Morgunblaðið - 18.02.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.02.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. febr. 1962 0 * *\ — Þetta var venjulegur íslenzkur rifrildisfundur, sem ákaflega lítið var á að græða, sagði Jón Gunnars- son í gærmorgun, þegar hann leit inn til Morgun- blaðsins og fréttamaður þess innti hann eftir fregn um af fundum Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, sem staðið hafa undan farna þrjá daga. — Eitbhvað hefur þó verið gert annað en rítfast? — Jú, á fundinum var kos in 10 ffiarma nefnd, sean á- samt stjórn Söluomiðistöðvar hraðfrjnstihúsanna, alls 15 miönnuim, á að vinna að sikipoi lagsmálum Sölumiðstöðvar- innar og leggja tillögur sínar fyrir næsta aðalfund, en aðal fundir eru venjulega haldnir í maí eða júni. Verðið til Nanticoke-verksmiðjunnar. — Er annað verð á blokkun- um til verksmiðjunnpr í Nanti coke en annarra ka... ída í Bandaríkjunum ? — Nei, verksmiðjan kaupir ætíð á sama verði og aðrir. — Hver byggði verksmiðj- una ? — Nokkuð af húsunum var byggt, þegar verksmiðjan var keypt 1957, en miklar viðbót- arbyggingar hafa risið, sérstak lega kæligeymslur og hefur verksmiðjustjórinn. Jóhannes Einarsson, verkfræðingur, séð um allar þær framkvæmdir. — Hvað getið þér sagt okk- ur um markaðshorfur al- m^nnt? — Ég tel markaðshorfur fyr ir frystan fisk góðar og mun hann stónhækka í verði á næstu fimm árum. — Eru Bretlandsviðskiptin hagkvæm? — í Bretlandi seldi Sölumið stöðin mikið magn af frystum fiski eða um 7500 tonn á s.l. ári fyrir gott verð. — Er hætt við verksmiðju- bygginguna í Hollandi ? — Vegna fjárhagserfiðleika Verksmiðja Coldwaters í Nanticoke. hefur öllum framkvæmdum Adeilurnar og skammirnar tilheyra hversdagsvinnu — segir Jón Ounnarsson í viðtali við Morgunblaðið um SH Á fundinum voru auk full- trúa mættir hinir fráviknu sölustjórar Coldwater, Árni Ólafsson og Pálmi Ingvarsson. — Hvað getið þér sagt okk ur ágreining ’ ðar við þá? — Þeim var vikið frá af því að. þeir brutu af sér. Ég kæri mig ekiki um að skýra frá í hverju það var fólgið, en mun gefa stjóm Coldwater skýrslu. í stjórn þess fyrirtæk is eiga sæti: Sigurður Ágústs son, alþingismaður, Einar Guðfinnsson, útgerðarmað- ur, Alfred Bedard, bandarísk ur lögfræðingur og Jón Gunn arsson, en samikvæmt amerísk um lögum em forstjórar sjálf kjörnir stjómarmenn. Annars vildi ég bæta því við, að það tiðkast ekki nema hér, að blaðaskrif verði, þó að verzlunarfyrirtæki ví'ki sölumönnum frá starfi. Óhugs andi er t.d., að útgerðarmaður þyrftj að skýra frá því í blaði af hverju hann ræki skip- stjóra, sem ekki fiskaði. Óánægjan innan S.H. — En hvað um óánægjuna 'nnan Sölumiðstöðvarinnar? — Óánægjan í SH stafar ein ungis af því, að allt of lang- ur greiðslufrestur er á útflutt um afurðum. 1961 var merkis ár í sögu samtalkanna, því að þá hækkaði verð á fryst- um fiski á flastum mörkuðum miklu meira en á undanförn um árum, t.d. má geta pess, að verð á þorski til Rússlands hafði verið óbreytt í sjö ár og alltof lágt fyrir íslenzka fram leiðendur, þar til verðið var knúið upp á s.l. ári um 12 £ tonnið, úr 128 í 140 £ pr. tonn cif. Þetta var ekki hægt að gera nema sýna Rússum fram á það, að þeir gætu ekki feng ið fiskinn án verðhækkana. Þessir samningar stóðu lengi og fékkst ekki hækikun fyrr en í ágúst 1961. Meðan á þessu stóð var fiskinum beint á Ame ríkumarkað, en á þeim mark aði er lángur greiðslufrest- ur. Hinn óvenjulega langi greiðslufrestur hjá SH i.tafar því af tvennu. Miklu meira hefur prósentuvis verið selt til Ameríku en nokkru sinni fyrr og prósetnuvíls meira unnið í verksmiðjum Sölu- miðstöðvarinnar í Nanticoke af þeim fiski, sem fór vestur, en nokkru sinni fyrr. Þessu fylgir langur greiðslufrestur. — Er það rétt, að greiðslu- frestur sé styttri á því magni, sem selt er öðrum aðílum í Bandarík j unum? — Já, hann er nokkru styttri. En enginn markaður er í Ameríku fyrir allt það mikla magn, sem Sölumiðstöð in vinnur í sinni eigin verk- smiðju. — Eru fiskblokkir seldar til annarra fyrirtækja í Banda- ríkjunum en Naticoke-verk- smiðjunnar? — Já, nokkurt magn. — En var rétt að beina svo miklum viðskiptum til Ame- ríku, úr því að greiðslufrestur er svo langur? — Það álít ég ákveðið, því að það er geysilegt fjárhags- atriði fyrir frystihúsin að hafa getað hækkað verulega fisk til vöruskiptalandanna. Ef til vill hafa samtökin þó oftekið sig á þessu. Þeim hef ur verið ætlað of mikið — því er óánægjan. Allt hefði þetta samt farið vel, ef íslenzku bankamir hefðu skilið sitt hlutverk og hjálpað við útvegun erlends lánsfjár út á fiskinn. Einhver hreyfing er komin á bað mál, en drátturinn hefur verið ó- heyrilegur. Erfiðleikarn.ir í Nanticoke stafa af slæmu hráefni — Við höfum heyrt, að þér hafið á fundum SH talað um, að reksturinn í Nanticoke hafi verið eifiður s.l. ár. Á hverju byggðist það? •— Það stafaði aðallega af því, að lögun fiskblokkanna og gerð frá frystihúsunum var iakari 1961 en áður. Til að fá íullkomna nýtingu á blokkunum í matvælaverk- smiðju, þurfa þær að vera holulausar, sléttar, hornréttar og af nákvæmri þykkt, lengd og breidd. En það vantar mik- ið á að svo sé með íslenzku fiskblekkirnar. — Það iiefur þá orðið aftur- för á þessu sviði? — Já, veruleg afturför á árinu 1961. Þess vegna hefur hráefnið nýtzt ver í Nanti- coke- verksmiðjunni. — En er ekki vinnuafls- skortur í Nanticoke, svo að þið hafið orðið að notast við lélegt vinnuafl? — Nei, þar er nög vinnu- afl. Að vísu þurfum við að flytja 20% starfsfólksins um 30 km. veg, en það er algengt í Bandaríkjunum, að milljónir manna fari yfir 30 km. til og frá vinnu. — Væri þá ef til vill hægt að auka afköst verksmiðjunn- ar enn? — Já. — Það eru mest blökku- menn sem vinna í verksmiðj- unni? -— Já, um 80%. — Eru horfur á, að íslenzk- ir framleiðendur bætá fram- leiðslu sína á fiskblokkum? — Tveir frystihúsaeigendur hafa gert eða eru að gera ráð- stafanir til að kaupa nýtízku- frystitæki — ekki heimatilbú- in á íslandi — til að hefja full- komna' blokkaframleiðslu. Einar Guðfinnssön í Bolung- arvík hefur nýlega keypt tvö slík tæki frá Englandi og Ingvar Vilhjálmsson hefur nýlega pantað mjög fullkom- in tæki frá Ameríku. Mikla nákvæmni þarf við frystingu blokka, en hún er ekki jafn- nauðsynleg þegar fyrst er pakkað. fslenzkt stórfyrirtæki í Ameríku — Nanticoke verksmiðjan er geysimikið fyrirtæki? — íslendingar ei,ga þarna mjög stóra og fullkomna mat- vælaverksmiðju, sem ég tel að hljóti að verða þeim til ómetanxegs gagns við að selja fisk sinn á Ameríkumarkaði. Verksmiðjan framleiðir 14% af öllum þeim matreiddum fiski — eða tilbúnum til steik- ingar, s&m seldur er í Banda- ríkjunum. Öll framleiðslan er seld undir eigin vörumerki ís- lenzkra framleiðenda. — Þi5 hafið líka varið mikl um fjárrnunum til auglýsinga? — Sölumiðstöðin auglýsti ís lenzkan fisk í Bandaríkjunum 1960 fyrir 311 þúsund dollara og álíka upphæð s.l. ár. Vöru merkin eru því orðin mjög vel þekkt. — Eru nokkrar nýjar fram- kvæmdir fyrirhugaðar í Nanti coke? — Til að gera sölustarf SH ódýrara og hagkvæmara þyrfti öll starfVemin að vera á ein- um stað. Það væri hægt með því að fiytja skrifstofur Cold- water frá New York til Nanti- coke og láta síðan íslenzku skipin sigla þangað og losa fiskinn þar beint i eigin frysti geymslur. — Er höfn í Nanticoke? — Já, en hún of grunn. Skip in gætu þó legið á djúpri á um IV2 km. frá verksmiðjunni og hægt væri að skipa fisk- inum upp í yfirbyggðum, kæld um prömmum, sem flyttu fisk inn beint að dyrum kæli- geymslunnar. — Mundi þetta spara fé? — Með núverandi magni, uirí 16000 tonnum á ári, mundi sparast stórfé, ef þessu væri hægt að koma í framkvæmd. — Hefur nokkuð verið gert til þess? — Smáundirbúningar hefur átt sér stað, en engin ákvörð- un hefur verið tekin. verið slegið á frest. Annars hefur Hollandsmarkaðurmn verið stundaður lengi og þar stórhækkaði verð á s.l. ári. Ég tel, að þar í landi muni verð» mjög hagkvæmir markaðir, e tollar Efnahagsbandalagsins útiloka íslendinga ekki frá samkeppni. Andvígir söluréttindum Atlantor h.f. — Marga mun fýsa að heyra álit yðar að hinum nýja út- flutningsaðila freðfisks, Atl- antor h.f. — Sala þess aðila til Bret- lands hefur þegar valdið trufl- unum og mun hafa í för með sér, að aukning á sölu á ís- lenzkum freðfiski til. Bret- lands verður minni og hægari en ella. Er mjög slæmt, að íslenzk stjórnarvöld skyldu velja þessa leið. — Á Ameríkumarkaði selja þó fleiri en einn aðili? — Jú, Sambandið er líka á markaðnum. SÍS byrjaði seinna að selja sinn fisk á Ameríkumarkaði en Sölumið- stöðin. En þegar það byrjaði á fisksölu frá eigin skrifstofu í New York, reyndi ég að sýna fulltrúa þess fram á, að SH og SÍS ættu að selja sem einn aðili allan þann fisk, sem þessi tvö fyrirtæki sendu á Ameríkumarkað. Sambandið vildi ekki fallast á þetta. og hefur það kostað Sambandið og Sölumiðstöðina stórfé og þar með gert gjaldeyristekjur fslendinga minni en ella. — Voru ekki enn fleiri fisk- söluaðilar ? — Ingólfur Espholín og Fiskiðjuver ríkisins seldu líka á Amerikumarkaði, og þá var ástandið enn verra en þegar aðeins tveir aðilar eru á mark- aðnum. S.H. ætti aS gefa meiri uppiýsingar. — Þér teljið sem sagt, að aðeins einn aðili ætti að flytja út frystan fisk? __Ég teldi það til stóiihags- bóta fyrir framleiðendur og landið í heild, að það væri að- eins einn aðili á markaðnum. Frh. á bls. 23. 0 0 *0\* +0-0000 * *0 ********* + * + +++ + *+*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.