Morgunblaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 26
MORGUNBLABID Föstudagur 15. maí 1964 2« ÍA A A A/n/V- MMa \aA\^.a AvNj f/.WAf Valur batt endi á sigurvonir Þróttar — vann í gær 4:0 M5IR, sem höfðu gert sér von um að Þróttur yrði þriðja liðið í úrslitum Reykjavíkurmótsins hljóta að hafa orðið fyrir sár- um vonbrigðum í gærkveldi. Lið Þróttar komst aldrei í gang ef svo má segja og unnu Vals- menn því auðveldlega. Skoruðu 4 mörk, tvö í hvorum hálfleik. Sigur Vals var aldrei í haettu utan þess að á 40. mín. var born spyrna dæmd Þrótti og Jens fékk knöttinn utan vítateigs og skaut umsvifalaust föstu skoti að marki Vals, en .Björgvin fékk bjargað með að kasta sér í vinstra horn marksins. Mörkin Fyrsta mark Vals skoraði Her mann Gunnarsson á 14. min. leiksins. Hermann fékk send- ingu frá Þróttara rétt innan vítateigs og sendi knöttinn með kraftlítilli spyrnu að markinu og lenti knötturinn inni. Annað markið kom upp úr samvinnu Hermanns, Ingvars og Bergsteins. Léku þeir upp miðj una gegn um vörn Þróttar og sendi Bergsteinn knöttinn í net- ið fram hjá úthJaupandi mark- manninum. Mátt- og viljaleysi Þróttar- manna kom einna bezt fram er Valur skoraði þriðja markið. Her mann Gunnarsson skoraði auð- veldlega á 59. mín. Þrír Þrótt- arar horfðu aðgerðarlausir á og markmaður gerði ekki tilraun til að verja. Hermann, Reynir og Ingvar unnu saman að 4. marki Vals. Léku þeir í gegnum vörn Þrótt- ar og skoraði Ingvar laglega með skoti frá markteig. LIÐIN. Um leikinn í heild er það helzt að segja að hann var fjörlítill og því fátt um- spennandi augna- blik. Valur náði af og til sæmi legu spili, en það vantar alla festu í leik þeirra. Árangur þeirra í þessum leik má ein- ungis þakka því hve Þróttararn ir voru lélegir. — Um leikmenn er það helzt að segja að af Þrótt armönnum reyndi Ingvar Stein- þórsson hlzt að standa sig, en afar lítið fór fyrir landsiiðsmann inum' Axel Axelssyni. — Vals- liðinu var mikill styrkur að Orm ari, sem lék nú aftur með. Berg- steinn virðist vera mun kraft- meiri og fjörugri en áður og Matthías er vaxandi leikmaður. Hann varð þó að yfirgefa völl- inn sakir smá meiðsla og kom Bergsveinn inn í hans stað. — Jörundur Þorsteinsson dæmdi leikinn og sögðu Þróttarar að hann hefði dæmt illa. — Á. Á. rxm 5 mömmur meö 8 börn — urðu sigurvegarar í 1. flokki ÞESSI mynd hefur beðið nokkuð hjá okkur en skemmti leg er hún. Hún sýnir stúlk- urnar úr Víkíng er sigruðu í keppni 1. flokks í íslands- mótinu í handknattleik. Sigur þeirra var öruggur og sætur — og ékki kannski sízt vegna þess að þarna voru stúlkur sem áður og fyrr meir voru meðal beztu handknattleiks- kvenna landsins og eru reynd ar enn þó skorti á æfinguna. Æfingaskorturinn er þvi að kenna að þær fóru að sinna öðrum störfum og þarna í hópnum eru 5 mæður og þær eiga samtals átta börn. Þetta sýnir að mömmur eni ekki illa til þess fallnar að leika handknattleik og skyldi ekki handknattleiksíþróttinni auk- ast ásmegin er krógarnir átta stækka fyrst mæðurnar gefa sér tíma til að sinna því áhuga máli sínu sem handknattleik- urinn er. (Ljósm. Sv.Þ. | 1 25. sinn ( e = EHER er sundknattleiksflokk-= gur Armanns sem s.l. mánu-S gdagskvöld vann KR með 5—2.|| HÞað voru einu liðin, sem = =þátt tóku í greininni. Armenn| Emgar unn-u með þessum sigrig gíslandsmeistaratign í 25_ sinn.= |Mun það eins dæmi að félagn pgeti státað af svo mörgum| gsigrum á þeim árafjólda sem| gkeppt hefur verið í sund-H gknattleik á íslandsmóti. ÚUilillllllllllllllltlllllllllltllillilllllllllllilllllllllllllli .11 íbúðir við FeSIsmúla Til sölu eru 3ja herbergja hæðir og 5—6 herb. endaíbúðir í sambýlishúsi við Fellsmúla. — Seljst tilbúnar undir tréverk, með tvöföldu verk- smiðjugleri, húsið fullgert að útan o. fl. — Sér hitaveita fyrir hverja íbúð. — Ágætt útsýni. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala. Suðurgotu 4. — Sími 14314. Ferðafólk - Ferðafólk T J ALDSIL é Þornar á einni klukkustund. Höfum nú hafið fram- leiðslu á Silicone þéttiefni. TJALDSIL ver tjöld, bak poka, strigaskó og annan ferðaútbúnað úr segldúk, poplíni og gerviefnum. Verð kr. 67.— pr. dós. a K mmm | ■ U Lækjargötu 6B. f\ I 3 I LL F Sími 1-59-60. Hófel fil sölu Gisti og veitingahús úti á landi selst í rekstri með öllum áhöldum og tilheyrandi innanhuss. Upplýs- ingar gefur Austurstræti 12. Simar 14120 og 20424.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.