Morgunblaðið - 24.11.1957, Síða 20

Morgunblaðið - 24.11.1957, Síða 20
20 MORGVTSBl AÐIÐ Sunnudagur 24. nóv. 1951) Sannleikurinn um Ef tir GEORGES SIMENON Þýðing: Jón H. Aðalstcinsson 5. (Bébé 2), 'oncpe — Það var hann, sem sagði það, :ða hvað? Það var einhver dulin merking i orðum hennar, sem Jeanne veitti athygli, en gat ekki skilið. Síðar gerði hún árangurslausar tilraun- ir til að komast til botns í þeim. Hið eina, sem hún skildi var, að Bébé lagði sérstaka áherzlu á orð- ið hann. Hún talaði ekki um hann eins og hún talaði um alla aðra, og ekki bara um manninn sinn. Hún talaði um Hann. Og hún var ekki reið yfir því að hann Hann hafði ákært hana. Kannske skjátlaðist Jeanne. — Hún ímyndaði sér víst að hún væri sálfræðingur. En ánægja Bébé. .. Já, hún virtist raunveru- lega ánægð yfir því að Francois hafði ákært hana fyrir morðtil- raun. Jeanne aðgætti systur sína, sem hafði tyllt öðrum fæti í neðsta stigaþrepi. Eðluskinnsskórnir fóru vel við kjólinn, en voru eilítið dökkgrænni að lit. — Það er þá satt? — Hví skyldi það ekki vera satt? Síðan áleit hún auðsjáanlega að Samtalinu væri lokið og gekk ró- lega upp stigann og hélt felling- unum á víðu, hálfsíðu pilsinu uppi með annarri hendinni. — Bébé! Hún hélt áfram upp. — Bébé, þú ætlar vonandi ekki.... Hún var efst í stiganum og höf- uð hennar sást ekki, er hún stað- næmdist og sneri sér við. — Vertu ekki hrædd, Jeanne litla. Ef einhver spyr eftir mér, þá er ég í mínu herbergi. Herbergið var fóðrað innan með silki og líktist yndislegri konfekt- öskju. Ósjálfrátt leit Bébé í þrí- skiptan spegilinn, sem sýndi all- an líkama hennar, og strauk yfir hárið með báðum höndum svo sást í rakaða handarkrikana. Glugga- hlerarnir féllu ekki þétt að og gegnum rifu kom sólargeisli, sem myndaði ljósan þríhyrning á lökk- uðu skrifborðinu. Litla vekjara- klukkan var tíu mínútur yfir fjögur. STÁL- SKJALASKÁPAR með færanlegum hillum Hentugir fyrir skrifstofur, s k j a 1 a- og bókasöfn o.fl. Hagstætt verð STÁL-SKÁPAR með færanlegum hillum og skilrúmum Fyrir bifreiðavarahluti, járnvörur o. fl. Tfekla Sími 1-12-75 --------------------——----------«> Bébé Donge settist við skrifborð ið, opnaði það þreytulega og tók upp bláa skrifblokk. Það var eins og henni gengi illa að koma skipulagi á hugsanir sínar. Hún hélt pennaskaftinu að hökunni og starði annars hugar á gluggahlerana, en fyrir utan þá suðuðu flug'umar í sólskininu. Að lokum skrifaði hún með á- völum viðvaningslegum stöfum: 1. Gleymið ekki að gefa honum meðalið á hverjum morgni. Auk- ið dropafjöldann smám saman, strax og fer að kólna. 2. Þriðja hvern dag á hann að fá graut í staðinn fyrir súkkulaði á morgnana, en látið ekki eins mik inn sykur í hann og síðast (þrír molar er nóg). 3. Takið ekki lengur fram mokkaskóna handa honum, þeir eru of þunnir. Hann má ekki ganga í döggvotu grasinu. Gætið þess vandlega, einkum í september Hann má ekki heldur vera úti á kvöldin. 4. Gætið þess að hvorki blöð né drasl liggi í herbergjunum, sér- staklega ekki blöð, sem hafa ver- ið notuð í umbúðir. Vanrækið ekki að taka vel til. Gangið ekki um eins og hengilmæna. 5. 1 skápnum vinstra megin í herberginu er.... Við og við lyfti hún höfðinu og hlustaði, en hún heyrði ekki að systir hennar kom upp stigann og staðnæmdist framan við dyrnar. — Ertu þarna? spurði Jeanne lágróma. — Láttu mig í friði. Ég hef mikið að gera. Jeanne dokaði við stundarkorn, en varð rórra við urgið í pennan- um og gekk nið.ur aftur. .... 12. Látið ekki Clo, sem er svo málug, fara niður í bæinn að verzla. Pantið vörurnar í síma. — Takið sjálfar á móti vörusendlum, en talið aldred við þá ef Jacques er nærrd.. . Bifreið. Nei, það var ekki bif- reið, sem hún beið eftir. Bifreið- in ók fram hjá La Chataigneraie og hélt leiðar sinnar eftir þjóð- veginum. Vindurinn hlaut að hafa snúið sér við sólsetrið, því annað slagið heyrðist í hátalaran- um á kaffihúsinu í Ornaie. Ljósbletturinn á skrifborðinu varð dökkur og daufur á að líta. — Nei, mamma, hún er áreið- anlega ekki vitskert. Það er eitt- hvað í þessu, sem við vitum ekki. Bébé hefur alltaf verið dul. — Hún hefur alltaf verið veik- byggð.... — Það er nú engin ástæða. Ef þú hefðir ekki alið hana upp í svona miklu eftirlæti. — Uss, Jeanne. Á svona degi skulum við ekki .... Heldurðu í það. Já, en þá. ... Frú d’Onnerville hafði náð sér það mikið, að hún Tat risið upp og litið yfir að hvíta hliðinu, sem enn stóð opið. — Þá verður hún sett í fang- elsi! Það er hræðilegt. .. Hugsa sér aðra eins smán! — Taktu þessu rólega, mamma. Við getum hvort eð er ekkert gert í málinu. — Enginn mun nokkurn tíma fá mig til að trúa því, að mín eig- in dóttir hafi nú fyrir skemmstu — hér fyrir augunum á n.ér.... — Þannig er það nú samt, mamma. —- Þú ert þá á móti henni, þú líka? — Það er ég alls ekki, mamma. — Já, þú ert nú líka gift Donge. .. En ég mun aldrei fram- ar geta litdð upp á nokkum mann. Þetta verður áreiðanlega í blöðun- um á morgun. — Ekki fyrr en hinn daginn. í dag er sunnudagur og.... Leigubíll úr borginni olli næst- um því eirns miklu umróti og sjúkrabifreiðin hafði gex-t. Bíllinn ók fyrst fram hjá hliðinu, en Pinaud læknir, sem sat í aftur- sætinu, hallaði sér fram og sagði eitthvað við bílstjórann. Maðurinn ók lítinn spöl til baka og stað- næmdist framan við afleggjarann, þar sem hann vissi ekki hvort leyfilegt myndi að aka inn. Almenningssjúkrahúsið var fal- leg bygging frá 16. öld, með háu þaki, sem hafði breytt um lit þeg ar árin færðust yfir það, hvítum veggjum, stórum gluggum með litlum rúðum, og garði umgirtum háum vegg. Karlar í bláröndótt- um sjúkrahússfötum gengu hægt milli bekkjanna. Einn þeirra var með band um fótinn og gekk við staf, annar hafði bundið um höf- uðið og sá þriðji studdist við hvít klædda nunnu. Til hægðarauka var Francods fluttur beint á skui-ðstofuna. Le- vert læknir, sem hafði fengið boð símleiðis, stóð þar og beið með gúmmíhanzka á höndunum. Allt var tilbúið til að dæla upp úr maganum. Francois hafði einsett sér að kveinka sér ekki. Þrátt fyrir tvær morfínssprautur gat hann enn hugsað nokkuð skýrt. Hann fyrir varð sig fyrir að liggja þarna nak inn eins og lík fyrir augum ungra hjúkrunarkvennanna. Árangurs- laust reyndi hann að segja eitt- hvað róandi við Felix, sem var svo utan við sig að lækndx-inn hót- aði að vísa honum á dyr. Meðan hann lá þarna með aftur augun, kom hann fyrir sig litla bréfsnifsinu. Hann uppgötvaði það raunar einmitt þá. Hann var ekki lengur í sjúkrahúsinu, held- ur í garðinum á La Chataigneraie, þar sem gangstígirnir glóðu sem rauðir lækir í sólskininu og garð- borðið varpaði skugga á grasið. Milli skugga tveggja borðfóta lá samankuðlað bréfsnifsi. Hann hafði séð það. Á því var enginn vafi, úr því að hann gat kallað fram myndina nú. Þetta var eng- in ímyndun. Hvert hefði Bébé svo sem átt að setja bréfið þegar hún hafði hellt eitrinu í bollann hans? Hún hafði engan vasa á kjólnum og enga tösku hjá sér. Auðvitað hafði hún hnoðað bréfið saman í rölcum lófanum og látið það falla til jarðar, þar sem hún gerðd ekki ráð fyrir að nokkur mundi veita slíkum smáhlut athygli í trjágarð inum. Ef til vill var það þar enn? Eða hafði hún farið niður síðar sótt það og brennt? — Reynið að vera hreyfingar- lausir andartak. Hann bedt saman tönnunum, en ’ tókst ekki að halda niðri í sér I ópinu, sem hann iðraðist þó jafn- harðan, er hann heyrði Felix stynja hátt. — Er frú Donge heima? Hann var mjög langur og mjög SHÍItvarpiö MARKtlS Eftir Ed Dodd Laugardagur 23. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin“. 16,00 Veðurfregnir. Raddir fi'á Norðurlöndum; IV. 16.30 Endurtekið efni. 17,15 Skák- þáttur (Guðmundur Arnlaugsson) Tónleikar. 18,00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.30 Útvarpssaga barnanna: — „Ævintýri úr Eyjum“, eftir Nonna; IX. (Óskar Halldórsson kennari). 18,55 í kvöldrökkrinu: Tónleikar af plötum. Rússneskir söngvarar, einleikarar og hljóm- sveitir flytja músik frá heimalandi Isínu (segulband). 20,30 Leikrit: „Ættingjar og vinir" eftir St. John Ervine. — Leikstjóri og þýð andi: ÞorSteinn Ö. Stephensen. —- 22,10 Danslög (plötur). — 24,00 Dagskrárlok. Sunnudagur 24. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Kirkjubæ, félags- heimili Óháða safnaðarins í Rvík. (Prestur: Séra Emil Björnsson. Organleikaiú: Guðbjartur Eggerts son). 13,10 Sunnudagsei’indið: — Söguleg frásagnarhefð og mótun hennar (Björn Þoi'steinsson, sagn f ræðingur). 14,00 Miðdegistón- (leikar (plötur). 15,30 Kaffitíminn: j a) Óskar Cortes, Pétur Urban- j cic og Árni Isleifsson leika vinsæl j lög á fiðlu, selló og píanó. b) (16,00 Veðurfregnir). — Létt lög (plötur). 16,30 Á bókamarkaðn- um: Þáttur um nýjar bækur. 17,30 Barnatími (Baldur Pálmason). — 18,30 Miðaffanstónleikar: Lúðra- sveit Reykjavíkur leikur; Paul Pampichler stj. 20,20 Útvarps- hljómsveitin leikur Stjói'nandi. Hans-Joaohim Wunderlich. 20.50 Upplestur: Ljóð eftir Hannes Sigfússon (Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona). 21,00 Um helgina. — Umsjónarmenn: Páll Bergþórsson og Gestur Þor- grímsson. 22,05 Danslög: Sjöfn Sigurbjörnsdóttir kynnir plöturn- ar. 23,30 Dagskráilok. Mánudagur 25. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Staifið í sveitinni; II. Pétur Hjálmarsson ráðunautur). 18,30 Fornsögulestur fyrir böx-n (Helgi Hjörvar). 18,50 Lög leikin á-ýmis hljóðfæri (plöt- ur). 19,05 Þingfréttir. — Tónleik- ar. 20,30 Einsöngur: Guðmundur Jónsson syngur; Fritz Weiss- happel leikur undir á píanó. 20,50 Um daginn og veginn (Loftur Guðmundsson rithöfundur). 21,10 Enska skáldið William Blake, — erindi, upplestur og tónleikar: — Þóroddur Guðmundsson rithöfund ur talar um skáldið og Guðbjöi'g Þorbjarnardóttir leikkona les ljóð eftir Blake í þýðingu Þórodds. — Ennfremur syngur Uta Gi'af lög eftir George Antheil við kvæði úr flokknum „Songs of Experience" eftir William Blake; tónskáldið leikur undir á píanó. 22,10 — Úr heimi myndlistarinnar (Björn Th. Björnsson listfræðingur). 22,30 Kammertónleikar (plötur). 23,10 Dagskrárlok. 1) Meðan bangsinn eltir litla i — Líf mitt hefur verið tilgangs i 2) — Vermundur, sjáðu, hvað ivarta dýrið talar Vermundur við laust undanfarið, þangað til ég er þarna, hrópar Sirrí. Sirrí ' hittí þig. ' Þriðjudagur 26. nóvember: Fastir liðir eins og v. njulega. 18,30 Útvarjfssaga barnanna: — „Ævintýri úr Eyjum“ eftir Nonna; X. (Óskar Halldórsson kennari). 18,55 Framburðar- kennsla í dönsku. 19,05 Þingfrétt- ir. — Tónleikar. 20,25 Daglegt mál (Árni Böðvarsson). 20,30 Erindi: Orðlist og myndlist (Kristín Jóns- dóttir listmálari). 21,00 Tónleik- ar (plötur). 21,30 Útvarpssagan. „Bai'bara“ eftir Jörgen-Frantz Jacobsen; XXIII. (Jóhannes úr Kötlum). 22,10 „Þriðjudagsþátt- urinn". — Jónas Jónasson og 3) Sirrí tekur upp myndavélina Haukur Morthens hafa stjórn en Vermundur horfir hissa á dýr- 1 hans með höndum. — 23,10 Dag- ið. Það er þefdýr. * skrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.