Morgunblaðið - 07.12.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.1946, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Laugardagur 7. des. 1946 BLÓÐSUGAN Qtir JoL n C'joocIlvL n ■ni iíTniinTinniiíiiíiinnínmminiminiBmaiBHííiTimiimui •miiiiiiiiiiiiiiiniuiiiiiiimmiuiiuiiiuiiimiimiiiiiiiiinnma Að jarðarmiðju Efíir EDGAK RICE BURROGHS. 58. dagur — En nú hafði hr. Orme misst þingsæti sitt, og lá undir grun hjá almenningsálitinu, sSgði Haggard. — Hafði það engin áhrif á svar yðar? — Jeg gaf svar mitt með enn meiri ánægju, ef það ann- ars er hugsanlegt, sagði Marga ret og lyfti höfðinu stolt. — Því meir þurfti hann mín við þegar svona stóð á. Okyrð varð meðal áheyrenda og Haggard lofaði áhrifunum að njóta sín. — Við höfum heyrt, og það meira að.segja frá sækjandan- um, að Orme hefir einu sinni bjargað lífi yðar undir kring- umstæðum, sem voru hættuleg fyrir líf hans. Var það þá ann- að en þakklæti, sem rjeð svari yðar? Margaret svaraði rólega og óhrædd: — Ef þjer eigið við, hvort jeg elski Orme, svaraði hún, — þá er svarið það, að það hef jeg gert og geri. Haggard hneigði sig og sett- ist niður. Margaret fór burt með niðurlútu höfðu og reyndi að leyna eftir föngum heitu tárunum, sem hún gat ekki ráð ið við. Það var ekki trútt um, að einnig væru vot augu með- al áheyrendanna. — Þetta var nú enginn vitn- isburður, en getur haft áhrif á kviðdóminn engu að síður, sagði ungur málfærslumaður við fjelaga sinn. — Graeme var heimskur að kalla hana sem vitni. — Graeme gat ekki stillt sig, svaraði hinn ungi málfærslu- maður, — en Haggard stakk fyrir honum trompið. Held- urðu, að hann kalli ákærða sjálfan? — Það efast jeg um. Orme yrði slæmt vitni og Haggard myndi hafa ógagn af honum. Og hann hefir allt útlitið á móti sjer. Margaret Garth var síðasta vitnið, sem sækjandi kallaði. Þá kallaði Haggard fyrsta vitni varnarinnar. Það var Lenthall nokkur, verkstjóri' í bómullarverksmiðju, og stóð ekki í neinu sambandi hvorki við kosninguna nje mútumálið. — Hvar voruð þjer klukkan sex þann 1. nóvember? spurði Haggard. Vitnið kvaðst hafa verið í drykkjustofunni í „Græna manninum“, beint á móti Old- ham Gardens, og þar hefði Simon Linke líka verið. Linke hafði eytt peningum örlátlega og boðið honum glas og vindil, en hann neitaði. Linke var nokkuð ölvaður en þó ekki há- vær. Hann virtist vera í önugu skapi og skammaði vitnið fyr- ir að þiggja ekki boðið. Linke fór síðan út, ásamt Outhwaite, sem þarna var einnig staddur. — Sáuð þjer Linke aftur? — Já, jeg sá hann sitja á bekk undir trje úti í garðinum, tíu mínútum seinna, ásamt öðrum manni. — Þekktuð þjer þann mann í sjón? rr- Já, það var Massingham. Þeir voru að tala asman. — Sá annarhvor þeirra yð- ur? Vitnið hjelt, að svo myndi eklci hafa verið. Hann hafði gengið hinumegin við trjeð'á leið sinni gegn um garðinn, og lagði yfirleitt ekkert upp úr því, þó hann sæi mennina sam- an. Hann gekk í minna en fimmtíu feta fjarlægð frá þeim, og gat staðfest með eiði, að hinn maðurinn hefði verið Massingham. Nú varð talsverð suða í rjettarsalnum. Graeme þaul- spurði vitnið, en hinn ljet eng- an bilbug á sjer finna viðvíkj- andi framburði sínum. Dóm- arinn skipaði-að kalla aftur á Simon Linke. Hann vann eiðinn og fjekk alvarlega aðvörun hjá dómar- anum, og síðan var hann spurður aftur. Linke var fölur í andliti og þverúðgur. Hann hjelt því fast fram að hann hefði ekki talað við Massing- ham í garðinum og ekki setst undir trjeð. Ef einhver segði það, væri það ósatt. Dómarinn, sem hafði sjálfur lagt spurninguna fyrir Linke, tók við . svarinu með stirðum og hreyfingarlausum andlits- svip. Linke veik frá. — Þá ætla jeg ekki að kalla fleiri vitni af hálfu verjanda, sagði Haggard og brosti beisk- lega. Sækjandinn stóð nú upp með blöð sín í hendinni og á- varpaði kviðdóminn. Hann mælti eindregið með sektar- dómi og -tíndi saman allar sannanirnar gegn ákærða, og ljet svo um mælt, að þær væru óhrekjanlegar. Hann sagði, að þetta ósam- ræmi í framburði Linkes væri ekki annað en vitni á móti vitni, annars stæði það á engu hvort Linke- hefði hitt Mass- ingham í Oldham Gardens. En það, sem málinu skipti væri það, að Massingham hefði kom ið heim til Linke og síðan far- ið beint þaðan í gistihúsið þar sem Orrrie bjó, og fjell þar fyrir hnífi Ormes. — Jeg bið yður, herrar mín- ir, að taka ekld mark á hinum órökstuddu árásum á Sir Mel- moth Craven, vin hins látna, sem ekki einu sinni verjand- inn hefir dirfst að bendla við þetta morð. Og með hverjum hefði hann líka átt að vera í fjelagi? Það er nóg, að Sir Melmoth hefir misst vin sinn og samherja, sem hann hafði skilið við í Westington í besta gengi og við góða heilsu. — Jeg bið yður að hanga ekki við aukaatriði og ástar- sögur, og kenningar, sem gripn ar eru úr loftinu. Massingham, sem var heiðarlegur og góður maður og virtur af öllum — Massingham, sem gerði skyldu sína er hann kom upp svikun- um, er dauður — myrtur á grimmilegasta hátt. Hann átti engan óvin nema Orme. Við höfum heyrt, að hann heim- sótti Orme einn síns liðs. Fám minútum síðar, eins og við höf um líka heyrt, finnst hann dauðvona, en ákærði inni hjá honum. Með öllum sínum klók indum hefir verjandinn ekki getað borið brigður á þetta, enda verður það ekki skilið nema á einn veg. — Þjer hafið einnig heyrt, að þrátt fyrir kosti sína, svo sem hugrekki og fleira, er á- kærði uppstökkur og vanstilt- ur. Aður en þetta morð kom til sögunnar,- vitum við, að hann hefir opinberlega ráðist á hinn látna, sem aldrei hafði gert honum neitt mein, og neitaði að biðja hann afsökunar, enda þótt hann væri hvattur til þess af vinum sínum. -=>- Er það þá ekki líklegt, að slíkur maður reiðist ennþá meir, þegar þessi andstæðingur hans kemur heim til hans? Þjer kunnið að reyna að finna í huga yðar afsakanir fyrir hugrakkan mann, s'em hefir get ið sjer góðan roðstír í ófriðn- um. Ef til vill hefir kærði lært í hörðum skóla, þar sem manns lífið er ekki metið hátt, og ef til vill hefir hann í innsta hjarta sínu trúað, að hinn mað- urinn hefði beitt hann rang- læti. Þetta hefir verið gefið í skyn, en það stenst ekki gagn- rýni. Enginn maður getur tekið lögin í hönd sjer og sjálíur rekið harma sinna á öðrum með því að taka líf hans. — Verjandinn hefir reynt að sýna fram á það, að engin sönnun sje fyrir því að Orme hafi verið í herberginu þegar Massingham kom þangað. En hvar var hann þá? Þjer hafið heyrt þann framburð ungfrú Garth, að hann hafi farið frá Dereham Hall klukkan tíu mín útur yfir sjö. Frá þeirri stundu og alt þangað til Marlow kom að honum, hefir enginn maður sjeð hann. Vegalengdin milli staðanna er innan við tvær mílur. Jafnvel minnsti göngu- maður gat ekki verið fimmtíu mínútur að komast þá leið. | Massingham kom í gistihúsið tíu mínútum fyrir átta. Því hefir verið haldið fram, að Orme hafi villst í þokunni og ’tafist þannig. En fyrir því er ekki annað en hans eigin orð, bætti Graeme við. — Það er engin þörf á að orðlengja þetta frekar, herrar mínir. Sektarsannanirnar gegn ákærða tala sínu máli sjálfar. Jeg legg málið í hendur yðar og þjer munuð kveða upp þann úrskurð, sem rjettvísin heimt- ar. Sækjandinn settist í sæti sitt, en dauðaþögn varð í saln- um, og Vernon Haggard stóð upp eftir ofurlitla stund til að gera síðustu tilraunina til að bjarga lífi og frelsi fangans. í öllum rjettarsalnum var ekki nema ein persóna, sem visgj, að hann var líka að berjast fyrir eigin lífi og frelsi. Þegar Haggard stóð þarna, stór og tígulegur, minnti hann mest á rambyggilegan turn. Hann sló út kápu sinni og það var einkennilegur glampi í skörpu augunum er hann leit í kring í salnum og beindi sjer því næst að kviðdómnum. I Bankastræti 7. Sími 6063 | 3 er miðstöð bifreiðakaupa. I 'muihi'aaaaMiiiMiiiiifiiiiitfiMitMiiioMtMiMMMiidMtm* 33. jeg á skrifuðum heimildum þeirra, að þeir jeta menn, eða hafa jetið. Þeir hafa þá í stórum hópum og fita þá, eins og við gerum við búpening, og svo, þegar þeir eru orðnir vel feitir, þá er þeim slátrað. Það fór hrollur um mig. — Hvað er hryllilegt við þetta, Davíð, spurði gamli maðurinn. Þeir skilja okkur ekki betur en við skiljum lægri dýr okkar eigin heims. Jeg hefi rekist hjer á iangar greinar, sem þeir hafa skrifað um það, hvort mennirnir hafi nokkur tæki til þess að gera sig skiljanlega sín á milli. Einn höfundur setur meira að segja fram þá skoð- un, að við sjeum gersneyddir allri skynsemi, — að við ger- um allt af eðlishvötum. Þar af sjest, Davíð, að yfirráðaætt Pellucidar hefir ekki hugmynd um að við menn getum talað saman, eða hugsað. Vegna þess, að við ræðumst ekki við á þeirra hátt, er þeim ofvaxið að skilja, að við getum ræðst við yfirleitt. Og eins er það með okkur. Okk- ur dettur ekki í hug að dýrin í okkar heimi geti gert sig skiljanlegt hvert öðru. Mahararnir vita að Sagotarnir hafa talmál, en þar sem þeir heyra ekki sjálfir, geta þeir ekki skilið hvernig því er varið. Þeir halda að ekkert sje þar um að ræða, nema hreyfingar varanna einar. Og þeim er óskiljanlegt, að Sagotarnir geti talað við okkur. Hann fjekk mig til að endurtaka ráðagerð mína, og af einhverjum ástæðum, sem jeg skildi ekki þá, krafðist harm mjög nákvæmrar lýsingar á herbergjum þeim og göngum, sem jeg var nýbúinn að rannsaka. — Heyrðu, Davíð, sagði hann loks, þar sem þú virðist ver§ ákveðinn í að framkvæma þetta hættulega áform, ætli við getum þá ekki afrekað það, sem mundi' verða mannkyninu á Pellucidar til varanlegs hags. Hlustaðu nú á. Jeg hefi komist að mörgu undarlegu í skjölum Ma- haranna. Til þess að þú skiljir hvað jeg á við, skal jeg’ skýra þjer í stuttu máli frá sögu þessa kynflokks. Endur fyrir löngu, voru karlmennirnir alvalda, en fyrir hundruðum ára komust konurnar smátt og smátt yfir völdin. Svo leið tíminn og engin breyting varð á Mahara- kynflokknum. — Kynflokkurinn hjelt áfram að þróast menningarlega undir hinni góðu stjórn kvennanna. Vís- í sumum sjúkrahúsum eru sjúkdómar sjúklinganna, þeg- ar þeir eru lagðir inn, merktir aftan við nöfn þeirra með bókstÖfum. ,,B“ þýðir þannig berklar, o. s. frv. Læknanemi á stóru sjúkrahúsi var að kynna sjer skrár þessar, þeg- ar hann rakst á stafina ,,G. M. V. H.“ Þessir stafir voru fyrir aftan nöfn fjölmargra sjúklinga, svo læknaneminn fór til prófessorsins og sagði: — G. M. V. H. virðist vera að ganga núna. Hvaða veiki er þetta eiginlega? — „Guð má vita hvað“, sagði læknirinn. ★ Sonurinn: — Hérna er ein- kunnabókin mín, en hún er ekki falleg. Þú verður að vanda þig betur með heima- dæmin mín. ★ — Mig langar til að giftast dóttur yðar. — Drekkið þjer. — Ekki get jeg neitað snaps inum, en eigum við ekki að geyma það þangað til á eftir. ★ Mikill hörgull er nú á verka mönnum í Svíþjóð. Kom til greina, til þess að bæta úr þessu, að flytja*inn 10.000 ítali. Sennilega mun þó ekkert verða af því, þar sem málaleitunin strandar á því, að ítalarnir krefjast þess að fá minnst einn líter af ljettu víni á dag. 'k Frúin (við nýju vinnukon- una): — Þarf að vekja yður á morgnana? — Jú, þjer getið reynt það, ef það er eitthvað sjerstakt, sem jeg þarf að gera fyrir þig. ic Hann: — Jeg var hjá spá- konu í gær og hún sagði mjer að þú elskaðir mig. Húíi: — Það hefði jeg nú getað sagt þjer ókeypis. ★ Kona eín í Svíþjóð, sem er nú orðin 85 ára að aldri, er unglegri en dæmi eru til um konu á hennar r iri. Ef til vill stafar það að einhverju leyti af því, að írr 1? ára aldri til 34 ára aldurs 1 ún í nokk- urskonar dvalaástandi, og náerðist ekki á öðru en einu mjólkurglasi daglega. it Veistu það, að hundar eru litblindir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.