Morgunblaðið - 04.10.1951, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.10.1951, Blaðsíða 14
r 14 MORGUN BLAÐIÐ É’imzntadagur 4. október 1951 . Framlaaldssagan 13 .....■»■■■■ JEG EM ALBERT RAND? 1 iiiiinniimnninmiiiiiniUMJHJuiimjnimmiia EFTIR SAMUEL V. TAYLOR ..i Hún stirnaði. „Bert, hvað er að?“ „Ekkert“. „Segðu mjer það eins og þú Varst vanur að segja mjer það“. , „Láttu ekki eins og kjáni“. ; „Hvað er að þjer, Bert?“ „Það hefur margt skeð í dag“. „Ó, guð minn góður!“ sagði hún með öndina í hálsinum, Jeg hrökk við. „Jeg vissi það“, sagði hún. „Jeg vissi það strax og jeg faðm- aði þig. Hjerna í myrkrinu, þeg- ar jeg sje þig ekki, þá finn jeg það vel. Þú ert ekki Bert Rand. 5?ú ert hann ekki. Þú ert einhver annar. Þú ert ekki.... “ Jeg náði taki á henni með ann- árri hendinni utan um mittið á henni og hinni greip jeg fyrir munn hennar. Hún barðist um. Jeg heyrði að hundurinn urraði í myrkrinu. Jeg flutti mig með hana yfir að vöggunni. „Eitthvað hljóð upp úr þjer, og þá er úti um barnið“, sagði jeg. Skilyrðu það-“ Jeg sleppti henni frá mjer og þfeifaði eftir barninu. „Hvað ert þú að gera hjer?“ spurði hún. „Hvað viltu hjer? I'ú ert ekki Bert“. „Það eina sem jeg vil, er að 3-omast út hjeðan“, sagði jeg. „Jeg tek barnið með mjer. Þú færð það aftur á morgun, ef þú gerir eins og jeg segi þjer“. „Hvað á jeg að gera?“ „Þegja. Ekki segja Curly neitt. Þú mátt ekki gera neitt, sem gæti komið niðri á barninu þínu“. „Þú mátt ekki gera henni mein. Þú mátt það ekki“. „Það er undir sjálfri þjer kom- ið“, sagði jeg. „Eru dyr hjeðan út?“ „Já“. Hún gekk yfir gólfið. Jeg sá móta fyrir dyrunum í myrkrinu um leið og hún opnaði, Jeg fór út. „Farðu að hátta“, sagði jeg. „Ef þú þegir og gerir ekkert, færðu barnið þitt aftur á morgun“. Jeg gekk í kring um húsið og að bílnum. Jeg var næstum kom- inn að bílnum, þegar jeg sá mann sitja á aurbrettinu. Hann stóð upp þegar hann sá mig nálg- ast. Það var stór raaður í leður- jakka með rennilás að framan. Það var Bill Meadows. Við hlið tians var Doberman-hundurinn. 6. kafli. „Nú, já“, sagði hann. „Það var þá þannig“. „Já“, sagði jeg. „Mjer var farið að gremjast við þig“, sagði hann. „Hjer kem jeg og sje þig í gegn um gluggann sitja inni hjá þeim. Hvernig hefði farið, Bert, ef jeg hefði ekki sjeð þig?“ „Þú sást mig?“ sagði jeg. „Þú verður að muna það, Bert, að það eru fleiri en þú, sem koma við sögu. Þú verður að hugsa um okkur hin líka. Það var ákveðið að þú værir heima í kvöld hjá Coru. Það má búast við því að lögreglan líti þar inn svo að segja á hvaða tíma sólarhrings- ins sem er. Mjer gramdist þegar jeg sá þig hjerna. Mjer datt í hug að þú hefðir farið til að hitta Dolly. En það var krakk- inn. Já, jeg skil það vel. Það var krakkinn, sem þú vildir ná „Já“, sagði jeg. „Bíddu við“, sagði hann, „jeg kem strax aftur“. Hann lauth- aðist upp að húsinu og jeg heyrði hann segja eitt orð. Gumdrop. Hann sagði það hátt, og um leið heyrðist ægilegt hljóð innan úr húsinu, eins og í óðum hundum. Doberman-hundurinn við hlið- ina á mjer, þefaði út í loftið, og það fór titring ? um hann. Jeg heyrði konu æp og svo öskur í karlmanni. Og yfir allan hávað- ann heyrðust lætin í hundunum. Jeg stó eins og negldur við jörðina. er fannst hjartað í mjer hæí . >.ð slá. Og svo varð mjer óglatt. Jeg hjelt að það mundi líða yfir mig. Jeg vissi að hefði jeg haft nokkra hug- mynd um hvað Bill Meadows hafði í huga, þá hefði jeg gengið að honum dauðum áður en hann hafði úttalað þetta orð. Hann laumaðist aftur frá hús- inu, en jeg gat ekki horft á hann. „Komdu, Bert“, sagði hann. Hann rjeði ferðinni yfir hæðina, þar sem uxu eikartrje og acasíur. Jeg varð veikur af ógleðinni. Jeg var að stoppa og kasta upp. Þegar jeg þurrkaði mjer um munninn á eftir, sagði Bill Mea- dows: „Bert, jeg sje að þú ert ekki mikið gefinn fyrir hunda. ! En það jafnast ekkert á við vel ! vaninn hund. Maður þarf ekki | að segja nema eitt orð, ef hund- urinn er vel vaninn. Rjetta orð- ið....“ !„Þegiðu!“ öskraði jeg. Svört Ford-bifreið stóð við veg i inn þegar við komum niður af hæðinni hinum megin. Við sett- j umst upp í bilinn. Hundurinn stökk upp í aftursætið. | „Vertu ekki reiður við mig, i Bert“, sagði Bill Meadows um i leið og hann ók af stað. „Þetta j var þín hugmynd, Og má það ekki vera sama, hvort maður not ar hunda eða eitthvað annað. Við urðum að losna við þau. Þau voru fyrir. í þínum sporum hefði jeg aldrei átt neitt saman við Dolly að sælda. Það kemur auðvitað þjer einum við, en þetta var eina leiðin til að losna við þau. Það þýðir ekki að vera reiður við mig“. Hann leit á barnið, sem jeg hjelt á. „Hvað ætlarðu að gera við krakkann?“ „Það veit jeg ekki“. „Skildu það eftir á tröppun- um hjá einhverjum. Eða láttu mig gera það. Jeg þekki fólkið hjerna. Jeg þekki hjón í Palo Alto .... í Mayfield .... þau hafa verið að reyna að fá töku- barn lengi. En það er erfitt að fá krakka. Jeg skal láta það á I tröppurnar hjá þeim í nótt“, 1 „Ertu viss um að þú getir það?“ „Þú þekkir mig betur en svo, Bert, að þú þurfir að vantreysta mjer. Það getur verið að jeg hafi átt hugmyndina um að nota hund ana, en þú sagðir mjer að þú yrðir að losna við Dolly og Curly. Þú mátt ekki skella allri skuld- inni á mig“. „Nei, Bill“, sagði jeg. „Jeg er búinn að ná mjer“. „Jeg veit alveg hvernig það er. Mjer leið ekki sem best sjálf- um. En maður vrður að gera það, sem maður verður að gera. Þau hefðu sagt frá. Þú þekkir Curly. Þú ættir að minnsta kosti að þekkja hann. Þú hefur borgað honum stórfje á hverjum mán- uði. Þú hefur þurft að borga hon um bara af því að hann þekkti þig síðan í stríðinu. Hann hefði ábyggilega farið fram á helm- ingi meira, þegar hann var bú- inn að frjetta um tvær milljón- irnar. Við verðum að gera það, sem við verðum að gera“. „Hættu þessu kjaftæði“, sagði jeg. „Já, Bert, jeg veit hvernig þjer líður. Mjer líður líka illa. Mjer þótti þetta leiðinlegt. Jeg þekkti þau varla“. Hann ók á Woodside Road, sneri til vinstri og stöðvaði bíl- inn við Alameda. „Þú ferð úr hjer, Bert, ef ske kynni að lög- reglan sje yfir frá hjá Graham .... hjá þjer. Góða nótt, Bert. Hafðu ekki áhyggjur af barninu. Það verður farið vel með það“. Jeg lagði af stað upp Alameda. Þegar bíllinn var farinn sneri jeg við og gekk aftur yfir hæð- irnar. Pakkinn með fötunum mínum, frakkanum og jakkan- um, var ennþá í bílnum hjá Curly. Jeg vildi ekld láta finna hann þar. Jeg kom þangað klukkutíma síðar. Það heyrðist ekkert hljóð úr húsinu. Ekki einu sinni urr í hundunum. Mjer datt í hug að þau lægju kannske þarna með- vitundarlaus í blóðpollum og jeg fjekk þá brjálæðislegu hugmynd að fara inn með barefli og ganga frá þeim. Jeg sá það þó að hug- myndin var brjálæðsileg og hætti við það. Jeg tók fataböggulinn úr bílnum. Það var gott að fá flíkurnar fyrir nóttina. ARNALESBOK Jllorcjuziblaðsins 1 SIMONARNIR Gönrnl rússnesk þjóðsaga 17. Þegar kóngurinn fjekk að heyra þetta, grjet hann sárt og sagði: — Ó, elsku fagra dóttir mín. Guð hefur refsað mjer fyrir sjálfs- þóttann. Jeg ljet sem enginn konungur væri verður þess að hljóta hönd þína og jeg hjelt vörð um þig eins og dýrmætan gimstein. Nú finn jeg refsinguna. Þú liggur sem liðið lík á hafsbotni innan um þang og kóralþústur. Síðan sneri hann sjer að köppunum: — Og þið, aulabárðarnir ykkar, hvers vegna gættuð þið dóttur minnar ekki betur? Komið fangaverðir og farið með þá alla í tugthúsið. Þar skulu þeir dúsa meðan jeg er að finna einhverja refsingu svo harðvítuga, að jafn- vel afkomendur þeirra í þriðja lið muni eftir henni. Meðan kóngur Boozan-eyjar hjelt þannig áfram til skiptis að hamast í illsku og reiði og þess á milli að telja fram harma sína, sigldi skip Símonanna neðansjávar eins og silfurfiskur. Þegar Boozan eyja var komin í hvarf, þá stýrði fjórði Símon- ínn skipinu aftur upp á yfirborð hafsins, sem var spegilsljett og þar sigldi hann áleiðis heim í ríkj Douda konungs. En kóngsdóttirin mundi allt í einu eftir því að hún hafði dval- ist altof lengi um borð í skipinu .— Jeg verð að fara að snúa heim á leið. Ef jeg verð mikið lengur, þá rður faðir minn reiður. Hún gekk því upp á þilfarið, — en 1 i var þetta? Hún sá enga Boozan-eyjú. Hún sá aðeins hafið alit í kring um sig svo langt sem augað eygði og bláan himininn. Og nú haldið þið ef til vill, að þar með hafi þetta verið búið og gert. Kóngsdóttiri,*: hafi verið al- veg hjálparlaus á skipinu og Símonarnir hafi sigit racð hana heim í kóngsríkið, — en bíðum nú við. — Helena kóngsdóttir kunni nefnilega töfrab.:ogð. Hún lyfti hand- leggjunum, horfði til himins, og sjá! — ÍL'ra breyttist í fagran marglitan fugl. Hún breiddi út vængina og flaug í burtu. En r»ni ■ ■ I I ■ * 11 * *■ j»X* * *A'iA'■I*.■■ i.■■.* ■»■■■■■■■■»»■ ■ »mimiiinia■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ qtfyggni • « ■ ■ .«• • Það tilkvnnist hjer með, að jeg undirrituð hefi selt ; ; eignarhluta minn í Snyrtistofunni Iris, frk. Guðrúnu " ■ ■» ; Þorvaldsdóttur, sem rekur stofuna á sama stað og áður. > S Sigrún Þorsteinsdóttir. £ ■ n> ■ M Samkvæmt ofanrituðu starfræki jeg ein Snyrtistofuna ~ • Iris, en jafnframt mun frk. Hanna Ingólfsdóttir reka » ; hárgreiðslu á stofunni fyrir eigin reikning. (Áður hjá ; ; hárgreiðslustofunni Pirola). : : Guðrún Þorvaldsdóttir, I ■ \ \ M ■ SIMYRTISTOFAW ÍRIS ■ M Skólastræti 3 — Sími 80415 Z: Blómloukor f 3 túlipanar, páskaliljur, hyacenthur, keisarakróna ■ og margar fleiri tegundir. GRÓÐRARSTÖÐIN BIRKIHLÍÐ við Nýbýlaveg í Fossvogi. — Sími 4881. Jóhann Schröder, TILHYNMIIMG Afgreiðsla mín á amatörmyndum í Lækjargötu 8 E R F L U T T fyrst um sinn frá 1. október £ ljósmyndastofu mína Mmlúní 34 (HöfðaSaverfi) Opin frá ki. 1—6 e. h. Sími 2152. Car! Ólaissoa um borð. Hann hefur nýiega uppgötvað ágæti HonigS*1 k varanna — og gefur skipshöfninni nú, oft hina Ijúffengustu ráttf — úr rcakkarónum og i r desserta og búðinp úr Honigsrcjöii enda — f jölgar þeim dagleg sem þessar ágætu vöruf nota. — Fæst I næstu húð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.