Morgunblaðið - 17.09.1948, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.09.1948, Blaðsíða 11
Föstudagur 17. sept. 1948. MORGUIVBLAÐIÐ Brjef: Eítir Sigurð Baldvinsson, útgerðarmann, Ólafsfirði 1 MORGUNBLAÐINU 10. f.m. er frjett eða frásögn af slvs inu sem varð á Húnaflóa 7. þ. m. Sú fráscgn er vægast sagt 'ógætileg, því hún tennir m s. Stíganda, eða skipstjóra hans ■um þetta hörmulega slys. Sjópróf voru haldin á Akur- eyri yfir skipstjóra m.s. Arin- bjarnar, veiðiformanni og tveimur hásetum, og í Ólafs- ífirði yfir skipstjóra m.s. Stíg- pnda, stýrimanni, fyrsta og Öðr tun yjelstjóra, matsve'ni. og tveimur hásetum. Jeg hef fylgst með þessum yfirheyrslum og tel mig hafa rjett til að benda á nokkur at- riði, er fram hafa komið, er að minu áliti, benda til þess að frjettaburður blaða af slysinu ög hverjum það væri að kenna, hefði átt að vera gætilegri. 1. Veiðiformaður, eða nóta- bassi m.s. Arinbjamar ber það 'fyxir rjettinum að þegar 3—4 bátslengdir hafi verið milli m.s. Stíganda og báts m.s. Arin- bjarnar hafi sjer virst engin hætta stafa af skipinu, svo hann veitti því enga athygli fyr en hálf bátslengd var i skipið, ög árekstur óumflýjanlegur. Þó hafði hann Stíganda á stjórn- borða. 2. Það er viðurkent að bátar m.s. Arinbjarnar voru á fullri ferð, og að á þeim var aldrei hægt. Um ganghraða þeirra munu aftur vera skiftar skoðan ir. 3. Þeir 3 menn sem voru um borð í m.s. Stíganda viðurkenna ekki að ferð skipsins hafi verið aúkin, eftir að þeirra bátum var sleppt. 4. Skipshöfn m.s. Stiganda ber það fram að m.s. Stigandi hafi verið að snúast til stjórn borða eftir að hami sleppti sín trm bátum, og þar til árekstur inn varð, og þá hafi skipið liaft horf inn á flóa eða nálægt suðri 5. Þeir sem vom. um borð í m.s. Stíganda halda því fram að bátar m.s. Arinbjörns hafi haft mun meiri ferð en m.s- Stígandi. 6. Þeir sem vora í bátum m.s. Stíganda fullyrða að þeir hafi ekki sjeð báta Arinbjarnar frá því þeir yfirgáfu skip sitt, þar til bátarnir skutust tæplega hálf ir fyrir stefni m.s. Stíganda og 'óreksturinn varð. Að lokum kemur svo hjer af- rit af skýrslu Jóns Guðjónsson ar skipstjóra, undirskrifuð af honum og stýrimanni hans. Hinn 7. ágúst 1948 var m.s. Stígandi ÓF 25 að veiðum út af Trjekyllisvik í Húnaflóa, á- samt fleiri skipum. Um kl. 20 ,var skipið að keyra að sildar- torfu, stefna um SA. I um það bil 1 ,5 sm. fjarlægð austar á flóanum var m.s. Arinbjörft RE 18 að Ijúka við að háfa. Er þeir höfðu loki háfingunni, keyra þeir frá skipinu á bát- pnum, og stefna að sömu torfu en skipið liggur kyrrrt eftir- M.s. Stígandi hefir torfuna á sjórn borða, en snurpinótabáta m.s. Arinbjarnar á bakborða. Keyrt yar í um það bil 5 mínútur pneð 8 sm. hraða þar til komið Brjef: Sjómannagjafi var í torfuna. Var ferðin þá minkuð og stýrið lagt hart í stjórnborða, snurpubá tarnir dregnir að, og mennirnir fara niður í þá, skipstjóri síðastur. Bátunum Arar sleppt samstundis og þe'im snúið að torfunni, og byrjað að kasta um leið. Er kast að hafði verið um 6 föðmum úr hvorum báti, sást á nóta- báta m.s. Arinbjarnar fyrir ste'fni m.s. Stíganda og voru beir á mikilli ferð. Áreksturinn varð um leið. Stefni m.s. Stig anda lenti á stjórnborðshliðinni á stjórnborðsbáti m.s. Arin- bjarnar og sökk sá bátur strax en bakborðsbátnum hvolfdi- Skipverjar á m.s. Stíganda hættu þegar i stað að kasta og ætluðu að draga nótina inn í bátana aftur, en urðu að hætta við það, sökum þess, að nótin hafði festst í skrúfu stjórnborðs bátsins. Komu þá skipstjóri og annar maður úr stjórnborðsbát yfir í bakborðsbát og var nót- inni kastað alveg úr þeim báti, í áttina að slysstaðnum og hann notaður við björgunina. Um borð í m.s. Stíganda voru fyrsti og annar vjelstjóri og mat- sve'inn. Þeir hentu þegar út bjarghringjum, belgjum og tó- um. Tókst sumum mönnunúm að ná i þetta, og auk þess komst einn upp á bakborðsakken m.s. Stíganda um leið og árekstur inn varð, og var honum bjarg að þaðan. Flestum var þó bjarg að upp í snurpubátinn. Tveir menn af m.s. Stiganda steyptu sjer til sunds. Var annar Þór arinn Guðmundsson, og hugð ist hann ná manni, sem var að gefast upp á sundi, en hann sökk áður fcn Þórarinn komst ti. hans. Hinn var Ragnar Ingi marsson, og náði hann einum manni meðvitundarlausum. Alls náðust 11 menn, en 13 voru í bátunum- Tveir af þeim sem náðust, voru meðvitundar lausir, og báðir með áverka. L. ifgunartilraunir voru þegar hafnar á þeim í snurpubátun um og þeim haldið þar áfram, uns m.s. Arinbjörn kom á slys staðinn, en hann hafði legið rótlaus meðan á björguninni stóð, í um það bil 0.5 sml. fjar lægð. Voru þá þessir 2 menn settir um borð í m.s. Arinbjörn og haldið áfram lífgunartilraun rnn þar. M.s. Arinbjörn lagði þegar af stað til Djúpuvíkur og fóru þangað með honum 2 menn af m.s. Stíganda. Þar tóku aðrir menn við lífgunartil raummum, og var þeim haldið 'áfram til kl. 1.00 8. ágúst, en 1 árapgurslaust- M.s. Stígandi reyndi á meðan að ná upp veið arfærunum. Um borð í honum voru 7 menn af m.s. Arinbirni M. s. Arinbjörn kom aftur til m.s. Stiganda um kl. 3.00 og tók menn sína um borð. Skips menn af m.s. Stíganda fóru síð an með það, sem þeir höfðu áð ur náð, af snurpinótinni yfir í m.s. Arinbjörn. M.s. Sjöfn frá Vestmanna- ejpum kom á slysstaðinn um það leyti sem mönnunum hafði verið bjargað. M.s. Mars frá Frh. á bls. 12. Hr. ritstjóri. ÞAR SEM SVO mjög er nú rætt og ritað um gjaldeyri langar mig til að ræða þá hlið, sem að okkur sjómönnunum snýr, er siglum landa á milli. Samkv. siglingalögunum eig'um við rjett til að krefjast viss hundraðs- hluta af kaupi okkar í gjald- eyri þess lands er vdð siglum til. Farmennirnir þ. e. a. s. þeir, sem sigla á fólks- og vöruflutn- ingaskipum munu t. d. fá 30% af kaupi sinu í gjaldeyri þeirra landa, sem þeir sigla til. Nú vil jeg spyrja, og vona að þeir svari, sem hlut eiga að máli. Við hvaða hundraðshluta er miðað við hjá togarasjómönn- um þeim, er sigla með ísvar- inn iisk til útlanda? Okkur hef- ur verið úthlutað 25 £ fyrir hvern túr, sem við höfum siglt til Englands, og mun þó muna dálitiu eftir því á hvaða skip- um siglt er. Vill nú ekki gjaldeyrisnefnd eða þeir, sem gjaldeyrisúthlut- uninni ráða birta okkur togara- sjómönnum reglur þær, er hún hefur sett um valútu okkar? Jeg veit að það yrði mjög vel þegið og er þess fullviss að dagblöð bæjarins mundu birta hana. í sumar hafa verið farnar margar söluferðir með ísvarinn fisk til Þýskalands. Jeg vil nú gera nokkra grein fyrir gjald- eyrisúthlutun þeirri eins og hún hefur verið. Siglt hefur verið til þriggja borga. í Þýskalandi, Cuxhaven, Hamborg og Brem- erhaven. Cuxhaven og Ham- borg eru á breska hernámssvæð inu og þar hefur veiið úthlutað 1—3 £ á mann, en í Bremer- haven, sem er á því bandaríska hefur enginn eyrir verið látinn. Nú er það að athuga að £ þau, sem látin hafa verið í þessum tveim borgum eru svokölluð hernámspund og alls ekki gjald geng í þýskum verslunum, held j ur gilda þau aðeins á hernáms- hótelum hersins. (íslendingar hafa aðgang að þeim). Nú hafa einstök skip komið við í Englandi að aflokinni sölu ferð til Þýskalands, til þess að afla sjer ýmissa nauðsynja, en ekki nærri alltaf hafa menn þá fengið sína valútu sem um Eng landsferð væri að ræða. Nú er það álit okkar að fyrir þá túra, sem við komum ekki við í Eng- landi að aflokinni söluferð til Þýskalands, beri okkur engu að síður gjaldeyri og höfum því skoðað hann sem inneign okkaO En hvað skeður? Okkur er tjáð af útgerðarmönnum, að þeir hafi eigi leyfi viðskiptanefndar til að afhenda okkur gjaldeyri fyrir slíka túra. Nú finnst okk- ur sjómönnum við allmiklum órjetti beittir, ef þetta er eða verður endanleg ákvörðun vald , hafanna í þessu máli og trúum við ekki að óreyndu að svo , verði. Og jeg veit að það er ósk sjómanna, að þeim verði gerð grein fyrir ef viðskiptanefnd telur sig hafa lagalegan eða siðferðilegan rjett til að svipta okkur þessum auma gjaldeyris- skamti okkar. Eða eigum við að gjalda þess sem ekki höfum komið við í Framh. á bls. 12. 11 Flóttamenn í kæra aðferðir mssneska sendiráðsins Rússar beita hvafningum og ógnunum Eftir Tomas Harris, frjettaritara Reuters. Þegar sænska utanríkisráðu- neytið aðvaraði rússneska sendi ráðið, um að það skyldi ekki blanda sjer meir í mál 19 ára flóttastúlkunnar Lydia Makar- ova, kom f jöldinn allur af þeim 60.000 baltnesku flóttamönnum, sem í Svíþjóð búa nú, fram með kærur út af því, að sendimenn Rússa væru alltaf á hælum þeirra. í viðtali, seni blaðamenn áttu við þetta flóttafólk, sagðist það vera þess fullvíst, að rússneska sendiráðið hefði hafið skipulega herferð til að hvetja, ógna eða neyða það til að snúa heim aust ur fyrir járntjaldið. Enn sem komið er hafa aðeins tveir 15 ára piltar farið að ráðlegging- um sendiráðsins. Ókunn rötUI í síma. í Stockholms Tidningen v ar nýlega sagt frá því, að sumir baltnesku flóttamennirnir hefðu fengið símhxingingu snemma morguns og í símanum var ó- kunn rödd, sem hvatti þá til að snúa heim „því að annars megið þjer eiga von á hegn- ingu“. Einn flóttamannanna, sem hafði orðið fyrir þesssu þrjá morgna í röð, kvartaði yfir því við lögregluna, sem fann það út, að hringt hefði verið úr almenningssíma í Odengaten, sem er ein af aðalgötum Stokk- hólms. Eru það njósnarar? Blaðið bendir á, að grunsam- legt sje, hvernig Rússarnir finna heimilisfang margra flótta mannanna, sem reynt hafa að dyljast. — Getur verið, spvr það, að það sjeu njósnarar, sem finna heimilisföngin? Rússneska sendiráðið hefur hvað eftir annað snúið sjer til ýmissa listamanna frá Eystra- saltsríkjunum, sem dveljast sem flóttamenn i Sviþjóð. Bæði Ed- vard Tubin, tónskáld, Oscar Roots, píanósnillingur og Milvi Laid óperusöngvari hafa orðið fyrir því og skýrðu þeir frjetta- ritara Reuters frá aðferðum Rússanna, sem voru kurteisleg- ar í þessu tilfelli. Fyrst hringdi rússneskur sendisveitarfulltrúi til þeirra og skoraði á þá að snúa heim. Þegar þeir gengdu því engu, kom fulltrúinn sjálfur í heirc- sókn og færði þeim brjef und- irritað af helstu listamönnum Rússlands eða Eystrasaltsland- anna, þar sem sagði, að lista- menn væru mikilsmetnir og lifðu góðu lífi í Rússlandi, þess vegna væri gáfulegast fyrir flóttafólkið að snúa aftur heim, Þegar þeir svöruðu sendisveit arfulltrúunum, að þeir hefðu sest að í Svíþjóð, og liði vel þar kvaddi hann kurteislega. Dularfullur Mr. Simson. Sænska lögreglan athugar nú mál óþekkts manns, sem kalU aoi sig Mr. Simson. Maður þessi talar mörg Evrópumál reip- rennandi og fyrir nokkru kom hann í heimsókn til Jönköbing, þar sem margir baltnesku flótta mennirnir vinna í verksmiðju. Átti hann tal við blaðamenn í borginni og bað þá að birta orðsendingu um að hann lang- aði til að eiga tal við sem flesta flóttamenn. Voru þeir beðnir um að hitta hann á gistihúsi borgarinnar. Orðsending þessi var birt í nokkrum blöðum og allmargir flóttamannanna gegndu kallinu. Mr. Simson tók kurteislesa á móti þeim og sagði, að nauð- ungarflutningum fólks frá Eystrasaltsríkjunum til Síberíu væri nú hætt, vegna þess, að þeir hefðu verið hræðileg mis- tök. Sagði hann flóttamönnun- um, að þeir þyrftu ekkert að óttast, ef þeir sneru nú heim til föðurlands síns. Ekki er vitað til að neinn hafi farið eftir ráðleggingum hans. Það er ekki enn ljóst, hvort maður þessi hefur haít sam- band við rússneska sendiráðið, en þrátt fyrir það er víst, að sendiráðið beitir öllum með- ulum til að rejma að fá flótta- fólkið til heimferðar. EkM rsxeiri mannaveiðar Eftir Makarova málið hafa öll stærstu blöð Stokkhólms, svo sem Morgon Tidningen, Stock- holms Tidningen og Dagens Nyheter krafist þess í ritstjórn argreinum sínum, að sænska ut anríkisráðuneytið viðhefði meiri varúðarráðstafanir en fyrr til þess að tryggja öryggi þeirra ílóttamanna, sem hælia leita í Svíþjóð. Stockholms Tidningen var berorðast þeirra. Þar stóS: Það verður að leggja áherslu á, að fyrirbyggja frekari mannaveið- ar Rússa í Svíþjóð. Og það verð- ur að gera rússneska sendiráð- inu það Ijóst að slíka framkomu getum við ekki lengur þolað. Dagens Nyheter var fyrsta blaðið, sem skýrði frá þeirri ó- fyrirleitni, sem Rússar fceittu í Makarova málinu og skýrði frá heimsókn Vlaaimir Petro- pavlovskij til hennar. Föður Makarova boðiS Nú hefur blaðið skorað' á rússneska sendiráðið að sýna brjef það, sem átti að hafa kom ið frá föður ungfrú Makarovn, en Petropavlovskij sagði frá þvi að í þessu brjefi hefði faðir henn ar beðið hana um að kpm.a heim. Nú hefur Dagens Nyheter boðist til að kosta ferð gamla mannsins til Svíþjóðar, svo að hann geti sannfærst af eigin sjón um að dóttur hans líði vel. Sendiráðið hefur neitað að sýna brjefið og ungfrú Makar- Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.