Morgunblaðið - 09.10.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.10.1946, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 9. okt. 1946 I BLÓÐSUGAN I ujin ílllMllllllllllMlllllllMMIIIMMMilillllllllliillMIIIIIIIMlilMIIIMM! HMmmiimmmiimMiiimiiMiiimmiiiimmmiiimimmiiiTn Strákurinn og einbúinn Eftir E. V. LUCAS 7. dagur — Þegar betta gerðist, var Craven ungur maður og hafði komist að heiman eitthvað snögglega og var nú farinn að leita gæfunnar þarna í land- inu. Hann þekti þfcgar stúlk- una og hafði meira að segia verið að draga sig eftir henni. En hún þekkti innræti hans og var ekki hrifin af, og hafði bví vísa ðhonum á bug. Craven hafði fengið veður af silfur- námunni, sem bróðir hennar hafði fundið, og elti þau nú í þeim tilgangi, að sölsa undir sig rjettindin. Craven ferðaðist með flokk með sjer af nautrekum og öðr- um óþjóðalýð, sem nóg er til af þa rí landi. Jafnvel þessir tveir þjónar, sem voru með stúlk- unni voru í hans brauði. Og nú var hún á valdi hans .... tvö hundruð mílur frá allri sið- menningu. — Craven heimtaði af henni allar upplýsingar viðvikjandi námunni, en þær hafði bróðir hennar áður gefið henni. Hún neitaði. Craven gaf henni ein- falt svar. Hann sagði það gleddi sig, að hún hefði neitað — því það gerði hvorki til nje frá, hvort sem vorri. Fyrst húr. hfctði neitað að tala, skyldi svipan gefa henni málið, en síðan ætl- aði hann að gefa stúlkuna fylgd armönnum sínum. Margaret hrökk upp og leit hægt í kring um sig. — Á jeg að segja þjer hvað - hann gerði? sagði frú Garth og röddin var kæfð og titrandi. — Þjer veitir ekki af að fá að vita það, úr því sem komið er. Hann ljet afklæða hana niður að mitti og binda handleggi ehnnar við smátrje, og þar í rjóðrinu og fyrir augunum á föntunum, sem fylgdu honum, var hún barin með svipu eins og handleggir kynblendings eins dugðu til — Margaret .... þar er util menn, sem eru grimmir =ins og djöflar, sem grimdin er ástríða hjá, og ómótstæðileg ástríða. Craven tók svipuna í sína eig- in hönd .... Röddin í frú Caih varð að hljóðlausu snökti. — Loksins var henni bjargað frá honum. Hann gat ekki meira gert en hann var búinn að ... Aftur varð þögn. — Margaret .... hefir þú ekkert að segja við þessu? Margaret hafði staðið á fæt- ur. Svipur hennar bar vott um undrun og skelfingu og það var eins og hún skildi þetta ekki enda þótt hún hefði skelfst svo mjög við það. Og frú Garth sá, að þetta gekk al- veg yfir hana. — Margaret, þetta er meir pn þú getur gert þjer í hugar- lund. Pn þú ert dóttir mín og það er jeg, sem er réiðubúin til að færa hverja fórn sem er, til að frelsa þig frá Craven. Guð fyrirgefi mjer, að jeg hef lát- ið þig neyða mig til þess. Snögglega stóð hún teinrjett og svifti sjalinu frá hvítum herðunum. Þar mátti sjá tutt- ugu ára gömul örin eftir svipu- höggin utn ajlar herðarnar. — Líttu vandlega á þessi ör, sem enginn hefir fengið að sjá síðan þau urðu til. Þau eru verk og fangamark mannsins, sem þú vilt giftast. IV. KAPÍTULI. Augun í Margaret glenntust upp af skelfingu og hún gat engu orði upp komið. Hún rið- aði á fótunum þar sem hún stóð og rak upp óp af hryllingi og meðaumkvun. Síðan fjell hún á hnje fyrir framan móður sína. — Ó, fyrirgefðu rnjer, stundi hún. — Að þú skulir hafa get- að orðið fyrir þessu. Ó, elsku mamma. Hún fjekk ákafan ekkagrát. Móðir hennar greip hana í faðm sjer og þrýsti henni að sjer. — Hafðu ekki hátt, elskan rnín. Nú var fasta og sterka röddin orðin blíð og viðkvæm, en róleg eins og djúpur tónn í orgeli. Hún hjelt dóttur sinni upp að brjósti sjer. — Þetta er búið að vera. Þú getur ekki ásakað þig um neitt. Jeg hefði viljað fórna sálu minni til þess að forða þjer frá þessari þján- ingu. En jeg gat ekki annað. Þú varst töfruð eins og af högg- ormi. Við banvænum sjúk- dómum verður að nota hníf- inn. Mínar þjáningar getur mjer verið sama um — mjer nægir að hafa bjargað þjer. Stúlkan rjetti úr sjer og hörf aði aftur á bak. Augun gljáðu eins og hún hefði hitasótt. — Bjargað mjer: Já, það er satt, þú hefir bjargað mjer úr sjálfu helvíti. Hún sagði þetta rólega eins og upp úr svefni og endurtók það. — En þessa verður að hefna á manninum. Röddin var orðin að ópi, og það var eins og hún hefði fengið æðikast við tilhugsunina um meðferð þá, er móðir hennar hafði sætt. Hvítu hendunrnar kreftust og augun leiftruðu. — Hvaða vitfirring hefir gripið mig að halda,að jeg elsk aði þennan djöful í manns- mynd? stundi hún, og andar- dráttur hennar var hvæsandi út á milli tannanna. — Ó, ef^ hann væri hjerna, gæti jeg drepið hann með eigin hendi. Ekki fyrir móðgunina við mig, heldur fyrir meðferðina á þjer Ó, mamma, jeg skal ekki hætt fyr en jeg ... — Hættu þessu, sagði frú Garth alt í einu í höstugum skipunarróm, og greip fast um ulnlið dóttur sinnar. Þín er ekki hefndin. Fyrir þjer er Melmoth Craven ekki lengur til. Jeg er ekki að biðja þig núna, heldur skipa jeg þjer. Því, sem þú hefir heyrt, áttu að gleyma, eins og það hefði aldrei skeð. Jeg hefi fært mína fórn og nú er það þitt að hlýða. Heyrirðu það° Margaret rey.di að stilla sig. — Hefndin hlýtur að bíða manna ein: c ' rns, sagði hún stamandi. — Heldurðu, að hægt sje að koma fram hofnd, án þess að allir viti ástæðuna? Hjer í Eng- landi, þar sem allir hafa nefið niðri í öllu? Hun stóð teinrjett bg eldur brann úr augum henn- ar. — Efastu um, að jeg myndi fremja sjálfsmorð, ef allir vissu það, sem jeg hefi nú trúað þjer fyrir, eða þá fólk ekki nema hefði grun um það? Skilurðu það ekki? Báðar þögðu andartak, en stúlkan ljet hendurnar síga, eins og í einhverju ráðaleysi. — Jú, hvíslaði hún, — jeg skil það. — Það nægir. Þá á jeg ekki eftir nema endirinn á sögunni í stuttu máli. Meðan jeg var að þola þessar misþyrmingar, vant aði lítið á, að jeg væri dauð. Og þessir manndjöflar skildu mig líka eftir í þeirri trú. Því svo fór, að þeir trufluðust við verk sitt fyrir tilverknað for- laganna. Innfæddir lögreglu- menn voru á ferð um skóginn og fantarnir, sem voru að kvelja mig, flýðu. Við það komst jeg í betri hendur en þó leið heilt ár, áður en jeg gat á heilli mjer tekið. Það er löng raunasaga, og engin þörf á að hafa hana yfir hjer. Fyrst hún er dauð, er best hún sje það áfram. Margaret hneigði höfuðið. En hræðslan skein úr augum henn ar er hún leit snögglega upp. — En maðurinn sjálfur . . hvað er um hann. Hann er hjer mit á meðal fólks og hann þekk ir að minsta kosti alla söguna. — Jeg held því fram, að hann þekki mig alls ekki aftur, svar- aði frú Garth einbeitt. Sagan er tuttugu ára gömul, og jeg hefi ekki sjeð hana síðan, fyrr en í dag. Nafn mitt og staða er breytt og alt er breytt. Hann þekkti mig alls ekki. Jeg gaf honum þó öll hugsanleg færi á því. Jeg ljet birtuna skína beint framan í mig og horfði á hann. Ef Craven hefði dottið það sanna í hug, þótt ekki hefði verið nema eitt áugnablik, skyldi jeg strax hafa sjeð það. Því sá maður er ekki til, sem þannig gæti blekkt mig. Hún þagði andartak. Og þetta er ekki furðulegt, því vitanlega er jeg ekki nema ein af mörgum, sem hann hef- ir farið svona með. En kona gleymir ekki svona meðferð, þótt hún lifði í þúsund ár. Jeg hefði þekkt hann, þótt jeg hefði verið blind eða að dauða kom- in. En Craven grunar enn sem komið er, ekki neitt, og senni- lega fær hann aldrei vitneskju um það. — Jeg hefi lokið máli mínu, Margaret, og viltu nú lofa mjer því, að þú skulir hvorki í orð- um nje verkum drepa á þetta mál oftar, því jeg mun aldrei á það minnast Notaðu þá krafta sem þjer eru gefnir til að reyna að gleyma þessari eldraun, sem þú hefir lent í núna í nótt. Þú átt æskuna og framtíðina og hefir enn tækifæri til að verða hamingjusöm. — Jeg skal hlýða þjer, eins og jeg elska þig og heiðra. Stúlkan riðaði alt í einu á fótunum og hefði líklega dottið ef móðir hennar hefði ekki gripið hana og haldið henni uppi. Hjartað gat ekki þolað meira og náttúran var svo miskunsöm að láta hana falla í öngvit. Frú Garth bar hana inn í herbergi hennar eins og hún væri smábarn. 15. Þegar að lokum allar vistirnar voru komnar inn í hell- inn, bljes bátsmaðurinn í hljóðpípu sína, til þess að gefa til kynna að allt væri í standi og þeir gætu lagt frá landi aftur. Þá flýtti skipstjórinn og Kjammi sjer niður að vík- inni. — Hvar er herra Ágúst, spurði skipstjórinn bátsmann- inn. Þessi ungi maður vill auðvitað kveðja hann. En hellirinn var manntómur. Kjammi klifraði upp á stóran stein við hellismunnann og æpti allt hvað af tók. Geitarskeggur. Skeggur, Skeggur minn! Ekkert svar. — Jeg hlýt að hafa farið fram hjá honum á leiðinni frá vík- inni, hugsaði Kjammi og flýtti sjer til strandar aftur. — Fljótur, fljótur, sagði skipstjórinn. Við megum ekki vera að þessu lengur. — En jeg finn hann ekki, kallaði Kjammi og stökk stein af steini. i — Ha? finnurðu hann ekki, sagði skipstjórinn. Það er ákaflega skrítið. En kannske hefir hann falið sig, til þess að þurfa ekki að kveðja þig. Og komdu nú. Við megum ekki vera að því að lóna hjer til eilífðarJ Kjammi fór nú út í bátinn, þó honum fjelli þungt að geta ekki kvatt gamla manninn, og með hverju áratogi fjarlægðist hann eyjuna. — Upp með akkerið, hrópaði skipstjórinn um leið og þeir voru komnir á skipsfjöl. Halaklippti krókódíllinn var ákaflega skemtilegt skip og í ákafa sínum við að kynna sjer allt um borð, gleymdi Kjammi bráðlega gamla manninum og öllu nema skipinu. Hann fór niður undir þiljur og kynntist þar fljótlega brytanum. Þar gáði hann inn í kæliskáp einn og sá hálfan búðing, sem hann sporðrenndi á svipstundu Síðan fór hann inn til skipstjórans og kynnti sjer hvað hann ætti af bókum, fór svo til vjelamannanna og ræddi við þá um vjelar skipsins, og þegar þessu var öllu lokið, var Hala- klippti krókódíllinn kominn langt út á haf, svo eyjan sást aðeins eins og smádepill úti við sjóndeildarhringinn. Þá Tötralega klæddur flæking- ur kom á bæ uppi í sveit og spurði húsmóðurina, hvort hann gæti ekki gert eitthvað fyrir hana og á þann hátt orð- ið matvinningur. — Ja, sannast að segja mundi jeg biðja þig að tína saman eggin úti í hænsnahúsi, sagði húsmóðirin, ef jeg þyrði að treysta þér. — Þjer vantreystið mjer þó ekki, frú? hrópaði flækingur- inn. — Útlit þitt bendir nú ekki til þess, að þú sjert gegnum heiðarlegur, ansaði konan. — Jeg ætla bara að láta yð- ur vita það, svaraði flækingur inn með þjósti, að jeg var bað vörður í fimmtán ár — og tók aldrei bað. ★ 1945 dóu í Bandaríkjunum 18% fleiri af völdum biíreiða- slysa en árinu áður. — Jeg get orðið á undan þjer í kapphlaupi hvenær sem er, ef jeg fæ að velja hlaupabrautina og byrja met- er á undan þjer. — Jæja, hvar hlaupum við? — Upp stiga. ★ —t Veistu, að þú varst svo fullur í gærkvöldi, að þú seld- ir Stjómarráðshúsið? — Þú segir ekki? Hver keypti það? — Jeg. ★ — Jeg kaupi mjer altaf flösku af viský, þegar jeg fæ kvef, og eftir nokkrar mín- útur er það horfið. — Kvefið? — Nei, viskýið. ★ — Þessi Jón segist vera skyldur þjer og geta sannað það. — Hann er bölvaður bjáni. — Það þarf nú ekki að vera annað en tilviljun. ★ Eftirfarandi saga er frá her- námsárunum í Noregi. I einum barnaskólanna fór fram kensla í kristnifræði og kennarinn var að segja börn- unum frá þjáningarsögu Krists, krossfestingunni, spjótstung- unni og þyrnikórónunni. Börn- in hlustuðu með eftirtekt og píslarsagan hafði sýnilega mikil áhrif á þau. Þá rjettir alt í einu lííil stúlka upp hendina og spyr: — En, fröken, voru ekki til neinir góðir menn, sem gátu hjálpað Kristi yfir til Sví- þjóðar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.