Morgunblaðið - 03.12.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.12.1963, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 3. des. 1963 KULDASKOR FYRIR BÖRIM Stærðir 21 — 29. >f' > «« TELPUSKÓR >f; DRENGJASKOR Laugavegi 116. — Á frakka Frh. af bls. 6 Ég flutti erindið eins og til stóð, og þegar ég svo kom í gistihúsið, tók ekkjan glaðlega á móti mér r „flrni Mognús- son — hinn mihli hondrita- sofnori“ Á 300 ára ártíð Árna Magnússon ar kom út hjá G.E.C. Gads for- lagi í Kaupmannahöfn, bók um Iíf hans og störf. Nefnist hún „Ame Magnusson — Den store handskriftsamler“. í bókinni skrifa háskólakemn ararnir Hans Bekker-Nielsen og Dr. Ole Widding um Áma Magn ússon, um líf hans, starf sem prófessors í Kaupmannahöfn og ferðalög hans á íslandi. í þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðiff nú þegar unglinga, röska krakka eða eldra fóik til að bera blaðið til kaupenda þess. TÓMASARHAGA KVISTHAGA Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins eða skrifstofu. Sími 2 2 4 80 BÚKSALAR - RITFANGASALARM Við höfum tekið að okkur einkaumboð á ís- landi fyrir hinar víðkunnu og viðurkenndu vestur þýzku LINZ ritfangaverksmiðjur. — LINZ verksmiðjurnar eru þekktar fyrir mjög VANDAÐA FRAMLEIÐSLU, NÝJUNGAR í TÆKNI OG NÝSTÁRLEGT ÚTLIT! Við höfum nú fengið okkar fyrstu sendingu af LINZ ritföngum. Nefna má: LINZ-Attaché-HERRAPENNANN, glæsilegan kúlu- penna, sem er sérstaklega framleiddur fyrir karlmenn; tvær teg- undir af SÉR-FRAMLEIDDUM SKÓLASJÁLFBLEKUNGUM, LINZ-INFERIOR og LINZ-SUPERIOR; LINZ-TELU-SÍMA- PENNINN; LINZ-DÖMUKÚLUP ENNINN o. s. frv. Við óskum eftir útsölumönnum um allt lancL Enginn, sem verzlar með ritföng veitir full- komna þjónustu án þess að hafa LINZ ritföng á boðstólum! Ó\ . -— ÓII A. Bieltvedt 3r. & Co. Höfðatúni 2 Sími 1-91-50 Pósthóif 759 Reykjavík og þakkaði mér skemmtunina. Ég flutti öll mín erindi á nýnorsku, jafnt í borgum sem sveitum, og nú spurði ég gömlu konuna, hvort hún hefði skilið mig sæmi- lega vel. Hún kvað já við og sagði síðan: „Eg vart svært glad, nar eg höyrde, at du ekkje snakka ny- norsk. Eg skynar ekkje eit ord av det málet.“ Hún -talaði nýnorsku — og ég sömuleiðis, og hún hafði ekki hug mynd um það! En henni var vorkunn. Hún hafði litla upp- fræðslu hlotið, og um hana hafði verið villt í baráttunni milli rík- ismáls og nýnorsku. En Olafur Jónsson hefur ekki þá afsökun, og þess vegna leyfi mér að segja, að með ummælum sínum hafi hann bætt fíflhúfunni við búnað sinn — og lætur ærið hátt í bjöll- unum! Hann talar um nýnorska mállýzku, en hún er engin til. Hins vegar er það svo, að allir rithöfundar, sem nýnorsku skrifa, viða að sér snjöllum orðum úr mállýzkum, og margir nota sem kjarna ritmáls síns mállýzku sinna átthaga, þótt ritmál þeirra hlíti annars flestum þeim lög- um, sem nýnorsku hafa verið sett í samræmi við athugun á, hvað mállýzkunum er flestum sameiginlegt. En um fvar Org- land er það að segja, að ritmál hans er ekki háð neinni ein- stakri mállýzku. Greinarhöfundur talar oftar en einu sinni um venjulega lesendur. Ég hygg, að fæstum muni ljóst, hvar hann dregur markalínuna milli venjulegs og óvenjulegs les- anda, enda býst ég við það kynni að vefjast fyrir honum að gera grein fyrir því. En hvort sem hann með tilliti til Norðmanna á við alla, sem hafa nokkurn veg- inn meðalgreind og iðka meira eða minna lestur bóka, eða miðar eingöngu við ljóðelska menn, sem notið hafa meira en lögskyldrar skólagöngu, verður niðurstaðan sú sama: Allt þetta fólk skilur nýnorsku og þar með Ijóðmál ívars Orgland. Síðan ég ferðað- ist mest um Noreg og flutti þar fyrirlestra í hátt á fjórða hundr- að byggðahverfum í sjö fylkj- um, hefur bilið milli nýnorsku og ríkismáls stytzt mjög mikið, jafnt með tilliti til orðavals, mál- forma og stafsetningar, en ný- norsku mína skildu allir — eins í borg og sveit. En á öllu mínu flakki hitti ég ekki einu sinni fimm menn, sem lásu íslenzku sér að gagni — og sízt ljóð. Það er og staðreynd, að þeir menn í Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku, sem hafa góða greind, eru bókhneigðir og gæddir áhuga á að kynna sér bókmenntir frænda og nágranna, geta með tiltölu- lega lítilli fyrirhöfn orðið á grund velli móðurmáls síns læsir á hin þrjú málin, sem töluð eru og rit- uð í þessum löndum, en hins veg- ar er íslenzka jafnvel þeim Sví- um, Norðmönnum og Dönum mjög erfið, sem hafa áhuga á ís- lenzkri menningu og hafa lesið eitthvað af fornum bókmenntum íslendinga í menntaskóla. Flestum öðrum en greinarhöf- undinum mun finnast það næsta eðlilegt, að norskur bókaútgef- andi, sem gefur út slíka bók sem Nordisk poetisk Srbok, leiti til landa síns ívars Orglands um val og þýðingu á íslenzku ljóð- unum, þar eð í þýðingu hans hafa komið út — ekki eitt eða tvö kver með ljóðahrafli eftir nokk- ur íslenzku skáld, heldur stærð- ar Ijóðabók eftir hvert þessara merkisskálda: Davíð Stefánsson, Stefán frá Hvítadal, Tómas Guð- mundsson og Stein Steinarr — og framan við hverja þessara bóka eru langar og rækilegar ritgerð- ir eftir Orgland um skáldin og hlut þeirra í íslenzkriOkókmennta þróun. Enn síður gæti þetta virzt undarlegt, þar eð þýðingarnar hafa hlotið mikið lof jafnvand- látra ritdómara og ríkismáls- skáldanna Paals Brekke og Eg- ils Rasmussen, — hvað sem ís- lenzkum bókmenntamönnum kynni að hafa þótt glatazt í þýð- ingunni af töfrum ljóðanna, — og Orgland hefur auk þess síð- ustu árin hlotið viðurkenningu I Noregi fyrir frumort Ijóð sín. Það mun alls ekki hafa hvarflað að útgefandanum, að hann gæti „látið“ Orgland þýða kvæðin á annað mál en honum er tamast og hann hefur mest vald á. Út- gefandanum mun og að vonum hafa þótt vel séð fyrir hlut ís- lenzkra skálda, þá er hann hafði fengið Orgland sem þýðanda, því að honum hefur ekki virzt það skipta neinu máli, hvort Ijóðin væru þýdd á ríkismáli eða ný- norsku — hefur auðvitað ekki fundizt íslenzku skáldunum vand ara um en þeim norsku, sem yrkja á sömu tungu og Ivar Aa- sen, Ásmund Vinje, Arne Gar- borg, Per Sivle, Olav Aukrust, Olav Nygard og Tor Jonsson, svo að aðeins séu nefndir nokkrir látnir snillingar. Loks virðist mér, að engan veg- inn sé óeðlilegt, að ljóðin íslenzku séu einmitt þýdd á mál þeirrar fylkingar í Noregi, sem um hundr að ára skeið hefur sótt fram undir því merki þjóðlegrar reisn- ar, sem skáldið og vísindamaður- inn Ivar Aasen dró á stöng, þvl innan þeirrar fylkingar hefur svo að segja hver maður meira en veizluáhuga á íslenzkum efnum. Þess eru engin dæmi, fyrr eða síðar, að maður hafi — og það á fám árum — kynnt íslenzka ljóðlist eins 'og Ivar Orgland hef- ur gert með þýðingum sínum og hinum greinargóðu formálum, og það er engin tilviljun, að maður sá er einn af liðsmönnunum í áð- urnefndri fylkingu. Fróðlegt væri að vita, hvort nokkurt ann- að útgáfufyrirtæki, ekki aðeins á Norðurlöndum, heldur um víða veröld, fengizt til að gefa út slík söfn þýddra íslenzkra Ijóða en einmitt Fonna forlag, sem þessi fylking stendur að. í hópi ljóða þessara manna var einnig Hana Hylen, sem þýddi margt íslenzkra kvæða og fékk þau gefin út í bók arformi. Sama er að segja um ívar Eskelund, sem skrifaði bók um Halldór Kiljan Laxness, hef- ur skrifað ritgerðir um íslenzkar bókmenntir og einstaka höfunda, þýddi eina af skáldsögum Lax- ness og hefur þýtt og fengið út- gefnar margar íslenzkar barna- og unglingabækur — fyrst og fremst í þeim tilgangi að vekja áhuga hjá uppvaxandi kynslóð á íslandi og íslenzkum bókmennt- um. Loks má minnast þess, að í engri alfræðiorðabók hefur öllu, sem íslenzkt er, verið helg- að jafnmikið rúm og í Norsk al- kunnebok, sem Fonna forlag gaf út. Það er alkunna, að fslendingar verða yfirleitt mjög uppveðraðir, þegar þeirra er að góðu getið er- lendis, hvort sem lofuð eru and- leg afrek þeirra eða einungis á- skapað andlitsfall og líkamsvöxt- ur! En það er síður en svo, að hér hafi mjög verið rómaður sá áhugi á íslenzku þjóðinni og menningu hennar, sem ég hef nú farið um nokkrum orðum. Það hefur hins vegar ekki verið fá- gætt, að ýmsir íslenzkir menn- ingarsnobbar hafi beinlínis reynt að óvirða þá alþýðlegu og þjóð- legu mál- og menningarreisn Norðmanna, sem hófst með Ivari Aasen og hefur haft ómetanlegt gildi fyrir andlegt líf norsku þjóð arinnar síðustu hundrað árin, auk þess sem hún hefur haft í för með sér meiri og almennari vinsemd og virðingu í garð okk- ar íslendinga en dæmi eru til annars staðar. Það er svo raunar ekki nema að vonum, að ungir og upprenn- andi sölvar helgasynir haldi sig vaxa af að veifa frakkalöfunurn framan í þessa norsku vini okk- ar og troða þeim um tær á sín- um blankskóm. En ráðamenn- Alþýðublaðsina mættu vita, að skoðanabræður þeirra í Noregi kunna að meta starf hinna þjóðlegu málreisnar- manna í þágu alþýðunnar og hafa aftur og aftur sýnt það í verki með vali menntamálaráðherra sinna þá áratugi, sem verka- mannaflokkurinn hefur farið með stjórn. Guðm. Gislason Hagalinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.