Morgunblaðið - 17.09.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.09.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 17. sept. 1948. Sjöiugur: Þórarinn Sfefánsson hreppstj. í Húsavík ÞORARINN Stefánsson, hrepp- stjóri í Húsavík, á í dag sjö- tugsafmæli, en hann er fæddur • 17. sept. 1878 að Grásíðu í Kelduhverfi. Þórarinn hreppstjóri, eins og hann er kallaður í daglegu tali, er meðal þeirra manna, sem er mikil ánægja að kynnast og eiga samxylgd með á lífsleiðinni. — Hann er áreiðanlegur mann- kostamaður, sem áunnið hefur ' sjer traust samborgaranna, sem m. a. kemur fram í því, að slík- um mönnum eru falin marg- vísleg umboðsstörf í opinbera þágu. Þórarinn hefur nú verið hreppstjóri í Húsavík í um 36 ára skeið, sem er enginn smá- ræðis embættisaldur. Áður en hann tók við hreppstjórastörf- um hafði hann byrjað bóka- verslun á Húsavík og stofnað Ljósmyndastofu Húsavíkur. — Bókaverslun sína rekur Þórar- inn enn, en ljósmyndastofunni hefur hin ágæta kona hans, frú Sigríður Ingvarsdóttir veitt for- stöðu lengst af, nema örfá fyrstu árin. Þórarinn hefur gegnt ýmsum opinberum störfum í þágu hreppsfjelagsins í Húsavík, átt sæti í skólanefnd og sóknar- nefnd og ýmsum fleiri nefnd- ' um, og verið mjög lengi for- maður skattanefndar, auk þess sem hann hefur tekið þátt :' undirbúningi og stjórn ýmissa framfaramála Húsvíkinga. — Hann á sæti í stjórn sjúkra- hússins í Húsavík og vann ötul- lega að því að koma því upp, hefur átt sseti í stjórn Spari- sjóðs Húsavíkur og verið um- boðsmaður stjórnar Síldarverk- smiðja ríkisins, og framkvæmda stjóri síldarverksmiðjunnar í Húsavík. Jeg býst við, að ýmsum þeim, sem hafa átt samleið með Þór- arni, finnist hann enginn á- hlaupamaður, enda lætur hann ekki mikið yfir sjer og er hlje- drægur. Hinsvegar vita allir, sem til þekkja, að þeim málum ér vel komið, sem Þórarinn hef- ur tekið að sjer að sinna. Hann er öruggur málafylgjumaður og kann sitt lag á því að koma sin- ’ um málum fram. Þau hjónin Þórarinn og frú Sigríður njóta einlægra og mik- illa vinsælda meðal Húsvík- inga, þar sem þeirra mörgu og góðu störf hafa verið innt af hendi, Heimili þeirra hefur ver- ið til fyrirmyndar að reglu- semi og prýði, og hefur verið gott að njóta þar heimilisvin- ' áttu og gestrisni. Eiga þau hjón tvo efnissyni uppkomna, Ingvar og Stefán en mistu eftirlætisdóttur, Mar- 'grjeti, barnunga. 'J 1 Sjálfstæðisflokkurinn hefur 'átt hauk í horni þar sem Þór- árinn er. Sjálfstæðisflokkurinn 'hefur verið í minnihlutaaðstöðu Jí hjeraðinu, en einmitt þess vegna hafa trúnaðarmenn lians 1 Óft þurft að beita þrautsfegju og ' lægni — og þar hefur Þórarinn aldrei bilað. Festa hans og rjett- sýni mun einnig viðurkennd. þótt leitað sje langt út í raðir pólitískra andstæðinga. Jeg vildi mega flytja hinum sjötuga heiðursmanni bestu af ■ mælisóskir. Jeg veit, að allir þeir, sem hafa haft kynni af Þórarni, minnast í dag með þakklæti hans mörgu og ágætu mannkosta ,um leið og við ósk- um þess, að þeirra megi lengi við njóta. Jóhann Hafstein Nýtt smásagnasafn FYRIR nokkru síðan kom úi á vegum Helgafells, smásagna- safnið Fljúgðu, fljúgðu klæði, eftir Einar Guðmundsson. Höf- undurinn er þegar orðinn ölluin almenningi kunnur fyrir þjóð- sagnasöfnun og á safn hans — íslenskar þjóðsögur, miklum vinsældum að fagna meðal allra þeirra, sem þjóðsögum unna og þær kunna að meta. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn, sem Einar sendir frá sjer frumsamdar sögur og er óhætt að segja að hann fer vel af stað í safninu eru 5 sögur og bera þær þess allar glöggan vott, að höfundurinn hefur náð meirl þroska en títt er um byrjendur á sviði smásagnagerðar. Hjer skal ekki rakið efni þessara sagna, aðeins minnst á fyrstu. sögu bókarinnar, sem höfundur inn nefnir — Plógurinn. — Er það lýsing á linnulausri bar- áttu bónda við óblíð náttúru- öflin og trú hans á mátt ís- lenskrar gróðurmoldar. Sagan er með köflum svo snilldarlega gerð, að jafnað verður til hins besta í íslenskri smásagnagerð. Yfir öllum sögunum hvílir einhver rómantískur viðkvæmn isblær, sem þó hvergi verður væminn. Höfundinum virðist vera óvenju vel sýnt um að rita fagurt íslenskt mál. Er þess að vænta, að almenn- ingi gefist kostur á að sjá meira af verkum þessa athyglisverða höfundar á prenti áður en lang ir tímar líða. V. f í ^>túfha óskast í sjerverslun. Tilb. merkt: „Verslun“ — 0342 sendist afgr. Mbl. fyrirg laugardag. Guðmundur Einarsson frá Miðdal: 1947-1948 Handa vinum yðar erlendis er ekki kostur á betri gjöf. itiMiimiiiiMtiiimmmiMimfiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiin tni Stofa óskast til leigu. Fyrirfram- greiðsla. — Upplýsingar í síma 7779. Zeiss, Ikon — myndavjel j í brúnni tösku, tapaðist sl. | laugardagskvöld á bíla- f stæði Hreyfils. Finnandi I vinsamlega láti Stefán = Jónsson vita í sima 3617 = eða 2895. I MimiiMtMMiiimmimiimiiiiMHMiimiiHmiHiiiiiiiiiif 500 kr. Ungur drengur tíndi 500 kr. seðli úr vasa sínum í fyrradag í Blesagróf eða p leiðinni þaðan á Grensás veg. Skilvís finnandi vin- samlega beðinn að gera að vart í síma 2567, gegn fund arlaunum. ll*H«lllrt«rHlinillllU*IIIIIHHIIIIHimil*» I : Vjelsturtur Hefi til sölu vjelsturtur á 5 tonna International með áföstum stálpalli. Einnig talsvert af varahlutum í Bedfoord og G. M. C. — Uppl. í síma 4396. llllllllimilllMHIMIMIIIMMIIMIIIIII MIIIIIIMIIIIIIIIIIII Einar Ásmundsson hœztaréttarlögmaður Skrlf TJarnarröta 1* — 8önl HIJ Fyrsta flokks í 1/8 kútum og ógætar gulrófur í 1/1 og % sekkium, verðið hagstætt. Hverfisg. 52- Sími 1727. Framhaldsaðalfundur H.f. Kol, Tindum verður haldinn í Tjarnarcafé, uppi, þriðjudaginn 28. þ. m. og hefst kl. 8.30 e. h. Stjórnin. Nokkur getum við útvegað frá Englandi nú þegar gegn nauð- synlegum innflutnings- og gjaldeyrisleyfum. Cjídi Cda allctoróóon 4UGLÝSING Ett GUL» í LDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.