Morgunblaðið - 09.10.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.1946, Blaðsíða 1
1 16 síður 33. árgangur. 228. tbl. — Miðvikudagur 9. október 1946 289,009 þýskir flétia- menn í JHHfl London í gærkveldi. FYRIRSPURN var lögð frarA í neðri málstofu breska þings- ins í dag um það, hversu marg- ir óbreyttir þýskir borgarar væru í fangabúðum í Dan- mörku. Það var einn af þingmönn- um verkamannaflokksins, sem bar fram þessa fyrirspurn, og vildi hann fá að vita, hversu margir Þjóðverjar væru undir eftirliti Breta í Danmörku og hvenær þeir yrðu sendir til Þýskalands. Aðstoða,rutan.ríkilsráðherrann breski, Paget Mayhew, varð fyrir svörum og sagði að 200 þúsund þýskir flóttamenn dveldust nú í Danmörku. Hann bætti því við, að fólk þetta væri ekki undir eftirliti Breta, en væri í fangabúðum, sem hgyrðu undir dönsku stjórnina. Hervfirvöid fjórveldanna í Berlín munu um þessar mundir ræða það, hvenær hægt verði að flytja þetta flóttafólk heim til sín. — Reuter. Papen lir^Slsf Nurnberg í gærkveldi. FRANS VON PAPEN, sem hefir dvalist í „gestaklefa“ Nurnberg-fangelsisins, síðan hann var sýknaður, hefir nú á- kveðið að fara þaðan ekki í bráð. Þessi ákvörðun sendiherr- ans fyrverandi stendur í sam- bandi við handtöku Schacht. Heryfirvöldin í Nurnberg hafa þó fullvissað Papen um, að honum sje frjálst að yfir- gefa fangelsið þegar honum þóknast og að engin hætta sje á því, að Þjóðverjar handtaki hann. — Reuter. Grænland KAUPMANNAHAFNAR- BLAÐIÐ „Berlingske Aften- ayis“ birtir þá fregn frá Moskva, að Rússar hafi komið sjer upp miklum fiskiflota til síldveiða í austanverðu Græn- landshafi. Moskvablöðin, sem skýra frá þessu segja að flot inn sje búinn öllum nýtísku tæ.kj.um, þar á meðal radar. Síldveiði Rússa sje á svæðinu milli 77. og 78 breiddargráðu. Danskf herskip til Færeyja ■ i ■»« * *> A ' o- •• UPPSKERUBRESTUR í TANGANYIKA LONDON: Alvarlegur upp- skerubrestur hefur orðið Tanganyika, og hefur stjórn- in gefið út tilkynningu, þar sem segir, að matvælaástand- ið í Austur-Afríku geti orðið mjög alvarlegt, er uppskeran rýrni enn meir. Danska herskipið ,(Niels Ebbesen“, sem flutti RíkisdEgsnefndina til Fsereyja á dögunum til að ræða við færeyska stjórnmálamcnn um sjálfstæ'ðiskröfur Færeyinga. Bevin telur friðarsamningana við i sanngjarna Ital Minnir á afleiðingarnar, ef Mussolini hefði sigrað París í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BEVIN, utanríkisráðherra, flutti ræðu á sameiginlegum fundi friðarráðstefnunnar í dag og skýrði afstöðu bresku ctjórnarinnar til hinna væntanlegu friðarsamninga við Itali. Kvaðst utanrílcisráðherrann ekki geta talið skilmálana of harða, og tók í sama streng og Bidault, forsætisráðherra PYakka, en hann taldi, að enda þótt ítalir væru í raun og veru friðsöm þjóð, hlytu þeir að bera nokkra ábyrgð á styrj- öldinni og afleiðingum hennar. EF MUSSOLINI HEFÐI SIGRAÐ Bevin minti örlög þjóða möndulVeldin hefðu orðið, menn á, hver þeirra, sem réðust inn í, ] ef Mussolini hefði sigrað. Hann spurði: — Mundu ekki örlög þeirra hafa orðið óumræðanlega verri en Ítalíu í dag? TRIESTE UM fríríkið Trieste hafði Bevin það að segja, að stefnt væri að því, að löndin við austanvert Miðjarðarhaf mættu öll hafa nokkurn hag af því fyrirkomulagi, sem nú hefði verið ákveðið. Bevin gat þess í þessu sambandi, að eng- inn hefði gleymt hinni hetju- legu baráttu Júgóslava. ÞJÓÐVERJAR HÖFUÐÓVINURINN Bidault, forsætisráðherra Frakklands, tók til májs á eft- ir Bevin. Gat hann þess, að þetta væri í fyrsta skipti, að Frakkar væru aðilar að íriðar skilmálum, þar sem ítalir væru í herbúoum óvinanna. En um Þýskaland sagði Bi- dault, að það hefði ætíð verið í flokki árásarríkja og svo væri nú enn. (Framh. á bls. 15) FORSETI ISLANDS hefir sent frú Per Albin Hanson samúðarkveSju vegna fráfalls manns hennar, Per Albin Han- son forsætisráðherra Svía. Forsætis- og utanríkisráð- herra hefir, f. h ríkisstjórnar- innar og íslensku þjóðarinnar, sent utanríkisráðherra Svía samúðarkveðjur vegna frá- falls forsætisráðherrans. (Samkvæmt frjett frá utan- ríkisráðuney tinu). London í gærkveldi. KOMMÚNISTAR í Kína hafa nú hafnað tillögum kínversku stjórnarinnar um 10 daga vopnahlje. Er nú víða barist í Kína; og hefir einn af tals- mönnum kommúnista lýst því yfir, að þeir muni ekki á ný senda fulltrúa til Nanking, til samningaumleitana við stjórn- ina. — Reuter. Breflandi grjén frá Síam London í gærkveidi. ÞVÍ hefir nú verið lýst yfir opinberlega í New Dehii, að Indverjar muni fá meiri hrís- grjón frá Síam en gert var ráð fyrir í upphafi. Hefir kínverska stjórnin fallist á þetta, enda þótt hún hafi til þessa fengið megnið af því hrísgrjónamagni, sem Síambúar hafa ekki notað sjálfir. — Reuter. London í gærkveldi. BRESKI matvælaráðherrann hefir tilkynt, að engar iíkur sjeu fyrir því, að brauðskömtun verði hætt í Englandi innan skamms. Er brauðskömtuninni var upphaflega komið á, var svo til ætlast. að hún yrði af- numin í næstu viku, en, eins og ráðherrann komst að orði, en slíkt er með öllu ómögulegt. Kpti skipskallana NORSKT síldveiðiskip frá Haugasundi, sem var á leið heim frá íslandsmiðum með 500 tunnur síldar varð kola- laust miðja vegu milli ís- lands og Noregs. Til þess að halda vjelum skipsins í gangi tóku skipverjar það ráð, að kynda katlana með timbri og síld. Hepnaðist að lialda vjel um skipsins í gangi á þenn- an hátt, þar til skipið hitti annað norskt síldveiðiskip, sem dró það til hafnar. ísafoldarprentsmiðja h.f. Óleyiilegir Gyðlnga- fhrtniitgar rannsak- aðir London í gærkveldi. FREDERICK Bellenger, her- málaráðherra Breta, skýrði frá því í neðri málstofu breska þingsins í dag, að að undan- förnu hefði verið rannsakað, hvort Gyðingadeild innan breska hersins í Þýskalandi hefði tekið þátt í að flytja Gyð- inga á laun frá breska hernáms hlutanum til þess ameríska, á leið þeirra til Palestínu. Kvað ráðherrann ekkert benda til þess að um skipulagða flutn- inga í stórum stíl hefði verið að ræða, en hins vegar hefir komist upp um einstaka menn, sem voru virkir þátttakendur í óleyfilegum Gyðingaflutning- um. — Reuter. Niðurfellmg samnmgsms Á RÍKISRÁÐSFUNDI, sem haldinn var 7. október 1946 á hádegi, veitti forseti íslands forsætis- og utanríkisráðherra heimild til þess fyrir hönd ríkis- stjórnar íslands að gjöra samn- ing við ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku um niðurfelling her- verndarsamningsins frá 1941 o. fl. samkvæmt þingsályktun um sama efni, er samþykkt var á Alþingi laugardaginn 5. október 1946. (Samkvæmt frjettatilkynn- ingu frá ríkisráðsritara). 199 imál. af dönsku MEÐ síðustu ferð Brúarfoss frá Kaupmannahöfn, komu til landsins 100 smálestir af dönsku smjöri. í dag tilkynnti viðskiptamála ráðuneytið, að smjör þetta yrði skammtað. Stofnauki nr. 13 af núgildandi skömmtunarseðli gildir sem innkaups heimild fyrir einu kíiógrammi. Stofn- aukinn er í gildi til 31. des. Þá hefir ráðuneytið ákveðið að stofnauki nr. 7 af síðasta skömmtunarseðli, sem er inn- kaups heimild fyrir 1 kg af smjöri skuli vera í gildi til 20. okt. n. k. Sprencpfif! Palesfínu Jerúsalem í gærkveldi. TILRAUN var gerð til þess í Palestínu í dag, að sprengja í loft upp herflutningalest, sem var á leiðinni frá Haifa til Tel Aviv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.