Morgunblaðið - 16.05.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.05.1954, Blaðsíða 7
Sunnudagur 16. maí 1954 MORGVNBLA&IÐ 7 i-immtiscjur á morgt&iB Bjiirn Hngnússon prófessor fuHfrú! sjðfugur BJORN MAGNUSSON, prófess- or, verður fimmtugur á morgun. Hann er fæddur að Prestbakka á Síðu 17. maí 1904, sonur hjón- anna séra Magnúsar Bjarnasonar, prófasts þar og Ingibjargar Bryn- jólfsdóttur Jónssonar, prests í Vestmannaeyjum. Björn lauk stúdentsprófi tví- tugur að aldri og embættisprófi í guðfræði hálfu fjórða ári síðar, eða í febrúar 1928. Sama ár vígð- ist hann aðstoðarprestur til föður síns að Prestbakka, Hann var prestur á Borg á Mýrum 1929—45, og þar af 10 ár prófastur í Mýra- prófastsdæmi, en var þá skipað- ur docent við guðfræðideild Há- skóla Islands, en prófessor hefur hann verið frá 1949. Hér verður ekki rakin störf Björns prófessors, né reynt að sneta verk hans, það fellur í hlut annara. Eg á margar minningar um Björn Magnússon og allar Ijúfar og bjartar, en leiðir okkar hafa mjög legið saman allt frá fyrstu fundum okkar í 4. bekk Mennta- skólans, og mikið samstarf höf- um við átt. Er það allt jafn ánægjulegt, enda er hann ham- hleypa til allra starfa og ágætur félagi. Svo reyndist hann við nám, þannig var hann og við prófdómarastörf í Reykholts- skóla. Hvað sem hann leggur gjörva hönd á liggur honum í augum uppi við skjóta athugun, og allt gerir hann vel. En hann er auk þess svo brotalaus maður og heill, nákvæmur og samvizku- samur drengskaparmaður, að gott er honum að treysta í hví- vetna. Björn hefur alla ævi verið al- bindindismaður, og er það að vonum. Faðir hans, Magnús prófastur, var einn af stofnend- um Stórstúku íslands, þá presta- skólanemi, og var templar til æviloka, og lengi einn af útvörð- um Reglunnar. Móðurfaðir hans, séra Brynjólfur, var, ásamt séra Magnúsi í Laufási, frumherji bindindishreyfingarinnar á ís- landi frá miðri 19. öld og fram til 1884, að Góðtemplafareglan er stofnuð. Hefur Björn fetað trú- lega í fótspor föður og afa. Hann gerðist templar fyrsta ár sitt í skóla, 1921, og hefur verið ósér- hlífinn og þróttmikill starfsmað- ur Reglunnar og bindindismáls- ins alla stund siðan. Ekki hefur Björn sótt til metorða í Reglunni, frekar en annars staðar, en fé- lagssystkini hans hafa fundið, að hann var mikils trausts verður og að hann gerði allt, er hann tók að sér, vel, og því hafa honum löngum verið falin hin vanda- sömustu störf á ýmsum stigum Reglunnar, og nú tvö síðustu árin embætti stórtemplars. Veit ég, að það er ósk templara, að hann sjái sér fært að gegna því starfi sem lengst. Björn Magnússon er mikill hamingjumaður. Hann var það strax ungur sveinn í skóla. Nám- ið var honum leikur. Plinn bjart- sýni og glaði, ungi skólabróðir varð hugljúfi skólasystkinanna, öllum leið vel í návist hans. — Starfs- og þroskaferill hans hef- Ur og aliur verið gæfusamlegur. Ungur sveitaprestur aflaði sér gnægð fræðirita og vísindarita i grein sinni, og þau lágu ekki ryk- fallin í bókahillunum. Og hann hóf vísindastörf á Borg, þegar hús- og embættisannir leyfðu, notaði hverja stund til náms. — Þannig hófst hann til vaxandi frama og trausts góðra manna, óx af eigin rammleik og góðum gáfum. En mesta gæfa Björns Magnús- sonar er þó heimili hans. Kvænt- ur er hann ágætri konu, frú Charlotte Jónsdóttur og eiga þau stóran mannvænlegan barnahóp. Verður mörgum hugsað heim til þeirra á morgun. Vér vinir, félagssystkini og samstarfsmenn Björns Magnús- sonar, prófessors, árnum honum og heimiii hans allra heilla og blessunar á þessum merku tíma- mótum ævi hans, og óskum og vonum að vér fáum að njóta for- ystu hans og starfskrafta enn um áratugi. K. S. ★ ★ SENNILEGA mun það koma mörgum á óvart, að Björn prófess or Magnússon mun nú vera fimm tugur maður, en svo bera skrár vitni, að fæddur er hann hinn 17. maí 1904 að Prestsbakka á Síðu, þar sem faðir hans, síra Magnús Bjarnáson, var þá prest- ur. Hermann Jénsson, Minnlngarorð Björn Magnússon heldur ræðu á 70 ára afmæiisfagnaðj íslenzku góðtemplarareglunnar. Prófessor Björn er unglegur maður og fjörlegur, góðviljaður og ósérplæginn, duglegur og af- kastamikill. Það er því engin furða, þótt margir hugsi hlýtt til hans á hálfrar aldar afmæli hans. Námsbræður, vinir, starfsfélagar og nemendur óska þess, að ham- ingjan verði prófessor Birni eins hliðholl á næsta aldursskeiði og hún virðist hingað til hafa reynzt honum. En á það skal bent, að slíkt mundi ekki hafa gjörzt nema því aðeins, að menn hafi og þroski sjálfir þá eiginleika, er laða fram andsvar það, er menn nefna hamingju. Auk þess hefur prófessor Björns notið þess láns að eignast góðan lifsförunaut og mannvænleg börn, sem fagna því að eiga góðan föður og eigin- mann. Hér gjörist ekki þörf að telja upp hin mörgu skýldustörf og trúnaðarstörf, sem prófessor Björn hefur innt af hendi á liðn- um árum. Þau verða sjálfsagt ekki færrí á ókomnúm árum. — Það er ánægjulegt að senda góð- um samstárfsmanni hlýj'ar af- mæliskveðjur. Magnús Már Lárusson. ÞORSTEINN Jónsson fulltrúi hjá Garðari Gíslasyni verður sjötug- ur í dag. Þorsteinn er fæddur 16. maí 1884 í Ólafsvík, sonur Jóns Þor- stéinssonar og Guðrúnar Ólafs- dóttur. Ólst hann upp hjá heið- urshjónunum Jóni Asgeirssyhi kaupmanni og hreppstjóra í Ól- afsvík og kohu hans Guðrúnu Hansdóttur. Þorsteinn hóf snemma verzlun- arstörf í Ólafsvík, réðst um ferm ingaraldur til Einars Markússon- ar, þar sem hann starfaði um 11 ára skeið, svo hjá Milljónafélag- inu og verzlun Garðars Gislason- ar. Sumarið 1919 fluttist Þorsteinn til Reykjavíkur og gerðist fastur starfsmáður við heildverzlun Garðars Gíslasonar, þar sem hann hefir unnið æ síðan og gegnt ábyrgðarmestu störfum með sér- stakri trúmennsku. Einlægur trúmaður er Þor- steinn, og hefir félagsskapur K. F. U. M. átt hug hans óskiptan. Á-rið 1905 kvæntist Þorsteinn Margréti Einarsdóttur frá Mið- felli í Hrunamannahreppi, en missti hana 1917 frá tveimur son- um þeirra ungum, Einari og Ing- ólfi. 1922 kvæntist hann síðari konu sinni, Katrínu Jóhannsdótt- ur og sá einnig á bak henni 1941. Börn hans með síðari konu eru Magnús og Margrét. B. G. G. Á MORGUN. mánudaginn 17. maí, verður Hermann Jónsson, kaupmaður að Brekkustíg 1 hér í bæ, borinn til hinztu hvílu í Fossvogskirkjugarði. Hermann Guðmundur Jónsson, en svo hét hann fullu nafni, er fæddur 4. nóv. 1897 í Brekkubæ við Hellna á Snæfellsnesi. Her- mann var tekinn í fóstur að Mela- búð við Hellna. Þar ólst hann upp til 11 ára aldurs. Þá fór hann til Hallbjarnar Þorvaldssonar og Steinunnar Jónsdóttur í Gröf. Þar var hann hjá þeim sæmdar- hjónum til 15 ár aldurs. Síðan fór hann til Ólafsvíkur og stund- aði þar sjóróðra á opnum bátum. Til Reykjavíkur flutti hann árið 1919. Hermann var gáfaður maður og elskaði ljóð og list, en aðstaða lífsins skapaði það, að andinn gat ekki notið sín sem skyldi fyrir erfiði dagsins, eins og hjá mörg- um, sem fæddir eru í fátækt. Þó á hann merkileg handrit, sem skrifuð eru af svo mikilli snilld, að engin gæti það nema vera fæddur skáld. Og eitt af því síð- asta, sem hann sagði svo ég heyrði var þetta: „Þegar ég tek fyrsta andkafið þá mun ég brosa“ — og hann var dáinn með bros á landinu. Það var venja hans Sextugur á morgun: Ffiðrik Friðriksson kaupmaður í Miðkoti A MORGUN, mánudaginn 17. maí, á Friðrik Friðriksson. kaup- maður í Miðkoti í Rangárvalla- sýslu, sextugsafmæli. — Hann er fæddur T>g uppalinn í Miðkoti og hefur alið þar allan sinn aldur. Þar hefur hann einnig rekið Tiarnðrboðhlanp KR ÁRLEGUR iþróttaviðburður und anfarin niu ár hér í bæ hefur verið svokallað Tjarnarboðhlaup K.R. Hlaupið hefur verið um- hverfis Tjörnina — 10 sprettir 80—200 m að lengd, — alls 1300 metrar. Nú hefur sú breyting orðið á framkvæmd hlaupsins að það fer fram á Iþróttavellinum. Sú breyt ing er gerð vegna þess að illt er að hlaupa á hörðu malbikinu. ; Þó hiaupið fari fram á Iþrótta- veilinum verður því eins til hag- að og áður. Sprettirnir þeir sömu og í sömu röð. Fjórar sveitir eru að þessu sinni skráðar til hlaupsins. Tvær frá Í.R., 1 frá K.R. og 1 frá Ár- manni. Hlaupið fer fram strax að afloknum leik Vals og Þróttar ó morgun um kl. 3,30. Aðgángur að vellinum er þá ókeypis. verzlun á þriðja áratug og getið sér ágætt orð fyrir áreiðanleik sinn og góða þjónustu við við- skiptamenn sína. Allir þeir, sem við hann eiga skipti, vita cð á- byggilegri og traustari menn get- ur ekki. Friðrik Friðriksson er úrræða- góður maður og hjálpsamur. — Hann vill helzt allra vandræði leysa. Þessir eiginleikar hans hafa orðið honum drjúgir til giftu á lífsleiðinni. Honum hefur jafnan farnast vel og hann nýtur al- mennra vinsælda héraðsbúa sinna. Friðrik stundaði ekki langt bók nám í æsku. En hann hefur lært þess meira í skóia lífsins og reynslunnar. Hann er eðlisgreind ur maður, eftirtektarsamur og glöggur. Starfsmaður er hann mikill og áhugasamur um hvert það verk, er hann tekur að sér. Er það ekki ofmæR að hann sé einn af máttarstólpum sinnar. Siíkir menn eru mikils virði í hverju byggðarlagi. Þeir éiga ríkan þátt í framförum og fram- kvæmdum í átthögum sínum. Friðrik í Miðkoti er kvæntur Jónínu Sigurðardóttur frá Akra- nesi, ágætri og dugandi konu. Eiga þau tvö börn uppkomin. — Ber hcimili þeirra mesta myndar brag. Hefur húsfreyjan að sjálf- sögðu átt mestan þátt í að móta svip bess. Framh. á his. 12 að vera sterkur, þegar á reyndi. Ef við ættum að þakka honum. allt, sem hann hefur gert fyrii- Snæfellsnes í heild, þá væri það> efni í heiia bók. Þess vegna get- um við nú ekki annað en óskaS honum blessunar með bústaða- skiptin. Hann veitti öðrum gleði Og' hamingju í dag óskum við Snæ- fellingar fjölskyldu hans og ætt- mennum gleði og hamingju ái lífsleiðinni. Þórður Halldórsson, frá Dagverðará. Hermann Jónsson sýndi mikla. ræktarsemi við átthaga sína, svft sem flestir aðrir þeir, sem'dreng- ir eru góðir. Hann studdi bæði átthagafélögin sem náðu til átt- haga hans, með ráðum og dáð. Sérstaklega oru mér kunn störjf hans í þágu Breiðfirðingafélags- ins. Þar starfaði hann af þeim dugnaði og ósérhlífni, sem hon- um var lagið, þrátt fyrir tæpa heilsu. Árum saman var harvn í stjórn Breiðfirðingafélagsins i Reykjavik og átti þar enn sæti, er hann lézt. Ilann sat einnig í stjórn Breiðfirðingaheimilisins h. f. Hann tók virkan þátt í starfi. hinna ýmsu deilda Breiðfirðinga félagsins, m. a. tafldeild ög mál- fundadeiid. Var hann þar sem annars staðar hiklaus í skoðunum og hreinn -í lund. Æfinlega var Hermann reiðubúinn að vinna félaginu það, sem hann mátti og mann getur jafnvel grunáð, a'ð hann hafi unnið meira en hann mátti. Skapferli hans var á þá lund, að giens og gaman fylgdi honum, hvar sem hann fór, enda var maðurinn góðum gáfurat gæddur og kunni að færa hugs- anir sínar í viðeigandi form. Það var þvi víðsfjarri Hermanni að vera með víl, þótt heilsuleysi ásækti hann. Hermann sýndi vin- um sínum fádæma tryggð og um- hyggju. Eitt dæmi þess er, þegar Jens Hermannsson lá sína þungu banalegu. En það má hiklaust þakka drenglyndi og hjálpfýíá Hermanns, að það tókst að koma sagnaþáttunum um Breiðfirzka sjómenn á prent. Við félagar hans í Breiðfirðingafélaginu gerum okkur það fyllilega ljóst, hvað við höfum misst við fráfáil Her- manns Jónssonar. Engir ættu því betur að skilja söknuð og harm. ástríkra barna og eiginkonu, sem stóð við hiið hans í blíðu og stríðu og bjó honum ástríkt og. friðsælt heimiii, sem hverjum manni var unun á að koma sakhr gestrisni og vinarþels. Kvæntur var Hermann Kristínu Benedikts dóttur frá Hömrum í Haukadal í DaJasýslu. Eru þrjú mannvæn- leg börn þeirra enn í æsku. Við tökum öll þátt í söknuði þeirra, en jafnframt eigum við líka öll minninguna um hinn. glaða og góða dreng í þess orðs fylistu merkingu. Megi Breiðafjörður ala sem flesta líka. Breiðfirðinyur- FéEag Djtípmanna sSofnað UNDANFARIÐ hefur verio unn- ið að stoínun Djúpmannafélags hér í bæ. Var undirbúningsstofn- fundur haldinn fyrir nokkru síð- an og bréðabirgðanefnd kosin til sveitar þess að undirbúa lög fyrir félag- ið og boða 'til framhaldsstofn- fundar. Nefr.d þessi hefur nú lokið störf um og boðar nú til framhalds- stofnfundar í Aðalstræti 12 uppi, n.k. þriðjudag kl. 8,30 síðd. Nefndin væntir þess að allir eða flestir Djúpmenn mæti á þcsá um funai. Þess skal getið, að skv. tilliig- um nefndarinnar nær félagssvæði ið yfir þessa fimm hreppa: Snæ-| fjalla, Nauteyrar, Reykjarfjarðáir, ÖguT cg Súðavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.