Morgunblaðið - 23.01.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.01.1954, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. janúar 1954 MORGIJTSBLAÐIÐ 7 Um Somerset Maugham óttræðan Er skóldsagan dau ? „ÞEGAR gáfaðir ungir menn skrifa rifgerðir um nútímaskáld- skap, dettur þeim aldrei í hug að minnast á mig né verk mín“, skrifaði Somerset Maugham eitt sinn með nokkurri biturð. Hefur hann áreiðanlega haft rétt að mæla, enda þótt það komi okkur nú spánskt fyrir sjónir, því að langur tími leið, þangað til hann hlaut þá viðurkenningu sem hann með skáldverkum sinum hafði unnið til. Einkum höfðu menntamenn lengi horn i síðu hans, þótt alþýða manna kynni snemma að meta verk hans, sér- stæðan stíl og óvenjulega tækni. ★ ★ ★ MAUGHAM verður áttræður á mánudag, fæddur í París árið 1874. Er hans því vafalaust minnzt um allan hinn menntaða heim, og þá ekki sízt í Bretlandi, föðurlandí hans. — Er því ekki úr vegi að geta hans hér að nokkru, bví að varla mun nokk- ur erlendur rithöfundur hafa notið meiri vinsælda alþýðu manna hérlendis en hann. Hefur fjöldinn allur af skáldsögum hans, leikritum og smásögum verið þýddur á íslenzku, hér er nafn hans á allra vörum, verk hans metin að verðleikum. SNEMMA BEYGST KRÓKUR Maúgham er læknir að menntun, en tók^snemma að fást við skáldsagnágerð. Á árunum 1897—1898 samdi hann eina helztu skáldsögu sína Of Human Bondage, (Fjötrar) en útgefend- um fannst ekki árennilega aðgefa hana út. Lá handrit hennar því í skrifborðsskúffu höfundar um langt skeið, eða þar til hann endursamdi hana síðar og var hún loks gefin út 1915, — Var Maugham þá orðinn allkunnur sem leikritaskáld og hefur það sennilega ráðið úrslitum um út- gáfu Of Human Bondage. Nú er þessi skáldsaga álitin með beztu verkum höfundar og henni oft jafnað við Davíð Copperfield, Sons and Lovers og The Oid Wives Tale. FYRSTI SIGURINN Of Human Bondage var þó ekki fyrsta skáldsaga Maug- hams, heldur Liza of Lambeth. I henni notar hann þá reynslu sem læknisstarfið hafði aflað honum, en bókin fékk lélega dóma og ráðlögðu sumir gagn- rýnendur honum jafnvel að leggja skáldsagnagerð á hilluna — og hefja aftur læknisstörf! Maugham var 23 ára um þetta leyti, þótti róðurin-n að vísu heldur bungur, en hann var ákveðinn í að verða rithöfund- ur og lét sér því fátt um finnast, þótt viðtökurnar væru ekki alls kostar góðar. Sendi hann frá sér ný og ný skáldverk og nokkur leikrit á næstu árum, þ.á.m. Lady Frederick og Mrs. Dot. Fyrst í stað neituðu leikhússtjórar í Bretlandi með öllu að sýna þessi verk hins unga, ákveðna höfund- ar og báru því m.a. við, að þau væru alltof gróf. Loks lét leik- hússtjóri nokkur þó til leiðast að sýna Fredrick og var leik- ritið síðan sýnt stanzlaust í heilt ár. — Hafði Maugham þar með unnið sinn fyrsta sigur. BOÐSKAPUR OG SKEMMTILESTUR Enda þótt Maugham hefði aflað sér nokkurrar frægðar um þetta leyti, átti hann ekki upp á pallborðið hjá gagnrýnendum. Menntamenn litu hann enn horn- auga og hrópuðu hver í kapp við annan, að listin ætti að flytja mönnum einhvern boðskap, skáldverk ættu að hafa einhvern tilgang. Ungu skáldiij leituðu til Shaws, Galsworthys og H.G. Wells um leiðsögn og fyrirmynd- ir. í þeirra augum flutti Maug- ham engan boðskap, lagði engan skerf til þróunar og fullkomnun- Maugham ar, var í hæsta máta allgóður skemmtihöf,. er að vísu gat vel komið orði að hugsunum sinum. — Mun hann hafa átt svo erfitt uppdráttar um þetta leyti, að litlu munaði, að hann gæfist upp á rithöfundarbrautinni. En svo varð þó ekki sem betur fer. Það var þó ekki gagnrýnendum og menntastétt Bretlands að þakka, heldur óbilandi kjarki hans, stefnufestu og skáldskaparlöng- un. Hann fann og vissi, að án skáldskapar yrði líf hans tóm- legt og lítilsvirði og mun það hafa ráðið úrslitum um, að hann lagði ekki með öllu árar í bát. ★ ★ ★ ER MAUGHAM var um fertugt, urðu kaflaskipti í lífi hans: — Hann setti upp ferðahattinn og stefndi suður í Asíu — í leit að sjálfum sér. Olli margt þessari utanreisu hans, m. a. skilnaður hans við konu sína og lífsleiði sem að honum sótti — en þyngst á metunum var útþráin, þessi óseðjandi löngun til að kynnast öðrum löndum, öðrum þjóðum, — menningu þeirra og háttum. I heilan tug ára var hann svo á flækingi um ýmis lönd, jók drjúg um á menntun sína, þroska og reynslu, og má nú fyrst heita að hann finni kröftum sínum við- nám fyrir alvöru, fái loks tæki- færi til að sýna, hvað í honum býr. — Á þessum árum skrifar hann fjölmörg skáldverk og leik- rit. Má þar til nefna The Moon and Sixpence (1919) (Tunglið og tíeyringurinn) er hlotið hefur miklar vinsældir um heim allan og fjallar um hið róman- tíska og undarlega lif franska mál arans Paul Gauguins; The Painted Veil (1925) og eitt al- bezta leikrit hans East of Suez. — Má segja, að þessu tímabili ljúki með skáldsögunni Cakes and Ale (1930) (Líf og leikur — i ísl. þýð- ingu), sem að margra áliti er langbezta skáldverk Maughams. Hún fjallar um frægan rithöfund (sumir segja Thomas Hardy) og konu hans Rose. Er Rose einhver heilsteyptasta og elskulegasta persóna í enskri skáldsagnagerð, að áliti brezka bókmenntafræð- ingsins Richards Church. — Með útkomu Cakes and Ale hefst frægðarferill Maughams fyrir al- vöru, hún aflar honum heims- frægðar á svipstundu, sem æ hef ur aukizt síðan. THE RAZOR’S EDGE Á næstu árum ritaði Maug- ham nokkrar bækur og stækkaði lesendahóp sinn til muna. Meðal þeirra eru Christmas Holiday (1939) og The Summing Up. Um þetta leyti ferðaðist hann og til Indlands og kynnti sér indversk- an skáldskap og heimspeki. Siðan hvarf hann heim aftur til Bret- lands, dvaldist í Lundúnum um nokkurra vikna skeið, en hélt síðan vestur um haf. Þar samdi hann loks eitt af höfuðverkum sínum The Razor’s Edge (í leit að lífshamingju). Segja má, að The Razor’s Edge hafi vakið jafnmikla athygli, þegar hún kom út, og Of Human Bondage vakti litla athygli á sín- um tíma. Ástæðurnar til þess, hversu góðar viðtökur skáldsag- an hlaut voru margar: — Höf- undurinn var orðinn heimsþekkt- ur maður og sagan með beztu verkum hans, hún var aðgengi- eg fyrir alþýðu manna, en hlaut einnig óspart lof gagnrýnenda. I sögunni notar Maugham gamal- kunna aðferð sem oft hefur verið honum vænleg til árangurs: hún er sögð í fyrstu persónu, verður raunsannari fyrir bragðið og tví- mælalaust áhrifameiri. — En hér kom fleira til, eins og bókmennta fræðingar hafa bent á: — Þegar The Razor’s Edge kom út árið 1944 hafði lítið fjör verið í ensk- um bókmenntum um alllangt skeið, styrjöldin og föðurlandið höfðu kallað ungu rithöfundana til starfa, gömlu rithöfundarnir höfðu annaðhvort lagt skáld- sagnagerð á hiiluna eða voru önnum kafnar við styrjaaldar- störf. Skáldsagan féll í góðan jarð veg bæði hjá almenningi og gagn rýnendum sem lofuðu hana á hvert reipi, fögnuðu henni eins og þyrstur maður uppsprettulind. — Með The Razor’s Edge náði Maugham hátindi frægðar sinn- ar og hefur honum æ síðan verið skipað á bekk með heiztu rit- höfundum okkar tíma. Þá hafa kvikmyndir ýmsar sem gerðar hafa verið um sögur hans aukið á vinsældir Maughams. Meðai þeirra má nefna Quartett, Trio, og Encore. — Hafa kvikmynda- húsagestir hérlendis fengið tæki- færi til að sjá nokkrar þessara mynda. ★ ★ ★ MAUGHAM hóf rithöfundarferil sinn með þvi að lýsa stórborgar- lífi Lundúnar (Liza of Lambeth) af raunsæi, en leitaði siðan æ meira fanga austur í Asíulönd (t. d. The Painted Veil). Fáir hafa Jýst lífinu þar betur, af meira raunsæi — meiri skilningi. Og þeir sem segja, að Maugham hafi engan boðskap haft að flytja um ævina ættu að minnast þess, að „með efnisvah sínu hefur hann stutt að því að kynna þorra manna í Bretlandi hugsunarhátt frumstæðra þjóða hins brezka heimsveldis og koma inn hjá Bretum almennt tilfinningu fyrir því, að slíkar þjóðir eru líka menn“, eins og Guðm. G. Haga- lín kemst að orði í desemberhefti Jarðar 1946. MIKIL VON Á hinn bóginn er rétt, að Maugham prédikar sjaldan í rit- um sínum. Hann segir frá á sinn sérstæða hátt, en er jafnframt meinhæðinn oft á tiðum og leik- ur margar persónur sínar grátt af þeim sökum. Hann varð snemma fyrir miklum áhrifum af frönsku natúralistunum og Maupassant, hefur ætíð sagt það sem honum hefur legið á hjarta og fyrir það var honum lengi iegið á hálsi, gagnrýnendur kváðu hann gróf- an og jafnvel hálf klúran. Þar við bættist, að hann var efa- semdamaður framan af, — en i The Razor’s Edge er von, mikil von. Biturleikinn er horfinn að miklu leyti, nú heldur trúmaður um pennan, lífsreyndur og víð- sýnn, umburðarlyndur, en ákveð- inn. ★ ★ ★ SOMERSET MAUGHAM hefur markað djúp spor í samtímabók- menntir heimsins. Hann hefur og drjúgum auðgað heimsbók- Og þó ber svo Effir Philip Toynbee •fc í ALLMÖRG ÁR hefur nú verið ólgandi uppreisnarhugur hjá mörgum bókmenntagagnrýn- anda gegn einræðisvaldi skáld- sagnagerðar á sviði nútimabók- mennta. Þessi vaxandi andúð á skáldsögum hefur látið mest á sér bera í Frakklandi, þar sem Paul Valery hefur verið hávær- asti andstæðingur þeirra. Hennar hefur einnig orðið vart í öðrum löndum. í Englandi hefur þetta komið fram í einstaka kaldhæðn- islegum setningum bókmennta- gagnrýnenda m. a. um það að eftir að James Joyce ritaði bók- ina „Odysseifur" sé búið að tæma möguleika skáldsagnagerðarinn- ar. En sá risavaxni skáldsagna- flokkur hafði að sumra áliti inni að halda í styttri mynd allar skáldsögur heimsins, sem ritaðar höfðu verið fram á þann dag. í Frakklandi segja sumir að Proust hafi bundið endahnútinn á skáldsagnagerðina. H—0—13 * M. M. CIORAN ritaði ný- lega grein í desember hefti „La Nouvelle Revue Francaise”, sem hann kallar endalok skáldsög- unnar, „Fin de Roman“. í þessari grein heldur hann líkræðu yfir skáldsögunni, frekar en að hann sýni henni banatilræði. Hann jarðsyngur skáldsöguna með ýtrustu varkárni og aðgæzlu, það er líkast því sem hann klappi moldina yfir gröf hennar vand- lega með lófunum til þess að hindra að hún risi nokkru sinni upp að nýju. Cioran viðurkennir að vísu að skáldsagan sé enn til, já, jafn- vel að hún sé rikjandi á sviði bókmenntanna, en hann stað- hæfir að þrátt fyrir alla þessa uppivöðslu skáldsögunnar sé hún dauð, já, steindauð. Dauðar skáldsögur halda á- fram að æxlast og vaxa og Cior- an krefst þess að þær hætti að koma frám á sjónarsviðið með tilli-ti til þess að þær eru orðnar liðin lík fyrir góðum tíma. 0—13—0 * RÖKSTUÐNINGUR Ciorans í greininni er mjög sterkur. „All- ir geta verið skáldsagnarithöf- undar, alveg eins og allir gátu verið guðfræðingar á miðöldum. Sérhver telur eigin reynslu verð- mætasta og nútíma kenningar okkar á sálfræði telja okkur trú um að sérhver hugsun okkar og verknaður sé stórlega mikilvæg- ur og athyglisverður. Skáldsagan er listform þess einstaklings, sem sér ekki sólina fyrir sjálfum sér. Höfundarnir eru stöðugt að rannsaka sig sjálfa og hug sinn. Þeir kaffæra sjálfa sig í einskisverðum smáatburð- um daglegs lífs. „Að skrifa skáldsögu um stórvægilega atburði, eða mik- ilmenni er álitið ófært,“ seg- ir Cioran. Þvert á móti er fussað og sveiað við slíkum ritum, sem fara ögn lengra en nef höfundarins nær.“ „Það er einstaklingurinn, sem nú skapar listina, en ekki listin, sem skapar einstaklinginn." í stað trúspekinnar, þar sem maðurinn leit á sjálfan sig menntirnar að ágætum ritverk- um, sem mörg munu vafalaust standast tímans tönn. Þá hefur hann og fært bókmenntirnar nær aiþýðu manna, og er það þakkar- vert út af fyrir sig, þótt það eitt sé lítill mælikvarði á gildi verka hans. — Aðdáendur hans skipta sennilega hundruðum þúsunda um allan heim. Um þessar mund- ir verður þeim hugsað til hans með hlýju og þakklæti. — Hér- lendis hugsa einnig margir til Maughams með virðingu og þökkum. — M. mikið á hentii undir æðri máttarvöldum, er nú komin sálfræðin, þar senx maðurinn stendur einn og' sjálfstæður i óskiljanlegu og- tilgangslausu samhengi \i9 tíma og rúm.“ 0—0—0 ÞANNIG farast Cioran oríí og ég held að hann hafi margt rétt fyrir sér í þessari árás- Megingalli skáldsögunnar hefux- alltaf verið að hún hefur stöð- ugt unnið að því að breyta einsk- isverðum atvikum í mikilvægari atburði. Hún er alltaf að telja okkur trú um að atburðir og það meira að segja skáldsöguatburðir, eigi skilið að vekja eftirtekt okk- ar. Þetta vandamál má túlka með orðum Valerys, þegar haniv sagði að hann gæti aldrei feng- ið sjálfan sig til að rita eftir- farandi setningu: „— Og mark- greifinn hellti síðan teinu.“ —- Og fyrst ég er ófáanlegur til að rita þessa setningu, þá er ég aík sjálfsögðu ekki fær um að rita skáldsögu, sagði Valery. Það er og rétt að á vorum tím- um hefur ofvöxtur hlaupið 1 skáldsagnagerðina. Mörgum. finnst skáldsagnagerðin eina bók- menntagreinin, sem nokkuð er varið í, og þeir líta ekki við öðru, hvorki leikritum, né kvæð- um o. s. frv. 0—0—0 ★ ÞAÐ ER GOTT að rifja þa« upp að frá fornöld þekkjum við aðeins tvær skáldsögur. Það erú. Gullasninn eftir Apuleius og Satyricon eftir Petronius og skáldsagnagerð fer ekki að þró- ast meðal okkar sem sérstök bókmenntagrein fyrr en á 17,. öld. Af þessu má sjá að skáld- sagnagerð er ekki óhjákvæmileg ritunaraðferð. Hún er aðeins. einkennileg aðferð vorra tíma, sem vel getur verið að falli nið- ur En þar með er ekki sagfc að skáklsagnagerðin sé þegar dauð, né að það sé brýnasta nauðsyn að drepa hana þegar i stað. Við höfum fundið þessa sérkennilegu og að sumu leyti óvirðulegu ritunaraðferð upp, vegna þess að hún hæfir um- hverfi okkar og andrúmslofti. Því að vísindahugmyndirnar, sem fyrst fóru að koma á kreik á sömu 17. öldinni, þeg- ar skáldsagan fæddist eri* gjarnar á að sundurliða, draga stöðugar rökrænar ályktanir og grundvallaðar á reynslw. Skáldsagnagerðin er einmitt það listform, sem vísindahug- sjónirnar eru ráðandi í. 0—0—0 ★ EN STÆRSTU vísindamenn hafa ekki látið sér nægja að’ safna og samræma staðreyndir. Þeir hafa stokkið djarflega út i hið ókunna myrkur til að leita að eða minnsta kosti að gera ráð fyrir hinum miklu náttúrulög- málum. Og alveg á sama hátt hafa ver- ið til skáldsagnahöfundar og eru enn til, sem sjá í gegnum allt þetta moldviðri af smáatburðum. Bak við öll smáatvikin leynist mikill almennur sannleikur. Eða svo maður segi þetta skáldlegri orðum. Þeir sjá eilifðina bak \dð tímann. Tökum sem dæmi „Stríð og friður“ eftir Tolstoy. Hún fjallar í rauninni ekki um inn- rás Napoleons í Rússland 1812. Hún notar að vísu smáatriðin frá þeim árum og þeim stöðum en til þess að bera fram miklar, sannar og algildar lýsingar á manninum, eðli hans og örlögum. •Satt að segja, þá er það að- eins vonda skáldsagan, sem er dauð og á það skilið að deyja. Ef hún aðeins vildi leggjast nið- ur og vera svo góð að geispa síðustu golunni! (Observer — Öll réttindi áskilin) á BEZT 40 AUGLVSA ± ▼ / MORGUISBLABINU ▼

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.