Morgunblaðið - 24.11.1957, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.1957, Blaðsíða 4
4 MORGVISBT 4B1Ð Sunnudagur 24. nóv. 1057 í dag er 328. dagur ársins. Sunnudagur 24. nóvember. ÁrdegisflæSi kl. 6,51. SíSdegisflr^ði kl. 19,11. Slysavarðstofa Key'javíkur i Heilsuverndarstöðinni er opin all an sólarhringinn. Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. Sími 15030. NæturvörSur er í Reykjavíkur- apóteki, sími 11760. — Ennfremur eru Ly^jabúðin Iðunn, Ingólfs- apótek og Laugavegs-apótek opin daglega til kl. 7, nema á laugar- dögum til kl. 4. — Holts-apótek, Apótek Austurbæja. og Vesturbæj ar-apótek eru opin daglega til .1. 8, nema á laugardögum til kl. 4. Þrjú síðasttaiin apótek eru opin á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Garðs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20 nema á laugardögum 9—16 og á sunnu- dögum 13—16. Sími 34006. Kópavogs-apótek, Alfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20 nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Simi 23100. Sasnkomur Almennar samkomur Boðun fagnaSarerindisins Austurgötu 6, Hafnarfirði, á sunnudögum kl. 2 og 8. Z I O N Sunnudagaskólinn kl. 2 e.h. — Ahn. samkoma kl. 8,30 e.h. Hafn- arfjörður: Sunnudagaskóli kl. 10 f.h. Samkoma kl. 4 eftir hádegi. — Allir velkomnir. HeimatrúboS leikmanna. Hjálpræðisherinn Kl. 11: Helgunarsamkoma; kl. 14: Sunnudagaskóli: kl. 20,30: Hjálpræðissamkoma. Majór Svava Gísladóttir talar. — Mánudag kl. 16: Heimilasamband. Samkoma í Betaníu í dag kl. 5. — Bjarni og Þórður Jóhannessynir. Fíladelfía Vakningasamkoma kl. 8,30. — Allir velkomnir. Bræðraborgarstíg 34 Sunnudagaskóli kl. 1. Almenn samkoma kl. 8,30. Allir velkomn- ir. — Ti! sölu mjög lítið notuð, ný yfirfarin Speed-Queen strauvél af stærstu gerð (í borði). - Til sýnis á Laugateig 31, milli kl. 1 og 3 1 dag. HafnarfjarSar-apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laug- ardaga kl. 9—16 og 19—21. Helga daga kl. 13—16 og 19—21. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga kl. 9—21, laugardaga kl. 9—16 og helga daga frá 13— 16. — Næturlæknir er Björn Sig- urðsson. HafnarfjörSur: — Næturlæknir er Eiríkur Björnsson, sími 50235. Akureyri: — Næturvörður er í Akureyrar-apóteki, sími 1032. — Næturlæknir er Bjarni Rafnar. □ MÍMIR 595711257 = 2 □ EDDA 595711267 s 2 I.O.O.F. 3 13911258= 8% III ESMessur Kaþólska kirkjan: — Lágmessa kl. 8,30 árdegis. — Hámessa og prédikun kl. 10 árdegis. Langholtsprestakall: — Barna- samkoma í Laugarásbíói kl. 10,30. Messa í Laugarneskirkju kl. 5. — Séra Árelíus Níelsson. Innri-NjarSvíkurkirkja: Barna- guðsþjónusta kl. 11 árdegis;. Keflavíkurkirkja: — Messað kl. 5 síódegis. Séra Björn Jónsson. • Gengið • Gullverð ísl. krónu: 100 gullkr. — 738,95 pappírskr. Sölugengi 1 Sterlingspund .... kr. 45,70 I Bandaríkjadollar..— 16,32 1 Kanadadollar .... — 16,86 100 danskar kr......— 236,30 100 norskar kr......— 228,50 100 sænskar kr......—315,50 100 finnsk mörk .... — 5,10 1000 franskir frankar .. — 38,86 100 belgiskir frankar.. — 32,90 100 svissn. frankar .. — 376,00 100 Gyllini .........— 431,10 100 tékkneskar kr. .. — 226,67 100 vestur-þýzk mörk — 391,30 1000 Lírur ...........— 26,02 lE^ Brúökaup í dag verða gefin saman í hjóna band ungirú Hulda Sigurðardótt- ir frá Fagurhóli, Sandgerði og Eiður Árnason frá Akranesi. — Heimili þeirra verður að Ásvaila- götu 5, Reykjavík. í gær voru gefin saman í hjóna band af séra Jakobi Jónssyni Guðrún Jónsdóttir, Stigahlið 6, og Hinrik Haraldsson frá Skaga- strönd, s. st. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Þórdís Krist- insdóttir, Öngulsstöðum, Eyja- firði og Kristinn Óskars-son, Rauðumýri 6, Akureyri. Heimili þeirra verður að Rauðumýri 6. Ennfremur ungfrú Margrrt Tilboð óskasf í fólksbifreið, Pickup og vörubifreiðar er verða til sýnis þriðjudaginn 26. þ.m. kl. 1—3 að Skúlatúni 4. — Tilboðin verða opuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Nauðsynlegt er að taka fram símanúmer í tilboði. Sölunefnd varnarliðseigna. Þessi mynd er af einu málverka Sigfúsar Halldórssonar, sem verið hafa til sýnis í sýningarsal Bókabúðar Keflavíkur undan- farið. Heitir hún „Bátur í nausti". Fjöldi fólks hefur skoðað sýninguna og margar myndir selzt. Svanhvít Jónsdóttir og Jónas Þór Anton Erlendsson, verkamaður. Heimili þeirra verður að Gránu- félagsgötu 53, Akureyri. Hjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Margrét Gunnlaugs- dóttir, Grenimel 3 og Gísli Theo- dórsson, Hjarðarhaga 56. m Skipin Skipaúlgerð ríkisins: Hekla er á Vestfjörðum á norðurleið. Esja er á Austfjörðuan á norðurleið. Herðubreið og Skjaldbreið eru í Reykjayík. Þyrill.er í Karlshamn. Skaftfellingur fer frá Reykjavík á þriðjudaginnn til Vestmanna- eyja. 5 mínúfna krossgáfa 18 Skýringar. Lárétt: — 1 leita f jár — 6 fæða — 8 svei — 10 fugl — 12 púkar — 14 band — 15 samhljóðar — 16 mann — 18 byggðar. Lóðrétt: — 2 tala — 3 verk- færi — 4 gang — 5 vindur — 7 sorg — 9 fótabúnað — 11 veinar — 13 að endingu — 16 forfaðir — 17 bardagi. . Flugvélar Loflleiðir li.f.: — Saga kom í morgun kl. 07,00 frá New York. Fór til Osló, Gautaborgar, Kaup- mannahafnar kl. 08,30. Einnig Bátur óskast 15—30 tonn. Upr lýsingar um aldur, stærð og skilmála sendist Mbl., fyrir 10. des., merkt: „Bátur — 3379“. er væntanleg Hekla kl. 18,30 frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Osló. Fer kl. 20,00 til New York. jgjFélagsstörf Kvenfélag Kópavogs heidur fé- lagsfund í barnaskólanum við Digranesveg, þriðjudaginn 26. nóv. n.k. kl. 8,30. Dagskrá: Ýmis félagsmál, og skuggamyndasýn- ing — Sjálfstæðiskvennafélagið Vor- boðinn heldur fund mánudaginn 25 nóv., í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði kl. 8,30. Flutt verður erindi. Félagskonur eru beðnar að mæta vel og stundvíslega. Borgarafundur. ■— Stórstúka íslands og Þingstúka Reykjavíkur gangast fyrir borgarafundi í Góð- templarahúsinu annað kvöld, mánudag kl. 8,30 stundvíslega. — Rætt verður um þingsályktunar- tillögu þá, sem nú liggur fyrir Al- þingi, um afnám áfengisveitinga í veizlum ríkisins og stofnunum þess. — Frá Ljóstæknifélagi íslands: — Fundur verður haldinn annað kvöld kl. 8,30 í Tjarnarkaffi, uppi. Umræðuefni: „Umferðarlýsing“. ASalfundur Hins ísle iv.ka Bihlíu félags fer fram í Dómkirkjunni í dag, að loldnni síðdegismessu, þar seon séra Óskar J. Þorláksson messar, Guðmundur Jónsson syng ur einsöng og Sigurður ísólfsson leikur undir. K.F.U.M. og K., Hafnarfirði: — Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30. Bjarni Eyjólfsson, ritstjóri talar. Ymislegt OrS lífsins: — Og eimhversstað- ar vitnaði maður og sagði: Hvað er maðwr, að þú minnist hans ? Eða manns-sonur, að þú vitjir hans? Litlu einu hefur þú gert hann engl unum lægri. Þú hefwr krýnt hunn vegsemd og heiðri. (Hebr. 2, 6-7). Hlíf í Hafnarfirði heldur mál- funda- og fræðslukvöld fyrir fé- lagsmenn sína annað kvöld kl. 8,30 ★ Sniðgangið þá, sem freista yð- ar með áfengi. Umgangist sem mest bindindissamt fólk. — Um- dæmisstúkan. Söfn Þjóðminjasafnið er opið sunnu- daga kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtu daga og laugardaga kl. 1—3. Listasafn Einars Jónssonar verð ur opið 1. október—15. des, á mið- FERDIIN! Vinattan er óútreiknanieg vikudögum og sunnudögum kl. 1,30 —3,30. Listasafn ríkisins. Opið þriðju- daga, fimmtudaga, laugardaga kl. 1—3 og sunnudaga kl. 1—4. Náttúrug'ripasafnið: — Opið á sunnudögum kl. 13,30—15, þriðju dögum og fimmtudögum kl. 14— 15. Bæjarbókasatn Reykjavíkur, Þingholtsstræti 29A, sími 12808. Útlán opið virka daga kl. 2—10, laugardaga 2 —7 Lesstofa opm kl. 10—12 og 1—10, laugardaga 10—12 og 1—7. Sunnudaga, útlán opið kl. 5—7. Lesstofan kl. 2—7 Útibú, Hólmgarði 34, opið mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 5—7. — Hofsvallagötu 16, op- ið virka daga nema laugardaga, kl. 6—7. — Efstasundi 26, opið mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 5—7. Læknar fjarverandi Garðar Guðjónsson, óákveðið. — Stg.: Jón Hj. Gunnlaugsson, Hverfisgötu 50. Spurning dagsins „TELUR ÞÚ æskilegt, að hætt verði vmveitingum á vegum hins opinbera?“. Valgerður Stefánsdóttir, hús- frú, 34 ára: „Ef góða veizlu gjöra skal — þá er hið bezta ekki of gott. En hugsið ykk- ur vatnsglös á veizluborði’ Hitt er annað mál, að tak- marka mætti guðaveigarnar úr því fó'lk virðist ekki geta haft vit fyrir sér sjálft“. Bolli Gústafsson, stud. theol. frá Akureyri, 22 ára: „Flest- um íslending- um er það ljóst, að drykkju- skapur er þjóð arböl og sjúk- dómur, sem erfitt er að uppræta. Hér er þörf mikillar siðabótar. Og er þá ekki heillavænlegast að hún komi „ofan frá“? Stjórnar- völdin mundu og gefa gott sparn aðarfordæmi. í Orðskviðum Salo mons konungs segir: Vínið er spottari, sterkur drykkur er glaumsamur og hver sá, er drukk inn reikar, er óvitur. Guðmundur Jónsson, óperu- söngvari, 37 ára: „Það væri óttalega leið- inlegt að sjá hóp af dipló- mötum sitja veizlu og lepja þar límonaði allt kvöldið. Ó— kunnugir gætu væru eitthvað lasnir. Þetta gæti blátt áfram komið óorði á stéttina. Auk þess er hætta á að vesalings fólkið fengi króniskan ropa. Hinu má svo hvorugu gleyma, að þetta kostar ríkið hreint ekki neitt, því að sennilega er áfengi ódýr- ara í heildsölu en límonaði — og svo ber fyrirmönnum þjóðarinn- ar skylda til að vera til fyrir- myndar og fá sér einn lítinn við hátíðleg tækifæri. Ég sé enga á- stæðu til að vera sí og æ að blanda saman í umræðum um þessi mál ofdrykkjumönnum og opinberum starfsmönnum. Það þarf ekki endilega að fara sam- an“. haldið að þeir Ingi R. Jóhannsson, skákmað- ur, 21 árs: „Ég tel ekki að hætta beri vín veitingum í veizlum hins opinbera með öllu, en hins vegar mætti draga úr þeim — og takmarka þær þá við létt vín“. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.