Morgunblaðið - 18.02.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.02.1962, Blaðsíða 5
Sunnudagur 18. febr. 1962. M O RC V 1\ B L 4 Ð1Ð 5 0 0 0 0 0 0 0 0 0 02 FYRIR sköxnmu náði sænsk- ur ljósmyndari þessari mynd af villtri gaupu. Gaupan er með hænu, sem bóndakona nokkur gaf henni. Gaupan á myndinni sást fyrst fyrir þremur vikum í nágrenni bóndabæjar eins í Svíþjóð. Húsfreyja byrjaði að láta út mátarieifar handa henni og eftir það kom hún alltaf reglu lega og vitjaði matar síns. Ljósmyndari einn fór á stað- inn, en hann varð að bíða í 35 klukkustundir áður en hann náði þessari mynd. Er þetta fyrsta myndin, sem tekin hef ur verið af villtri kaupu í Sví þjóð, svo vitað sé. Við snerum okkur til Ingi- mars Óskarssonar og báðum hann að segja okkur frá gaup unum og lifnaðarháttum þeirra og fer frásögn hans hér á eftir. „Gaupur eru rándýr og telj- ast til kattaættarinnar. Sú tegund, sem bezt er þekkt í Evrópu heitir á vísindamáli: Lynx lynx; á dönsku heitir hún los, á norsku gaupe, á þýzku luchs. á sænsku lodjur á ensku lynx og á frönsku loup cervier. Hún er skógar- dýr. Á lengd er hún sem næst 120—130 sm og með rófu, sem í mesta lagi er 20 sm löng. Líkaminn er nokkru luralegri en á ketti, fætur og loppur þrekleg og höfuðið'stórt. Hún er fremur snögghærð, en með skegg á kjálkum og með hár- skúfa á eyrnabroddum. Litur- inn er rauðgrár að sumarlagi en gráhvítur á vetrum með mórauðum og svörtum flekkj- um á baki og hliðum. Að vor- inu fæðir læðan 2 eða 3 unga og hefur þá gengið með í 9 vikur. Ungarnir eru blindir, þegar þeir fæðast og fá ekki sjónina fyrr en eftir 16 daga. Gaupan heldur sig aðallega í skóglendi og fer mikið ein- förum, hún er vör um sig, en fer gætilega að öllu og er þó harðskeytt rándýr. Hún heyr ir afburða vel og klifrar og syndir með ágætum. Er hún heldur kyrru f.vrir og er vel södd. þá malar hún eins og köttur, en hún getur fnæst og skrækt miklu hærra en nokk- ur útilegúköttur, þegar ekki stendur í bólið hennar. Að deginum heldur hún kyrru fyrir í góðum felustað, en legg ur á stað til veiða, þegar dimma tekur. Að vetrinum, þar sem snjór er, fer hún slóð ina sína til baka, þegar hún er úti að veiða, svo að erfiðara verði að finna dvalarstað henn ar. Hún drepur margs konar dýr sér til viðurværis, svo sem fugla, ýmis nagdýr, héra, rá- dýr sauðkindur og geitur svo að eitthvað sé nefnt. Gaupan er blóðþyrst dýr og stekkur oft á bráð sína á 5 metra færi. Ef hún kemst inn í hænsna hús eða í fjárhóp er hún vís til að drepa margfalt meira en hún fær torgað í það skiptið. Veiðimenn reyna stundum, og það með árangri, að snúa á gaupuna með því að herma eftir héra eða rádýri. Gaup- an er mannfælin að eðlisfari. En eigi hún líf sitt eða unga sinna að verja, þá er hún ekk- ert lamb í leik. Gaupan er nú orðin mun fátíðari í Evrópu en hún var fyrr á öldum, hefur henni ver- ið útrýmt fyrir fuilt og allt úr mörgum löndum. í Noregi er hún aðallega á Austur-Ögðum, á belamörk og í þrændalögum, þá er hún í Mið-Svíþjóð, í Rússlandi í Norður-Síbiríu, í Karpatafjöllum, og í Ölpunum er fátt eitt af henni. Aftur á 1 móti er önnur tegund af gaupu í Suður-Evrópu, nefnd spænska gaupan (Linx par- della). Skinn gaupunnar er mjög verðmætt. Af fjarlægari tegundum af gaupum get ég nefnt fenja- gaupu (L. chaus) og eyðimerk urgaupu (L. caraoal). Sú fyrr- talda á heima í Vestur-Asíu og víða í Afríku. Hún var skoð- uð sem heilagt dýr í Egypta- landi hinu forna, hafa fundizt þar smyrlingar af henni. Sú síðarnefnda á einnig heima bæði í Afríku og Asíu hún er spengilegri en Evrópugaupan og léttari á fæti. enda þarf hún að vera það. Hún er eyði- merkurdýr af guðs náð; hún lifir mikið á hænsnfuglum, sem hún fælir á fætur. Þegar þeir eru komnir svo sem 2—3 metra frá jörðu, þá stekkur gaupan i loft upp og krækir í þá klónum, sem eru eins og hárbeittir krókar, og missir sjaldan marks. En stundum m þarf hún líka að fá sér strút m í soðið og þá stekkur hún upp * á bikið á honum og læsir kjaft 1 inum utan um háls honum, ■ og þart þá ekki fugiinn sá að S kembg. hærurnar." ■ Hcimslns þegar hjaðnar rós, en hjartað klökknar, Jesús gefi mér eilíft IJós, sem aldrei slökknar. (Gömul lausavísa). Taktu f nefið, tóbak hef ég til að gefa, þetta ef að kannske kvefið kynni’ að sefa. (Eftir ólaf Briem á Grund). Taktu f nefið, tvinnahrund, tii er baukur hlaðinn, komdu svo með káta lund og kysstu mig í staðinn. (Gömul tóbaksvisa). Veik er mundin, opin undin, óskin bundin. Þreytt er lundin, löng er stundin, lokuð stundin. (Vísa eftir óþ. Höf.) 80 ára verður á morgun, mánu dag 1®. febr. Guðbjörg Ólafs- dóttir frá Smyrilshóli nú til heimiliis að Faxabraut 33A, — Keflavík. Söfnin Ustasafn íslands: Opið sunnud. — þriðjudag. — fimmtudaf taueardag kL 130 til 4 eh. Ásgrimssafn, Bergstaðastrseti 74 er opið priðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 1,30—4 e. h. Listasafn Einars Jónssonar er lok- að um óákveðinn tíma. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túnl 2. opið dag ega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Tæknibókasafn IMSÍ, Iðnskólanum: Opið alla virka daga kl. 13 til 19. — Laugardaga kl. 13—15. vikudaga og föstudaga, 9—12 og 13—18 þriðjudaga og fimmtudaga Ameríska Bókasafnið. L^augavegi 13 er opið 9—12 og 13—21, mánudaga, mið Bókasafn Kópavogs: — Utlán priðju daga og fimmtudaga í báðum skólun- um. Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug: GulMaxi er væntanlegur til Rvíkur kl. 15:40 í dag frá Hamborg, Kaupmanna- höfn og Osló. Flugvélín fer til Glas- gow og Kaupmannahafnar kl. 08:30 í fyrramálið. Innanlandsflug: t dag er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vestmanna- eyja. Á morgun til Akureyrar, Horna- fjarðar, ísafjarðar og Vestmannaeyja. Loftleiðir h.f.: 18. febr. er Þorfinn ur karlsefni væntanlegur kl. 06:30 frá NY. Fer til Luxemborgar kl. 07:00. Væntanlegur aftur kl. 23:00 Fer til NY kl. 00:30. Snorri Sturluson er væntanlegur kl. 20:00 frá NY. Fer til Osló, Khafnar og Helsingfors kl. 21:30. Hafskip h.f.: Laxá er væntanleg til Ibiza í dag. Jöklax h.f.: Drangajökull er á leið til Islands. Langjökull er í Rostock. Vatnajökull er í Rotterdam. Eimskipafélag Rvíkur h.f.: — Katla er í Vestm.eyjum. Askja er í Skotlandi Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss er á leið til Rotterdam. Dettifoss er á leið til Rvíkur. Fjallfoss er í Hangö Goðafoss er væntanlegur til Rvíkur 18. febr. Gullfoss fer frá Khöfn 20. 2. til Leith og Rvíkur. Lagarfoss er í Rvík. Reykjafoss er í Hamborg. Sel- foss er á leið til NY. Tröllafoss er á leið til Hull. Tungufoss er á leið til Gautaborgar. Zeehaan er á Hólmavík. Skipadeild SÍS: Hvassafell er í Rvík. Arnarfell er í Rvík. Jökulfell er vænt anlegt til Þorlákshafnar í dag. Dísar fell er 1 Rotterdam. Litlafell er 1 olíu flutningum í Faxaflóa. Helgafell átti að fara í gær frá Sas van Ghant til Rvíkur. Hamrafell fer í dag til Batumi Rinto er í Bergen. Stjörnurnar kunna að sjást neðan- úr djúpum brunni, þegar þær eru ekki sýnilegar uppi á fjallstindunum. Eins læra menn margt á dögum mót- lætisins, sem hina hamingjusömu dreymir okki um. — Spurgeon. Sá, sem engan krossinn her, mun ekki eignast neína kórónu. — Quarles. Þeir, sem mest hafa þjáðst minna á þá, sem kunna mörg tungumál. Þeim hefur lærzt að skilja alla og skildir af öllum. — Madame Swetchine. Það er eins með mesta mótlætið og mestu veiðina. Vér höfum aðeins sagnir al hvoru tveggja — H. Redwood Taujiurrkari, „English Electric", litið notuð, til sölu. Uppl. í síma 36609. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er iangtum ódýrara að auglýsa í Mcrgunblaðinu, en öðrum blöðum. — Píanó til sölu, Homung og Miiller Vel með farið. Tækifæris- veorð. Eiríksgötu 17, niðrL Málningarsprauta og smergel til sölu, hvort tveggja öflug verkfæri. — Uppl. að Laufásvegi 74. — Sími 13072. ! Afmælis- hátíð verður í Lidó 11. marz Áskriftalisti liggur frammi hjá Magnúsi E. Baldvinssyni, Laugavegi 12. D ö k k f ö t Ktúbburinn verður lokaður í kvöld Aðeins þennan eina sunnudag Á/shátíð Kennaraskólans verður haldin í Lido, fimmtudaginn 22. febrúar kl. 8,30. Húsið opnað kl. 8. Nefndin Ingólfs Café B / n g ó í dag kl. 3 Mcða! vinninga: Tvö armbandsúr 12 manna matarstell 12 manna kaffistell o. fl. Borðpantanir í síma 12826 TIL SÖLU IMýtízku 6 herb. ibuð 147 ferm. 1. hæð með sér inngangi. Sér hita og sér þvottáhúsi við Glaðheima, -—Bílskúrsréttindtí. fylgja. í kjallara geta fylgt ef óskað er 3 herb. og bað, sem mætti gera að 2 herb. íbúð. N Mýja Fasteignasalan Bankastræti 7 — Sími 24300 og kl 7,30—8,30 e.h. Sími 18546. Unglingur óskast til að bera MorgunbJaðið út á SKIPASUND LANGHOLTSVEG I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.