Morgunblaðið - 03.10.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.10.1963, Blaðsíða 22
22 MORGU N BLAÐID ■Fimmtuðagur 3. okt. 1963 Frábær árangur í frjálsum S V ONEFNDIR „Miðjarðarhafs- leikir“ í íþróttum voru haldnir í Napólí í sl. vik,u og um helgina. Þar náðust frábær afrek í ýms- um greinum frjálsiþrótta. Frakkinn Chardel jafnaði franska metið í 110 m grinda- hlaupi, 13.9 sek., en bæði landi hans Duriez og ítalinn Mazza náðu 14.1 sek. Ólympíumeistarinn Berutti, Ítalíu, vann 200 m hlaup á 21.1 sek. Landi hans Sardiga varð annar á 21.3. í 100 m hlaupinu varð Berutti að láta í minni pok- ann fyrir Frakkanum Piquemal, sem vann á 10.5, mótl 10.6 hjá Berutti. Frinolli, ítalíu, vann 400 m í Napoli grindahlaup á 51.4, en Hiblot, Frakklandi, vann 400 m hlaup á 47.6 sek. Radosevic, Júgóslavíu, vann kringlukast, 53.96 m, en annar varð ítalinn Pria, 52.95. Beziak, Júgóslavíu sigraði í sleggjukasti, 63.95, og landi hans Lasek í stangarstökki með 4.70. Það er nýtt landsmet. 5 km hlaupið var sigurhlaup fyrir Mohammed Gammoudi frá Túnis, sem hljóp á 14.07.4. Hins vegar varð Túnisbúi af sigri í maraþonhlaupinu, þó hann færi fyrstur yfir marklínu. Hann var dæmdur úr leik og sigurinn féll í hendur Marokkóbúa, sem hljóp á 2.26.50.0 klst. Portúgalska liðið Benefica unnu þeir og glöddust vel. manna súpa á, en annar bíður vann bikarinn eitt árið. Ekki 1 baðinu eftir leikinn var heldur óþolinmóður eftir sin- voru allir á eitt sáttir um rétt þeim réttur bikarinn, fullur um sopa. mæti sigurs þeirra. En sigur kampavins. Hér sézt einn liðs Molar inn í sænsht Inndslið Svíar Ótt- ast Dani SÆNSKIR knattspyrnu- menn hafa staðið sig vel á þessu ári. Þeir hafa sigrað Rússa, Ungverja og Júgó- slava. Á sunnudaginn mæta þeir Dönunum í Kaupmanna- höfn og eins og hefð er orð- in með leiki milli Dana og Svía þá er eins og stríð standi fyrír dyrum. Sænska blaðið • Dagens Nyheter bendir á ofantalda I ágæta sigurleiki en seg- ir að engin vissa sé fyr- ir því að Svíar vinni í Kaup- mannahöfn á sunnudaginn. Blaðið bendir á að Danir eigi lið sem sigrað hafi Norðmenn með 4-0 en Norðmenn og Svíar hafi skilið jafnir 0-0 \ nokkru áður. Einnig segir blaðið að það hafi sitt að segja hvernig danskir áhorf- endur láti og segir að þeir eigi Evrópumet í sínum þjóð arrembingi „Svíar verði því að búa sig undir erfitt hlut- skipti að sigra danska lands- liðið og dönsku áhorfend- . urna“ segir blaðið og heldur 1 * áfram „Við ætlum að okkur ' takist það fyrra en seint það síðara, því Danir bera í brjósti Svíaandúð eftir stríð- ið.“ Allir knattspyrnumenn vildu Evrópubikarinn unnið hafa SÚ knattspyrnukeppni Ev- rópu sem nú setur hvað mest- an svip á knattspymusam- band landanna er keppnin um Evrópubikarinn. Hundruð milljóna manna bollaleggja, spá, horfa á, hrífast af og njóta leiks beztu atvinnuliða Evrópu, sem komast lengst í þessari útsláttarkeppni. Það var franska íþrótta- blaðið heimsfræga „I.’Equipe" sem átti hugmyndina að keppninni um Evrópubikar- inn. Blaðið bauð 18 ákveðn- um liðum að taka þátt í henni og 16 þáðu það. Sett var upp mjög vægt þátttökugjald, en verðlaun eru gífurleg ekki sízt vegna þeirrar frægðar og auglýsingar sem liðin hljóta, komist þau langt í keppninni — enda hljóta þau sjálf tekn- anna af áhorfendum að leikj- um sínum. Frá upphafi hefur fyrir- komulagið verið líkt og enn er. Liðin eru dregin saman í fyrstu, keppa síðan heima og heiman og samanlögð marka- tala í þeim tveimur leikjum ræður úrslitum um, hvort liðið heldur áfram í keppn- inni, og hvort er dottið úr henni. Þannig fækkar liðun- um um helming í hverri um- ferð keppninnar. Á síðustu árum hafa milli 30 og 40 lönd tekið þátt í þess ari keppni, en hún er opin þeim sem sigrar í deilda- keppni hvers lands fyrir sig. Verðlaunin eru gullfallegur bikar og engum _ getur dulizt hversu eftirsótt það er af hvaða liði sem er, að taka við Finn Pauli Savolainen setti nýtt heimsmet sl. sunnudag er hann hljóp 25 km. hlaup á 1.24.31.4 klst. Það er 2 mín. betri tími en hans eldra heims met á vegalengdinni. Vestur-þýzkt félag hefur. sett nýtt Evrópumet í 4x100 m. fjórsundi á 4.07.6. Gamla metið átti austur-þýzkt félag og var metið 4.09.0. þeim bikar að sigurlaunum. Fyrir utan þessa Evrópu- bikarkeppni — sem aðeins er opin deildameisturum hvers lands — eru aðrar við lýði. Má þar t. d. nefna Evrópu- keppni landsliða, Evrópu- keppni sigurvegara í bikar- keppni hvers lands, höfuð- borgakeppni með ákveðnu fyrirkomulagi o. fl. En öll þessi mót sýna, að fólk kann vel að meta sam- vinnu landanna á þessu sviði. Það er að vissu leyti fólkið sem skapar þessa keppni sem aðra, því án fólksins sem á horfir, væru knattspyrnukapp arnir ekki að ferðast landa milli og berjast ákafri bar- áttu. Hinn eftirsótti Evrópubikar sem beztu kanttspyrnu- menn Evrópu berjast ár- lega um. Sonur Gnnnors Nordnhls kom- íú má heita að undirbúningi /yrir vetrarolympíuleikana i Innsbruck sem haldnir verða 29. jan. n.k. til 9. febrúar. é Iokið eða því sem næst T. d. er búið að gera alla verð launapeninga. Hér getur að líta verðlaunapening í norr- ænni tvíkeppni á skíðum. Pen ingurinn sem er æðstu verð- laun er íþróttamaður getur óskað sér er nú sem fyrr lista verk að gerð — sérlega vand- aður, gerður af færustu meist urum í sinni grein. Tékkar unnu sl. laugardag Frakka með 4—0 í knatt- spyrnulandsleik. Leikurinn var liður í undanrásum Olympíuleikanna í Tókíó. — Þetta var fyrri leikur land- anna og fór fram í Prag. — Heimaliðið hafði 2—0 í hálf- leik. Sigurvegari úr saman- lögðum tveim leikjum þessara landa leikur við Breta eða Grikki um sæti í úrslita- keppninni í Tokíó. ♦------- Stein Sletten setti nýtt norskt met í hástökki sl. sunnudag er hann vann ungl- ingakeppni í Bergen með 2,06. Gamla norska metið var 2,05 en eldra unglingametið, sem Sletten átti, var 2.00. Sautján ára gamall sonue Gunnars Nordahls — sem kall» aður er „gullmiðiherji“ Svía, hefur í fyrsta sinn verið valinn í landslið og verður hann í ungl ingaliði Svía sem mætir Dön» um 1 Holbæk í Danmörku n.k, sunnudag. Pilturinn heitir Thomas. Hann hefur aldrei séð föður sinn leik» í landsliði og þegar Gunnar Nordahl var upp á sitt bezt* sem miðherji Milan var Thom- as of lítill til að hafa áhuga & knattspyrnu. Þegar Thomas hleypur inn & völlinn á sunnudaginn er það £ 76. sinn sem nafnið Nordahl er á landsliðslista Svía. Fyrir utan föður Thomasar hafa frænd ur hans Knut. Bertil og Gösta verið í landsliðum Svía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.