Morgunblaðið - 03.10.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUN BLAÐIÐ Fimmtuáagur 3. okt. 1963 CTtgeíandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ctbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakiö. RODD KRISTINAR FRÁ SUMARLIÐABÆ á~^rein sú, sem Kristín Ólafs- ^ dóttir frá Sumarliðabæ ritaði hér í blaðið í gær hef- ur vakið verðskuldaða at- hygli. Þessi greinda og lífs- reynda kona ræðir vandamál nútímans af hógværð og skyn semi. Hún leggur áherzlu á að „affarasæld og hamingja manna byggist fremur á góðri heilsu, arðbærri, heilbrigðri vinnu, nægjusemi og skyn- samlegu mati þess sem gerist í kringum oss en samandreg- inni peningahrúgu". Kristín í Sumarliðabæ er öldruð kona. Hún er fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem vann hörðum höndum og lagði með iðjusemi og sparsemi grund- völl að efnahagslegu sjálf- stæði íslands. Hin harða bar- átta og sókn frá sárri fátækt til bjargálna var háð af þess- ari kynslóð. Hún var alin upp við virðingu fyrir verðmæt- um, ábyrgðartilfinningu, en trú á framtíð einstaklings og þjóðar. Þess vegna varð ár- angur baráttunnar, bættur efnahagur íslendinga, nýtt og betra ísland. ★ / Kristín frá Sumarliðabæ ræðir einnig vandamál æsk- unnar. Hún áfellist hana ekki og kveður ekki upp harða dóma, eins og mörgum hættir til, yfir barnabrekum unglinganna. En hún gefur ráð, sem bæði foreldrum og börnum er hollt að hlusta á. Undir lok greinar sinnar kemst hún að orði á þessa leið: _ „Mörgum finnst að nú gangi peningasýkis- og drykkjuskaparalda yfir á landi hér. Ekki gæti það „góðri lukku stýrt“ fyrir land og lýð ef svo væri. Víst mundu unglingarnir hafa betra af því að komast snemma að raun um það, að það eru þeir sjálfir en ekki peningar foreldra þeirra, sem eiga að ryðja þeim braut í lífinu. Það mundi auka þeim orku, sjálfstraust og heil- brigða lífsgleði, en við það yrðu þeir nýtari þegnar þjóð- félagsins. Peningar eru góðir og nauðsynlegir, en þeir skapa þó ekki allt verðmæti lífsins“. Þetta er ekki nöldur gam- allar konu heldur lífssann- indi, sem vel fer á að íslend- ingar hugleiði um þessar mundir. Taumleysi, óreiða og óráðvendni setja í dag allt of víða svip á íslenzkt þjóðlíf. Fram úr þeim vanda verður ekki aðeins ráðið með hörð- um dómum. Þar þarf miklu fremur að koma til einlægur vilji allra góðviljaðra manna, sem unna þjóðfélagi sínu og framtíð íslenzkrar þjóðar, til þess að ráða fram úr vandan- um. SAMAN TIL TUNGLSINS John F. Kennedy Banda- ríkjaforseti hefur varpað fram tillögu um að Bandarík- in og Sovétríkin vinni að sam eiginlegri ferð . til tunglsins. Þessi hugmynd var sett fram í hinni merku ræðu forsetans á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir skömmu. Hún var liður í víðtækri hvatn- ingu forsetans til þjóða heims ins um að vinna að eflingu heimsfriðarins og útrýma kalda stríðinu. Vitað er að Bandaríkja- menn og Rússar verja óhemju fjármagni til geimrannsókna sinna og undirbúnings tungl- ferða. Bandaríkjamenn hafa gert ráð fyrir að koma mönn- uðu geimfari til tunglsins í kringum árið 1970. Um áform Rússa í þessum efnum er minna kunnugt'. Mjög líklegt er að samein- að átak þessara forystuþjóða á sviði geimrannsókna, myndi bæta aðstöðu þeirra til þess | að kanna leyndardóma him- ingeimsins og ná meðal ann- ars því takmarki að koma mönnuðu geimfari til tungls- ins og ná því til baka aftur til jarðarinnar. Margir kunna að vísu að segja að litlu máli skipti hvort mannað geimfar kemst til tunglsins árinu fyrr eða seinna. Þess er þó að gæta að tunglskot og geimfarir eru liður í alhliða þekkingarsókn mannsins. Þess vegna er ekk- ert eðlilegra en að miklu fé og fyrirhöfn sé varið til geim- rannsókna af hálfu stórveld- anna. Friðsamleg samvinna á sviði geimrannsókna er þess vegna ákaflega þýðingar- mikil. Hefur Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á undan förnum árum samþykkt með samhljóða atkvæðum tillögur um slíka samvinnu. Mestu máli skiptir þó það að því víðtækari sem alþjóð- leg samvinna verður þeim mun meiri líkur eru til að friður haldist í veröldinni. Þess vegna yrði sameiginleg ferð Rússa og Bandaríkja- manna til tunglsins ekki að- eins merkur atburður á sviði geimrannsókna heldur stórt spor í áttina til tryggingar heimsfriðarins. V&J UTAN ÚR HEIMI 14 ára afmæli kínversku byltingarinnar: Kveöur við mildari tdn í deilum Kína og Sovét? Hong Kong og Moskvu, 1. og 2. október. Chou en-Lai, forsætisráð herra Kínverska alþýðulýð- veldisins, lýsti því yfir sl. mánudag, að það væri sann- færing sín, að ágreiningur inn in hins kommúníska heims muni með tíð og tíma leysast farsællega á grundvelli kenn inga Marx og Lenins — að því er útvarpið í Peking skýrði frá, daginn fyrir 14 ára afmæli kínversku bylt- ingarinnar. Jafnframt segir í fréttum frá Moskvu, að málgagn Sov- étstjórnarinnar, Izvestija, hafi í ritstjórnargrein borið lof á kínversku þjóðina og um leið gagnrýnt leiðtoga hennar, en með greinilega mildari orðum en lesa hefur mátt undanfarið í sovézkum dagblöðum. Hafi blaðið eink- um gagnrýnt „vissar persón- ur“, sem reyni að sá í huga Kínverja tortryggni og fjand- skap í garð Sovétríkjanna. Fyrrgreind sannfæring kín- verska forsætisráðherrans kom fram í ræðu, sem hann hélt í kvöldverðarboði, er Peking- stjórnin heldur jafnan kvöldið fyrir byltingarafmælið, 1. októ- ber. Undanfarna daga hefir stað- ið yfir undirbúningur mikilla hátíðahalda af því tilefni. Form. kínverska kommúnistaflokksins, Mao Tse Tung, var viðstaddur boðið, þar sem meðal gesta voru meira en 1800 erlendir fulltrúar 80 þjóða. Forsætisráðherrann sagði í ræðu sinni, að öll ríki, smá og stór, væru jafningjar og bæri að koma fram við þau sem slík. — Jafnframt ættu þeir, sem ábyrgð bæru á innanríkismálum landa sinna, að fá leyfi til að leysa þau í friði. Hann réðist harka- lega á þjóðernisrembing, sem hann sagði ávallt hafa valdið mistökum, bæði í Kína og öðrum löndum heims. „Kína er stórt land,“ sagði hann, „og þess vegna tökum við svo mjög eftir öllum mistökum, er þar verða. Við vilj- um láta komandi kynslóðum eft- ir reynslu okkar, sem arf, til þess að þær þurfi ekki að gera þau mistök, sem okkur hefur orðið á.“ Kvaðst forsætisráðherrann fúslega játa, að finna mætti mis- tök í stefnu Pekingsstjórnarinn- ar og hvatti erlendu gestina til að bera fram jákvæða gagnrýni, er henni mætti að gagni koma. Chou en Lai lauk máli sínu með því að hvetja allar þjóðir Asíu, Afríku og Suður-Ameríku til að taka höndum saman um varð- veizlu friðarins. MILDARI TÓNN Izvestija birti síðan 1600 orða ritstjórnargrein skrifaða í mild- ari tón en önnur skrif sovézkra blaða um skoðanabræðurna í Kína, að undanförnu. Ekki var þar þó að finna hamingjuóskir til handa kínverska kommún- Chou-en-Lai istaflokknum og formanni hans, Mao Tse Tung, — hins vegar var kínverska þjóðin ákaflega hyllt. Greinin fjallaði að mestu um samvinnu og vináttu Rússa og Kínverja á árunum eftir sigur kommúnista í Kína. Leggur blað ið mikla áherzlu á þá aðstoð, sem Sovétríkin og önnur komm- únísk ríki hafi veitt Kínverj- um og endurtekur fullyrðingar Sovétstjórnarinnar frá fyrri viku, um að hún eigi ekki sök á bví að tekið hafi verið fyrir þessa aðstoð. Blaðið segir, að íbúar Sovét- ríkjanna séu í senn hryggir og bitrir yfir tilraunum „vissra persóna" til að sá með kín- versku þjóðinni tortryggni og fjandskap gegn íbúum Sovétríkj anna, flokki Lenins og friðelsk- andi stefnu Sovétstjórnarinnar. „En þjóðir vorar trúa því og treysta, að allar slíkar tilraunir muni mistakast, segir blaðið, „því- að verkalýður beggja land anna er sameinaður í sameigin- legri viðleitni til að byggja .upp sósíalisma og kommúnisma og efla frið“. AFMÆLISINS MINNZT 1. október, 14 ára afmælis kín- versku byltingarinnar var síðan minnzt með miklum hátíðahöld- um í Peking. Kommúnistaleið- toginn Peng Chen, sem er borgar stjóri í Peking, flutti aðalræð- una í höfuðborginni í tilefni dags ins. Sagði hann að unnt væri að komast hjá styrjöld ef allar þjóð- ir sameinuðust um málstað frið- arins. Dagurinn var einnig hátíðleg- ur haldinn í Moskvu, þar sem kínverska sendiráðið hafði boð inni fyrir erlenda fulltrúa. Eng- ar ræður voru þó haldnar þar, og er það mikil breyting frá í fyrra, þegar sovézkir fulltrúar keptpust um að boða eilífa vin- áttu þjóðanna. Peng Chen sagði í ræðu sinni að ef þjóðir kommúnista og aðrar þjóðir í Asíu, Afríku og Suður Ameríku annars vegar og vest- rænu þjóðirnar hins vegar, berð- ust sameiginlega fyrir því að skapa nýjan heim fríðarins, væri | unnt að koma í veg fyrir styrj- aldir og skapa öllu mannkynl glæsta framtíð. Talið er að um hálf milljón manna hafi tekið þátt í hátíða- höldunum í Peking. Ekki tókir þó neinar hersevitir þátt í skrúð- göngunum frekar en undanfarin þrjú ár, heldur einungis sveitir úr heimavarnarliðinu. Nokkrar eldflaugar voru sýndar, og born- ar voru myndir af Marx, Engels, Lenin og Stalin. Einnig var mikið um kröfuspjöld þar sem lýst var yfir stuðningi við stefnu Kín- verja í skoðanadeilunni við Sovétríkin. Meðal heillaóska, sem birtar voru í „Dagblaði þjóðarinnar“ í Peking, var - kveðja frá Sovét- ríkjunum. í ár var þó ekki kveðj- an undirrituð af þeim Krúsjeff forsætisráðherra og Breznév for- seta eins og áður hefur tíðkazt. Ekki voru kínversku leiðtogarn- ir nafngreindir, en aðeins sagt að stjórnin, flokkurinn og þjóð- in í Sovétríkjunum hafi ósveigj- anlegan vilja til að efla vinátt- una við Kína. Enginn af fremstu leiðtogum Sovétríkjanna hafði tíma til að mæta í móttöku kínverska sendi ráðsins í Moskvu. Þó mætti þar Alexei Kosygin, aðstoðar forsæt- isráðherra. Krúsjeff forsætisráð- ráðherra var sjálfur á ferð um landbúnaðarhéröð intil að hvetja bændur til aukinnar framleiðslu. Nemendur M.A. verða 420 í vetur Akureyri, 1. október. MENNTASKÓLINN á Akureyri var settur kl. 2 í dag. Skóla- meistari, Þórarinn Björnsson, flutti ræðu á Sal og brýndi fyrir nemendum áð vinna vel og vinna reglulega. í skólanum verða í vetur um 420 nemendur, sem er heldur færra en í fyrra, en þess er að gæta, að tveir bekkir af þrem í miðskóladeild hafa verið lagðir niður. í menntadeildinni fjölgar nemendum hins vegar um rúm- lega 20. Heimavist skólans er fullskip- uð í vetur, en þar búa 175 og 250 borða í mötuneytinu. Nú þegar er fullskipað í heimavistina vet- urinn 1964—65 og um 20 á bið- lista. Sigurður L. Pálsson hefur veik indaorlof í vetur, en tveir nýir fastakennarar koma nú að skól- anum, Eyjólfur Kolbeins, tungu- málakennari, og Þórir Sigurðs- son, sem kennir stærðfræði og eðlisfræði. Tveir nýir stunda- kennarar eru ráðnir að skólan- um, Helgi Hallgrímsson og Jón K. Margeirsson, en þeir hafa báð ir kennt við skólann áður. — Sv. P,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.