Morgunblaðið - 17.09.1948, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.1948, Blaðsíða 14
14 MORGÚNBLAÐI& Föstudagur 17. sept. 1948, 1 nn> •***xajKsn M E L I S S A £k, V^L CJLJ! á^P^tf » $ðpi0 nmn«<ni(t Hún leit hægt við og beið |>ess að hann kæmi. Svo sagði hún: „Jeg var að hugsa um móð- ur ir.ína. Það er langt síðan að jeg hef hugsað um hann“. Hann var orðinn vanur því að hún kæmi flatt upp á sig og kipti ser því ekki upp við þetta. „Móður yðar?“ sagði hann. ,,Er ekki skamt síðan hún dó? Það er von að þjer saknið henn- ar“. Arabella hafði sagt hon- um frá því að þær mægðurnar hefði ekki átt skap saman. „En hversvegna eruð þjer að hugsa um það, sem hryggilegt er?“ Hann horfði beint framan í hana. „Jeg er ekki hrygg, Ravel“, sagði hún. „En mjer finst það ákaflega einkennilegt að jeg skuli vera að hugsa um mömmu í kvöld“. Hún hafði alveg nýlega tekið upp á því ósjálfrátt að kalla hann skírnarnafni, og það fór sæluhrollur um hann í hvert skifti, sem hún gerði það. Hann íærði sig nær henni og tók hönd hennar. Það hafði hann aldrei þorað að gera áður. Hún tók það sem vináttu og samúð- armerki og henni þótti vænt um bað. En það var eins og Ravel gleymdi öllu er hann hjelt í hendina á henni. Hún horfði á hann eins og barn. Hönd hennar var mátt- laus, en hann þrýsti henni hvað eftir annað. Og svo færði hann sig enn nær henni. „Jeg man hvað móðir mín var einstæðingsleg þegar hún dó“, sagði Melissa. „Hvers vegna var hún einstæðingsleg? Við vorum þó öll heima. Pho- ebe var uppáhald hennar og hún var líka mjög hrifin af Andrew. Mjer varð það alveg nýlega ljóst að Andrew er mjög líkur mömmu. Jeg vissi það ekki fyr. Já, það var ekki hægt að spilla þeim“. En svo fanst henni undarlegt að hún skyldi tala svona. „Hvers vegna segi jeg þetta, Ravel? Það var ekkert og eng- inn til að spilla þeim. Jeg veit ekkert hvað jeg er að segja. Mjer þótti aldrei vænt um mömmu. Jeg hjelt að hún hefði gert föður minn mjög óham- ingjusaman. En nú er jeg farin að sjá að það var ekki því að kenna að hún væri honum vond, heldur var það af því að hún skildi hann ekki. Og það getur vel verið að pabbi hafi ekki heldur skilið mömmu. Hún kunni aldrei að meta hann og hver gáfusnillingur hann var. Hún var þess vegna mjög einmana, og jeg finn það best nú, því að mjer finst jeg vera í hennar sporum“. „Hvers vegna eruð þjer að hugsa um það, sem liðið er?“ .sagði Ravel. „Jeg veit það ekki“, svaraði hún í barnslegri einfeldni. „En fortiðin er orðin mjög þýðing- arhiikil fyrir mig. Það er eitt- hvað, sem jeg er að reyna að muna eftir, eitthvað sem jeg þarf að skilja. Og það eru ein- kennilegar hugsanir, sem á-, sækja mig“. Svo breytti hún umræðuefni og horfði beint framan í hann: „Þier sögðuð fyrir skömmu að bjer væruð að Ijúka við 37. dagur kvæðið yðar. Er það nú full- gert?“ Honum brá ekki þótt hún kæmi þannig flatt upp á hann. „Jeg er nú að breyta til batn- aðar seinustu línunum. Þjer vorum ekki ánægð með sein- ustu hendinguna“, sagði hann. „Nei, það er satt, hún var svo litlaus. Það þarf að lýsa dauða Orfeus með miklu sterkari orð- um. En seinasta línan var svo afslepp og vesaldarleg að það var eins og verið væri að lýsa sorg út af fráfalli gamalmenn- is, en ekki manns á besta skeiði“. Hvað veist þú um besta skeið ið? hugsaði Ravel. Hvað veist þú um sorg, þú sem aldrei hefir elskað? | Þá var eins og Melissa færð- 1 ist alt í einu í aukana, og hún mælti með áherslu og bar hratt á: „Þegar maður hefir mist það, sem maður ann heitast, þá er engin hálfvelgja í hjartanu. Það er níst af sorg og hrópar hátt í örvílnan“. Ravel hugsaði: Hún er að hugsa um fráfall þessa mann- skratta, sem var faðir hennar. En upphátt sagði hann: „Þjer hljótið að hafa saknað hans föður yðar mjög mikið“. Hún sat þögul og hreyfingar- laus nokkra stund. Svo sagði hún lágt: „Föður míns? Ójá, jeg.saknaði föður míns mjög mikið“. Alt í einu fór hún í vasa sinn og dró þar upp volkað brjef. Hún leit framan í Ravel með sárum raunasvip. „Þetta er afrit af brjefi, sem faðir minn skrifaði Geoffrey fyrir mörgum árum. Það er svar við brjefi frá Geoffrey, þar sem Geoffrey bauðst til þess að kosta Phoebe í skóla. Lesið það. Þá munuð þjer sjá hve góður Geoffrey er. Jeg hjelt áður að hann væri harð- brjósta og tilfinningalaus, og nú iðrast jeg þgss sárlega að hafa haldið það um hann“. Ravel las brjefið. Honum fanst það ómerkilegt. Hann braut það saman og var hugsi. Hann þorði ekki að líta ú Melissa. Þó datt honum ekki í hug að hún væri að blekkja sjálfa sig. Ekki fyr en hann leit í augu hennar. Hún veit að átt er við sig, en vill ekki trúa því, hugsaði hann. Hún vill að jeg taki undir það að hjer sje átt við Phoebe. Væri það ekki betra fyrir hana að vita sannleikann og jeg segði henni eins og er? „Þú sjerð þarna hvað Geoff- rey er góður“, sagði hún eins og í bænarrómi. Hann fjekk ekki staðist það. „Já, þetta var miög fallega gert af honum“, saeði hann og varð kuldalegur á svipinn. Hann hevrði að Mflissa and- varn'aði eins og bun^u fargi væri 1 iott af benni. Hvoru»t þeirra sagði neitt. Hann la«ði brie-fið á stein milli beirra. H"n tók bað ur>n varlega eins og það væri brntbaett. ,.Það er vegna bess hvað offrey er góður að hann giftist mier“, hevrði hann að Melissa sagði ,.Og bess vegna verð ie« að hverfa hjeðan sem fyrst til .............................. a þess að losa hann við þá byrði, sem jeg er“. ■ Þá fann Ravel í einu vetfangi að komin var hin mikla stund, sem hann hafði biðið eftir mán- uðum saman. En hann fann líka annað. Og hann vildi ekki trúa því. Hann reyndi af öllum mætti að berja niður það, sem dómgreind hans sagði honum. Því að hjer mætti hann hinum fyrstu vonbrigðum lífs síns. Hann tók í handlegginn á Melissa og dró hana að sjer og andlit þeirra voru hvort við annað. Hún reyndi að slíta sig lausa, en hann hjelt fast. „Þetta er satt Melissa“, sagði hann. „Þjer verðið að fara hjeð an sem allra fyrst. Viljið þjer flýja með mjer á morgun?“ Hann kreisti handlegg henn- ar fast og langaði mest af öllu til þess að kyssa hana. Ef hann gæti aðeins fengið hana til þess að flýja með sjer. „í kvöld Melissa? Eða annað kvöld?“ Hún reyndi ekki lengur að losa sig, og hann sá að hún var alveg róleg. „Þier haldið að það sje rjett af mjer að fara?“ sagði hún. ,Já þjer eigið að fara“. Hjer er enginn sem elskar yður“. Hann þagnaði skyndilega. Hann kom sjer ekki að því að játa henni ást sína. ,Það er enginn hjer sem mundi sakna yðar Melissa. Jeg skal hjálpa yður. Jeg skal fara með yður hjeðan — til New York. Og jeg lofa yður því að við munum verða hamingjusöm. Annað kvöld?“ Melissa lokaði augunum og hallaðist upp að honum. Hún var náföl. „Þjer eruð góður“, sagði hún. „Jeg þekki engan og á engan vin. En þjer þekkið fjölda manna. Þjer ' munuð hjálpa mjer til þess að fá at- vinnu“. Ravel slepti henni. Honum fjellust hendur. Hann horfði lengi á hana, en hann vissi að það var þýðingarlaust. Samt gerði hann seinustu tilraun. „Melissa. Horfið í augun á mjer. Sjáið þjer ekkert þar?“ Hún svaraði þreytulega: „Jeg veit ekki hvað þjer eigið við. Jeg sje yður og veit að þjer er- uð vinur minn“. Nú varð löng þögn. „Það er framorðið“, sagði hann að lokum. Þau stóðu á fætur og gengu hlið við hlið inn í kjarrið. Þau komu þangað sem þau voru vön að kveðjast. Þá sagði Ravel dapurlega. „Hvenær viljið þjer fara hjeðan?“ „Jeg á ekki eftir að skrifa nema nokkuð blöð“, sagði hann. „Jeg get lokið bví á morgun eða hinn daginn. Og þá skal jeg láta yður vitg“. ólíóst fann hún að eitthvað var að. En hún vissi ekki hvað það var. Hún beið þess að hann se^ði eitthvað. En hann horfði a*°ins begiandi á hana um stund og rvo sneri hann sjer við f°Vk burt. Vítir tvo dapa hafði Ravel viðnrkenna það með „4ín,llr pfj ^ vf)n værj ^tl. b-ð v,pfði Vnctað bann harða barát.t.u við siálfan sig að kom- ast p?5 bessari niðurstöðu. Þetta ™ni mestu vonbrivðin í lífi bans. En þegar honum var Brauð og ostur Þýsk þjóðsaga 8. Hann er auðvitað að gera að gamni sínu, hugsaði Pjetur, Og þegar jeg er einu sinni kominn inn í höll hans, þá er engin hætta á, að jeg finni ekki sjálfum mjer einhver laun, Og nú varð allt eins og fyrir bróður hans. Rófnagægir bað hann um að fylgja sjer og fór svo hratt, að Pjetur varð að hlaupa eins og hann mögulega gat, og það var ekki fyri’ en hann hnje ljemagna niður, að Rófnagægir opnaði dyrnar að hellinum og leiddi hann inn. Og Pjetri varð eins og Hans um það að koma inn í hellinn varð ringlaður yfir því að sjá aðeins mosa og steina, þurkaða ávexti og hnetur. Þegar hann sá svo að bróðir hans var þarna að steikja kanínu hrökk hann við. 7 Hann ljet nú samt eins og hann þekkti ekki Hans og Hans ljet eins og hann þekkti ekki Pjetur. Kanntu að sjóða bollur? spurði Rófnagægir nýja þjónmn, Pjetur kinnkaði kolli. Það er langt síðan jeg hef borðað heitan mat, sagði fjall- guðinn, því að mjer leiðist sjálfum að búa hann til. En fyrst jeg hef fengið tvo góða þjóna, þá skal jeg vissulega láta mjer líða vel. Þarna liggur korn, sem þú getur þreskt milli tveggja steina. Síðan áttu að blása hisminu frá og sjóða bollur úr mjelinu. Þegar hinn þjóninn minn er búinn að steikja kanínuna, þá verður þú að hafa lokið þínu verki. Þetta var mikið strit fyrir aumingja Pjetur, en hvað um það. Nú var hann kominn á vald fjallguðsins og sá var ekk:. til að spauga með. Og svo var það þó allt af vonin um að finna fjársjóðina miklu. Það var enginn vafi á því. Hann hafði heyrt frá mörgum stöðum, að Rófnagægir hefði pen- inga eins og sand. Það vissi nú raunar hvert mannsbarn. Ja, hann skyldi ekki vera lengi að finna fiársjóðina, ef leiðinda- púkinn hann Pjetur væri ekki þarna. Kanínan var fullsteikt, löngu áður en hann var búinn með eftirmatinn, en hún var brennd, vegna þess, að Hans fannst — Afsakið, en......... * Móðirin: — Heyrðu, þú veist að mjer er mjög illa við það að þú látir ókunnuga menn vera inni í herberginu hjá þjer á kvöldin og fram eftir nóttu. Jeg hefi altaf miklar á- hyggjur af því. Dóttirin: — Það er alveg ó- þarfi, jeg var heima hjá hon- um í gærkveldi, og þá er það móðir hans sem á að hafa á- hyggjur. ★ Rakari einn kom seint til vinnunnar og spurði húsbóndi) hans hann að því, hvernig á því stæði. — Jeg var að raka mig í morgun, sagði hann, en áður en jeg vissi af hafði jeg fengið sjláfan mig til þess að trúa þvi a j jeg þyrfti líka að klippa mig og- þvo mjer um hárið- ★ Það var í samkvæmi að tvær konur voru kyntar hvor fyrií annarri: „Ö, nú mán jeg eftir því að við höfum húst fyrr. Það var í samkvæmi hjá fru Jónsson í fyrra“, sagði önnur þeirra, „jeg man að vísu ekki hvað þjer heitið, en jeg gleymí aldrei kjólum, sem jeg hefi sjeð“. ★ Leikari var að tala um á- kveðið boð við konuna sína. — Heyrðu, elskan, sagði hann, var það þig sem jeg kysti á svölunum víð bakdyrnar? Án þess að láta sjer bregða hið minsta, sagði konan ástúð- lega: — Um hvaða leyti, ást- in? ★ Sölumaður, sem var annál- aður fyrir dugnað sinn, hafðl ákveðið þrátt fyrir allt að fyr- irfara sjer. Til þess að fram- kvæma þá athöfn, klifraði hann upp á handrið brúar nokkurr- ar, og var kominn að því að kasta sjer niður, þegar lög- regluþjónn, sem sá til hans, kallaði: — Hei, þú þarna, þú getur ekki gert þetta. — Hversvegna ekki? hróp- aði sölxnnaðurinn og fór að út- skýra og ræða málið við lög- regluþjóninn. Eftir nokkurn tíma stukku þeir báðir í ólg- andi ána. KP LOFTVR GKTVfí ÞAÐ EE’Zt — þA rtVER?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.