Morgunblaðið - 16.12.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.12.1956, Blaðsíða 12
MORGTJISBLAÐIÐ Stmmidagur 16. des. 1956 13 JWtfpiitMaM Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjöri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Askriftargjaid kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Ræða utanríkisráðhenans GUÐMUNDUR í. Guðmundsson utanríkisráðherra flutti í fyrra- dag ræðu í tilefni ráðherrafundar Atlantshafsbandalagsins í París. í sambandi við þá ræðu eru nokk- ur atriði sem vert er að drepa á, því ekki er allt nægilega ljóst um afstöðu okkar til bandalagsins en það er ekki unnt að segja, að ræð- an hafi verið til nógu mikillar skýringar í því efni. Gálgafrestur eða annað meira? Ráðherrann lagði á það áherzlu, að hann hefði komizt að því í einkasamtölum við fundarmenn, að þeir hefðu verið ánægðir með hið nýja samkomulag við Banda- ríkjamenn og teldu að „samstarf fslands við NATO-þjóðirnar og bandalagið sjálft, stæði nú á traustum, fullnægjandi grund- velli“. En nú er spurningin. Má treysta þessu? Sú spurning er ekki ástæðulaus því þess er skammt að minnast að ráðherrar stærsta stuðningsflokks stjórnar- inar, kommúnista, töldu að samningsgerðin við Bandaríkja- menn þýddi ekki annað en að frestað yrði um stuttan tíma, að gerð yrði gangskör að þvi að varnarliðið hyrfi úr landinu. Endurskoðun varnarsáttmálaus í þeim tilgangi að lcoma varnar- liðinu burt, hefði aðeins verið slegið á frest en ekki fallið frá henni. Ennfremur hélt annar ráð- herra sama flokks því fram, að þennan frest mætti ekki nota til að treysta varnirnar hér með nýjum framkvæmdum. Blað for- sætisráðherrans, Tíminn, talaði einnig um frestun endurskoðunar. Af ummælum tveggja aðalstjórn- arblaðanna varð ekki annað skil- ið en að hér væri um eins konar gálgafrest að ræða fyrir Atlants- hafsbandalagið því núverandi að- staða þess hér á landi byggðist einungis á því, sem kallað var frestun. En svo þegar utanríkis- ráðherrann hefur það eftir öðrum ráðherrum Atlantshafsbandalags- ins að samstarf íslands við banda- lagið standi á „traustum, full- nægjandi grundvelli“, þá mætti ætla að þeir hafi ekki litið svo á, sem hér væri um stundarfrest að ræða heldur ástand, sem standa ætti meðan þeir teldu þörf á. Utanríkisráðherrann segir okkur í ræðunni hvað aðrir fundar- menn hafi sagt við hann, en læt- ur ósagt hvað hann hafi sagt við þá um framtíðarafstöðu . Islands. Þess vegna er ekki vitað hvermg hann hefur túlkað afstöðu íslands en eftir þeim ummælum, sem hann hefur eftir ráðherrunum er ljóst að þeir hafa ekki litið svo á, að tjaldað væri til einnar næt- ur um áframhaldandi varnir landsins. Fer þá talið um „frest- unina“ hér heima að verða mark- lítið og fá á sig blekkingarsvip. Kemur hér fram, eins og stundum fyrr, að túlkað er með tvennum hætti, um hvað samið hafi verið í Reykjavík nú fyrir skemmstu. í álitsgerð ráðs Atlantshafs- bandalagsins frá 3. ágúst s. 1. var farið sterkum orðum um nauð- syn hervarna hér á landi fyrir bandalagið. Því var þar slegið föstu að fsland hafi „grundvallar- þýðingu í vörnum þessara landa“ (þ. e. landa innan Atlantshafs- bandalagsins) og öryggi ríkjanna væri „alvarlega ógnað“ ef varn- araðstaða væri ekki hér. Þess vegna var óskað eftir að varnar- samningurinn við Bandaríkin fengi að gilda áfram til trygg- ingar „styrkleika hinna sameig- inlegu varna“. Ráðið notar hér sterk orð og það óskar sannar- lega ekki eftir neinum gálgafresti í formi skammvinnrar frestunar eða að hendur þess verði bundn- ar meira en áður um að efla hér varnir eftir því sem það telur nauðsynlegt. Og þegar litið er á ummæli utanríkisráðherrans um ánægju bandalagsfulltrúanna í París nú, verður ekki annað séð en að þeir hafi talið, að íslend- ingar hafi gengið inn á þessi sjónarmið. Spurning, sem bíðvir svars Svo er annað atriði, sem kallar á skýringu ráðherrans og er eitt af því, sem hann raunar ekki fékkst til að svara á Alþingi á dögunum. Eftir samningsgerðina síðustu við Bandaríkin hefur það komið skýrt í ljós að heimsblöðin líta svo á, að íslendingar þurfi ekki lengur að ráðgast við Atlants hafsbandalagið, áður en þeir segja varnarsamningnum upp. Þó að við séum að vísu einráðir um það hvenær við segjum upp er þó samráð við bandalagið áður en slíkt skref er tekið, mikilsverður þáttur í samstöðu okkar við það. Því hefur ekki fengizt svarað af hálfu utanríkisráðherrans, hvort heimsblöðin hafi rétt fyrir sér í þessu efni eða ekki. En væri sve að skyldan til slíks samráðs sé nú fallin burt, ber þá að skilja ummæli ráðherrans urr „full- nægjandi traust“ samstarf íslands við bandalagið svo, að þeir sætti sig við að ísland geti gengið fram hjá því ef um uppsögn er að ræða? Það er ótrúlegt, þegar litið er til álitsgerðar bandalagsins, sem vikið er að hér að ofan. En fyrr en utanríkisráðherrann fæst til að svara sjálfsögðum spurn- ingum um efnislegt innihald sam- komulagsins við Bandaríkjamenn fæst ekki afdráttarlaus vitneskja um hvað sé hið rétta. Óneitanlegt er að mikið hefur áunnizt er stjórnarfl. hafa fallið frá þeirri ákvörðun að gera landið varnarlaust, en þó það sé góðra gjalda vert leysir það þó ekki ráðherrann undan þeirri skyldu að skýra til fullnustu fyrir þjóðinni hvert sé raunverulegt efni þeirra óljósu samninga, sem gerðir voru í Reykjavík á dögun- um. UTAN UR HEIMI Si/ivir&Llecj óóhammj^eilni l^v Secýjct LctnclctríóLci ílilith aóóa: un t mct í(- ejni (epfjríLjctnnu Itcijct uci idé í síðustu viku var Ung- verjalandsmálið enn rætt á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Var þar afgreidd á- lykturiartillaga nokkurra lýð- ræðisríkja þar sem kveðið var svo á um, að samtökin for- dæmdu brot Rússa á stofnskrá Sameinuðu þjóðanna vegna í- hlutunar þeirra í málefni Ung- verja. í ályktunartillögunni sagði nánar tiltekið, að Rússar hefðu með framferði sínu í hfóÁbaéi E r forseti Allsherjar- þingsins kunngerði orðsend- inguna, urðu fulltrúar lýðræð- isríkjanna furðu lostnir, því að staðhæfingar rússneska ráðherrans bera ljósan vott um það hvað ósvífni Rússa er taumlaus og hvað staðreynda- fölsun liggur þeim í léttu rúmi. tnu um íhlutun í málefni Austur- Evrópuþjóðanna. Óskamm- feilni Rússa væri svívirðileg, sagði Lodge, því að engum blandaðist hugur um það hver væri að verki í Ungverjalandi. Hi Lin fyrri ályktunartil- laga um vítur á Rússa var borin undir atkvæði á fimmtu- daginn — og var hún sam- þykkt með 55 atkvæðum gegn 8, en 13 ríki sátu hjá. Einu ríkin, sem atkvæði greiddu gegn álykttinartillögunni voru Rússar og leppríki þeirra. Þau ríki, sem hjá sátu, voru Júgó- slavía, Afghanistan, Cambodia, Egyptaland, Finnland, Ind- land, Indónesia, Jórdania, Marokko, Saudi-Arabía, Súd- an, Sýrland og Yemen. Me Svo sem kunnugt er gekk fulltrúi ungversku leppstjórnarinnar á Allsherjarþinginu af fundi í mótmælaskyni við þá ákvörðun þingsins, að Ungverjalandsmálin skyldu rædd. Fulltrúar bomm- únistaríkjanna nefndu það „íhlutun í innanrikismál Ungverjalands“. Ungverski aðalfullírúinn var Horvath, utanríkisráðherra í stjórn Kadars, og voru þeir Thor Thors, fulltrúi íslands á þinginu, sessu- nautar í þingsalnum. Mynd þessi birtist í bandarísku blaði, og er tekin eftir að Ungverjinn gekk úr salnum. Thor Thors horfir hugsandi á autt sæti kommúnistans. Þegar Horvath var horfinn út um dyrnar, stóð bandaríski fulltrúinn upp og sagði, að nú væri cinum kommúnistaleppnum færra — og það mundi verða mikill tímasparnaður og flýta störfum þingsins, ef fulltníar hinna rúss- nesku leppríkjanna færu að dæmi Ungverjans. Ungverjalandi svipt Ungverja land frelsi og sjálfstæði og ungversku þjóðina grundvall- arréttindum hennar. E, I r taka átti tillöguna til umræðu hinn 11 þ.m., barst forseta þingsins skriíleg orð- sending frá rússneska aðstoðar utanríkisráðherranum Vassili Kuznetsov. Fór hann þess þar á leit, að þingið ræddi það, sem hann kallaði „íhiutun Bandaríkjanna í málefni al- þýðulýðveldanna og mold- vörpustarfsemi þeirra í lönd- um þessum“. í stuttri greinar- gerð, sem fylgdi með tilmæl- um Rússans, sagði, að Banda- ríkin hefðu gert .sig sek um fjandsamlegar aðgerðir gagn- vart Albaniu, Búlgariu, Ung- verjalandi, Póllandi, Rúmemu, Tékkóslóvakíu og Rússlandi. Allar aðgerðir Bandaríkjanna væru miðaðar að því, að grafa undan stjórnskipulaginu „sem þjóðir þessar hafa valið sér af frjálsum vilja“ — segir í orð- sendingunni. Skýrskotar rúss- neski aðstoðarutanríkisráð- herrann sérstaklega til atburð- anna í Ungverjalandi — og kennir Bandaríkjamonnum öll skakkaföll, sem ungverska þjóðin hefur orðið fyrir Bandaríski fulltrúinn á Alls- herjarþinginu, Henry Cabot Lodge, vék lítillega að rúss- nesku orðsendingunni í ræðu sinni. Var hann stuttorður og sagði, að staðreyndirnar töluðu sinu eigin máli, heimurinn vissi hver hefði gerzt sekur leginefni ályktunar- innar var — sem fyrr greinir vítur á Rússa vegna brots þeirra á stofnskrá S.Þ. með hinni vopnuðu íhlutun í mál- efni Ungverja. Auk þess seg- ir þar, að augljóst sé, að yfir- gnæfandi meirihluti ung- versku þjóðarinnar hafi kraf- izt þess, að rússneski herinn færi úr landi þegar í stað. Var það harmað, að ekkert svar hefði enn borizt við síðustu beiðni Sameinuðu þjóðanna um að fá að senda nefnd til Ungverjalands til þess að kynna sér ástandið þar. Enn einu sinni var skorað á Rússa að hætta blóðsúthellingum í landinu og undirbúa þegar í stað brottflutning rússneska hersins úr landinu — undir yfirumsjón Sameinuðu þjóð- anna. Þess var að lokum farið á leit við framkvæmda- stjóra samtakanna, Dag Hamm arskjöld, að hann beitti öll- um tiltækum ráðum til þess að leysa vandamál þetta og koma ungversku þjóðinni til hjálp- ar — en allar tilraunir, sem miðað hafa að því, hafa hing- að til orðið til einskis. SamsÖngur Fóstbrœðra Karlakórinn „Fóstbræður“ hef ur haldið þrjár söngskemmtanir í Austurbæjarbíói, á þriðjudag, rntövikudag og rimmtudag. Undirritaður hlustaði á kórinn á miðvikudagskvöldið. Söngur- inn var hinn prýðilegasti í alla staði; fágaður og smekklegur. Söngstjórinn, Ragnar Björns- son, hefur sem fyrr, lagt mikla rækt við að æfa kórinn sem bezt, enda bar árangurinn þess ljósan vott. Ragnar hefur sýnt það og sannað, að hann er ágætur söng- stjóri, kröfuharður og vandlátur, gæddur miklum músíkgáfum. Á söngskránni voru lög, sem flest hafa heyrzt áður sungin af „Fóstbræðrum", en nutu sín nú sem ný væru. Kristinn Hallsson söng þrjú lög með ágætum undirleik Carls Billich, en varð síðan að bæta tveim við, því fagnaðarlátum ætl. aði ekki að linna. Söngur Krist- ins var með miklum ágætum. Hami söng þarna tvö íslenzk lög, sem ég hefi ekki heyrt áður, „Hjá lygnri móðu“ eftir Karl Ó. Run- ólfsson og „Útlaginn" eftir Reyni Geirs, og vöktu bæði athygli mína sem ágæt sönglög. Það yrði of langt mál að lýsa meðferð einstakra laga hjá kórn. um, enda var söngurinn mjög jafn, og sem fyrr segir, hinn prýði legasti í alla staði. Þó vil ég nefna túlkunina á „Hirðingjum" Schu- manns, sem var sú bezta sem ég hef heyrt hér. Áheyrendur fylltu salinn og fögnuðu kórnum, einsöngvaran- um og stjórnanda ákaft, og varð kórinn að endurtaka sum lögin og syngja aukalög. — P. f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.