Morgunblaðið - 24.11.1957, Page 2

Morgunblaðið - 24.11.1957, Page 2
2 MORGUNBL4ÐIL Sunnudagur 24. nóv. 195T Hverjir voru „aðþrengdir "? EINS og skýrt var frá hér í blað- inu í fyrradag neitaði bæjarstjórn að hlusta á Þórð Björnsson, bæj- arfulltrúa Framsóknar, og lauk fundinum með því. Þegar þetta gerðist var komið miðnætti og Þórður var nýlega byrjaður að halda eina af sínum margorðu ræðum. En fundarsköp bæjar- stjórnar mæli svo fyrir, að ekki megi halda áfram fundi eftir það, nema leitað sé afbrigða. Sam- kvæmt þessu leitaði forseti bæj- arstjórnar, frú Auður Auðuns, eftir heimild fundarins, til að Þórður fengi að halda áfram en þá brá svo við að ekki einn ein- asti bæjarfulltrúi — nema Þórð- ur sjálfur — fékkst til að veita afbrigðin. Með því lauk ræðu Þórðar og þar með fundinum. Tíminn segir í gær að borgar- stjórinn hafi verið orðinn svo að- þrengdur af ofurmagni mælsk- unnar hjá Þórði að hann hafi „látið slíta umræðum" og „stöðv að fundinn"! Vafalaust hefur Þórður sjálfur samið þessa Tíma- klausu, því engum lifandi manni öðrum hefði getað dottið í hug slík fjarstæða. Samherjarnir gáfust upp Málinu er nefnilega þannig far ið, að allir bæjarfulltrúar, jafnt úr meirihluta sem minnihluta, fyrir löngu dauðleiðir orðnir á ræðuhöldum Þórðar, enda fékkst heldur enginn af samherjum hans í minnihlutanum til að sam þykkja að Þórður fengi að halda áfram á fimmtudagskvöldið. Það voru ekki síður samherjar Þórð- ar en aðrir bæjarfulltrúar, sem ekki vildu láta þau ósköp yfir sig ganga að sitja undir málæði Þórðar fram á nótt. Nú mætti ætla að samherjar Þórðar vildu veita honum alla þá útrás í ræðu- höldum, sem hann þarfnast, en það er öðru nær. Samherjarnir eru orðnir svo „aðþrengdir“ af ræðuvaðli Þórðar, að þeir hafa ekki vilja og sennilega ekki mátt- inn heldur, til að rétta upp hönd- ina í því skyni að leyfa honum að þruma fram á rauða nótt. Þess má gta að næstsíðasti bæjarstjórnarfundur stóð til kl. 4 að nóttu og áttu ræður Þórðar mestan þátt í því, svo ekki sé meira sagt. í mörg ár hefur það ekki komið fyrir, að fundir bæj- arstjómar stæðu fram yfir mið- nætti, nema þegar fjárhagsáætl- unin er rædd og svo á næstsíðasta fundi, þegar Þórður lék lausum hala, eins og áður er sagt. Það mun hafa verið með for- dæmið frá næstsíðasta fundinum í huga, sem samherjarnir í minni hlutanum voru svo óðfúsir að „skrúfa fyrir“ Þórð á fimmtudags kvöldið var. Ævisaga Sigurðar Ingjalds- sonar frá Balaskarði „...munnleg frdsögn, færð í letur umbúða- laust og laus við allar lærdómstikíúrur...” KOMIN er út hjá Bókfellsút- gáfunni önnur útgáfa af Ævisögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Bala- skarði, rituð af honum sjálfum. Sigurður Ingjaldsson er fædd- ur að Ríp í Skagafirði 1845, yngst ur tíu systkina. Sex ára gamall fluttist hann með foreldrum sín- um vestur að Balaskarði í Lax- árdal í Húnavatnssýslu. Þar ólst hann upp og við þann stað kenndi hann sig jafnan síðan. „Sigurður sýndi snemma að hann var greindur vel og hefði sjálfsagt orðið lærdómsmaður, ef hann hefði verið til mennta sett- ur“, segir Freysteinn Gunnarsson, skólastjóri, í formála að þessari útgáfu. „Þegar hann var fermd- ur, bauðst sóknarpresturinn til þess að kenna honum undir skóla og eggjaði föður hans mjög að setja hann til mennta. Faðir hans tók því þegjandi, og var síðan aldrei á það minnzt. Menntunar naut Sigurður því engrar nema þeirrar, sem hann aflaði sér sjálfur. Bókakostur var lítill, en strangur skóli lífsins kenndi hon- um margt, sem ekki verður af bókum lært. Sjósókn, ferðalög, búskapur og smíðar urðu ævi- starf hans“. Sigurður var kominn hátt á sjötugsaldur, þegar hann samdi ævisögu sína, en það gerði hann að Gimli í Kanada, en vestur um haf fluttist hann ásamt konu sinni 1887. Fyrsta bindi ævisögunnar kom út 1913 og annað bindið árið eft- ir. Ævisagan var gefin út í Reykjavík og sá séra Sigurbjörn Á. Gíslason um útgáfuna. f formála sínum segir Frey- steinn Gunnarsson m.a.: „Þrennt veit ég um, sem að var fundið, þegar bók Sigurðar kom út. í fyrsta lagi að hann færi ekki alstaðar með rétt mál. Ekki er mér þó kunnugt um nein rök fyrir því, og ber hann þá að- dróttun rösklega af sér í formála fyrir öðru bindi. í öðru lagi þóttu sumum löndum hans vestra hann ganga óþarflega langt í því að lýsa kotungsskapnum hér heima á íslandi. En það er nú einmitt einn höfuðkostur bókarinnar, hvað hún er full af fróðleik um vinnubrögð, ferðalög og daglegt líf alþýðumanna hér á landi á síðari hluta 19 aldar. Virðast þær lýsingar alveg sannar og ófegrað- ar. Þá finnst loks sumum, að Sigurður væri helzt til raupsam- Sigurður Ingjaldsson ur um sjálfan sig. Og satt er þftð, að hann er víða alldrjúgur yfir heppni sinni, dugnaði og dirfsku, en varla er það til lýta, fremur til skemmtunar lesandanum. Og þó að hann láti vel yfir sér, gleymir hann aldrei að gefa guði dýrðina." „Málið á bókinni er létt og lipurt og einfalt alþýðumál, alveg eins og það hefir verið talað. Við lestur bókarinnar finnst manni oft, að Sigurður sitji við hlið- ina á manni og segi frá. Þetta er munnleg frásögn, færð í let- ur umbúðalaust og laus við allar lærdómstiktúrur. Barnslegur ein- faldleiki og óbifanlegt traust á æðri máttarvöldum eru sterkustu þættirnir í þessari lífssögu hins íslenzka alþýðumanns“. Bókin er í stóru broti, vönduð að frágangi og í henni fjöldi gam- alla mynda. Stjórnmála- námskeið Heimdallar NÆSTI fundur stjórnmálanám- skeiðs Heimdallar verður kl. 8.30 á þriðjudagskvöldið í Val- höll. Þá mun Magnús Óskarsson, lögfræðingur, tala um fundar stjórn og fundarsköp. Á eftir verður sýnd kvikmynd. öllum ungum Sjálfstæðis- mönnum er neimil þátttaka og geta nýir þátttakendur enn bætzt í hópinn. Skák fyrir Heim- dellinga BALDUR Möller, skákmeistari skýrir skákir frá svæðakeppninni í HoIIandi fyrir Heimdellinga i Valhöll við Suðurgötu kl. 2 í dag. Frá Sjálfstœðisfélögunum á Akranesi: Fundur um bæjarmál Akraness SJALFSTÆÐISFÉLöGIN á Akranesi efna til almenns fundar um bæjarmálin í dag, sunnudaginn 24. nóvember, kl. 4 e. h. að Hótel Akranesi. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna hafa framsögu, en síðan eru frjálsar umræður. Aðalfundur Þórs verður haldinn mánudaginn 25. nóvember kl. 8,30 að Hótel Akra- resi. Nýir félagar geta gengið í félagið á fundinum. Spilakvöld Sjálfstæðisfélögin á Akranesi halda spilakvöld nk. sunnudag kl. 3,30 e. h. að Hótel Akranesi. Hefst þá 5 kvölda keppni, og er nauð synlegt að þátttakendur séu með frá upphafi. Auk þess eru sérstök verðlaun veitt hvert kvöld. Allir eru velkomnir á spilakvöldið. Hlutavelta Sjálfstœðis- félaganna í Hafnarfirði SJÁLFSTÆHISFÉLÖGIN í Hafnarfirði halda hlutaveltu í Sjálf- stæðishúsinu þar í bænum í dag. Hlutaveltan hefst kl. 4 síðdegis. Þar verður mikill f jöldi góðra muna, — en engin núll og engir happ- drættisseðlar. Þess er vænzt, að Hafnfirðingar fjölmenni í Sjálf- stæðishúsið í dag. Alits sálfræðinga leitað áður en dómur gengur Úrskurður Hæstaréttar í máli út af tveim börnum Frá því á sl. vori hefir verið á döf inni mál, sem reis út af því, hver skuli hafa yfirráðarétt yfir tveim óskilgetaum börnum, sem hér eru. Móðir þeirra lézt í maí mánuði 1956. Foreldrar hinnar látnu konu hafa látið gera kröfu um það að börnin verði afhent og flutt til Þýzkalands. Aðilar í máli þessu eru barna- verndarnefnd í bænum Eckern- förde Slesvig-Holstein í Vestur- Þýzkalandi, Sveinbjörn Þorsteins son kennari, frú Sigríður Sig- urjónsdóttir og Bjarni Þorsteins- son bóndi að Hurðarbaki. Þegar móðir barnanna, drengs og stúlku, lézt, hlutu þau bæði þýzkt ríkisfang þar eð þau voru óskilgetin börn Sveinbjörns, en móðir þeirra þýzkur ríkisborgari. Að undirlagi foreldra hinnar látnu konu, en þau eru búsett í Slesvig-Holstein, gerði barna- verndarnefndin i bænum Eckern förde kröfu til þess að börnin yrðu látin af hendi og þau flutt til Þýzkalands. Faðir barnanna, en þau voru á framfæri hans og bróður hans, Bjarna og frú Sigríðar að Hurð- arbaki, neitaði að afhenda börn- in. Kom málið fyrir Bæjarþing Reykjavíkur og var þar úrskurð- að að faðir barnanna var skyld- aður til þess að láta þau af hendi. Málinu var nú skotið til Hæsta- réttar. Þar sem það var sótt og varið munnlega síðastliðinn mið- vikudag af þeim Gústaf A. Sveins syni hrl., sem flytur málið fyrir hina þýzku barnaverndarnefnd og Magnúsi Thorlacius, sem flyt- ur málið fyrir þau Sveinbjörn Þorsteinsson, frú Sigríði Sigur- jónsdóttur og Bjarna Þorsteins- son. Hæstiréttur kvað ekki upp neinn dóm í málinu á þessu stigi, heldur aðeins úrskurð, þar sem segir m. a.: Áður en dómur gengur í máli þessu í Hæstarétti, þykir rétt samkvæmt 120. gr. laga nr. 85/ 1936, að gefa aðiljum kost á að afla eftirtalinna gagna: 1. Afla álits tveggja dóm- kvaddra sérkunnáttumanna í sál- fræði og uppeldisfræði um það, hvort ástæða sé til þess að ætla, að afhending sú og flutningur úr landi, sem krafizt er af hálfu aðaláfrýjanda á börnum þeim, er í málinu greinir, muni hafa skað- leg áhrif á sálarlíf barnanna. 2. Að leggja álitsgerð hinna dómkvöddu manna fyrir barna- Framh. á bls. 23 Geðverndarsfarfsemi verður fekin upp í Heilsuverndar- stöðinni á næsfa ári Einnig er rætt nm sjénvernd, vernd gegn atvinnusjiikdómum o. fl. Á FUNDI bæjarstjórnar á fimmtu dagskvöld ræddi dr. Sigurður Sigurðsson um þær ráðagerðir, sem nú eru uppi um aukningu á starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Dr. Sigurður sagði m.a.: Sjónvernd Umræður og athuganir varð- andi sjónvernd hafa alllengi farið fram í samvinnu við augnlækna í bænum. Hefur verið rætt um að gera í Heilsuverndarstöðinni at- huganir á sjónskekkju hjá ungum börnum. Er hún tiltölulega al- geng og getur orsakað blindu, sem oftast verður á öðru auga. Heilsu- verndarstöðin gæti á tiltölulega auðveldan hátt tekið upp þessa starfsemi, þar sem komið er með mjög mörg ungbörn í stöðina í öðrum erindum. Þá hefur verið rætt um varnir gegn glákublindu, og hafa for- ystumenn Blindravinafélagsins átt þátt í þeim viðræðum. Sjúk- dómur þessi gerir aðallega vart við sig hjá eldra fólki, og er nú talið, að hann sé ættgengur. Ráð- stafanir til varnar gegn honum yrðu að fara þannig fram, að rannsakað væri aldrað fólk og fólki úr ættum, þar sem blindan hefur komið fyrir. Ekki er ákveð ið, hvað gert verður í þessu máli, þar sem skoðanir augnlækna eru nokkuð skiptar um, hvaða gagn yrði af starfsemi af þessu tagi. Mun ekki vera mikið um hana í öðrum löndum, en þess er þó að geta, að sjúkdómurinn er sérstak- lega algengur hér á landi. Þá hefur nokkuð verið gert nú þegar varðandi leiðbeiningar um ljósaútbúnað í skólum og öllum skólalæknum í bænum ritað um málið í samráði við skólayfir- lækni. Ljósaútbúnaður í skólum og á vinnustöðum er mál, sem ýmsa aðila varðar, og hafa fyrir nokkru verið stofnuð samtök til að vinna að bættri skipan á þessu sviði. Geðvernd Þá hefur stjórn Heilsuverndar- stöðvarinnar um langt skeið haft til athugunar, hvað unnt væri að gera til að koma á fót geðverndarstarfsemi í stöðinni. Enn hefur ekki þótt fært að taka upp starfsemi á þessu sviði, aðal- lega af þeim ástæðum, að starfs- lið hefur ekki fengizt. Um 2 ár eru liðin síðan málið var rætt ýtarlega við lækna og sálfræð- inga, og er þess að vænta, að geð- verndarstarf í þágu ungra barna verði tekið upp á næsta ári. Ung- ur maður, Sigurjón Björnsson, er nú erlendis til að búa sig undir störf á þessu sviði. Ýmis önnur starfsemi Þá hefur verið rætt um að taka upp starfsemi til heilsuverndar á ýmsum öðrum sviðum. Nú þeg- ar hefur verið óskað eftir fé til að vinna að vörnum gegn atvinnu sjúkdómum, og að öðru leyti er stefnt að því að hefja frekari starfsemi, eftir því sem fé og starfslið fæst. Nýlega hefur verið reynt að greiða fyrir starfsemi Krabbameinsfélags Reykjavíkur, sem stendur fyrir umfangsmikilli leit að krabbameinssjúklingum. ★ Ræðu sína flutti dr. Sigurður í tilefni af því, að Alfreð Gísla- son hafði borið fram tillögu um, að bæjarstjórn beindi því til stjórnarnefndar Heilsuverndar- stöðvarinnar, hvort tímabært væri að auka starfsemi stöðvar- nnar og taka upp sjónverndar- og gerverndarstarf. Er bæjarstjórn- in hafði fengið fyrrgreindar upp- lýsingar frá dr. Sigurði, þótti ekki ástæða til að samþykkja tillögu Alfreðs, og var hún afgreidd með rökstuddri dagskrá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.