Morgunblaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1964, Blaðsíða 2
MORCUNBLABIÐ ‘Föstudagur 15. maí 1964 Barnaverndarmál rœdd í Borgarsfjórn ATJKAFUNDUR var haldinn í foorgarstjórn í gær, 14. maí, þar sem fundur verður felldur niður í næstu viku. Til umræðu voru ma. tvær tillögur frá Alfreð Gíslasyni (K). Fyrri tillagan vaí um eflingu barnaverndar, byggð á ársskýrslu Barnaverndarnefndar, en þar er bent á nauðsyn þess að nefndin verði efld aí> mun og starfsskil- yrði hennar bætt, auk þess sem tillagan gerði ráð fyrir, að Barna verndarnefnd. leggi fram ákveðn ar tillögur til úrbóta. í ræðu sinni vísaði A.G. til árssikýrslunn ar, þar sem segir, að brýri nauð sýn sé á aukpingu starfsliðs nefndarinnar. Er þar og bent á, að í Kaupmannahöfn starfi barna verndarnefnd, er hafi 270 manna starfsliði á að skiga, eða allt ið 6—7 sinnum stærra en í Reykja- vik, miðað við höfðatölu, en hér í borg starfa 4 á vegurn nefndar innar. Kristján Benediktsson (F) tók undir orð Á.G og kvað það bæði sanngjamt og eðlilegt, að leitað yrði til Barnaverndarnefndar sjálfrar um tillögur til úrbóta. Aukin samhæfing stofnana. Birgir ísl. Gunn^rsson (S), kvaðst sammála flutningsmanni tillögunnar um nauðsyn þess, að málum þessum yrði komið í betra h-orf. Benti B.Í.G á þá stað- piimiiiiiiiiimmiiiiiiiiiimmiiMMiiiiiiiiiimiiiiiiiMi ( Spennandi ( (auknkosning-1 ar í Bret- ( reynd, að málum, er heyri undir barnaverndarnefnd fari æ' fjölg- andi. Það vandamál, sem væri raunar mest aðkallandi, kvað B.Í.G. vera að koma á fót viðeig andi vistheimilum fyrir börn, er þess þurfa, en ætla mætti, að úr því rættist að nokkru leyti fljót- lega. Varðandi aukningu starfs- liðs Barnaverndarnefndat benti B.Í.G. á það, að allmikill hörgull væri á sérmenntuðu fólki tU slíkra starfa og virtist eina ráð- ið til úrbóta vera að nýta betur starfskrafta þá, er Reykjavíkur- borg hefði þegar á að skipa í málum þeim, sem viðkoma barna vernd og benti hann sérstaklega á Heilsuverndarstöðina, Fram- færslunefnd, Fræðsluráð og stofn anir Framfærslunefndar og Fræðsluráðs Ætti að vera unnt að samhæfa störf þessara áðila og auka þannig starfsaðstöðu Barnaverndarnefndar að mun. Kvað Birgir það ekki nægilegt ^að eingöngu yrði farið fram á áljt Barnaverndarnefndar einnar heldur að skipuð verði nefnd, þar sem sæti eiga fulltrúar stofnana þeirra, sem áður var getið, auk þess, að borgarstjóri skipi einn fulltrúa, er verði formaður nefnd arinnar. Alfreð Gíslason tók til máls á ný og kvaðst vera sammála breytingartillögu þeirri, er fram hefði komið. "Við atkvæða- greiðslu voru bæði tillaga A.G. og breytingaftillaga B.I_G.' sam- þykktar samhljóða. landi = London, 14. maí (AP): 3 =AUKAKOSNlNGAR fóruf =fram í dag í fjórum kjördæmS pum í Bretlandi, og eru það= gsíðustu aukakosningarnar fyr= =ir þingkosningar, sem fram = Seiga að fara í haust. = Mikið er lagt upp úr úr- = pslitunum. Öil voru kjördæm-p pín í höndum íhaldsþingmanna, p =en frambjóðendur Verka- = pmannaflokksins gera sér vonp =ir um-að vinna tvö þeirra. p = Kjördæmin, sem kosið er í, = Seru Rutherglen, sem er borg- p =arhluti í Glasgow, og sveita- = Skjördæmin Devizes, Bury St. = SEdmunds og Winchester. Það = Eeru tvö fyrst nefndu kjördæmg Wiin, sem stjórnarandstaðan ger = Hir sér vonir um að vinna, en = =þar var meirihluti íhalds- = #flokksins við síðustu kosning = par 1522 og 3838 atkvæði. Tal- = Hiö er að úrslitin geti gefið vís = Sbendihgu um úrslitin í þing- = = kosningunum í haust. iBiiiiiiiiiiiiiiiiinitmnimmiiiiaú iiiiiiiiiiiiiiimii.ini I /* NA 15 hniftr W sysohr.j*- Síðari tillaga A.G. fjallaði um athugun á ólæsi barna. Visaði Alfreð til ársskýrslu Barnavernd árnefndar, þar sem þess er getið að mörg börn á fræðsluskyldu- aldri hætti að sækja skóla án lögmætra ástæðna og að sum barna þessara séu mjög fákunn- andi, jafnvel ólæs. Auður Auðuns, forseti borgar- stjórnar kvað tillögu Á-G. ekki vera allts kostar raunhæfa. Væri hún byggð á fáeinum setningum í skýrslu Barnaverndarnefndar og hefði raunar aldrei verið fyllilega gengið úr skugga um, að málum væri svo illa háttað sem skýrslan greindi. Kvað Auð- ur það ekki vera nýtt fyrirbæri, að börn vanræktu skólasókn og laegju til þess ýmsar ástæður svo sem aðhaldsleysi heimila. Eenti Auður Auðuns á, að sam- kvæmt lögum bæru foreldrar á- byrgð á skólasókn barna sinna, en ef þeim tækist ekki, að feng- inni umsögn skólayfirvalda urrj vanrækslu barnanna, að bæta um, hefðu skólyfirvöldin engin nærtæk ráð til að þvinga börn til skólasóknar. Bar Auður Auðuns fram breyt- ingartillögu og lagði á það á- herzlu, að alls engin forsenda væri fyrir því að krefja fræðslu- ráð skýringa, né heldur að fela því tillögugerð til úrbóta, svo sem tillaga A. G. gerði ráð fyrir, og þyrfti að fara fram nákvæm- ari rannsókn af hálfu barnavernd arnefndar og greinargerð frá henni, ef vænta ætti verulegs árangurs. Úlfar Þórðarson (S) áleit allt- of fast að orði kveðið í ars- Þingmenn á leið úr þingsal efti r þinglausnir í gær Á myndinni sjást m.a. Ingólfur Jónsson, Bjarni Benediktsson, Eggert G. Þor- steinsson, Benedikt Gröndal, Bj artmar Guðmundsson, Björn J nns son, Hermann Jónasson og Jón Þorsteinsson- skýrslu barnaverndarnefndar og gat hann þess, að s'amkvæmt skólaskýrslum lyki aðeins lítill hundraðshluti barna ekki prófi, eða tæp 2% og mætti gera ráð fyrir að þau væru öll eða flest læs, þótt þau yrðu að hætta prófum af ýmsum ástæðum. Álfreð Gíslason tók til máls á ný og lýsti sig samþykkan breyt- ingartillögu Auðar Auðuns, en Adda Bára Sigfúsdóttir (Alþ.bl.) kvaðst henni mótsnúin. Kvað A. B. S. breytingártillöguna ein- ungis skemma fyrir tilögu A. G. og þar að auki væri ekki gert ráð fyrir því, að fengnar yrðu tilögur til úrbóta. Næturmynd úr Surtsey. — Hún er tekin við hraunrönd- ina. Hraunið glóir svo til allt og upp stíga lillarauðir gufu- mekkir, en gulrauðar hraun- slettur í gignum. Fögur og til- komumikil sýn í fullum lit- um, segir Sigurgeir ljósmynd- ari í Eyjum, sem tók mynd- ina. Snjiltmt • i'im.• • VVI 17 Skúrir £ Þrvi,.ur v//// R.arÁ KuUorkit H Hmt I Hihshi .L Lzei 1 L.ægðin, sem sést á kortinu vik varð miili eins og tveggja yfir Noregshafi var á leið fra landinu í gær og veður þar því batnandi um allt iand. Frost/ var víða í fyrrinótt, mest 6 stig á Horni vestur og á Grímsstöðum. Hér i Reykja stiga frost við grasrót. Nú er vaxandi hæð yfir Bretlandseyjum, svo að buast má við hlýrra veðri og betra yfir hvítasunnuna. 150 ára afaaælis norsku sjórnar- skrárinnar minnzt í Háskólanum Aðalrœðumaður verður dr. Olaf Devik HINN 17. maí verður 150 ára af- mæiis noisKU stjornarsKraminar minnzt í hátiðarsal Hásklóans, og hefjast hátiðarhöldin kl. 2 e. h. Aðalræðumaður verður dr. Olaf Devik, sem hingað er kominn á vegum einnar sérstofnunar SÞ tii ráðuneytis um Þjórsarvirkjun. Annað til skemmtunar verð- ur: aendiherra Noregs, Johan Z. Cappelen, heldur iæou, Karlakór inn Fóstbræður syngur noi-ska söngva, Lárus Pálsson les norsk kvæði og buizt er við að Eva * Prytzf óperúsöngkona syngi . nmxk i lOfS. T^ordmannslaget í Reykjavík og félágið Ísland-Noregur hafa skipulagt hátíðahöldin. — ★ — Að öðru leyti verða hátíða- höldin 17. maí með svipuðum hætti og tíðkast hefur hér und- anfarin ár, að undanteknu venju- legu kvöldverðarboði sem fellur niður sökum hvítasunnuhátíðar- innar. Lagður verður blómsveig- ur á leiði fallinna Norðmanna í Fossvogskirkjugarði kl. 9, barna- skemmtun verður kl. 10 í Félags- heimili Rafveitunnar við Elliða- ár. Cappelen sendiherra tekur á móti aestum um eftirmiðdaginn. Alþingi Frh. af bls. 28 an Vanda; þar þyrfti meira að koma til. Síðan flutti þingforseti ríkis- stjórn og þingheimi öllum ásamt starfsiiði þingsins þakkir fynr gott samstarf, óskaði þingmöna um góðrar heimferðar og heim komu og óskaði að lokum fyrir hönd Alþingis öllum íslending- um árs og friðar. Eysteinn Jónsson þakkaði árn aðaróskir þingforseta af hálfu þingmanna og ágæt störf hans á forsetastóli, Bað hann þingmenn að taka undir orð sín, með því að rísa úr sætum. Gerðu þingmenn það, og þakkaði þingforseti síð an hlýleg orð í sinn garð. Forseti íslands gekk nú í sal- inn. Las hann forsetabréf um að þingi væri slitið. Oskaði hann þingmönnum velfarnaðar og þjoð inni allra heilla. Síðan bað hann þingmenn að rísa úr sætum og minnast fósturjarðarinnar. Þingmenn risu á fætur, en for- sætisráðherra, Bjarni Benedikts son, kallaði: Heill forseta vorum og fósturjörð! ísland lifil Stúdentohljóm- sveitin norska leikor í kvöld STÚDENTAHLJÓMSVEITIN’ frá Osló, skipuð 60 eldri og yngri hóskólaborgurum, eða fullskip- uð sinfóníuhljómsveit, heldur tónleika í Háskólabíói í kvöld kl. 9. Efnisskráin er mjög fjölbreytt, en á henni eru ma.a. verk eftir mörg helztu tónskáld Norð- manna. Auk þess syngur norska óperusöngkonan Eva Prytz, en hún er starfandi við óperuna i Stokkhólmi, aríur með hljóm- sveitinni úr óperunum „Don Gio- vanni' og Brúðkaupi Figaros og hina frægu „Alleluja“ aríu eftir Mozart. Stjórnandi er Harald Brager-Nielsen. Þessi hljómsveit hefir getið sér hinn bezta orðstír i Noregi og auk þess haldið tónleika erlend- is. Er ekki, að efa að hér er um góða skemmtun að ræða og munu eflaust margir íslendingar vilja sýna frændum sínum, Norð mönnum, vinarhug með því að sækja þessa tónleika. Forseti ís- lands verður viðstaddur tónleik- ana ásamt rikisstjórn. Verði að- göngumiða hefir verið mjög stillt í hóf. Hljómsveitarmenn ntunu dvelja hér í Reykjavík yfir helgina en halda síðan til Akureyrar og eru tónleikar fyrirhugaðir í Akur- eyrarkirkju á þriðjudagskvöld, Frá Akureyri verður ílogið beint til Oslóar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.