Morgunblaðið - 06.04.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.04.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflil í dag: Allhvass SA eða S, dálítil rign- ing.________________________ 80. tbl. — Miðvikudagur 6. apríl 1955 Leikdómur Sjá grein á blaðsíðu 6. 1 Búnaðarfélagið sækir nra innflutninjí 200 títfendra o BÚNAÐARFÉLAGIÐ hefur ritað ríkisstjórninni bréf, þar sem þess er farið á leit að 150—200 erlendir landbúnaðarverkamenr.. karlar og konur, fái landvistarleyfi til eins eða tveggja ára. Skýrði <jlafur Thors forsætisráðherra frá því að væntanlega myndi ríkis- .^tjórnin heimila slíkt, þótt eftir væri að taka endanlega ákvörðun um það. — Umræður þessar urðu í sambandi við þingsályktunar- tillögu Jóns Pálmasonar og Jóns Sigurðssonar um að fela ríkis- *cjórninni að gera ráðstafanir til þess að bændur landsins fái fólk til nauðsynlegustu heimilisverka. 'HEFUR DREGIZT OF LENGI Jón Pálmason gerði stuttlega •grein fyrir tillögunni, sem þeir tvímenningarnir báru fram I móvember s.l. — Hann kvartaði undan því að hún hefði fengið .*eina afgreiðslu hjá nefnd og gæti það haft erfiðleika í för með ■ áér fyrir bændur, hve þetta hef- >ar dregizt lengi. Því að ef á að • ráða verkafólk erlendis þarf imeiri fyrirvara. | Um það hvort yfirfærsla feng- ist á gjaldeyri, kvaðst forsætis- ráðherra ekki geta gefið yfirlýs- ingu. Það færi að sjálfsögðu eftir gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar á hverjum tima. En hin almenna stefna stjórnarinnar væri að gera gjaldeyrisyfirfærslu sem frjáls- asta. Að lokum var þingsályktunar- tillagan samþykkt. Isfirzku fogaramir efla ve! ÍSAFIRÐI, 5. april — Togarinn Sólborg kom af veáðum i morgun með um 1G0 tonn af saltfiski og 20 tonn af ísfiskL Hafði skipið verið á veiðum suð*» á Selvogs- bonka og fengið ágaekan afla 6Íð- ustu daga. — Sólbotg fer aftur á saltfiskveiðar í fysxamálið. Á föstudaginn landaðí ísborg 80 tonnum af ísfiski, sem hún fékk hér á Halanum eftir rúma tvo sólarnringa. fsborg er nú einnig á veiðum fyrir sunnan íand —J. Úraníum á Malakka SINGAPORE, 5. apríiz — All- mikið úraníum hefnr fundizt á miðjum Malakkaskaga. Er fjöldi úraníum-leitarmanrja kominn af stað við fregnimar, enda er þetta efni dýrara en gull. MÁLALEITAN BÚNAÐARFÉLAGSINS Þá tók til máls Pétur Ottesen. Hann skýrði frá því að Búnaðar- þing hefði íhugað þetta mál vand lega. Hefði það látið kanna verka fólksskortinn og þá borizt á mjög , skömmum tíma ósk um að fá 150—200 manns til landbúnaðar- starfa. Þá gat hann þess að Gísli Kristjánsson, sem hefur haft með íyrirgreiðslu um mannaráðningar að gera, hefði spurzt fyrir um það í Danmörku, hvort vænlegt væri að fá verkafólk þar, en svo væri ekki, því að jafnvel þar væri mikill skortur á landbúnað- arverkamönnum. Hins vegar virtist vænlegra að fá fólk frá Þýzkalandi. Þá ritaði Búnaðarfélagið hinn 11. marz bréf til ríkisstjórnar- innar, þar sem eftirfarandi var jfarið á leit: að 150—200 útlendir • Jandbúnaðarverkamenn, karlar • og konur, fengju landvistarleyfi, •ríkissjóður greiddi farkostnað • fólksins og einnig ferðakostnað tveggja valinna manna til að ráða fólkið til starfa. Einnig að verkafólkið fengi yfirfærslu á að jrnnnsta kosti helmingi launa sinna. En ekkert svar hefur kom- ið frá ríkisstjórninni. LANDVIST HEIMILUÐ Landbúnaðarráðherra Stein- grímur Steinþórsson var ekki viðlátinn til að svara þessu, en forsætisráðherra Ólafur Thors stóð upp og mælti nokkur orð varðandi þetta mál. Hann sagði ■að mál þetta hefði komið til tals í ríkisstjórninni, án þess þó að nokkur bindandi ákvörðun hefði verið tekin. Kvaðst hann ekki geta svarað öðru en því, hvaða hug ríkisstjórnin bæri til máls- ins. Hann kvaðst hyggja að land- vistarleyfi yrði tafarlaust heimil- að fyrir 150—200 verkamenn til landbúnaðarstarfa. EN FERÐAKOSTNAÐUR EKKI GREIDDUR En hitt kvað hann ríkisstjórn- ina ekki geta gefið fyrirheit um, að greiða ferðakostnað þessa fólks. Það væri ekki nóg með það að þar væri um mikinn kostn að að ræða í þessu eina tilfelli, heldur væri hér einnig um stór- fellt princip-mál að ræða. Myndu ekki útgerðarmenn koma á eftir | og heimta að fargjald færeyskra sjómanna yrði greitt af ríkis- stjórninni. Var öll ríkisstjórnin að því er virtist sammála um að | þetta kæmi ekki til greina. Til; slíkra fjárútláta myndi og við j þurfa sérstaka ákvörðun þings. Að öðru leyti er ríkisstjórninni bæði ljúft og skylt að greiða fyr- ir þessu máli og hún væri fús að bera ferðakostnað eins manns út til Þýzkalands. sem talinn væri góðum kostum búinn til að ráða og velja fólk til starfa. Dilkakjötslaust mun nú vera orðið með öllu í Reykjavík og ekki annað kjöt til nú en eitthvað lítilsháttar af nautakjöti og svína- kjöti. Kjötverzl. Tómasar Jónssonar hafði einna lengst til dilkakjöt og var þessi mynd tekin s.l. laugardag í útibúinu á Laugavegi 32, en þar var gcysimikil ös allan morguninn til hádegis. Alvarleg átök vegna um- ferðartálma við Smálönd VERKFALLtíSTJÓRNIN heldur enn uppi aðgerðum til að hindra að fólk geti flutt með sér til bæjarins úr nærsveitunum tvær vörutegundir, benzín og kjöt. Gera þeir ólöglega leit í hverjum bíl, sem ekur eftir vegunum til bæjarins. Er það mjög miður farið að verkfallsstjórnin skuli beita slíkum ólögmætum aðferð- um, og efna þannig til illinda við vegfarendur, sem eru í sínum fulla rétti. ALVARLEG ÁTÖK UM MIDNÆTTI En í fyrrinótt kom tvisvar til nokkurra átaka við vegtálmun verkfallsstjórnarinnar við Smá- lönd. Verkfallsverðirnir þar höfðu um miðnætti stöðvað nokkrar bif- reiðar, sem þeir fengu ekki, þrátt fyrir hótanir, að gera leit í. — Spannst af því mikil umferðar- stöðvun, því að fjölmarga bíla bar brátt að úr báðum áttum, sem ekki fengu komizt leiðar sinnar. Vildu vegfarendur ekki una við þetta. Urðu allmiklar alvarlegar rysking ar þarna, sem lyktaði svo, að veg- urinn var opnaður með aðstoð lög reglunnar. Lagðist varzla verk- fallsvarða þá með öllu niður um skeið. BIFREIÐ MEÐ KJÖT STÖÐVUfJ Síðar um nóttina, þegar bifreiða fjöldinn var ekinn í burtu, hlóðu starfsmenn verkfallsstjórnarinnar aftur umferðatálmanir í Smálönd- um og tóku enn að leita í bílum. Skömmu síðar, eða um þrjú-leyt- ið bar þar að bifreið, sem hafði meðferðis nokkuð af kjöti, en eins og kunnugt er, hefur verkfalls- stjórnin sett kjöt á „svartan lista“. Ætluðu kommúnistar að hefja leit í bifreiðinni, en bifreiðastjórinn neitaði. Stóð í þófi nokkra stund, en á meðan bar að all-marga bíla og vildu þeir að sjálfsögðu kom- ast áfram. En verkfallsverðir neituðu al- gerlega að hleypa bílunum áfram og reyndu að brjóta upp geymsl- ur þeirra, með valdi. Var þó kom- ið í veg fyrir það, en þar kom einn ig til alvarlegra átaka. BIFI5EIÐARNAR KOMAST TIL REYKJAVÍKUR En í þessum svifum bar að lög- reglumenn og opnuðu þeir veginn tafarlaust. Komúst kjötbíllinn og aðrir bílar þannig til Reykjavíkur. Eigandi bílsins, sem var með kjötið hefur kært þetta tiltæki verkfallsstjórnárinnar til saka- dómarans. Vinningar í Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna af- hentir. — Litla Opelbílinn hlaut Sveinn Þorsteinsson tollvörður á Keflavíkurflugvelli, Shellvegi 5 í Reykjavík. — Haraldur Sigurðs- son verkamaður, Grandavegi 39, hreppti trillubátinn. — Þegar hann tók við bátnum afhenti yngsti sonur Haraldar Dvalarheimil- inu 500 kr. að gjöf frá fjölskyldunni. — Loks er þess að geta að Pontiacbílinn fékk Jens Jensen skipstjóri á m.b. Hólmaborg á Eskifirði. Hæringur brást ekki Þegar dlSkakjöfið fékksf Olía ti! Yestíjarða OLÍUSKIPIÐ Skeljungur kom til Bolungarvíkur í gærdag og losaði þar nokkuð magn af olíu, en olíulaust var að verða þar. Fór skipið þaðan til Hnífsdals og ætlaði einnig að losa olíu þar. Hefur verið olíulaust í Hnífsdal undanfarna daga og Hnífsdæling- ar orðið að sækja olíuna til ísa- fjarðar. En rétt eftir að losunin var hafin kom formaður verka- lýðsfélagsins í Hnífsdal á vett- vang og kvaðst hafa fengið skeyti frá verkfallsstjórninni í Reykja- vík með fyrirmælum um það að stöðva þegar losun olíu í Hnífs- dal. Hafði formaðurinn svo ekki fleiri orð þar um, heldur skrúf- aði fyrir olíuna á tankanum í landi — án þess að gera skip- stjóra viðvart. Var þá fullur kraftur á dælunum um borð í Skeljungi. Gat þetta tiltæki for- mannsins því auðveldlega valdið skemmdum á leiðslum og dælum, en skipverjum á Skeljungi tókst þó að afstýra því. Var þarna að sjálfsögðu hætt við að losa olíuna og fór Skeljungur frá Hnífsdal til Súgandafjarðar, þar sem hann losaði alla þá olíu sem eftir var í skipinu. Hnífsdælingar verða því að halda áfram að sækja olíu þá er þeir þurfa á að halda tii ísafjarðar, en þar mun vera nokkuð til af henni, þar eð Þyrill losaði olíu þar nýlega. <^¥ ÆGI tímarit Fiskifélags íslanda -» sem út kom í gær, eru m. a. sagðar fréttir af Hæringi, en eig- endur hans í Noregi eru fyllilega ánægðir með skipið, þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika og telja skipið hafi fullkomlega uppfyllt þær vonir sem þeir höfðu gert sér um það. í greininni segir m. a. svo: Þingfrí í eina vlku SÍÐUSTU þingfundir fyrir páska voru í gær. Þá var fundur í neðri deild, þar sem Kópavogsfrum- varpið var samþykkt til nefndar og 2. umræðu með samhljóða at- kvæðum. Á eftir var fundur í sameinuðu þingi, þar sem sam- þykkt var þingsályktun um verka fólksskort í sveitum. Þingfundir munu hefjast að nýju miðviku- daginn 13. april. VPí LAND Eigendur skipsins eru Gangstö- vik Sildeoliefabrik h.f. og er heim ili þess í samnefndri vík við Ála- sund. Skipið er starfrækt við land og er síldinni landað ýmist í skipið eða í bing í landi. Eitt löndunartæki er á skipinu, en fimm i landi. Eftir að liðinn var um það bil einn mánuður af ver- tfðinni. hafði verið landað í skip- ið sjálft 70—80 þús. hl. v I 80—1«0 MANNS UNNU í SKIPINU Mjölið og að nokkru leyti lýsið er tekið jöfnum höndum í land. Vinnslan gekk fremur hægt I fyrst í stað, en þegar frá Ieið fór að ganga betur. Hafa varð á því gætur, að skipið fene'i ekki ,,slag síðu“, því að við það orsökuðust tafir á vinnslunni. Þá kom það ennfremur í ljós, að vegna mik- illa kulda myndaðist slagi í skip- in, sem olli erfiðleikum, sérstak- lega fyrir fólkið, sem hafðist við um borð, en 80—90 manns unnu við verksmiðjuna. Voru vaktir þrí skiptar. Hafði ekki unnizt tími til að gera annað við skipið fyrir bessa vertíð en að draga það á land til botnhreinsunar. f ST ENDINGUR Á SKIPINU Fregnir þessar hefur Ægir eftir Jóni Einarssyni 1. vélstjóra á Ðagverðareyri, en hann fór héð- an til þess að kenna síldarverk- smiðjuvélstjórum á skipinu með- ferð véla þeirra er skipinu fylgdu en það voru síldarpressur af amerískri' gerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.