Morgunblaðið - 18.02.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.02.1962, Blaðsíða 3
2961 Mqaj '91 •niSepnuung MORGUUBLAÐIÐ 3 í (Ólaíur Gíslason) og Skugg a-Sveinn (Böðvar Guðmundsson) stála hníf og kveða. —Ljósm.: Sv. Þ. Utilegumennirnir Grim«»son) og Haraldur (Kristján Ragnarsson). Ljósm. Sv. Þ. ■00-0 0 0 0 0 '00.0-0.0-0-0-0-0 0 0 0 0- — Hver var Ingirruindur? — Ingimundur átti annan staf. Þegar ég skildi þetta ekki, bætti hann við: — Vegir guðs liggja í gegn- um idjótana. H. Bl. 0 0 0 0-0.0.00 0\ ÞEGAR mér var boðið að sjá „Útilegumennina" leikna af menntaskólanemendum hýrn- aði heldur en ekki yfir mér, og ég hygg ég hafi ekki í ann- an tíma sinnt starfi mínu með meiri gleði. Böðvar Guðmunds son hafði sagt mér, að ein- göngu skólasveinar mundu leika í leikritinu. Með því væri hvort tveggja í senn minnzt aldarafmælis „Útilegu- mannannat" leikrits. sem 5.- bekkingur Lærða skólans reit og varð þjóðleikrit fslendinga, leikrits, sem ekki hefði áður verið leikið af menntaskóla- nemum, þótt undarlegt sé, og á hinn bóginn væri með þessu rifjuð upp „Herrahóttin“ eins og hún fyrst var. Ég spurði Böðvar, hvað menntaskólanemendum fynd- ist nú um þetta leikrit: — Við höfum mest gaman af þessum yndislega barnaskap. Þetta er þjóðsaga, sem er eins og þjóðsögur eiga að vera. Svo held ég Matthías hafi ver- ið svoiítill hetjudýrkandi og hjá honum kemur öll guðleg forsjón fram í gegnum idjótin. Manstu, hvað hann þýddi Svein dúfu vel. Hann var svo heimskur, að það var ekki hægt að skjóta hann í heilann. ★ Þetta á ekki að vera leik- dómur. Ég vil þó skjóta því hér að, að vanir leikendur Ég vildi hughreysta Gvend eftir ádrepuna og spurði: — Hver ert þú? — Ég er nú eiginlega ekki farinn að átta mig á því enn- þá. En Ingimundur er afi minn. Ketill : Gvendur smali (Sverrir Hólmarsson) og Grasa-Gudda (Helgi Haraldsson), — Ljósm.: Sv. Þ. mundu vart hafa skemmt áhorfendum betur. Þetta leik- rit er í einfaldleik sínum hafið upp yfir alla gagnrýni, en rat- ar þangað, sem því er ætlað að fara. Sömu sögu er um leik- endur að segja Og það er vegna þess, að öllu er tjaldað, sem til er, og það er ekki lítið. ★ Eftir sýninguna brá ég mér niður í „búningsherbergið til að þakka fyrir mig. Sá ég þar. hvar Grasa-Gudda slær á lær; hún er sýnilega í essinu sínu: - Ég er ein af þeim kerl- ingum, sem aldrei fara bæjar- leið án þess að hafa prjónana sína með sér. Hér áður fyrri munaði mig ekki um að ljúka einum vettlingum á sprettin- um, en nú er ég farin að heilsu. Gigtin ætlar mig lif- andi að drepa, og svo er ég farin að tapa heyrn. En þú þekkir eflaust margar gamlar konur, gæskurinn minn, og ef þú tekur sitt pundið af hverri og dregur hvergi undan en ýkir heldur, þá er ég þar lif- andi komin. Gvendur smali bar sig held- ur aumlega og sagðist ekkert hafa fengið utan undanrennu. — Þegiðu Gvendur, blaða- maðurinn ætlar að tala, sagði Gudda. Séra Jónas Gíslason: Guð er gdðsamur Níu vikna fasta ,,l>ví að himnaríki er líkt húsbónda einum, er pekk út árla dags til þessa að leigja verkamenn í vín- garð sinn. En er hann hafði sam- ið við verkamennina um denar um daginn, sendi hann þá í víngarð sinn. Og hann gekk út um þriðju stund og sá aðra standa torginu iðjulausa og sagði við þá: Farið þér einnig í víngarðinn, og mun gexa yður það, sem réttlátt er. Og þeir fóru. Enn gekk hann út um sjöttu og níundu stund og gjörði á sömu leið. En er hann gekk út um elleftu stund, fann hann aðra standandi og segir við þá: Hví standið þér hér allan dag- inn iðjulausir? t>eir segja við hann: Af þvi að enginn hefur leigt oss. Hann segir við þá: Farið þér einnig í víngarðinn. En er kvöld var komið, segir herra víngarðsins við verkstjóra sinn: Kalla þú á verkamennina, og gjald þeim kaupið, og byrja á hinum síð- ustu og enda á hinum fyrstu. Og þeir komu, sem leigðir voru um elleftu stund, og fengu sinn den- arinn hver. Og er hinir fyrstu komu, hugðu þeir, að þeir mundu fá meira, og þeir fengu einnig sinn denarinn hver. En er þeir höfðu tekið við honum, mögluðu þeir gegn húsbóndanum og sögðu: I>essir hinir síðustu hafa unnið eina stund, og þú hefur gjört þá jafna oss, er borið höfum þunga dagsins og hita. En hann svaraði og sagði við einn þeirra: Vinur, ekki gjöri ég þér rangt til. Hafðir þú eigi samið við mig um einn denar? Tak þú þitt, og haf þig á braut. En ég vil gefa þessum síð- asta eins og þér. Leyfist mér eigi að fara með eigur mínar eins og vil? Eða ertu öfundsjúkur, af því að ég er góðsamur? Þannig munu hinir síðustu verða fyrstir og hin- ir fyrstu síðastir.** Matt. 20. 1—16. 1. Mörguim finnst þessi dæmisaga Jesú einkennileg. Var réttlátt að gjalda öllum jafnt? Höfðu hinir fyrstu ekki unnið til meiri launa en hinir, sem síðastir komu otg unniu aðeins eina stund? Eftir mannlegu mati virðist það réttlátt, þótt hitt sé augljóst, að hinir fyrstu fengu það, sem þeir höfðu samið um. Það var ekkert af þeim tekið. Það, sem gerðist, var hitt, að húsbóndinn var góðsamur og gaf hinum síð- ustu jafnt. Þeir höfðu ekki unn- ið til þess. Þeim var gefið. Og þeir, sem lengst hötfðu unnið, vOru öfundsjúkir. Þeim fannst sjálfsagt, að þeim væri þá gefið einnig. Þeir gátu ekki unnað félögum sínum gjafa hús- bóndans. Dæmisaga Jesú fjallar u-m himnaríki. Guð kallar mennina til rikis síns. Gyðingarnir voru hin útvalda þjóð Guðs. Þeir voru valdir til þess að veita syni Guðs viðtöku fyrstir allra. Hann fæddist hjá þeim, starfaði eingöngu meðal þeirra, flutti þeirn fyrstu boðin um kærleika Guðs. Það varð síðan hlutverk læri- sveina hans, sem tóku við boð- skapnum af honum, að flytja þennan sama boðskap út til ann- arra þjóða, já, þeir voru sendir til allra þjóða. Guð elskaði alla menn jafnt. Gyðingar höfðu engin forrétt- indi fram yfir aðra í þeim efn- um. Forréttindi þeirra voru fólg- in í því, að Jesús fæddist meðal þeirra. Farísearnir litu stórt á sig. Þeir þóttust njóta náðar Guðs umfram aðra menn. Þeir reyndu að fegra líf sitt og ávinna sér þannig eilíft líf með Guði fyrir eigin verðleika. Þeir töldu sig eiga skilið meiri laun en aðrir menn. Þegar Jesús fluttf þeim boðskapinn um þörf allra manna jafnt á náð og fyrirgefningu Guðs, þá hneyksluðust þeir og snerust gegn honum. Og að lok- um ruddu þeir honum úr vegi, létu negla hann á kross. Við skiljum, að Jesús segir dæmisögu sína með hliðsjón atf faríseunum. Hann bendir á þá náð Guðs, sem veitist óverðsfcuJd að. Náð Guðs er gefin mönnutn fyrir trúna á Jesúm Krist, án þess að þeir hafi unnið til henn- ar fyrir eigin verðleika. Enginn getur áunnið sér náð Guðs. Sennilega hafa fáir menn komizt jafnlangt í að fegra htf sitt í ytri efnum og faríseamir. Því megum við ekki gleyma. Og samt voru það þeir, sem fengu þyngstu dómana af munni Jesú. Hvers vegna? Jú, þeir höfnuðu hinni óverðskulduðu náð Guðs og reyndu að setja eigin verð- leika í staðann. Allar slikar tii- raunir eru dæmdar til að mis- takast. n. Hún er furðu lífseig hjá okkur löngunin til að setja okkar eigin verk í stað náðar Guðs. Það er algengt að heyra menn segja: Guð hjálpar þeim, sem hjálpa sér sjálfir. Þannig vilja menn sjálfir leggja grundvöllinn að samfélagi sínu við Guð. Síðan getur Guð bætt við þvi, sem kann að vamta á, ef það vantar þá eitthvað, sem sumir virðast stundum telja, að sé alls ekki. Allar slíkar kenningar eru al- gerlega í mótsögn við boðskap Biblíunnar um náð Guðs okkur veitta í Jesú Kristi. Það er alis ekkert kristilegt við þær, heldiur kemur aðeins fram í þeirn al- menn trúrækni, sem finna má í öllum trúarbrögðum og falleg- um siðakenningum. Það er skýlaus kenning BiblS- unnar, að allir menn séu synd- ugir og skorti dýrð Guðs. Qg hina eina leið, sem okkur er gefin til samfélags við Guð, er fyrir trúna á Jesúm Krist. Við þiggjum náð Guðs að gjöf óverð- skuldað, alveg eins og verka- mennirnir í dæmisögunni, sem síðastir komu í víngarðinn. Okkur mönnunum er alls ekki eiginlegt og kært að heyra þenn- an boðskap um óverðskuldaða náð Guðs, sem veitist fyrir trúna. Okkur finnst gert of lítið úr okkur. Við viljum leggja á- herzlu á hið jákvæða í fari okk- ar, sem geti orðið okkur til tekna. En það gagnar ekki, því að hið góða sem hægt er að finna hjá flestum mönnum, getur aldrei orðið grundvöllur guðssamfélags ins. Hitt er eðlilegt, að guðis- samfélagið beri góðan ávöxt í lífi mannanna. Og nú misskilji engin, þegar ég segi, að trúin á Jesúm Krist sé skilyrði þess, að okkur veit- ist náð Guðs. Hvað er það að trúa? Að trúa er alls ekki það eitt að þekkja ákveðin trúarsannindi og sam- sinna þeim. Ekki heldur það eitt að játa trú á Jesúm Krist með vörunum. Að trúa er að treysta. Að trúa á Guð er að treysta Guði, þora að leggja allt á hans vald og treysta því, að hann muni vel fyrir öllu sjá. Og lifandi trú ber ávexti í lífi mannanna. Guð er góðsamur. Hann hefur yitjað okkar mannanna af kær- leika sínum í Jesú Kristi. í hon- um veitir hann okkur gjaffcr sínar óverðskuldað, því að það er hverjum manni um megn að ávinna sér náð Guðs. Þökkum Guði góðsemi hans og náð. Treystum þessari góðsemi hans. Þá eigum við þegar hlut- deild í eilífa lífinu með honum fyrir Jesúm Krist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.