Morgunblaðið - 23.01.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.1960, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐ1Ð Laugardagur 23. jan. 1960 , • Æ mmsmmmim J OÞmjA hetSu molast mélinu smærra. En jafnvel þótt mér yrði bylt við þessar náttúruhamfarir, þá varð mér þó enn verr við, þegar gamli maðurinn greip hendur minar og kyssti þser í þakklátri auðmýkt og umkomuleysi sínu. Eftir djúptæka geðshræringu verður svefninn líka djúpur og þúngur. Það var ekki fyrr en ég vaknaði morguninn eftir sem mér skildist fyllilega hversu sljór og ruglaður ég hafði verið, bæði sökum hitamollunnar sem var undanfari þrumuveðursins og hins ofhlaðna andrúmslofts samtals okkar kvöldið áður. Þeg ar ég vaknaði var því líkast sem mér skyti upp úr einhverju ómæl anlegu djúpi og í fyrstu litaðist ég forviða og ráðvilltur um í her- berginu mínu og reyndi árangurs laust að rifja það upp hvenær og hvernig ég hefði sofnað þessum djúpa svefni. En það var enginn tími til nákvæmrar íhugunar vegna þess að með þeim hluta hugarins sem starfaði eðlilega, ef svo mætti segja, eins og hjóltönn í hernaðarvél, alveg óháð sjálf- um mér, minntist ég þess að sér- stök æfing hafði verið fyrirskip- uð í dag. Neðan úr bakgarðinum heyrð- ist lúðrahljómur og hófaspark í hestum og mér skildist á því hvernig þjónninn minn kepptist við störf sín, að kominn væri tími til að rísa úr rekkju. Ég klæddi mig því í skyndi í einkennisbún- inginn minn, kveikti mér í vindl ingi og þaut niður stigann, út í bakgarðinn. Andartaki síðar lagði riddara- liðsdeildin, sem beðið hafði eftir mér, af stað. Þegar maður er á ferð, sem hluti í riddaraliðsflokki, hættir maður að vera til sem sérstakur einstaklingur. Glymjandi hófa- skellir varna því, að maður hugsi skýrt eða dreymi dagdrauma og þegar við riðum þannig áfram á hröðu brokki, hafði ég gleymt öllu nema þeirri staðreynd, að við vorum hér á ferð einn feg- usta sumardag sem hugsast gat. Regnið hafði þvegið hvert ryk- korn og hvern skýhnoðra af loft- inu. Sólargeislarnir voru hlýir, en samt var loftið laust við alla þreytandi hitamollu. Hver útlína landslagsins sást mjög greinilega. Lengst í fjarska var hvert hús, hvert tré, hver akur jafn raun- verulegt og áþreifanlegt fyrir- brigði og maður hefði haldið á því í hendinni. Hver blómavönd ur í sveitahússglugga, ,hver reykjarhringur fyrir ofan hús- mæni virtist sanna tilveru sína og staðfesta með hinum skæru og hreinu litum. Ég þekkti naumast aftur þennan leiðinlega þjóðveg, sem við riðum um, viku eftir viku, með sama hraða, í sömu er- indum, svo miklu grænna og gróskumeira var hið nýmálaða laufþak, sem hvelfdist yfir höfð- um okkar. Mér fannst ég vera svo dásamlega ungur og áhyggju- laus, þar sem ég þeysti í farar- broddi eftir veginum. Nú fann ég ekki lengur til óróleikans, kjark- leysisins, óvissunnar, sem hafði veikt taugar mínar síðustu daga og vikur og sjaldan held ég að ég hafi framkvæmt skyldur mín- ar með betri árangri en einmitt þennan bjarta og sólríka sumar- morgun. Allt gekk vel og auð- veldlega. Allt heppnaðist og allt gerði mig hamingjusaman. Him- ininn og akrarnir, frýsandi hest- arnir, sem hlýddu auðmjúklega hverjum þrýstingi fótarins og hverri hreyfingu beizlistaum- anna og jafnvel mín eigin rödd, þegar ég kallaði skipunarorð til manna minna. Nú er það með hina fullkomnu hamingju, eins og allar aðrar teg- undir andlegrar vímu, að hún svæfir skynjunina. Unaður líð- andi stundar lætur mann gleyma hinu liðna. Og þegar ég, að liðn- um þessum hressingarstundum á hestbaki, gekk hinn gamalkunna veg heim til Kekesfalva, mundi ég aðeins mjög óljóst eftir at- burði næturinnar. Ég naut í rík- um mæli áhyggjuleysisins og hamingju annarra, því að þegar maður er hamingjusamur sjálfur, getur maður aðeins hugsað sér alla aðra eins hamingjusama. Og sjá, ekki hafði ég fyrr barið á hinar gamalkunnu dyr hallar- innar, en Josef, sem venjulega var svo auðmjúklega ópersónu- legur, bauð mig velkominn með innilegum fögnuði. — „Leyfist mér að fylgja hr. liðsforingjan- um upp í turninn", sagði hann með ákefð. — „Ungu stúlkurnar bíða þar uppi“. En hvers vegna voru hendur hans svo óþreyjufullar? Hvers vegna virtist hann fagna svo mjög komu minni? Hvers vegna var hann svona nærgöngull og stimamjúkur? Hvað gekk eigin lega að honum? Ég gat ekki var- izt undrun, þegar ég lagði af stað upp hringstigann, sem lá upp á turnþakið. Hvað gekk eiginlega að Josef gamla í dag? Hann brann af óþolinmæði eftir því að koma mér upp á turnsvalirnar, eins fljótt og mögulegt væri. — Hvað hafði komið ’fyrir blessað- an gamla manninn? En það var gott að finna sig hamingjusaman, líka gott þenn- an bjarta júní-dag að klifra upp hringstigana á ungum styrkum fótum og sjá út um gluggana, nú í norðri, nú í austri, nú í suðri og nú í vestri, hið sumarlega lands- lag svo langt sem augað eygði. Loks, þegar ég átti aðeins tíu eða ellefu tröppur ófarnar, kom fyr ir atvik, sem olli því að ég nam skyndilega staðar. Á móti mér barst nefnilega veikur ómur af fjarlægri dans-tónlist, þar sem greina mátti hvella fiðlutóna, djúpan cello-leik og skærar kvennaraddir. Hvaðan kom þessi tónlist, svo nálæg en þó svo fjar læg, svo dularfull en þó svo ver- aldleg? Var hljómsveit að leika einhversstaðar í nálægu veitinga húsi og bar vindurinn hina veiku hljóðnandi tóna lagsins yfir til mín? En á næsta andartaki skild ist mér að tónar þessarrar ósýni- legu hljómsveitar komu ofan frá þaksvölunum, úr ósköp venjuleg um plötuspilara. „En hvað ég get verið heimskur", hugsaði ég með mér — „að búast við kraftaverk um ails staðar í dag. Auðvitað hefði verið ómögulegt að koma heilli hljómsveit fyrir á svona mjóum svölum". En eftir nokk- ur skref fór ég aftur að efast. - Auðvitað var verið að leika a grammofón þarna uppi. En radd irnar, þessar raddir eru of hrein- ar, of eðlilegar til þess að geta komið úr litlum, suðandi kassa. Þetta eru raunverulegar raddir ungra stúlkna, titrandi af ungæð islegri ofgnótt. Ég stanzaði og hlustaði með meiri athygli. Hin skæra sopran- rödd var rödd Ilonu, falleg, sterk munaðarleg, mjúk eins og armar hennar. En hin röddin, hver var hún? Einhver sem ég þekkti ekki Bersýnilega hafði Edith boðið ein 'hverri vinstúlku sinni og ég fann til ómótistæðilegrar löngunar til að sjá þessa kvakandi svölu, sem svo óvænt hafði birzt í turninum okkar. Því meiri varð furða mín þegar ég kom upp á svalirnar og uppgötvaði að þar voru aðeins stúlkurnar tvær og að það var Edith sem var hlæjand og kvak- andi með algerlega nýrri röddu, frjálslegri, fjörlegri, silfurskærri röddu. Ég varð alveg undrandi, vegna þess að slík ummyndun frá einum degi til annars varð að mínum dómi mjög óeðlileg. Að- eins heilbrigð, sjálfsörugg mann- eskja gat sungið svona glaðlega. Hins vegar var það ekki hugs- anlegt að sjúklingnum hefði batn að nema því aðeins að raunveru- legt kraftaverk hefði gerzt frá því kvöldið áður. Hvað hafði haft slík áhrif á hana? Hvað hafði stigið henni svo til höfuðs, að þessir sælufullu, öruggu tón- ar gátu brotizt frá vörum henn- ar, frá sál hennar? Ég get með naumindum lýst fyrstu tilfinning um mínum: Það voru óþægindi, eins og 'ég myndi hafa fundið til, ef ég hefði komið að stúlkunum óvörum og nöktum, því að annað hvort hafði Edith leynt fyrir mér sínu sanna eðli, fram að þessu, eða — en hvernig og hvers- vegna? — hún hafði orðið að al gerlega nýrri manneskju um nóttina. Mér til enn meiri furðu sýndi hvorug stúlkan nokkur merki um fát eða vandræði, þegar þær Sáu mig. „Komið þér hingað", kallaði Edith til mín. — „Stanzaðu grammófóninn undir eins“, skip aði hún Ilonu og benti mér svo að koma nær. „Loksins, loksins. Ég er búin að bíða eftir yður í margar aldir. Verið þér nú fljótur, segið mér allt, allt, hvert einasta orð... Pabbi ruglaði öllu svo saman, að ég skildi ekkert af því sem hann sagði. .. Þér vitið hvernig hann Skáldið ocf mamma litla 1) Sjáðu þennan fallega bíl: Finnst þér hann ekki fallegur? 2) Jú, og sterkbyggður, ef tillit er tekið .... 3) . . . til þessa fjölda baðfatakvenna, sem standa á vélahúsinu ! m a r L ú ó A meðan þið stúlkurnar þvoið upp, förum við að svipast um eftir einhverju í matinn. veiðistöng né byssu? Jæja? og hverju gætum við náð þegar við höfum hvorki Baldur, það er fullt af bláberj- um hér. Og við leggjum snörur fyrir héra, náum skjaldbökum, tínum sveppi og korn. Þetta hljómar ágætlega. Þarna fékk ég gott efni til að skrifa um. Súsanna hefur rétt fyrir sér. Þetta er prýðis efni í blaðið. Og ég verð að taka myndir af þessu. er, Þegar hann er æstur. Hann getur aldivi sagt manni neitt f samhengi. .. Hugsið þér yður bara, hann kom upp í herbergið mitt um miðja nótt. Ég gat ekki soíið í svona voðalegu ofviðri og mér var kalt, vegna þess hvað mikill súgur kom inn um glugg- ann o ég treysti mér ekki til að fara á fætur og loka honum. Ég var að óska þess alla nóttina að einhver vaknaði og kæmi til mín og þá heyrði ég skyndilega fóta- tak sem færðist nær og nær. — Fyrst varð ég hrædd, því að þetta var klukkan tvö eða þrjú um nóttina. En svo kom pabbi inn í herbergið og ég ætlaði varla að þekkja hann, vegna þess hve ólíkur hann var sjálfum sér. — Hann kom beint til mín og var alveg frá sér numinn af gleði. .. Þér hefðuð bara átt að sjá hann. Hann bæði hló og grét í einu. .. Hugsið þér yður bara pabba hlæj andi, hlæjandi hástöfum og glað- legan og dansandi, fyrst á öðrum fæti, svo á hinum, eins og stór skólastrákur. Og svo þegar hann byrjaði að segja mér alla söguna, varð ég svo undrandi, að ég vissi ekki hvað ég átti að halda. .. Ég hélt að annað hvort hefði pabba dreymt þetta allt, eða mig væri sjálfa að dreyma. En svo kom Ilona líka upp oi við mös- uðum saman og hlógum alveg til morguns. .. En nú verðið þér að segja okkur allt .. segja okkur .. hver þessi nýja lækning er“. Alveg eins og þegar stór og aflmikil alda byltir sér yfir mann og maður skjögrar til og .reynir árangurslaust að standa á fótun- um, þannig reyndi ég nú án árangurs að berjast gegn þeirri lamandi skeliingu, sem greip mig. Þessi síðustu orð stúlkunnar höfðu þegar leitt mig í allan sann leika. Það var ég, ég einn, sem hafði blásið henni þessarri ástæðu lausu trú á lækningu í brjóst. Kekesfalva hlaut að hafa sagt henni það sem dr. Condor hafði trúað mér fyrir. En hvað var það sem Condor hafði raunverulega sagt mér? Og hvað var það sem ég' hafði látið hafa eftir mér? — Condor hafði í raun og veru gætt mjög mikillar varkárni í orðum sínum og ég, hvað gat ég, hejmsk ur þræll minnar eigin meðaumk .....$parið yðuj hlaup S noilji margra vta-zltuia'- WkUML ð ÖUUM «DUM! - Austurstræti ajútvarpiö Laugardagur 23. janúar. 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15. Tón- leikar. 8,30 Fréttir. — 8,40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Oskalög sjúklinga Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.00 Laugardagslögin. — (16.00 Frétt- ir og veðurfregnir). 17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins- son. 1270. Skákþáttur (Baldur Möller). 18.00 Tónleikar: Píanókonsert í F-dúr eftir George Gershwin (Leonard Pennario og Sinfóníuhljómsveitin í Pittsburgh leika; William Stein- berg stjórnar). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á flækingi“ eftir Estrid Ott; XXIII. lestur (Pétur Sumarliðason kenn- ari. 18.55 Frægir söngvarar: Victoria de los Angels syngur spænsk lög; — Renato Tarrago leikur með á gítar. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Leysinginn" eftir J. Pudney. Þýðandi: Helgi J. Hall- dórsson. — Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. Leikendur: Helgi Skúla- son, Helga Bachmann, Guðbjörg t»orbjarnardóttir, Inga Þórðar- dóttir, Jón Aðils og Flosi Olafs- son. 21.45 „Vor 1 Vínarborg“: Robert Stolz og hljómsveit hans leika létt Vín- lög og valsa. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Þorradans útvarpsins, þ. á. m. leikur JH-sextettinn gömlu dans- ana. Söngvari: Sigurður Olafsson. 02.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.