Morgunblaðið - 03.10.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADI0 Fimmtudagur 3. okt. 1963 Býðst að senda blaða- menn til S-Afiríku Izollenzkt blað gagnrýnir ákvörðun utanríkisráðherra Norðurlanda AFTONBLADET í Stokkhólmi hefur ritað Verwoerd, forsætis- ráðherra S.-Afríku, bréf í tilefni þess að utanríkisráðherrar Norð urlanda hafa hafnað boði for- sætisráðherrans um að heim- Shógoreldui ' ú Kilimonjaro Dar Es. Salaam, Tangan- yika, 30. sept. AP. MIKILL skógareldur geisar nú í hlíð Kilimanjaró, hæsta fjalls Afríku. Er eldurinn í 3—4000 metra hæð og hafa þegar orðið miklar skemmdir. Eldurinn teygir sig niður eftir fjallshlíðinni og er óttast, að akurlendi verði honum að bráð, ef ekki tekst að komast fyrir hann. Logarnir sjást í nærri 30 km. fjarlægð. Á þriðja þúsund manns hafa unnið að slökkvistarfinu í fjallshlíðinni, en það er mikl um erfiðleikum bundið — og mennirnir í stöðugri hættu vegna grjótflugs og fallandi trjáa. Nokkrum sinnum hafa komið úrhellisrigningar, en þær hafa lítt eða ekki haft að segja gegn eldinum. sækja S.-Afríkr. Býðst Afton- bladet, sem styður sósíaldemó- krata, til þess að senda blaða- mann og ljósmyndara til lands- ins til þess að lýsa því, sem fyrir augu ber. Kveðst blaðið munu halda sig við sannleikann um ástandið ef tU heimsóknar kæmi. Bréf þessa efnis var af- hent sendiráði S-Afríku í Stokk- hólmi. Nils Matthiasen, þingmaður, ritar í dag harðlega í Kaup- mannahafnarblaðið Aktuelt um hinn kunna danska skipaeiganda A.P. Möller, sem lýst hefur því yfir að afstaða Norðurlandanna til boðs stjórnar S-Afríku sé „kjánaleg, barnaleg og ókurteis.“ Matthiasen segir um þessi um- mæli „að freisting sé að ætla að þau séu runnin frá gömlum manni, sem genginn sé í barn- dóm.“ Óháða hollenzka blaðið „De Telegraaf í Haag ræðir einnig í dag ákvörðun utanríkisráðherr- anna, og telur hana vera ákaf- lega frumstæða. Bendir blaðið á að blöðunum hafi fyrstum allra verið tilkynnt um synjun ráð- herranna. Frakkland sé það Evrópulanda, sem trúlegast hafi mestan skilning á vandamál um S-Afríku, og bætir blaðið því við að Norðurlandabúar viti bókstaflega ekki neitt um það ástand, sem ríkir í S-Afríku. Geoff Workman við komuna úr hellinum ÁáíÍSÍflíf'iXMÍfl'í&vflflfl1' V , , y (M . . , . DCS-þota Pan-Am. í Keflavík í gær Skruppu í hádegis' verð til London Pan-Am tekur upp þotuflug * um Island f GÆRMORGUN flaug fyrsta þotan í áætlunarflugi frá íslandi. Það var DC8-þota frá Pan Amer- ican-flugfélaginu, en það tekur þar með upp þotuferðir á leiðinni New York — Keflavík — Lond- on, fram og aftur á hverjum miðvikudegi. En frá þessum mánaðamótum hefir félagið að- eins flug með þotum, nema á fáum stuttum leiðum, þar sem þotur geta ekki lent á flug- völlum. Pan American-flugfélagið bauð í gær um 30 gestum frá fslandi í jómfrúferðina með þotu á á- ætlunarleiðinni Keflavík — London. Meðal þeirra voru Brynj ólfur Ingólfsson ráðuneytisstjóri, fulltrúi flugmálaráðherra, Pen- field sendiherra Bandaríkjanna, Hörður Helgason, form. varnar- málanefndar, framámenn flug- mála, fulltrúar íslenzku flugfé- laganna, fulltrúar ferðaskrif- stofa, blaðamenn o. fl. Flogið var frá Keflavíkurflug- velli kl. 8,45 í rigningu og ofsa roki, svo gestir áttu erfitt með Vatnsdælingar flytja iömb tíl beitar á Ásum BLÖNDUÓSI, 2. okt. — í allan gædag var sólskin og logn. Snjór inn seig nokkuð og dálítið klökkn aði móti sól, en alls ekkert í for- sælu. Eftir sólsetur var talsvert frost en fór minnkandi þegar leið á kvöldið og í morgun kom skyndilega asahláka. Þegar leið á daginn var hvarvetna komin upp ágæt jörð. Þrátt fyrir mikla Fékk duíl í vörpunu SÍÐARI hluta dags í gær kom togarinn Þorkell máni með tundurdufl er hann hafði feng ið í vörpuna. Skipið kom ekki inn í höfnina, en duflið var rannsakað og síðan fjarlægt, en togarinn hélt á veiðar á ný. Hellisbúi í 105 daga HEF ég misst af góðu sumri, spurði hellisbúinn Geoff Workman s.l. sunnudag þegar hann kom út undir bert loft í fyrsta sinn eftir 105 daga dvöl neðanjarðar. Tilgangur- inn með dvölinni neðanjarð- ar var m. a. að setja „met“ en fyrra metið átti Frakkinn Marcel Sifre, sem dvaldi í heili sínum í 62 daga. Workman er 34 ára Breti og ritari í samtökum hella- könnuða í heimahéraði sínu, Derbyshire Caving Associa- tion. Um 400 manns voru sam ankomnir við hellisopið þeg- ar Workman kom út eftir þriggja og hálfs mánaðar dvöl í svarta myrkri djúpt neðan jarðar. Eftir að hafa kastað kveðju á mannfjöldann og heilsað konu sinni sagði hell- isbúinn: Það eina, sem ég þarf nú á að halda er rakstur og klipping, bað og steik, síðan er ég reiðubúinn að dvelja heilt ár neðanjarðar . Læknar sögðu Workman að hann yrði að troða baðm- ullarhnoðra í eyrun og setja upp sólgleraugu þegar hann kæmi upp á yfirborðið eftir svo langa dvöl í iðrum jarð- ar, en hann sinnti því ekki, og varð ekki meint af. Var hann hreykinn af því að hafa brotið þessar læknareglur, sem fyrirrennarar hans álitu nauð synlegt að fylgja. Workman var þrjár og hálfa klukkustund að klifra upp á yfirborðið. Þaðan báru vinir hans hann á öxlum sér að næstu vínkrá þar sem skál að var í rommi fyrir nýja heimsmetinu. — Ég vona að læknisrann- sókn, sem gerð verður á næstu þremur dögum, sanni vísindamönnunum að menn geta komizt af neðanjarðar, sagði Geoff Workman. Einnig fá læknarnir nú tækifæri til að kanna áhrif dagsbirtu og svarta myrkurs á starfsemi Iíkamans. ■ hláku í allan dag er enniþá mikill snjór viðasthvar og hvergi kom- inn teljandi vöxtur í ár og læki, en ef hlýindin haldast má búast við miklum vatnavöxtum. Þrír bændur í Vatnsdal hafa rekið samtals um 700 lömb í hagagöngu að Torfalæk á Ásum. Fleiri ætluðu að reka fé norður á Ása í dag ef hlákan hefði ekki komið. Á mánudaginn fóru Svín- vetningar fram fyrir heiðargirð- inguna, sem liggur yfir þvera Auðkúluheiði um Friðmundar- vötn, og sóttu þangað stóð. Þar var mikill snjór, en góð jörð fyr- ir hrossin og litu þau vel út. — Snjór virtist minni sunnar á heið inni. Stóðið var réttað í Auð- kúlurétt í gær. Gangnamenn á Eyvindarstaðaheiði eru væntan- legir til byggða annað kvöld og er ekki að vænta frétta af þeim fyrr. — Björn. Ný ensk lesirurbók eftir Björn Bjarnason ÚT er komin hjá Ísafoldarprent- smiðju „Ensk lestrarbók" sem Björn Bjarnason hefur samið. í formála segir að bókin sé ætluð nemendum sem lært hafa ensku í einn til tvo vetur, en þó eink- um til landsprófs. Síðari hluta bókarinnar má þó kenna þeim, sem lengra eru komnir í námi eða vilja sjálfir auka við þekk- ingu sína. Allýtarlegt orðasafn er aftast í bókinni og er orðum ekki skip- að eftir stafrófsröð, heldur fylg- ist að blaðsíðutal orðasafnsins og leskaflanna. Efni bókarinnar er valið úr ýmsum áttum, en þó einkum úr nýjum, enskum lestrarbókum og mörgum öðrum verkum. Höfundur er sem fyrr segir Björn Bjarnason sem hefur ára- tugareynslu í starfi sínu sem enskukennarL að komast út í flugvélina. Var fyrst flogið í 29 þús. feta hæð, en flugið hækkað vegna óveðurs upp í 32 þús. fet og síðan upp í 35 þús. fet. Flugtími frá Reykja- vík til Prestwick var 1 klst. 45 mín. og síðan 45 mín. frá Prest- wick til London þar sem Pan American bauð gestum í hádeg- isverð í Skyway-hóteli. Þar var viðstaddur Henrik Sv. Björns- son sendiherra. Ken Leach sölu- stjóri félagsins bauð gesti vel- komna. Henrik Sv. Björnsson óskaði Pan American til ham- ingju með flugið og Brynjólfur Ingólfsson þakkaði fyrir hönd gesta. Pan American hefir nú 19 DC8 þotur í förum á ýmsum leiðum, auk 26 Boeing-þota. DC8 þoturn- ar, sem verða á leiðinni um Is- land, taka 168 farþega fulllest- aðar, en oft er haft 1. farrými þar sem rýmra er fyrir 12—36 farþega. Er það um 100 dollur- um dýrara á leiðinni New York— Keflavík en annars farrýmis mið ar. Fargjald þota félagsins til Evrópu er sama og annara flug- véla á þeirri leið, en 50 dollurum dýrara til New York en með t. d. Loftleiðavélum. Þotur Pan- American fljúga 250 ferðir yfir Atlantshafið og Kyrfhhafið f viku. DC8 vélarnar geta farið yfir Atlantshafið án milli lend- inga. Flugvélin er um 150 lestir að þyngd og flýgur með 920 km. hraða á klst. Hún er búin 4 Pratt & Whitney þotuhreyflum. Ferðin til London í gær var hin ánægjulegasta, farþegar sátu í þægilegum sætum og flugfreyj- ur stjönuðu við þá. Alda Guð- mundsdóttir flugfreyja hafði verið kölluð heim úr Austur- landaferðum til að fara þessa ferð um ísland. Eftir hádegis- verðarboðið í London var flog- ið til íslands aftur og komið til Keflavíkur um kl. 7. Farþegar skruppu sem sé til London rétt til að borða hádegisverð og voru komnir aftur fyrir kvöldmat. Hér eftir mun Pan American halda uppi ferðum með þotum á hverjum miðvikudegi um fs- land frá New York til London og til baka sama kvöld. Félagið hafði kvöldboð fyrir flugfarþega og fleiri gesti á Kefla víkurflugvelli í gærkvöldi. Drengur fyrír bíl SÍÐDEGIS í gær varð það slys á Njálsgötu, að 13 ára gam- all drengur, Ólafur Helgason, Vitastíg 15, varð fyrir bíl og slasaðist. Slys þetta varð skammt austan Frakkastígs. Ber bílstjór- anum og sjónarvottum að slys- inu saman um að drengurinn hafi skyndilega stokkið frá gang stéttinni og í veg fyrir bílinn. Barst hann spölkorn með bíln- um og féll síðan í götuna. Ólaf- ur var fluttur í slysavarðstofuna en ekki var Mbl. nánar kunnugt um meiðsli hans í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.