Morgunblaðið - 02.10.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.10.1964, Blaðsíða 3
Föstudagur 2. okt. 1964 MORGUNBLAÐIÐ HINIR þrír menntaskólar landsins voru settir í gær hér í Reykjavík, á Akur- eyri og á Laugarvatni. Alls verða í þessum þremur skólum 1496 nemendur og þar starfa 106 kennarar. Húsnæðisskortur háir starf semi allra skólanna, skort- ur á kennslustofum hér í Reykjavík og á Laugar- vatni, en skortur á heima- vistarrúmi á Laugarvatni og Akureyri. Hér segir nokkuð frá setningarræð- um rektors og skólameist- aranna. Rektor Menntaskólans í Reykjavík bauð nemendur og kennara velkomna til starfa á þessu 119. starfsári skólans, sem nú væri að hefjast. Hann kvað mesta nýmæli skólans vera hið nýja og vandaða skólahús, er nú væri risið fyr- ir ofan gamla skólann. Lýsti hann því síðan en benti á að hið allra fyrsta bæri nauðsyn til þess að koma upp nýjum Nemendur Menntaskólans í Reykjavík ganga til skólasetning- - ar. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Alls um 1500 nemendur í menntaskólum landsins Alla skólana þjáir húsnæbisskoriur menntaskóla í Reykjavík. Rektor kvað nemendum nú hafa fjölgað um 40 í stað 70 í fyrra, nú væru þeir 950, en hefðu þá verið rétt rúmlega 900. Bekkjardeildir myndú verða 41 en voru 39 í fyrra. • Skólinn yrði enn að nota Þrúð vang, a.m.k. þetta ár, þótt nýbyggingin kæmi til. Talsverðar breytingar yrðu á kennaraliði skólans. Þakk- aði hann fráfarandi kennur- um vel unnin störf og bauð hina nýju velkomna. Alls verða nú 75 kennarar við skólann. í ávarpi sínu til nemenda ræddi rektor hin löngu sum- arfrí er tíðkuðust í skólum hér, gagnstætt því sem væri erlendis. Hann kvaðst ekki vilja leggja til að þau yrðu stytt að marki, taldi nemend- um þýðingarmikið að kynn- ast þjóðfélagsstörfum og stétt- um, því fyrir þeim mörgum lægi að gegna síðar forustu- störfum í þjóðfélaginu. Hinu mættu þeir ekki gleyma að þess í stað yrðu þeir að leggja á sig mun meiri heimavinnu og vinna af meira kappi, því þeir mættu ekki trúa þeirri firru að þeir væru svo miklu gáfaðri en hinir erlendu. Þeir yrðu því að sýna skyldurækni, iðni, stundvísi og góða skóla- sókn og mætti búast við nýj- um reglum í þessu efni og strangari viðurlögum, ef út af væri brugðið. Loks kvaðst rektor vilja minna nemendur á að þeir stunduðu nám í elzta og ein- um virðulegasta skóla lands- ins. Því yrðu þeir að vera þess minnugir, að hegðun þeirra væri bæði skólanum og þeim sjálfum til sóma. Þá var Menntaskólinn á Akureyri settur í gær og flutti Þórarinn Björnsson setningar- ræðu. í upphafi máls síns minntist skólameistari Sigurðar L. Páls sonar yfirkennara, sem er ný- látinn. Vottuðu setningargest- ir hinum látna virðingu sína. Skólameistari sagði nem- endafjölda verða 440 í skól- anum í vetur, en í fyrra voru 420 nemendur í skólanum. Nú er miðskóladeild niður lögð og er því fjölgunin í hinum eiginlega menntaskóla um 50. Deildir skólans verða 17. — 177 nemendur verða í heima- vistinni í vetur og alls borða 270 manns í mötuneyti skól- ans. Neita varð mörgum nem- endum um heimavist, en hins vegar engum um skólavist. Kennarar skólans verða 21, þar af 15 fastakennarar. Fasta kennararnir Friðrik Sigfússon og Helgi Jónsson hverfa frá skólanum og stundakennar- arnir Jón Margeirsson og Bryndís Þorvaldsdóttir. — í þeirra stað eru settir fasta- kennarar Ragnar Stefánsson og Margrét Hjaltadóttir og stundakennararnir Hjördís Daníelsdóttir og Haraldur Sveinbjörnsson verkfræðing- ur. í ræðu sinni sagði skóla- meistari m.a.: „Lýðræðið eflist, og það er talinn réttur alira að geta lært eftir því, sem hæfileik- arnir leyfa og það er skylda þjóðfélagsins að gera þegnun- um það kleift. Bezta fjárfest- ingin hverri þjóð er aukin menntun." Síðan gat skólameistari þess að ýmsir teldu að nauðsynlegt væri að stúdentum fjölgaði meir hér á landi en verið hefði, og sagði síðan: „Það er þó umdeilt. Sumir eru hræddir við að þurrausa svo hæfileikasjóð þjóðanna. Það mundi hafa í för með sér of mikinn aðskilnað þegnanna, sem gæti orðið okkur hættu- legt og skapað nýja stéttaskipt ingu, erfiða viðfangs .... ef að því kæmi að öll æðri gáfa væri komin undir þak, er þá ekki hætta á úrkynjun? Þarf ekki vissa snertingu við nátt- úruna til að viðhalda hinum heilbrigða, sífrjóa kjarna, sem alltaf skapast?" Síðan sneri hann máli sínu til nemenda og sagði að lok- um: „Hvað er að lifa? Ein kenningin er sú, að það sé að neyta orku sinnar, nota kraft- ana. Sá, sem ekki igerir það, lifir ekki , er ekki neitt. Og að vinnan er að nota orkuna, svo að vinnan er öllu öðru fremur að lifa, nota kraft inn, sem í okkur er, umbreyta honum í eitthvað annað, skapa eitthvað nýtt. Þess vegna er öll vinna meira eða minna brot úr sköpun og einasta gleðin í lífinu er sköpun. Hin gleðin er hjóm að meira eð'a minna leyti. Ég vona að ykk- ur takizt að nota orkuna sem í ykkur býr og breyta henni í þekkinigu. Til þess erum við hingað komin.“ Menntaskólinn á Laugar- vatni var ennfremur settur í gær. Jóhann Hannesson skóla meistari sagði að 106 nemend- ur yrðu í skólanum í vetur í fjórum bekkjum og 7 bekkja deildum. í fyrra voru nem- endur skólans 101 og er því ékki um raunverulega fjölg- uri að ræða. í vetur munu starfa við skól ann 6 fastráðnir kennarar og 4 stundakennarar. Þórir Ól- afsson tekur nú aftur við kennarastörfum eftir að hafa verið erlendis við nám í 2 ár. Kennir hann eðlis- og efna- fræði. Flestir nemenda eru í heimavist skólans, nokkrir eru búsettir á staðnum og ennfremur leigja nokkrir hjá íbúum staðarins. í setningarræðu sinni ræddi skólameistari um húsnæðis- mál stofunarinnar. Hann kvað nú verða 30 nemendur í 1. bekk skólans, en rúmlega helmingi fleiri hefðu sótt um skóiavist. Þeim varð að neita vegna húsnæðisskorts. í ávarpi sínu til nemenda þakkaði skólameistari göml- um nemendum fyrir hve vel þeir hefðu nýtt sér ófull- komna aðbúð á þessum stað og hvatti hina nýju til að feta í fótspor þeirra. IShnútar jX* SV SOhr.úter Utsynmngur — iandsynningur. sem er að nálgast suðvestur UM hádegi í gær var vindur af hafi er búizt við v^xandi allhvass SV og 8—10 st. hiti SA-átt eða landsynningi í dag. hjr á landi. Veður var þurrt Veður var mjög stillt og bjart og bjart austan lands en nokkr í Mið-Evrópu og hiti 14—20 ar skúraleiðingar vestan stig. lands. Vegna nýrrar lægðar, Hreindýr ó Jökuldnlsheiði Húsavík 1. okt. JÓN ÁRNI SIGFÚSSON, bíl- stjóri frá Mývatnssveit, ók í gær fram á hreindýrahjörð við þjóð- veginn neðst á Jökuldalsheiði. Þetta er óvanalegt og gömlu mennirnir nnundu hafa sagt að þetta boðaði harðan vetur. — Fréttaritari. Mbl. hafði í gær samband við bæinn Skjöldólfsstaði í Jökul- dal, og spurðist fyrir um hvort mikið væri af hreindýrum á Jökuldalsheiði. Húsfreyjan á staðnum gaf þær upplýsingar að ekki myndi mikið af hreindýr- um þar, svo vitað væri, en hins vegar hefðu þau sézt í Möðrudals fjallgarði í haust. STAK8TEII\IAR Ekki er að spyrja að auðvaldinu! Slæmir eru „heimsvaldasinn- ar“ og „auðvaldssinnar“, það telja kommúnistar sig vita, en svona afleitir var ekki búizt við að þeir væru. Nú hafa Rússar komizt á snoðir um það, að Bandarikjamenn séu að undirbúa að gera kommúnistaríkjunum is- öld, og ekki nóg með það, held- ur á síðan að láta allt regn falla i Atlantshafið og Vestur-Evrópu og þurrka kommúnistarikin svo gjörsamlega, að þar verði ekki stingandi strá og verði fólk i þess um löndum því dæmt til þess að reika um eyðimörk, þar til yfir lýkur. Því á jafnvel að fórna til þess arna, að fólk, sem býr á ströndum Atlantshafsins búi í fjölda ára við endalaust regn og dumbung og má þvi reikna með því, að „auðvaldsþjóðirnar" verði bleikar og guggnar um það leyti, sem þegnar kommúnismans veslast upp úr þorsta og ryki. Já, Ijótt er, ef satt er. Uppljóstrun Moskvublaðsins Höfuðmálgagn rauða hersins, Rauða stjarnan, sem kemur út í Moskvu hefur á dögunum kom- ið upp um þetta samsæri Banda- ríkjamanna. Eru Bandaríkja- menn sakaðir um að undirbúa veðurfræðilegt stríð. Safni þeir nú sem óðast gögnum um veður- far í löndum kommúnista og hafi verið svo fyrir mælt, að stöðva skuli allt regn í kommúnistaríkj- um og breyta þeim í eyðimörk. Ætli þeir að breyta veðurfari á þann veg, að ísöld leggist yfir hinn kommúníska heim. Þetta eru uggvænleg tíðindi, einkum með hliðsjón af því lof- orði kommúnista hér á árunum, að undir stjórn kommúnista hér á landi mundi veðurfar batna til muna. Þetta kosningaloforð gáfu íslenzkir kommúnistar á árunum upp úr 1930 og var birt í bækl- ingi þeirra: Baráttustefnuskrá Kommúnistaflokks íslands. Ekki er vitað, hvort félagi Ein- ar og félagi Lúðvík ræddu þetta vandamál við félaga Brezhnev á fundinum í Moskva um daginn. Hér getur verið um að ræða bragð hernámsflokkanna til þess að grafa undan kommúnistum og hernámsandstæðingum. ísöldin er ef til vill að undirlagi At- lantshafsbandalagsins og til þess gerð að grafa undan kommún- . istum og ekki aðeins gera þeim ókleift að efna kosningaloforðið um bætt veðurfar, heldur hrein- lega snúa taflinu við með því að frysta félaga Krúsjev, um leið og stöðugt regn mun hindra skrúð- göngur hernámsandstæðinga. Næst samkomulag um stefnuna? Kommúnistar hérlendis hafa enn ekki tekið afstöðu til isaldar- málsins, en sitja væntanlega dag- lega á fundum. Eru vonir til þess, að klíkurnar geti náð samkomu- lagi um þetta brýna mál, enda liggur mikið við. Væntanlega verða þeir að draga nokkuð í land með loforð sitt um að kocnra únisminn leiði af sér sól og blíðu með ferskum gróðrarskúrum á hæfilegum fresti. Það er mikil gæfa á úrslita- stundu, að formaður Sósialista- félags Reykjavikur er veðurfræð- ingur og mun hann því manna hæfastur til þess að leggja á ráð- in. Honum hafði annars verið ætlað embætti veðurmálaráð- herra, þegar byltingin hefur gengið i garð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.