Morgunblaðið - 06.12.1961, Side 23

Morgunblaðið - 06.12.1961, Side 23
Miðvikudagur 6. des. 1961 1UORCV1SBI AÐIÐ 23 Björn Pálsson veðurtepptur NESK AUPSTAÐ: — Laust eftir klukkan þrjú í gær lenti Björn Pálsson hér við hin erfiðustu skilyrði. Kom harui hingað til að sækja mjög sjúka konu, og var dr. Friðrik Ein- arsson með í flugvélinni. Sök- um slæmva skilyrða gat Björn ekki hafið sig á loft aftur og var hann veðurtepptur í Nes- kaupstað er Mbl. vissi til í gærkvöldi. Þjóðliátíðardags Fiiina minnzt í dag 'T finnlandsvinaféLagið Suomi minnist þjóðhátíðardags Finna, sem er í dág, með kvöld- fagnaði fyrir félaga og gesti í Tjarnarkaffi í kvöld kl. 9. Til skemmtunar verður meðal ennars, að dr. Sigurður Þórar- insson flytur erindi um Oskju- gosið og hálendi íslands og sýnir litskuggamyndir frá þessum stöðum. Hanno Nyman: Frásögn frá þúsund vatna landinu. Skúli Halldórsson tónskáld leikur tón- iist eftir Sibelius. Ennfremur verður spurningaþáttur sem frú Vuokko Sigurmundsson og Sveinn K. Sveinsson verkfr. stjórna.. Að lokum verður stig- inn dans. Allir Finnar sem eru hér í foænum og nágrenni, verða á fagnaðinum. Félagsmenn í Finnlandsvina- félaginu Suomi hafa ókeypis að- igang, og sýni þeir félagsskírteini við innganginn. Þeir aðrir, sem lóska að vera á skemmtuninni og gerast meðlimir félagsins, fá afhent skírteini við innganginn. — /jbróttir Framh. af bls. 22. og Sigurður Guðmundsson, ræktu störf sín sæmilega af hendi, en er það í anda lag- anna að láta broslegan leik- mann hvað eftir annað hagnast á broti sínu? Reykjavíkurmeistarar lR: Þor Isteinn Hallgrímsson, Haukur Hannesson, Helgi Jónsson, Hólm steinn Sigurðsson, Guðmundur Þorsteinsson, Guðmundur Þor- steinsson, Einar Ólafsson, Sig- urður Gíslason, Ólafur Geirs- son. —. KR vann 3. flokk 1 3. flokki er margt efna, það kom ljóslega fram í úrslitum KR og ÍR. KR byrjaði mjög illa, fékk 3:11 mjög snemma, en eótti sig og hálfleik lauk 16:15 fyrir ÍR. KR komst síðan yfir í 17:15 og átti mun betri leik en ÍR, vann því örugglega með 31:26. Reykjavíkurmeistarar KR: Gunnar Gunnarsson, Þorsteinn Ólafsson, Kolbeinn Pálsson, Hall dór Bragason, Hjörtur Hansson, Sigurður Oddsson, Björn Ás- mundsson, Gunnar Gunnarsson, Guðmundur Láruson. —jbp—. Stighæsfu leikmenn í úrslitaleiknum R: Þorsteinn 20 Hólmstein 20 Guðmundur 16 Sigurður 12 Helgi 6 Einar 4 KFR (sjálfskarfa) 1 CR: Einar 79 21 Marinó 17 Bigurður 8 Ólafur 6 Ingi 4 Ágúst 2 Ásbjörn 2 Sinfóníuhljómsveit- in frumflytur verk eftir Jón Leifs NÆSTKOMANDI fimmtudag kl. 21 heldur Sinfóníuhljómsveitin undir stjórn Jindrichs Rohans sína síðustu tónleika fyrir jól í Háskólabíói. Verður þá frum- flutt nýtt verk eftir Jón Leifs er nefnist Þrjár myndir. Einnig verður fluttur píanókonsert nr. 5 eftir Beethoven og leikur Ás- geir Beinteinsson einleik á píanó í því verki. Loks verður Tsjai- kovski-sinfónía nr. 5 í E moll, sem af mörgurn er talin hans vinsælasta. Útvarpsstjóri sagði frétta- mönnum í gær að reynslan af rekstri Ríkisútvarpsins á hljóm- sveitinni í vetur hefði verið mjög góð. Áætlanir, sem gcrðar voru í upphafi, hafa staðizt, enda hefur aðsókn að hljómleikum verið miklu meiri en áður var. Á nær öllum hljómleikum hljóm sveitarinnar hefur verið hús- fyllir í hinu stóra Háskólabíói. Kvaðst útvarpsstjóri vona að málið sé nú komið á góðan grund völl og geti þannig haldið áfram. Eftir abstrakt myndum Þá ræddu fréttamenn við Jón Leifs, sem kvaðst hrifinn af því að hafa fengið jafn ágætan hljómsveitar- stjóra og Rohan til aðvfrumflytja verk sitt. Þetta verk er samið eftir þremur ab- strakt myndum: Fegurð himins- ins. Vígslspor og Klettar. Þegar Jón fyr&t fór að myndir, kvaðst hann hafa hugsað sem svo: Þetta getum við tónskáldin gert með nokkrum akkordum! „En svo varð þetta nú heldur lengra hjá mér“, bætti Jón við brosandi. Verk þetta samdi hann fyrir litla hljómsveit á borð við sinfóníu- hljómsveitina íslenzku, en notar aðeins helminginn af blásurun- um. Aftur á móti þurfti fyrir einn tón að fá eitt hljóðfæri til viðbótar í hljómsveitinni, 4 klukkur. Flutningur verksins tek ur um 10 mínútur. Vígir nýjan flygil Píanókonsertinn nr. 5 eftir Beethoven er einhver voldugasti píanókonsertinn hans og kalla Bretar hann oft Emperor. Ásgeir Beinteinsson, pí- anóleikari leikur einleik á píanó. Hann hefur áð- ur tvisvar leikið með hljómsveit- inni og er hljóm leikagestum vel kunnur. Við þetta tækifæri vígir Ás- geir nýjan 3 metra langan konsertflygil af Grotrian-Stein- veg gerð sem Háskólabíó er búið að fá. Rohen hljómsveitarstjóri tjáði fréttamönnum, að hann hugsaði gott til þessara hljómleika af skoða abstrakt ýmsum ástæðum. Þetta væru síðustu hljómleikarnir á árinu 1961, og hljómsveitin hefði tekið jöfnum framförum á síðustu fjórum mánuðum, svo að ef ekkert óhapp kemur fyrir eiga þessir hljómleikar að verða hvað beztir frá hennar hendi. Auk þess þekkir hljómsveitin tvö þessara verka. hefur leikið þau með mismunandi stjórnend- um. Þá er það tilhlökkunarefni að flytja nú íslenzkt verk, sagði Rohan. Hver hljómsveit ætti að leika verk eftir samtíma höfunds síns lands. Sagði hann, að ráð- gert væri að flytja heilt kvöld íslenzk verk í ’vetur. Þá sagði hann að þetta væri í fyrsta skipti sem hann ynni með íslenzkum einleikara, en til stæði að tveir aðrir léku með hljómsveitinni. Loks væri sér það sérstakt á- nægjuefni að flytja Tsjaikovski- sinfóníuna. Það hefði verið siður að leika verk þessa höfundar með tilfinningasemi. Hann væri því ósammála og vildi nú reyna flytja verkið eins og það er skrif- að. Ekki mætti rugla saman til- finningum og tilfinningasemi. Hæstu vlnningar SÍBS I GÆR var dregið í 12. flokki Vöruhappdrættis SÍBS um 1515 vinninga að fjárhæð kr. 2.112.- 000.00. Eftirtalin númer hlutu hæstu vinninga: '500.000 kr. 18069 100.000 kr. 29403 31755 62700 50.000 kr. 38149 57662 58950 10.000 kr. 2646 2952 5130 6929 15537 17000 19681 20939 23122 23580 25844 28457 35876 36527 48268 48979 50642 51229 57312 61810 5.000 kr 304 2534 3498 5400 9391 12829 12835 14003 16520 21065 23313 23794 24772 28984 29379 30847 32193 32582 34743 42628 43178 44550 44835 46094 47118 52890 56456 56601 57527 58957 59320 60766 62055 62987 63418 '63725 64678 (Birt án ábyrgðar) — Ekkert eftirlit Framh. af bls. 1. tæpa tvo tíma og margsakaði Tsarapkin Vesturveldin um ögrun arstefnu. Telja menn þetta gera að engu það samkomulag, sem náðst hafði í ár um 17 liði frum varps um bann við tilraunum, þar sem gengið er út frá alþjóð- legu eftirliti. Næsti fundur ráðstefnunnar er á fimmtudag. — Háskólinn Framh. af bls. 8. kaupa. Metur Háskólinn þessa ákvörðun mjög mikils. Á afmælishátíðinni var skýrt frá hinni stórmyndarlegu úr- lausn bæjarstjórnarinnar í Reykjavík í lóðamálum Háskól- ans, en sú samþykkt bæjaryfir- valda er ómetanleg fyrir fram- tíðarþróun skólans. Næsta hús, sem Háskólinn byggir fyrir happdrættisfé, verður fyrir Læknadeildina á lóð þeirri er Háskólanum var úthlutað við Hringbraut gegnt Landsspítalan- um. — Úrlausn bæjarstjórnar vakti mikla athygli hinna erlendu gesta, er sátu hátíðina og róm- uðu þeir mjög þann skilning, er Háskólinn nyti af hálfu bæj- arstjórnar Reykjavíkur. „Vísindin efla alla dáð“ Á afmælishátíðinni afhenti forseti Visindafélags Islendinga Háskólanum fagra bréffergju úr íslenzkum steini, en af hálfu Stúdentafélags Reykjavíkur var tilkynnt að félagið myndi af- henda Háskólanum síðar hið merka listaverk Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, Sæ- mundur á selnum. Bandalag háskólamanna af- henti Háskólanum á afmælishá- tíðinni ritið Vísindin efla alla dáð, sem helgað var Háskólan- um. Vakti þessi gjöf mikla at- hygli hinna erlendu gesta. í ritinu eru greinar eftir einn til þrjá menn úr hverju félagi há- skólamenntaðra manna hér á landi, og bera þeir þar t. d. fram tillögur um, hvemig megi auka starfssvið vísindamanna hér á landi og nýta betur þá starfskrafta, sem fyrir hendi eru. í ritiriu var heillaóskaskrá frá 530 háskólamenntuðum mönnum. Enn fremur tilkynnti Stúd- entaráð Háskólans, að það myndi færa Háskólanum fund- arhamar að gjöf til afnota fyr- ir háskólaráð, og var hann af- hentur 1. desember. Er hamar- inn úr fílabeini, gerður af Ríkarði Jónssyni. ★ Skrautrituð eða skrautprentuð ávörp bárust frá Menntaskólan- um í Reykjavík, Verzlunarskóla íslands og Þjóðræknisfélagi ís- lendinga í Vesturheimi, svo og frá eftirfarandi háskólum: Ár- ósarháskóla', Caenháskóla, Har- vardháskóla, háskólum í Vest- ur-Þýzkalandi, Helsingforshá- skóla, Kaliforníuháskóla, Kaup- mannahafnarháskóla, Lyfjafræð- ingaskóla Danmerkur, Manitoba háskóla, Minnesotaháskóla, Norð ur-Dakótaháskóla, Tækniháskóla Úr ýmsum áttum Framh. af bls. 12. um það, hvernig mæta beri hinum forvitna heimi. Og frændi hans, Karl krónprins, getur sjálfsagt líka sagt hon- um ýmislegt úr eigin reynslu — hann hefir orðið að ganga í gegnum þetta allt, feiminn og hikandi í fyrstu, en smám saman djarfari og öruggari um sjálfan sig, unz hann er orð- inn hávaxinn unglingur með nægilegt sjálftraust til þess að bjóða hnýsni heimsins birg- inn. . . . Danmerkur, Tækniháskólanum f Prag, Tækniháskólanum í Þránd heimi, Uleáborgháskóla í Finn- landi, University College, Dubl- in, Varsjárháskóla Vínarhá- skóla, finnska og sænska há- skólanum í Ábo. — Þá bárust kveðjur frá háskólanum í Aþenu, Greifswald, Hamborg og Prag, Karl-Marx-háskólanum' í Leipzig, Moskvuháskóla, Óháða háskólanum í Berlín, ennfrem- ur frá British Council, sendi- herra Thor Thors, fyrrv. sendi- herra Svía, H. Pousette og mörgum fyrrverandi sendikenn- urum við Háskóla íslands, þ. á. m. þremur búsettum í Uppsöl- um. Ennfremur frá Maryland- háskóla. Ásgeir Magnússon frá Ægi- síðu afhenti Háskólanum Speki- rit heilagrar ritningar, er hann hefur þýtt og handritað for- kunnar vel. Handritið er í fögru og vönduðu bandi. Þá barst Háskólanum að gjöf upptökutæki frá Ottó A. Mic- helsen, hin bezta gjöf. Enn- fremur litmynd af Háskólan- um frá Jóni Ármanni Héðins- syni viðskiptafræðingi, tekin af honum sjálfum. Margir menn og stofnanir hafa liðsinnt Háskólanum og greitt fyrir honum við hin um- fangsmiklu hátíðahöld. Þakkar Háskólinn þá vinsemd alla, og ekki sízt hið mikla liðsinni, er um 40 stúdentar Háskólans létu í té endurgj aldslaust við fata- vörzlu, dyravörzlu og -aðra að- stoð við hátíðahöldin. Aldrei innritaðir eins margir Þess má geta að lokum, að í haust innrituðust fleiri stúdent- ar í Háskóla íslands en nokkru sinni fyrr, voru þeir 220. Við Háskólann stunda nú nám 800 stúdentar og nema þar af 24 guðfræði, 150 læknisfræði, 31 tannlækningar, 6 lyfjafræði lyf- sala, 145 lögfræði, 100 viðskipta- fræði, 260 heimspeki og BA, 48 íslenzk fræði og 36 verkfræði. — Ævisaga Hann- esar Hafsteins Frh. af bls. 1 arinnar. í öðru hefur gætt rang- færslna og misskilnings. Rók Kristjáns Albertssonar fjallar um foreldra Hannesar Hafsteins og bernsku hans, skóla ár í Reykjavík og Kaupmanna- höfn, skáldskap hans, embættis- ár í Reykjavík og á ísafirði og stj órnmálaferil hans til ársins 1904, en við það ár lýkur þessu bindi. Gerð er rækileg grein fyrir sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar frá láti Jóns Sigurðssonar og til heimastjórnar, en um þann þátt íslandssögunnar hefur aldr- ei verið rækilega ritað til þessa. Kemur hér fram ótalmargt nýtt, sem breyta mun skoðunum manna á ýmsum atriðum. Bókin er prýdd mörgum mynd um af fólki, sem kemur við sögu Hannesar Hafsteins. Auk þess er þar litprentun af oliumálverki eftir Hannes Hafstein, og sýnir hún, að hann hefði einnig getað orðið góður listmálari, ef hann hefði lagt það fyrir sig. Þetta fyrra bindi ævisögunnar er 360 bls. að stærð auk mynda- síðna. Steindórsprent hf. hefur annazt preritun texta og svart- hvítra mynda, en litprentun málverks og kápu hefur Litho- prent hf. annazt. Skrifstofuhúsnœði Eitt af stærstu fyrirtækjum bæjarins, óskar að kaupa 150—200 ferm. skrifstofuhúsnæði í eða við miðbæinn. — Uppl gefur HAFSTEINN SIGURÐSSON lögmaður Tjarnargötu 14 — Sími 19813.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.