hlaup: Clarke (Ástra- líu), Bolotnikov (Sovét), Hal- 01d boys leikfimi hjd Ármtuini OLD BOYS-leiktfimi verður í vetur á vegum Glímufélagsins Ármanns, en sú starfsemi hefur notið mikilla vinsælda á undan gengnum ánum. Hér er um að ræða hressimgarleikfimi fyrir þá, sem komnir eru af allra léttasta skeiðinu, en vilja viðhalda líkamsþreki sínu og auka starfs krafta sína og vellíðan með holl- um íþróttaæfinguim. í vetur verður o!d boys-leik- fiimin á þriðjudagskvöldum kl. 8- 9 og á föstudaigskf/öldum kl. 9- 10. Æfingamar fara fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu (minni salnum) og hefjast um mánaðamótin sept.-okt. Innritun er hafin á skrifstofu Ármanns í íþrótta- húsinu, en hún er opin á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu dögum kl. 8-10.30 síðdegis, sími: 1-33-56: Ungur íþróttakennari, Þorkell Steinar Erlendsson, heifur verið ráðinn til starfa hjá Ármanni í vetur, og mun hann m.a. annast kennslu hjá old boys-flokknum. Þorkell lauk prófi frá íþrótta- kennaraskóía íslands fyrir nokkr um árum, stundaði síðan fram- haldsnám erlendis, og sitarfaði síðastliðið ár sem íþróttakenn- ari í Svíþjóð. berg (Nýja-Sjáland). ' Maraþonhlaup: Kimihara (Jap an), Edelen (USA), Heatley (Bretland). 3000 m hindrun: Vincent (Ástralíu), Herriott (Bretland), Span (Júgóslavíu). 400 m grindahl.: Cavley (USA) Luck (USA), Hardin (USA). 110 m grindahl.: Jones (USA), Davenport (USA), Lindgren (USA). Hástökk: Brummei (Sovétr.), Czernik (Pólland) Rambo (USA) Langstökk: Boston (USA) Ter- Ovensjan (Sovét), Davies (Bret- land). Stangarstökk: Hansen (USA), Pennel (USA), Preussger (Þýzka land). Þrístökk: Kravtsjenko (Sovét), Davis (USA), Kreer (Sovét). Kúluvarp: Long (USA), Mat- son (USA), O’Brien (USA). Kringlukast: Danek (Tékkósló vakía), Orter (USA), Silvester (USA). Sleggjukast: Klim (Sovét), Conolly (USA), Thun (Austur- ríki). Spjótkast: Terje Pedersen (Nor egi), Sidlo (Pólland), Lusis (Sovjtr.). Tugþraut: Yang (Formósu), Holdorf (Þýzkaland), Storot- sjenko (Sovét). 20 km ganga: Golubnitsji (Sov étríkin), Matthews (Bretland), Lindner (Þýzkaland). 50 km ganga: Höhne (Þýzkal.), Nihill (Bretland), Pettersson „Hún á veika von um tvö gull“ MARY Rand er fjölhæf ensk frjálsíþróttakona. Ef heppnin fylgir henni í Tokíó hefur hún möguleika á að vinna tvö Ol- ympíugull. En hún hefur einn ig bitra reynslu af keppni á Olympíuleikum. í Róm mis- tókst henni að ná tilskilinni lengd til úrslitakeppni í lang- stökki kvenna. Nú eygir hún Olympíugull í þeirri grein. — Andstæðurnar eða hið mjóa bil milli heppninnar og ó- heppninnar í íþróttum eru oft slíkar að kona með áður- nefnda reynslu frá Róm gæti vel hreppt gull í Tokíó. * Mary Rand er fyrirmynd allra brezkra skólastúlkna, sem berjast vilja til sigurs — einskonar Jeanne d’Arc á frjálsíþr.velli. „Hún er ensk rós, sem af og til blómstrar og magnast á leikvanginum og ber af mótherjunum eins og gull af eiri“ segir einn frétta- maðurinn. Mary vinnur sína sigra tign arlega, segir sá sami. Og sjáið á myndinni hið ákveðna augna ráð. Og það má sjá hinn glæsi lega stíl og hina mikiu ná- kvæmni með að smjúga yfir fyrstu hindrunina í grinda- hlaupinu. Takið eftir jafnvæg- inu bæði andlegu og líkam- legu. Það er fullkomnun í hverri hreyfingu, en þó óvenju leg ákveðni og einbeitni í svipnum. Aila þessa kosti þarf að sam eina til að ná þeim árangri sem Mary Rand hefur gert. Hún getur hlaupið hraðar, stokkið lengra og svifið yfir grindur hraðar en flestar ef ekki allar stúlkur í heiminum. Hún gæti unnið tvö Olympíu- gull þ.e. í langstökki og grind hlaupi og góðum árangri nær hún án efa í fimmtarþraut- inni. Mary er gift kona og á börn. Maður hennar Syd Rand, hef ur keppt á Olympíuleikum í róðri. Hann er þjálfari henn- ar á velli nálægt heimili þeirra og þar dvelja þau flesta daga að lokinni vinnu. „Ég man vel vonbrigði mín á Olympíuleikunum í Róm“, sagði Mary við blaðamann, „þegar mér tókst ekki að kom ast 1 úrslit, og það á stökk- lengd, sem ég hafði leikið mér að hér heima. Þau vonbrigði munu hjálpa mér í Tokíó“. En Mary Rand er ekki ein um að vilja sigra í áðurnefnd- um greinum á Tokíó-leikun- um. En hiún er ein af stjörn- unum. Olympiustjcrnur II. Hörð keppni um Evrópubikarana Á MIÐVIKUDAG fóru fram ýmsir leikir í keppninni um Evrópubikarana þrjá í knatt- spyrnu og landsleikir milli Belgíu og Hollands. Belgía vann þarna leik í Antwerpen með 1-0. t hinum leikjunum urðu úrslit þessi: • Evrópubikar meistaraliða Malmö FF vann Locomotiva frá Soffía með 2-0 í síðari leik liðanna í 1. umferð. Fyrri leik- inn vann Locomotiva með 8-3 og heldur því áfram í keppninni með samanlagða markatölu 8-5. í Duhlin léku Rapid, Vínar- borg og Shamrock Rovers. Unnu Rapid-menn 2-0. Rapid heldur afram í keppninni með saman- lagða markatölu 5-0 í Aþenu vann Panathinaikos (Aþenu) leik gegn Hlentoran (N-írlandi) með 3-2. Fyrri leik- urinn varð jafntefli 2-2 svo Grikkirnir halda áfram með samanlagða tölu 5-4. • Evrópubikar bikarmeistara Slavia (Sofia) og Cork Celtic (frlandi) skildu jöfn í fyrri leik sínum. Leikurinn fór fram í Sofia. • „Borgarbikarinn" í Kaupmannahöfn vann d.o.s. Utrecht (Hollandi) lið KB me<5 4-3. Gestirnir höfðu yfir í hálf- leik. Murray Rose keppir ekki — en lýsir Ástralski sundmaóurinn Murr- ay Rose, sem hefur unnið 4 Olympíugull á fyrri Olympáuleik um, kom til Tokíó í gær — ekki til að keppa í sundinu, heldur til að lýsa keppninni fyrir banda- ríska sjónvarpsstöð. Eins og kunnugt er setti Rose nýlega heimsmet í 1500 m og 800 m skriðsundi. En hann var etkki valinn í Oiympíulið Ástralíu þar sem hann vildi ekki verða við þeirri kröfu áströisku OL-nefnd arinnar að hann yrði að ná til- skildum árangri í ásitralsikri sund lang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.