Morgunblaðið - 06.04.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.04.1955, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. apríl 1955 Þjódleikhúsið: // Pétur og úlfurinn og „Dimmalimm" LH frumsýnir ævin- 44 ÞAÐ var gaman að líta yíir hinn síkvika hóp áhorfenda í Þjóð- leikhúsinu á sunnudaginn var. Allir voru þeir í sólskinsskapi og horfðu spurulum augum á um- hverfið og eftirvæntingin skein úr svip þeirra. — En þetta voru líká ungir leikhúsgestir, — börn, 6em höfðu hlakkað til þess í marga daga að fá að heyra ævin- týrið um Pétur og úlfinn og sjá hana Dimmalimm litlu kóngs- dóttur og hann Pétur kóngsson dansa og setjast að lokum í há- 6ætið í konungshöllinni, klædd pelli og purpura eins og kóngi Og drottningu sæmir. — Og nú var stundin komin! Þegar tjaldið Var dregið frá og hljóðfæraleik- ararnir höfðu komið sér fyrir undir stjórn hljómsveitarstjórans dr. Victors Urbancic, kom Lárus Pálsson leikari fram á sviðið, brosandi og elskulegur og ávarp- aði hina ungu gesti. Hann kynnti þeim hljóðfærin hvert af öðru, lét meira að segja hljóðfæraleikar- ana sýna börnunum þau og um leið sagði hann þeim hvaða mann eða dýr hvert hljóðfæri ætti að tákna. „Flautan er fuglinn litli“, eagði hann, „en hornin dimmu eru úlfurinn", — og þannig hélt hann áfram. — Og svo hófst ævintýrið, þetta furðuverk fagurra tóna og spennandi frásagnar, sem var svo skemmtilegt, að jafnvel fullorðna fólkið hreifst með. En það var reyndar ekkert undarlegt, því að Lárus sagði svo ljómandi vel frá, að allt fékk líf, Pétur litli kátur og kotroskinn, afi gamli með gigt- ina, úlfurinn, öndin, kisa og fugj_- inn litli, og hljómsveitin lék svo vel að allt rann saman í órjúf- andi heild, — sannkallað ævin- týri í orðum og tónum. — Eitt- hvað fór kannski fyrir ofan garð og neðan hjá allra yngstu gest- unum, en þeir, sem eldri voru hlustuðu með athygli og höfðu bersýnilega mikið yndi af því sem fram fór. — Og svo lauk þessu ævintýri. Tjaldið var dregið fyr- ir og allir í salnum, ungir og gamlir þökkuðu hljómsveitinni og Lárusi með dynjandi lófataki. Og eftir hléið hófst svo nýtt ævintýri, og það ekki lakara, ballettinn hans Bidsteds um hana Dimmalimm litlu, sem öll börn kannast við úr sögunni yndislegu eftir hann Guðmund Thorsteins- son, með fallegu myndunum sem hann hafði sjálfur gert. Og hérna voru tjöldin hans Lothars Grunds alveg eins falleg og ósköp lík og f bókinni. — Bidsted stjórnaði ekki dansinum í þetta sinn held- ur Otto Toresen, ballettmeistari. sem hingað kom í haust og starf- ar að danskennslu við Þjóðleik- húsið. — Og nú voru allir „með á nótun- um“, líka þeir yngstu. Svanirnir litlu dönsuðu um sviðið með mjúkum hrevfingum undir prýði- legri músik Karls O. Bnnólfsson- ar. og svo kom Dimmalimm litla. (Anna Brandsdóttir) ósköp smá, en ákaflega heillandi og létt í spori, með körfu í hendinni og fór að gefa svönunum að borða, og litla tjörnin í hallargarðinum glóði í sólskininu. — Og þá kom Pétur (Helgi Tómasson) til sög- unnar, — fallegi kóngssonurinn og dansaði í kringum Dimma- limm. Og ekki má gleyma svan- inum (Guðný Friðsteinsdóttir), sem dansaði svo framúrskarandi vel. Pétur hafði verið í álögum í líki svans, en nú var hann laus úr þeim af því að Dimmalimm þótti svo ákaflega vænt um hann og honum líka um hana. Og að lokum urðu þau kóngur og drottn ing og settust í hásætið og hirðin öll dansaði fyrir þau á hallar- gólfinu. Og svona eiga öll góð ævintýri að enda. — Það fannst börnunum líka, því að fögnuður þeirra var svo mikill að dansend- urnir voru kallaðir fram hvað eftir annað og hylltir ákaflega. Þjóðleikhúsið var sannkölluð ævintýrahöll þessa stund og ég er viss um að börnin fylla húsið næst þegar þessi dásamlega sýn- ing fer þar fram. Sigurður Grimsson. Töluverðar skemmd- ir unnar í Heilisgerði í veiur HAFNARFTRÐI — Á aðalfundi Málfundafélagsins Magna, skýrði garðvörður, Ingvar Gunnars- son kennari, svo frá, að töluverð brögð hefðu verið að því í vetur. að skemmdir hefðu verið unnar í Hellisgerði. Tré eyðilögð, trjá- greinar brotnar, gróður eyði- lagður, garðbekkir skemmdir, gróðurreitegluggar brotnir í stór- um stíl og ýmislegt annað traðk- að niður og skemmt. Er leitt til þess að vita, að slíkt skuli eiga sér stað í hinum fagra gróðurreit okkar Hafnfirðinga. Við verðum að reyna að koma í veg fyrir frekari skemmdir á Hellisgerði Til dæmis ættu for- eldrar að brýna fyrir börnum sínum að ganga þar vel um, og þá auðvitað aðeins á sumrin, þeg- ar garðurir.n er opinn. Sömu- léiðis gætu kennarar haft góð áhrif í þá átt. Stjórn Magna skipa nú þessir menn: Kristinn J. Magnússon formaður, Eirikur Pálsson rit- ari, Páll V. Daníelsson gjaldkeri. í varastjórn eru Stefán Júlíus- son, Jóhann Þorsteinsson og Stefán Sigurðsson. í garðráði eru Ingvar Gunnarsson og Guðmund ur Einarsson. Mikill áhugi er ríkjandi hjá félagsmönnum fyrir áframhald- andi ræktun og skipulagningu Hellisgerðis. —G. E. páskadag LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar frum sýnir ævintýraleikinn „Töfra- brunnurinn" eftir Willy Kröger, í þýðingu Halldórs G. Ólafsson- ar, á annan páskadag. Leikur þessi er byggður á ævintýrinu „Hulda gamla“, sem flestir kanrfast við úr Grimms- ævintýrum en samkvæmt því snjóar hér á jörðu þegar Hulda gamla viðrar sængur sínar í und- irheimum. Leikstjóri er Ævar Kvaran og Lothar Grund málaði leiktjöld. Tónlist armast Carl Billich en Sigríður Valgeirsdóttir samdi dansa. Með hlutverk fara Margrét Guðmundsdóttir, Hulda Runólfs- dóttir, Sólveig Jóhannsdóttir, Selma Samúelsdóttir, Jóhannes Guðmundsson, Valgeir Óli Gísla- son, Sigurður Kristins, Sverrir Guðmundsson og Friðleifur Guð- mundsson. Geta má þess, að höfundur leiksins, Willy Kruger, samdi einnig ævintýraleikinn „Hans og Gréta“, sem Leikfélag Hafnar- fjarðár sýndi s 1. vetur, og náði geysilegum vinsældum. 1 Þetta er annað viðfangsefni L. H. á leikárinu. Fyrr í vetur sýndi félagið gamanleikinn „Ást við aðra sýn“ eftir Miles Malle- son, í þýðingu frú Ingu Laxness, sem einnig var leikstjóri. Þann leik hefir L. H. sýnt 18 sinnum við góðar undirtektir, og í ráði er að sýna hann oftar, en sýningar hans varð að fella niður vegna æfinga á ..Töfrabrunninum". Væntanlega mun „Töfrabrunn urinn“ afla sér mikilla vinsælda meðal yngstu leikhúsgestanna, ekki síður en Hans og Gréta, enda er gerð hans mjög við barna hæfi og er oft til þeirrar hjálpar leitað til að greiða úr flóknum vandamálum. Rækjuveiðar við Djúp stórspilla fiskveiði Úr bréfi frá ísafjarðardjt'ipi SÁ tími nálgast nú óðum, að búast mætti við að fiskur gengi hér í Inndjúpið,, það er langt innfyrir Vigurmið. Hins vegar er hér nokkur hængur á, að af því verði á komandi vori, þar eð rækju- veiðar með nót, sem að litlu leyti er frábrugðin venjulegri dragnót, eru nú leyfðar hér á mið Djúpið. SkólasJketnmhmin Daglega, er veður leyfir, skafa nú fleiri og færri bátar botninn hér í Djúpinu á beztu fiskimið- unum með dragnót sinni og koma þar með í veg fyrir að fiskur gangi í Djúpið. Svíður öllum hin- um smærri útgerðarmönnum hér að slíkt skuli líðast, að friðun sú, sem lögleiddd hefur verið hér í ísafjarðardjúpi, sem öðrum fjörðum, skuli þannig vera lítils- virt aðeins til stundarhagnaðar fyrir tiltölulega fátt fólk. Rækjuveiðar á innfjörðum hér i Djúpinu, Hestfirði, Mjóafirði og Isafirði (innri), þar sem full- þroska fiskur gengur aldrei inn á, hafa um árabil verið stundað- ar hér. Þar er nú rækjan, að minnsta kosti í bili, gengin til þurrðar, eða það smá orðin að ekki þykir hún hirðandi eða | gjaldgeng verzlunarvara. Vitað , er að þessir innfirðir úr Djúpinu , eru helztu og beztu uppeldis- j stöðvar fiskjarins hér, þar eð ! algengt er, að í rækjuvörpunum þar, veiðist í hverjum drætti mergð af smá þorsk- og ísuseið- um. Allt tínir þetta ungviði líf- inu fyrir þessu tortímingarveiðar færi, fiskiveiðunum við land vort I til stórtjóns. I Með lögum nr. 82, 8. des. 1952 eru bannaðar fiskiveiðar með botnVörpu og flotvörpu í land- Ingibjörg Sigurðar- dóflir frá Kirkju- hvammi 85 ára HAFNARFIRÐI — Hin árlega skemmtun Barnaskóla Hafnar- fjarðar var haldin s. 1. laugar- dag og sunnudag, báða dagana fyrir fullu húsi áheyrenda. Verð- ur enn huldin ein skemmtun á skírdag kl. 3, vegna þess hversu margir urðu frá að hverfa á sunnudaginn. Allur ágóðinn renn ur í ferðasjóð barna, sem 'braut- skrást í ■>ror. — Er skemmtun barnanna öll hin ánægjulegasta, en þar koma fram um 160 börn, sem syngja, leika, dansa þjóð- dansa og skemmta á ýmsan ann- an hátt. — G. E. Mesanús Thorlaeius HtBatAi^fYiirlnsYnAXiir Má I fl n t?i ítí g p *k ri f o f th O Qfrni ± BEZT AÐ AUGLÝSA T / MORGUNRLAÐIMl KEFLVIKIIMGAR! Er stödd í bænum skírdag og föstudaginn langa, að Hafnargötu 64. Ingibjörg Ingvars frá Siglufirði. Tóbak, öl9 gosdrykkir Blöð og tímarit í f jölbreyttu. úrvali. Veitingastofan, Þórsgötu 29. Nýr báfsr í smíðum HAFNARFIRÐI: — Nú er hafin smíði á nýjum bát í Skipasmíða- stöðinni Dröfn, og er lokið við að reisa bönd. Bátur þessi, sem verð- ur 56 rúmlestir, er gerður eftir sömu teikningu og bátarnir Víðir í Gaiði og Reykjanes, sem smíð- aðir voru í Dröfn á s. 1. ári. Hafa þeir báðir reynzt vel og aflað mjög vel í vetur. Fyrrnefndur bátur er smíðaður á reikning skipasmíðastöðvarinn- ar og því óseldur. Margir munu hins vegar hafa hug á kaupunum. Gert er ráð fyrir að hann verði tilbúinn á síðari hluta ársins. — Yfirsmiður er Sigurjón Einars- son. — G. E. BAGDAD 4. apríl — Bretar gerðust í dag aðilar að gagn- kvæmum varnarsamningi Tyrk- lands og fraks. Voru samning- arnir undirritaðir í Bagdad. .— Pakistan var boðin aðild að varn- arsamningi þessum og tilkynnt var í Karachi í dag, að boðið hefði þegar verið þegið. Araba- ríkin hafa verið mjög andvig samningi þessum. —Reuter-NTB. ÁTTATÍU og fimm ára er í dag Ingibjörg Sigurðardóttir frá Kirkjuhvammi í Vestur-Húna- vatnssýslu, nú til heimilis hjá dóttur sinni, Lönguhlíð 11, Rvík. Ingibjörg er fædd í Kirkju- hvammi 6. apríl 1870. Foreldrar: Sigurður Árnason, hreppstjóri í Kirkjuhvammi og Hólmfríður Einarsdóttir. | Ingibjörg giftist 1894, fyrri manni sínum, Davíð Jónssyni frá Syðstahvammi, og hófu búskap í Kirkjuhvammi. — Börn þeirra: Sigurður, kaupm. á Hvamms- tanga, og Jóhannes, bílstjóri á j Hvammstanga. — Seinni maður Ingibjargar var Jóhannes Egg- ertssonar frá Ánastöðum, og bjuggu þau í Kirkjuhvammi og síðar á Hvammstanga, þar til Jóhannes andadðist 1948, en til Reykjavíkur fluttist hún 1950 og hefur dvalið þar síðan. — Börn þeirra Jóhannesar, sem nú eru á lífi, eru: Margrét og Pálína, báð- ar búsettar á Hvammstanga, og Jenný, búsett í Lönguhlíð 11, Reykjavík. helgi við ísland á friðunarsvæði því, sem ákveðið er í reglugjörð nr. 21, 19. marz 1952. Illu heilli er þó ráðherra í lögum þessum gefin heimild til að veita undan- þágu frá banni þessu á tiltekn- um svæðum og leyfa veiðar þar með venjulegri kampalampa- vörpu og leturhumarsvörpu. — Leyfi til að veiða með þesskonar vörpum í ísafjarðardjúpi mun hafa verið veitt á árinu 1953, en veiðar ekki átt sér stað hér í Djúpinu það ár nema á áður- greindum innfjörðum. Brá nú svo við að fiskigengd í Djúpið á þessu ári varð meiri en nokkru sinni áður um langt árabil. Hélst góður og stundum mikill afli frá því um miðjan apríl um vorið og þar til í lok janúar árið 1954. Afkoma trillubátaútvegsins var hin ágætasta þetta ár, sem þakk- að var eingöngu friðuninni. Langt var ekki liðið af síðast- liðnu ári er rækjubátar drógu vörpur sínar eftir botni Djúps- ins, hvar svo sem sýndist hér í Djúpinu, að sjálfsögðu að gefnu leyfi þar til. Kom fljótt i ljós hver áhrif þetta hafði á aflabrögð hér í Djúpinu, sem reyndust nú stórum minni og óábyggilegri en árið áður. Háværar raddir meðal trillu- bátaútgerðarmanna, sem fjölgað hefur mjög síðustu tvö árin. eru nú uppi um að banna þurfi með öllu rækjuveiðar hér í Djúpinu, eins og þær eru framkvæmdar, eða að minnsta kosti leyfa þær aðeins í inndjúpinu út að línu, sem hugsast dregin frá Melgras- evraroddum norðanvert við Djúpið í Breiðfirðinganes vestan- vert við það, að meðtöldum Hest- firði, er lengst hefur gefið góða rækjuveiði. Þykir með þessu lagi að vísu of miklu offrað af ung- viði fiskjar, er elst upp á þessum innfjörðum, en hins vegar séð fyrir, að fiskveiðar annars stað- ar í Djúpinu glæðist, en leggist ekki alveg niður á næstu árum. Mönnum hér er það ljóst að rækjuveiðar skapa allmörgum atvinnu, bæði á sjó og landi, aðal- lega þó á landi. Hitt er svo ótví- rætt sannað, að veiðiaðferð með nót, sem dregin er eftir marar- botni, eins og tíðkast hér með kampalampanætur, stórsnillir fiskveiðum. Hindrar fiskigöngur og veldur oft veiðarfæratióni hjá beim, sem stunda veiðar með línu. Er reynslan ólygnust í þess- um efnum, svo ekki verður á móti mælt með neinum rökum. Þetta sjá og sáu allir siómenn, er þeir mót.mælalaust beigðu sig undir þau ákvæði laga er sett voru með friðun landhelvinnar begar veiði með dragnót var bönnuð á friðunarsvæðinu. Kins er bað og augljóst að fiskveiðar með línu og netum eru mun hag- stæðari bæði hvað snertir at- vinnuspursmálið og fjárhagslega afkomu einstaklinga og þjóðar- búsins í heild“. Golf heilsufar SAMKVÆMT skýrslu frá borg- arlækni, hefur heilsufar í Reykja vík verið mjög gott undanfarið. Inflúenzan er nú á hröðu und- anhaldi og urðu aðeins 152 til- felli í vikunni 20—26. marz, á móti 425 tilfellum þar áður í einni viku. Þá er hettusótt einnig í rénun, urðu 55 tilfelli af henni í sömu viku á móti 77 þar áður. Af kvefsótt urðu 102 tilfelli á móti 173 á sama tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.