Morgunblaðið - 09.10.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.1946, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 9. okt. 1946 ff MORGUNBLAÐIÐ Útg.: H.f. Árvakur; Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. - Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Ekki gleyma sjálfri sjer ÞAÐ er engu líkara en að íslenska þjóðin hafi gleymt sjálfri sjer undanfarnar vikur. Hún hefir látið mál, sem átti að vera auðleyst skyggja á stór vandamál, sem þannig eru vaxin að þjóðin á alla afkomu sína undir því, að sæmi- íega leysist. ★ í þessu sambandi er rjett að minna á, að þegar nú- verandi ríkisstjórn var mynduð, voru þeir er að stjórn- mni stóðu sammála um tvennt: í fyrsta lagi, að verja verulegum hluta hinna erlendu innstæðna, er safnast höfðu á stríðsárunum til þess að afla nýrra tækja á sviði sjávarútvegs, iðnaðar og land- búnaðar, í því skyni að byggja upp nýtt atvinnulíf í land- inu. í öðru lagi, að forða þjóðinni frá hinu gamla og að því er virtist landlæga böli, vinnudeilunum, meðan atvinnu- rekstur landsmanna gat staðið sæmilega undir sjer. Hvorttveggja þetta tókst, til mikillar blessunar fyrir land og lýð í nútíð og framtíð. ★ Nú eru hin nýju tæki sumpart komin og sumpart að nálgast. Orkar það auðvitað ekki tvímælis, að það út af fyrir sig verður ljettir fyrir þjóðina í lífsbaráttunni, að hafa aflað sjer fullkomnustu tækja til öflunar fengs úr skauti náttúrunnar. Hinsvegar sækja örðugleikarnir að úr oðrum áttum, og má reyndar segja að það sje eigi annað en skynsamlegt var að gera ráð fyrir. Að vísu hefir tekist að afla nýrra markaða fyrir ýmsar íramleiðsluvörur okkar. En jafnframt tjáir ekki að loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að ein aðalframleiðslu- vara okkar, ísfiskurinn, hefir fallið mikið í verði, og verð- ur að gera ráð fyrir fleiri svipuðum örðugleikum. ★ Af þessu skapast að sjálfsögðu ný viðhorf Nú ríður á að valdhafarnir og þá ekki síst þeir, sem heiðurinn hafa af nýsköpuninni, snúist rjett við hinum nýju aðstæðum. Án þess hlýtur gagnsemi nýsköpunarinnar að hverfa í bili fyrir stundarvandræðunum, enda þótt það sje tví- mælalaust, að hægt verður um langa framtíð að halda uppi annarri og betri lífsafkomu fyrir almenning í land- inu, með nýjum tækjum en gömlum. Við þetta bætist svo, að dýrtíðin hefir stöðugt þokast upp, og þarf ekki að draga ályktanir af því. ★ Hjer skal ekki, á þessu stigi málsins neinar fullyrðingar hafðar frammi um það, að óhjákvæmilegt sje að lækka kaupgjald almennings í landinu. Hitt liggur í augum uppi, að hallarekstur er víða fram- undan hjá atvinnuvegunum að óbreyttu kaupgjaldi og öðr- um kringumstæðum. Af því leiðir, að þjóðin hlýtur að krefjast þess af valdhöfum sínum, að þeir taki nú þegar til óspiltra málanna og grannskoði sjerhver þau úrræði, er fyrir hendi kunna að vera og að haldi mega koma. Að sannprófað verði, hvort unt er að koma í veg fyrir halla- rekstur eða stöðvun atvinnuveganna með einhverju öðru úrræði en því, sem allir í lengstu lög vilja forðast. 'k Að lokinni þeirri rannsókn — en heldur ekki fyrr — sjest hvort við verðum tilneyddir að lækka lífskjörin, til þess að halda atvinnurekstrinum gangandi. En reki að því, að grípa verði til slíkra úrræða til þess að framleiðslan geti haldið áfram, verður að gæta þess að stíga þar ekki stærri skref en nauðsyn krefur, og gæta þess vandlega, að allar stjettir þjóðfjelagsins taki rjett- látan skerf í þeim aðgerðum. Nú eru viðsjár með þjóð vorri. Verði kynt undir þeim meir en orðið er, geta mikil vandræði af hlotist. Þjóðin er ekkí í vafa um, að ef leiðtogar hennar á sviði stjórnmál- anna gera skyldu sína, verður öllu farsællega borgið og bjartir tímar eru framundan. ÚR DAGLEGA LÍFINU Undir smásjánni. VIÐ ÍSLENDINGAR erum stöðugt undir smásjá annara þjóða. Sjerstaklega hafa Norð- urlandamenn reynt að rýna á okkur síðan að þeir fengu tæki- færi til þess á ný eftir stríðið. Fyrir nokkrum dögum skýrði jeg ykkur frá ummælum um ísland sem birtst höfðu í dönsk- um blöðum. Var svo að sjá, sem engin mynd kæmi fram í smá- sjá hinna dönsku blaðamanna, nema afskræmdur gullkálfur, sem íslendingar eiga að dansa í kringum. En þó að jeg sje í rauninni á móti því, að vera að tyggja upp alt, sem sagt er um okkur erlendis, þá erum við einhvern- vegin svona gerð, að við getum ekki þagað, eða látið eins og vind um eyrun þjóta, þegar okkur ber á góma á erlendum vettvangi. Það er hægt að segja rjett frá. MEÐ SÍÐUSTU póstferð frá Danmörku bárust mjer úr- klippur úr dönskum blöðum. Eru úrklippur þessar greinar eftir ungan danskan blaða- mann, Erik Pouplier, sem dval- ið hefir hjer sumarlangt og og skrifað greinar fyrir dönsk blöð. Hann segir yfirleitt skýrt og rjett frá um okkar hagi. — Sýnir það, að blaðamenn geta skrifað þokkalegar greinar hjeðan, þótt þeir segi sann- leikann. I einni grein sinni skýrir hann sambandsslitin á mjög rjettan hátt. Hann bendir Dönum á, að það sje þeirra sök að miklu leyti, ef sambandið milli Dana og íslendinga sje ekki gott, og þá einkum dönsku blaðanna, sem ekki hafi gert neitt, nema þá að birta rang- færðar sögur frá íslandi. Um landa sína, - sem kom- ið hafa til Islands upp á sið- kastið, segir hr. Pouplier, að meðal þeirra sjeu menn, sem ekki geta talist góðir fulltrúar lands síns. • Of mikið drukkið. HJER fer á eftir kafli úr grein eftir Erik Pouplier, sem Islendingar hefðu gott af að lesa? Greinarkaflinn nefnist: „Of mikið drukkið“: — Það er yfirleitt drukkið of mikið á íslandi, og það er skammarblettur á þjóðinni. Það verður ekki hjá því komist að rekast daglega á fólk, sem er undir áhrifum víns. Það kann að hanga meðvitundarlaust upp við girðingu, veltast óafvit- andi um gangstjettirnar, eða það liggur í dauðasvefni í ein- hverjum króknum, þar sem það hefir fallið. Venjulega þegar haldnir eru dansleikir, eða veislur á Islandi er drukkið langt úr hófi fram og oftast enda skemtileg kvöld með slags- málum“. Ljótt er að heyra, en því miður er ekki hægt að bera á móti því, að það er mikið til í því, sem hinn danski blaða- maður segir. Og um ástæðuna fyrir þessu ástandi segir Pou- plier: • Hömlur á áfengis- sölu. ÞAÐ er einkasölufyrirkomu- lagið, sem er bein ástæða fyrir þessári leiðu misnotkun áfeng- isins, því vitanlega eru íslend- ingar í raun og veru ekki drykkfeldari en aðrar þjóðir. En áfengisbann veldur ávalt óhamingju. Það er bannað að selja áfengi í íslenskum veit- ingahúsum og gistihúsum og bannað er að framleiða sterkt öl. Árangurinn verður sá sami og þekkist úr öðrum löndum, að áfengisútsölurnar eru yfir- fullar á meðan þær eru opnar og þar sem ekki fæst öl, hella menn í sig kynstrunum öllum af brennivíni. „Hugtakið snaps er óþekt fyrirbrigði á Islandi. Hjer drekka menn brennivín í flöskutali. Ef hægt væri að fá keypt áfengt öl og áfengi yfir- leitt á frjálsum markaði, myndi varla vera drukkið, eins og nú er gert. • Hrósyrði. HINN danski blaðamaður líkur máli sínu um drykkju- skap íslendinga með þessum hrósyrðum þó: „En það skal sagt Islending- um til hróss, að föðurlandsástin er drykkjuhneygðinni yfirsterk ari. Á þjóðhátíðardögum á ís- landi er fljótlegt að telja þá menn, sem eru undir áhrifum áfengis“. • Smánarblettur. í GÆR VAR HJER lítillega minst á, að skömm væri að því hvernig látið væri með jarð- neskar leifar Jónasar Hall- grímssonar. Þá grunaði mig ekki að blöðin myndu reyna að gera sjer æsifregnamat úr leiðinlegum mistökum, sem orðið hafa í sambandi við flutn- ing beina Jónasar heim til f óstur j arðarinnar. Nú er þetta orðið opinbert hneykslismál og smánarblettur á okkur öllum. iiiiMMiiitniiiiiiiiuiiiiKMiiiiiiimn MMiiiMiiiiiMiiiiiiiMiiiimuiiiMinimiiiiiiiuiiiiiiiiKiiiittiiimiKitiHimiu MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . IIMIIHIMIIIIMIIIIIIIIIIIIIIMMMMIMHIMMMMMIHHIIKMMIMIMHIHMMIMIin Ægifeg! áiland í Hambðrg STÖÐUGT versnar matvæla- ástandið í Hamborg, þar sem fólkið hefir ákaflega lítið að borða og á þar að auki mjög erfitt með að fá húsaskjól. •— Þetta hefir nýlega verið til- kynt opinberlega af breskri hálfu. ★ I tilkynningu þessari er það tekið fram, að fólk deyi stöð- ugt i sjúkrahúsum Hamborgar af orsökum langvarandi sultar. Skyrbjúgur er mjög algengur í borginni og á einum mánuði komu fyrir 1189 tilfelli þess að menn voru fluttir í sjúkrahús vegna langvarandi sultar. Með- al þessara manna voru 6 lækn- ar frá Háskólasjúkrahúsinu og þar að auki rektor háskólans og heilbrigðismálastjóri borg^ arinnar. Berklaveikin heldur áfram að breiðast út jafnt og þjett. Á fyrstu,fimm mánuðum þessa árs varð vart við 4372 ný tilfelli af berklaveiki. Það eina sem virðist varpa örlítilli birtu yfir þessa ægilegu hrygðarmynd er það, að skóla- börn í borginni fá því sem næst nóg til þess að draga fram líf- ið á. Fá þau í skólanum mál- tíðir sem nema 300 hitaein- ingum á dag. Matvælin eru gef- in af ýmsum erlendum þjóð- um og einnig er sumt af þeim gefið frá öðrum hjeruðum Þýskalands, þar sem matvæla- ástandið er skárra. Það munu vera 12.000 vannærð börn í borginni, sem fá fæðu frá öðr- um hlutum Þýskalands. ★ Talið er að aðrir sjúkdómar en berklaveiki hafi ekki aukist eins mikið og búist var við, þegar matvælaskamturinn var minkaður í borginni, en ástand- ið er samt ákaflega alvarlegt og mun engin von til þess að það batni fyrr en húsnæði hef- ir verið bætt að miklum mun og matarskamturinn aukinn stórlega af nýju. Má best sjá þptta af þeim staðreyndum, sem áður hefir verið drepið á, að berklaveiki breiðist óðfluga út og daglega eru menn lagðir inn í sjúkrahús hópum saman, aðeins vegna næringarskorts. Á auðvitað hvorttveggja sinn mikla þátt í aukningu berkla- veikinnar, hið afleita húsnæði og sultur sá, sem fjöldi borg- arbúa verður að búa við. Víst er og um það, að jafn- vel þótt matarskamturinn verði stórum aukinn, mun það taka óratíma að bæta heilsufar borgarbúa í Hamborg yfirleitt. Jafnvel þó fólkið fái talsvert meiri mat í vetur, en það hefir fengið í vor .og sumar, þá munu vetrarkuldarnir einir valda því, að fólk sem á við eins hrylli- legt húsnæði að búa, eins og fólkið í Hamborg, rjettir ekki við, heldur getur því jafnvel hrakað vegna vetrarins. Þegar fólk hefir á annað borð liðið næringarskort um langan tima, er varla hægt að bæta úr þessu, þannig að það rjetti við á vetrartíma í borg, sem eins er ástatt um eins og nú er í Hamborg. ★ Þessi borg er nú einn af svörtustu blettunum í Evrópu og hvílir bung ábyrgð á bresku herstjórninni vegna hennar. •— Svíar og reyndar fleiri þjóðir, hafa sent allmikið af matvæl- um til borgarinnar, en ástandið er þannig að bað eru börnin ein, sem þessa njóta og jafnvel hið mjög illa haldna fullorðna fólk, dregur við sig vegna barnanna. (The Manchester Guardian). STÓRFELDUR SKARTGRTPA- ÞJÓFNAÐUR LONDON: Scotland Yard er nú að leita að manni, sem stal skartgripum, sem metnir cru á 9 þúsundir sterlings- punda, frá hefðarfrú einni í I/ondon. Hann kvaðst vera gluggahreinsunarmaður, og nappaði skartgripaskríninu, meðan hann þóttist vera að gegna starfi sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.