Morgunblaðið - 09.10.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.1946, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. okt. 1946 INNING GIJÐIVIUNDAR HA éfessors Hjeraðslæknir á Ákureyri Guðmundur Hannesson er einn þeirra manna sem standa Ijóslifandi fyrir hugskotssjón- um mínum frá uppvaxtarárun- um. Hann var tíður gestur á heimili foreldra minna. Og oft fjekk jeg tækifæri til þess að koma á heimili hans, og hans ágætu konu, frú Karólínu ís- leifsdóttur. Hann varð hjeraðslæknir á Akureyri árið 1896, og hjelt því embætti í 11 ár. í mínum augum, og margra annara, var hann hreinasti töframaður. Og þó þurfti eldri mann og þrosk- aðri en mig, til þess að skilja til fulls, hve mikill og fjölhæfur atorkumaður hann var. Hann hafði stóru læknis- hjeraði að sinna, varð oft að leggja á sig erfið ferðlög, eink- um á vetrum. Hann hafði spí- talans að gæta. Og þurfti dag- lega að taka á móti fjölda sjúklinga er til hans leituðu. En þó hann hefði öllum þessum skyldustörfum að gegna, þá var ekki annað að sjá, en alt þetta væri honum leikur einn. Svo mikið var starfsþrek hans og starfsgleði. Samhliða hinum daglegu störfum hafði hann tíma til að lesa fjölda bóka um hin fjarskyldustu efni og ræða áhugamál sín við kunningja sína og útskýra það, sem fyrir honum vakti. Hann var altaf að fræða þá sem hann umgekkst. Altaf síkátur og glaður, með spaugsyrði á vörum. Rjett eins og alt starf hans væri honum sífeld ánægjulind. Spítalalæknir. Þegar hann kom til Akur- eyrar var þar lítil og ófullkom- in spítalakytra. Hann kom því til leiðar á næstu árum, að bygður var spítali, sem á marg an hátt var til fyrirmyndar á þeim tíma. Hann rjeði öllu um bygginguna. Jeg veit ekki bet- ur en hann hafi sjálfur gert uppdrættina að spítalanum og íbúðarhúsi er hann bygði sjer þar í nágrenninu. Ein af fyrstu endurminning- um mínum frá heimili hans er sú, að hann var að sýna gestum líkan af íbúðarhúsinu tilvon- andi er hann hafði sniðið og límt saman úr pappa. Þegar Guðmundur læknir, en svo var hann altaf kallaður í daglegu tali í Eyjafirði á þeim árum, hafði komið sjer upp sæmilega góðum starfsskilyrð- um í hinum nýja spítala, gerð- ist hann mikilvirkur skurð- læknir svo mikið orð fór A honum um alt land. En það munu fáir hafa vitað, hve mikla djörfung hann sýndi í þeim efnum, og snilli, er hann hóf skurðlæknisstarf sitt, því þegar hann útskrifaðist úr Hafnarháskóla var kenslan ekki meiri þar í verklegum efnum en svo, að hann kom hingað heim, án þess að hafa nokkru sinni haft tækifæri til þess að vera viðstaddur er hol- skurður var gerður. Við þessi læknisstörf sín naut hann að- stoðar konu sinnar, er var í þessu sem öðru honum hin besta stoð. Vinsældir. Læknisstörf Guðmundar á Akureyri öfluðu honum mik- illa og almennra vinsælda. Margir áttu honum líf sitt að launa. Umhyggja hans og Ijúf- menska í öllu viðmóti við sjúkl- inga gerði sitt að menn dáðu hann. Svo örugg var þekking hans, að alt var sem lægi hon- um opið er að læknisstörfum laut. Hjálpsemi hans var við brugðið. Hvort hann fengi greiðslu fyrir læknisverk virt- ist honum fullkomið aukaatriði ef ekki beinlínis ógeðfelt. Hann gat nærri því orðið stygglynd- ur við fólk sem hann vissi að var fátækt, ef það ætlaði að borga honum læknishjálp. Jeg man eftir honum einu sinni, er hann kom heim til sín til mið- degisverðar og sagði þá frá því að hann hefði hitt gamla konu niður á bryggju, er geng- ið hefði í veg fyrir hann, og viljað fyrir hvern mun borga honum 5 krónur, sem hún sagð ist skulda honum. Hún var að bíða eftir skipi ásamt fleira fólki, er ætlaði til Vesturheims. Jeg ætlaði aldrei að geta komið þeirri góðu konu í skilning um að hún ætti að eiga þessar krónur, því hún þyrfti frekar á þeim að halda en jeg“, sagði Guðmundur. Ráðhollur leiðbeinandi. Á læknisferðum sínum um hjeraðið hafði hann sífelt vak- andi auga á búnaðarháttum manna og öllu því er að um- gengni og þrifnaði laut. Var hann þá ekki royrkur í máli, er honum fanst ábótavant 1 ein- hverju, sem með árvekni og reglusemi var hægt að laga. Gagnvart hjeraðsbúum kom hann ekki aðbins fram sem duglegur og ósjerhlífinn lækn- ir, heldur sem ráðhollur áhuga samur leiðbeinandi á svo til öllum sviðum. Byggingamálin voru á þess- um árum eitt helsta hugðar- efni hans sem og síðar. Gæti hann gefið hjeraðsbúum leið- beiningar um húsabyggingar ljet hann það ekki hjá líða. Eitt sinn að vorlagi, er hann sem oftar var á ferð að nóttu til, og átti leið um á Möðru- völlum, mán jeg eftir, að hann vakti föður minn upp til þess að benda á að honum líkaði ekki hvernig hlaðinn var hest- húsveggur sem verið var að gera heima við bæinn. Skemtilegur gestur. Þó heimsóknir Guðmundar læknis í sveitina væru oftast í sambandi við einhver veikindi heimilisfólksins, sem eðlilegt var, þá var jeg ekki gamall, þegar mjer þótti hann vera einn af skemtilegustu gestum er komu á heimili foreldra minna. í hvert skifti sem hann kom hafði hann á takteinum langar frásagnir af einhverju skemtilegu er hann hafði. lesið, ellegar sjeð á ferðum sínum, ellegar hann þá gerði grein fyrir einhverjum þeim hug- myndum sínum, sem hann hugðarefnum, er vakandi á- hugi hans og fjölþættar gáfur bjuggu honum í hendur. V. St. Gísli Sveinsson: Guðraundur Guðmundur Hannesson hafði á prjónunum og miðuðu til framfara. Frá öllu þessu sagði hann með, fjöri áhuga- mannsins, sem hreif bæði unga og gamla. í öllu látbragði hans var svo óbilandi öryggi, er skapaði mjer ungum bjargfasta trú á því, að kynslóð hans væri að breyta lífskjörum þjóðar- innar til batnaðar. „í afturelding“. Framan af Akureyrarveru sinni mun Guðmundur ekki hafa gefið sig verulega að stjórnmálum. En þegar hann fór út í þá sálma þá munaði um hann þar, ekki síður en á öðr- um sviðum. Þegar hann skrifaði hina frægu bók sína „I afturelding“ voru þeir nágrannar á Akur- eyri faðir minn og hann. Það fjell í minn hlut að tæma heil- ar bókahillur af Alþingis- og Stjórnartíðindum úr bókasafni föður míns, og fara með til Guðmundar. í einfeldni minni hjelt jeg það myndi taka hann nokkur ár, að pæla í gegnum þær bókmentir, svo að gagni yrði. Mig minnir það hafi verið tíu dögum eftir bókaflutning- ana, sem Guðmundur kom eitt kvöld inn í skrifstofu föður míns með allmikið handrit og segir: „Jæja Stefán, nú er jeg búinn að skrifa heila bók“. Það var „í afturelding“. Guðmund- ur fjekk sjer sæti og las bók- ina upphátt þarna um kvöldið. En bæklingur þessi markaði að nokkru tímamót í stjórnmála- þróun þjóðarinnar, sem kunn- ugt er. Brottförin. Þegar hjeraðslæknisembætt- ið í Reykjavík losnaði árið 1907 sótti Guðmundur frá Akureyri. Hann mun hafa verið í nokkr- um vafa um, hvort hann ætti að leita brott frá þessum stað, þar sem hann átti svo óskift- um vinsældum að fagna. Hjer- aðsbúar vonuðust eftir að veit- ingavaldið reyndist svo hlut- drægt, að hann fengi ekki em- bættið hjer syðra. Þeim varð ekki að von sinni. En það hygg jeg að hafi helst ýtt undir hann að sækja frá Akureyri, að hann hafi fundið, að þegar stundir liðu, myndi jafnvel starfskröft- um hans vera ofvaxið að ljúka þeim sívaxandi læknisstörfum er á hann hló.ðust þar, og geta þó um leið haft nægan tíma til þess að sinna þeim margskonar og sfjómmáiin Það hefir með rjettu verið sagt, að Guðmundur Hannes- son hafi verið hreinn braut- ryðjandi hjer á landi á ýmsum sviðum, er að vísu lágu upp- lagi hans og mentun nærri, svo sem vóru læknisfræðileg efni og skipulags- og byggingamál. En hann kom einnig; nokkuð að óvörum, á besta skeiði æfinnar inn á það sviðið, sem kunnugir hugðu honum einna fjarlægast, stjórnmálasviðið, og gerðist þar um tímá merkisberi. Það var þegar endurreisnartími ís- lenzku sjárfstæðisbaráttunnar hjelt innreið sína með’þjóðinni upp úr síðustu aldamótum með landvarnar- og skilnaðarstefn- unni. Hann fann þá næsta þarfa og æskilega köllun hjá sjer, sem þróaðist af kynnum við áhugamenn norðanlands og íslenska stúdenta í Kaup- mannahöfn á árunum 1904—6, til þess að ganga fram fyrir skjöldu og svifta þeirri þoku af málinu, sem hulið hafði rjett viðhorf þess vegna þrotlausrar deilu um aukaatriði síðustu þrjá áratugina. Nokkrir Hafn- arstúdentar og þeir fremstu í landvarnarflokknum í Reykja- vík voru þá að komast að þeirri ótvíræðu grundvallarniður- stöðu, að hjer væri einfaldlega ekki um annað að ræða fyrir Islendinga en algeran skilnað við Dani. Og í blaðagreinum á Akureyri og í hinum fræga ritl- ingi sínum: í AFTURELDING, 1906, setti hann þessa vissu, um fullveldisrjett landsins, svo skýrt fram og skarplega, að langt bar af öllu, sem um þetta efni hafði verið skrifað frá því er Jón Sigurðsson reit sínar merkustu greinar. Vakti ritið einnig þegar verðskuldaða hrifningu, ekki aðeins sam- verkamanna hans í þessuin mál um, heldur og gervallrar al- þýðu þessa lands, svo að segja mátti, að úr því hjeti stjórn- málabaráttan við Dani framar öllu skilnaðarmálið, sem eins og kunnugt er, lauk með fulln- aðarsigri íslendinga og að ein- huga vilja þeirra h. 17. júní 1944. En margir steinar urðu í vegi á langri leið, sem smátt og smátt tókst að ryðja úr brautu, og skal ekki um það fjölyrt hjer. Enda sóttist jafnt og þjett, þrátt fyrir alt, árfam í rjetta átt. — Mjer er minnisstætt, meðal annars frá þeim tímum, að þegar boðað var til Þing- vallafundarins 1907, vórum við tveir, G. H. og jeg, kjörnir fulltrúar þangað úr Akureyrar- bæ, en þar dvaldi jeg þá að nokkuru þau misseri, þótt jeg væri við nám í Khöfn. Af ófyr- SSONAR irsjeðum ástæðum komst hann þó ekki á Þingvöll, svo að jeg fór einn með það umboð. Og vel má það nú koma fram, að ályktun sú, er gerð var á Þing- vallafundinum, varð okkur báðum vonbrigði, fyrir sakir óskeleggs orðalags, sem minni hluti nefndar rjeði, þótt bæði jeg og aðrir að sjálfsögðu gerð- um úr því það besta og áhrifa- ríkasta, sem kleift var, 1 deil- unum síðar við Dani. Var og efalaust, að allur þorri fundar- manna hefði helst kosið, að ó- tvíræð fullveldis- og sklnaðar- krafa hefði þá þegar komið fram í sjálfri fundarályktun- inni, þótt ekki þætti eftir at- vikum ráðlegt að gera 1 því neinn glundroða, heldur ein- mitt kappkosta, að allir gætu staðið saman um afgreiðslu málsins. Forusta Guðmundar Hannes- sonar í skilgreiningu sjálfstæð- ishugtaksins og sjálfstæðisbar- áttunnar á þessum tíma er veigamesti þáttur hans í stjórn málum, enda sannast sagt ó- metanlegur fyrir rjettan fram- gang málsins síðan, og munu margir þeir, sem nú eru roskn- ir, geta um það vitnað. Með frá bærlega skýrri og rökfastri hugsun og glöggri framsetn- ingu í riti vann hann sín áhrif, en áróðursmaður var hann lítill á mannfundum, ljet þá best að „tala fyrir fáum“, og þó eink- um einum og einum, sem á rök vildu hlýða, því að allar hliðar vildi hann grannskoða, svo að jafnvel ýmsum gat þótt nóg um. Eina „áróðursferð“ í skilnaðar- málinu fórum við þó saman frá Akureyri veturinn 1907, sem sje á hinn nafntogaða Ljósa- vatnsfund, sem varð að ýmsu sögulegur og a. m. k. Þingey- ingar margir muna enn. — G. H. gerðist síðar, eftir fleiri ár, þingmaður, en sat aðeins skamma stund á Alþingi og kunni þar engan veginn við sig og ljet fátt til sín taka. Taldi hann sig einnig hafa margt annað þarfara að gera en hanga yfir dægurþrasi þing- mála, eins og ósjaldan verður, og flokkapólitík var honum andstygð. Hann vildi láta hverja skoðun njóta sannmælis og taldi almennum málum þannig bezt borgið. því að at- hugun ætti að ráða, en ekki einhliða málafylgja. En stjórn- málaafskiftum hans mátti nú heita lokið, þótt hann ritaði síðar um ýmisleg stjórnmál og þjóðfjelagsmál. Og þann vitn- isburð mun hann alment fá, að hann hafi verið drenglundaður við menn og málefni, en lýð- skrumara mat hann lítils, enda var ekki laust við, að sumir hefðu „horn í síðu“ hans þess vegna. Hann vildi kanna alt, sem hann fjekst við, til hlítar og var í flestu bæði glöggskygn og víðskygn. Og hagsýnn var hann í öllum efnum. Jeg hefi hjer aðeins minst hans í einu tilliti, sem mjer var best kunn- ugt um, en í mörgu var hann frábær, sem aðrir geta um dæmt. Við fáa menn hefi jeg rætt, ef til vill engan, sem meira hefði til brunns að bera af skynsamlegu viti eða beitti samviskusamlegri rökfærslu Framh. á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.