Morgunblaðið - 23.01.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.01.1960, Blaðsíða 9
Laugardagur 23. jan. 1960 MORCZJNRLAÐIÐ 9 Alþjóðaflughöfn á suðurskautslandinu I>AÐ vakti mikla athygli um heim allan, er SAS hóf flug- ferðir yfir norðurheimskauts- svæðið, milli Evrópu og Aust- urlanda, fyrir tveimur árum. Áður lá flugleiðin frá Evrópu til Japan suður á bóginn, um Indland. En þegar farið var yfir norðurheimskautið, til Alaska og þaðan suður Kyrra haf, styttist flugleiðin til muna og í dag fljúga flugvél- ar margra félaga þessa leið. En nú vakir það sama fyrir suðurhvelsbúum. Suðurheim- skautslandið hefur jafnan þótt ískyggilegt yfirferðar, en rann- sóknir og þá aðallega veðurat- 'huganir, sem gerðar voru þar meðan á alþjóðlega jarðeðlis- firæðiárinu stóð, hafa borið slíkan árangur, að alvarlega er nú farið að hugsa til þess að hefja far- þegaflug yfir suðurheimskauts- landið. Mundi gerbreyta flugsamgöngum Við norðurhvelsbúar gerum okkur e. t. v. ekki Ijósa grein fyrir því hve þetta er samgöng- um á suðurhveli mikið hags- munamál. Sem dæmi má nefna, að flugleiðin ■ yfir suðurheim- skautið milli Sidney í Astralíu og Buenos Aires í S-Ameríku yrði 6,400 mílur, eða um 2,000 mílum styttri en „bein“ flugleið, sem nú er í athugun — með við- komu á Tahiti. Hingað til hefur aðeins verið hægt að komast á milli Ástralíu og S-Ameríku með því að fara norður til San-Fran- cisco en sú leið er helmingi lengri en heimskautsleiðin. Þrír flugveUir Nú þegar hafa verið gerðir þrír flugvellir á suðurheimskautsland inu, sem hæflir væru fyrir al- mennar farþegaþotur. Einn er í herstöð Bandaríkjamanna við McMurdo sund, annan hafa Astralíumenn gert þar sem Wilk- es nefnist, á ströndinni andspænis Ástralíu. Þann þriðja hafa Kúss- ar gert í bækistöðvum sínum í Mirny, um 2,5000 mílur frá Perth í Vestur-Ástralíu. Allir þessir vellir eru mikið notaðir af her- flugvélum, sem flytja birgðir fyr ir vísindamenn — og þaðan er líka farið í rannsóknarflug inn yfir heimskautslandið. I flutn- ingunum til McMurdo sunds nota Bandaríkjamenn t.d. flugvélar, sem bera 40 tonn af varningi. Miklar ráðagerðir á prjónunum Auk þess hafa bæði Banda- ríkjamenn og Rússar gert marga smáfilugvelli á rannsóknarsvæði sínu, en þeir eru einungis not- hæfir fyrir smáflugvélar. Hins vegar hafa Bandaríkjamenn nú í hyggju að reisa stjóra alþjóða- flughöfn um 45 mílur frá Mc Murdo sundi. Búizt er við að framkvæmdin kosti sem svarar 20 milljónum sterlingspunda, en þar með væri líka lagður grund- völlur að beinu flugi frá Ástralíu til S-Ameríku og S Afríku Flug- leiðin milli Sidney og Höfðaborg ar yrði þá um 6,000 milur, eða 1,650 mílum styttri en núverandi flugleið um Indlandshafið. Og enn mundi flugleiðin stytt- ast, ef gerð yrði filughöfn í Kerguelen, sem er stöð á franska rannsóknarsvæðinu. Yrði leiðin milli Sidney og Höfðaborgar inn- an við 5,000 mílur. Pan Am fór fyrsta farþegaflugið Mörg flugfélög eru þegar far- in að búa sig undir að fljúga suðurheimskautsleiðina. Astr- alska flugfélagið QUANTAS und- irbýr þjálfun flugliða. Canadian Pacific Airlines ráðgerir að fram lengja flugleiðina Vancouver- Auckland (á Nýja Sjálandi) til Suður Ameríku. Stóru banda- rísku flugfélögin hafa ýmsar ráðagerðir á prjónunum og vafa- laust koma önnur í kjölfarið. Pan American er samt eina flug- félagið sem sent hefur farþegavél til suðurheimskautslandsins. Þá var farið til bandarísku herstöðv- arinnar við McMurdo sund. En öll þessi áform byggjast fyrst og fremst á starfi ötulla vís- indamanna, sem varið hafia beztu árum ævinnar í þágu vísindanna á hinu eyðilega og leyndardóms- fulla landi suðurheimskautsins. Heimskautslandið að komast í þjóðbraut Farþegaflug yfir suðurheim- skautslandið mun óhjákvæmilega hefjast innan fárra ára. Fyrst og fremst vegna hinnar geysihörðu samkeppni Rússa og Bandaríkja- manna á sviði vísindanna. Suður- heimskautslandið mun aldrei framar verða óbyggt land. Þar verða hópar vísindamanna, veð- urathugunarstöðvar og loft- skeytastöðvar — og útlit er fyrir, að innan skamms verði hafinn námugröftur þar syðra og í því skyni verður flutt þangað mik- ið vinnuafl. Heimskautslandið kemst því brátt í þjóðbraut og nýju þoturnar auðvelda verk- efnið ekki sízt. Sverrir Júlíusson sljórnarformaður Fiskimálasjóðs ÞRIÐJUDAGINN 19. janúar sl. var haldinn aðalfundur stjórnar Fiskimálasjóðs og fór meðal ann ars fram kosning formanns og vraaformanns. — Var Sverrir Júlíusson, útgerðarmaður, kos- inn formaður sjóðsins, en vara- formaður var kjörinn Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri. MORGUNBI-AÐIÐ byrjar í dag að birta greinarflokk eftir franska rithöfundinn André Maurois. Hefur blaðið fengið einkarétt hér á landi á greinum þessa vin- sæla og víðlesna höf'undar. Er í ráði að ein grein birtist í viku hverri. Þekktastur er Maurois fyrir ævisögur sínar, en einnig hefur hann skrifað mikið í blöð og tímarit og aflað sér margra lesenda vegna síns létta stíls og mörgu áhugamála. Helztu verk hans eru ævisögur Shelleys og Voltaires. Fyrsta grein André Maurois fer hér á eftir: Bersögli VARIZT of mikla bersögli. Ég heyri í anda mótmæl- in. „Hvers vegna?“ segið þér. „Ráðleggið þér mér að ljúga? Það er mér ekki lagið. Ég segi bæði vinum og óvinum það, sem mér býr í brjósti." Já ég veit, að hreinskilni er dyggð. En eruð þér viss um, að yður sé alltaf fyllilega ljóst, hvað yður býr raunverulega í brjósti? Eruð þér öruggur um, að þér verðið sama sinnis á morgun eða eftir mánuð? Þér getið ekki verið viss. í kvöld finnst yður eigin- maðurinn andstyggilegur, af því að hann var að enda við að neita yður um eitthvað. Þess vegna segið þér honum óspart til syndanna, og það er allt annað en ánægjulegt að sitja undir því. Á morgun verður yður ef til vill ljóst, að hann hafði rétt fyrir sér, og þér harmið óréttmætar skammirnar. Það er of seint; tjónið verður ekki aftur tekið. Aldrei mun hann gleyma orðunum, sem hann sveið svo sárt undan. Gangið því úr skugga um, að álit yðar sé óumbreytan- legt, áður en þér gefið bersöglinni lausan tauminn. Annað veifið erum við í vondu skapi. Ef til vill á það rætur sínar að rekja til veðurfarsins, höfuðverkj- ar eða meltingartruflana. Þegar svo stendur á, finnst manni allt og allir vera óþolandi. Eigum við þá að skella skuldinni á vini okkar, leikritið, sem við horf- um á, eða bókina, sem við erum að lesa? Eigum við að taka á okkur þá áhættu að styggja fólk, sem okkur er venjulega hlýtt til, af því að okkur hefir orðið bumbult af hænsnakjötinu eða humarnum? Ég hefi enga trú á, að neitt sé leggjandi upp úr bersögli þess manns, sem er illa haldinn líkamlega. Líði manni illa, er bezt að þegja? Það kemur fyrir að kona álítur sig ástfangna af manni, giftist honum og uppgötvar, að hann er ekki sú hetja, sem hana hafði dreymt um. Hún hélt, að hann væri mjög viljafastur, en kemst að þeirri niður- stöðu, að hann er veikgeðja og sífellt á báðum átt- um. Henni fannst hann skemmtilegur; í sambúðinni við hann kemst hún að raun um, að hann er alltaf að endurtaka sjálfan sig. Hann virtist vera bráðsnjall í samkvæmum; hann reynist Íeiðinlegur í daglegu lífi. Á hún að segja frá vonbrigðum sínum? Að sjálfsögðu, munið þér kannski svara. Ef ég segi honum þetta ekki, verður ekkert úr því, að hann breytist til batnaðar. Hann mun halda áfram að segja fullur sjálfsánægju og steigurlætis: „Konan mín dýrkar mig hreint og beint“. Alla mína ævi verð ég að hlusta á hann stagla sömu sögurnar. Það kemur ekki til mála. Gott og vel. En hugsið yður um tvisvar og jafnvel oftar, áður en þér ákveðið að segja honum til synd- anna af fulkomnu hlífðarleysi. Ef þér ætlið ekki að skilja við hann, annað.hvort af því að yður þykir vænt um börnin ykkar eða þér berið enn einhvers konar ástúð í brjósti til hans, brennið þá ekki allar brýr að baki.yður. Bersögli yðar mun gera hann miklu lakari en hann er. Hún sviptir hann sjálfstraustinu. Þér segið honum, að hann sé þrautleiðinlegur, og hann mun verða þegjandalegur. Hann mun verða einskis nýtur í starfi sínu, og að nokkru leyti verður það yður að kenna. Séu hins vegar vonbrigði yðar óbærileg og þér komizt að þeirri niðurstöðu, að breytist hann ekki til hins betra, verið yður algjörlega ómögulegt að búa áfram með honum, þá, en alls ekki fyrr, skuluð þér segja honum sannleikann eins vægilega og unnt er og bíða síðan og sjá, hvað setur. Bersögli má einna helzt líkja við uppskurð. Ef til vill reynist hann óhjákvæmilegur, ef í harðbakka slær. En gætið þess að gera ekki aðgerð á heilbrigðri ást og vináttu, sem kynni að deyja á skurðarborðinu, en hefði fljótlega orðið jafngóð aftur, ef náttúran hefði fengið að vinna verk sitt í næði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.