Morgunblaðið - 10.05.1946, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.05.1946, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIt); Faxaflói; Sennilega suð-austan gola í dag. Víðast ljettskýjað. Föstudagur 10. maí 1946 GREIN um öryggi við akstur. Sjá bls. 9. k.R. vann Tuli- niusarmótið ÚRSLIT Tuliniusarmótsins urðu bau, að KR vann Víking í gærkvelcli með þrem mörk- um gegn einu eftir framlengd- an leik. , , Veður var nú mun betra en síðast og bar allur leikurinn svip af því og var sæmilega leikinn. KR skoraði fyrst mark, en Víkingur kvittaði. Er venju- legum leiktíma var lokið, stóðu leikar 1:1. I framlengingunni settu svo KR-ingar tvö mörk, annað var raunar sjálfsmark. — Yfirleitt voru liðin frekar jöfn í leik. Afleitt er það af þeim sem um mótið sjá, að hafa ekki lög- regluvörð á vellinum. Þyrpt- ust áhorfendur út á völlinn og alveg út að hliðarlínunum og eru, sem nærri má geta, mikil óþægindi af slíku. Ekki hæg! að fá flugfar frá París SAMKVÆMT upplýsingum fjrá sendiráði íslands í París er ekki hægt að útvega íslending- um flugfar frá París til íslands með amerískum flugvjelum. Þær flugvjelar ameríska hers- ins sem fljúga frá Ameríku til Parísar, með viðkomu á íslandi, fara venjulega ekki til baka sömu leið, og er því ekki auð- ið að fá far fyrir íslendinga frá París til íslands. Tíðar flugferðir eru nú milli Parísar og Lonaon og ekki hætta á, að íslendingar, sem koma til Parísar á leið til Eng- lands, þurfi að bíða marga daga eftir flugfari til London. Þá eru einnig daglegar járnbrautaferð ir til London frá París. Daglegar flugferðir munu nú vera milli Parísar og Kaup- mannahafnar, en milli Stokk- hólms og Parísar fjórum sinn- um í viku. (Frá utanríkisráðu- neytinu). AðaHundur „SörSa" í Hafnarfirð! AÐALFUNDUR hestarnanna- fjelagsins „Sör]i“ í Hafnarfirði var haldinn mánudaginn 6. þ. m. í Sjálfstæðishúsinu. Hefir starfsemi fjelagsins verið með mesta blóma síðastliðið ár og fjelögum fjölgað að mun, og eru nú 42 að tölu. í stjórn fje- lagsins voru kosnir að þessu sinni Björn Bjarnason, málara- meistari, form. (pndurk.). Þor- varður Þorvarðsson, verkstj. gjaldkeri (endurk.). Sigrún Árnado+tir, kaupkona, ritari, áður hafði gengt því starfi Ol- afur Gunnlaugsson, veiti'nga- :naður. E nd u rskoðen duf votu kosnir þeir Jón Þorleifsson og Guð- -mundur Guðmundsson. A fund- inum ríkti einhuga áhugi fyrir því að auka og efla starfsem- ina á komandi ári, sem mest mætfi. Eins og áður hefir verið skýrt frá hjer í blaðinu, ákvað stjórn Varðarfjelagsins að-gera fjóra menn að heiðursfjelögum í tilefni af 20 ára aknæli fjelagsins, þá Ólaf Thors forsætisráðherra, Magnús Jcnsson prófessor, Jakob Möller sendi íerra og Bjarna Sigurðsson skrifstofustjóra. — Þrír þessarra manna voru staddir í afmælishó i fjelagsins á laugardaginn var og var þá þessi mynd tekin, eftir að forntaður fjelagsins, Ragnar Lárusson, hafði afhent þeim heiðursmerk- in. — Frá vinstri: Bjarni Sigurðsson, Magnús Jónsson, Jakob Möller. — (Ljósmynd Vignir). Fengu gultkross Varöarljelagsins Björgunarstöð í Ör- firisey vígð á morgun Er það 56. björgunarstöðin hjer á landi Á MORGUN, 11. maí, verður vígð ný björgunarstöð, sem Slysavarnarfjelag íslands hefir reist í Örfirisey. Er þetta 56. björgunarstöðin, sem Slysavarnarfjelagið lætur reisa hjer á landi og jafnframt sú stærsta og fullkomnasta. Hefir þarna verið reist stærðar skemma, 360 fermetrar alls. í lienni er slórt bátahús og tvö smærri herbergi. Henrý Hálfdánarson, skrif-| stofustjóri Slysavarnarfjelags ins, fór með blaðamenn út í Örfirisey í gær á björgunar-j bátnum Þorsteini, sem mun' hafa aðsetur sitt þar. Stöðin 'er búin öllum full- komnustu björgunartækjum, sem til eru hjer á landi sem og vera ber við innsiglinguna í aðalhöfn landsins. Sjó- raannadagurinn tekur að hálfu þátt í kostnaðinum við byggingu skálans, en Slysá- 'rarnarfjelagið hefir að öðru leyti komið stöðinni upp og raun reka hana í framtíðinni. Sjómannadagurinn fær ann- að minna herbergið, sem er í skýlinu og mun hafa þar að- setur með æfingar sínar fyr- ir Sjómannadaginn. Vígsluathöfnin á morgun hefst kl. 2,30 með því að Lúðrasveit ReykjavMcur leik- i:r íslands farsælda Frón. Þá mun Guðbjartur Ólafsson, forseti Slysavarnarfjelagsins, flytja ávarp og síðan þau Guðrúii Jónasson. formaður K.S.V.Í., Jakob Jónsson. for- maður „Ingólfs“ og Bjarni Benediktsson, borgarstjóri. — Lúðrasveitin leikur á milli ræðanna. Þá mun bisknp ís- lands vígja björgunarstöð- ina, en þjóðsöngurinn síðan leikinn. Á eftir verður svo björgVin- aræfing. Verður v.b. Þor-j steini rent á flot, en >síðan sýnd björgun með fluglínu-1 tækjum. Loks verður sýnd kvikmyndin hjálp í viðlög-j um, sem Holger Nielsen gaf' S.V.F.Í. Á götum bæjarins verða seld merki dagsins. Þarf ekki að efa, að Reykvíkingar sýna það á morgun, að þeir kunna ,jð meta hið mikla mannúðar- starf Slysavarnarfjelagsins. 190 þús. manns sáu málverkasýningu STOKKHOLMI Þann 8. Skákeinvígið: Seinni skákin varð einnig biðskák Seinni skákin í einvígi þeirra Asmundar Ásgeirs- Sonar og B H. Woods, sem tefld var í gærkveldi, varð biðskák eins og sú fyrri eft- ir fjögurra tíma viðureign og 34 leiki. Asmundur, sem hafði svart, átti betri stöðu en Wood, er þeir hættu. Staðan er þannig. Hvítur (Wood): — Kg3, Db5, Hfl, Bc3 og h3, peð a2, b2, c4, f2, f3 og h4. Svartur (Ásmundur: — Kh8, Dd3, Hc7 og d8, Rf4, peð a7, b7, e5, f6, g7 og h5. Verður haldið áfram með skákirnar í kvöld, aðra eða báðar, en fyrri skákin er einnig óútkljáð enn. Sendiráðið í Stokk- úí hótelherbergi mars s, 1. var opnuð sýning í Stokkhólmi á málverkum, eftir hinn heimsfræga hollenska málara Van Gogþ, og vot u sýnd ar þar myndir, sem afkomend- ur hans eiga. Sýningin, sem hætti þann 28. apríl, gekk svo vel að þess eru engin dæmi í Svíbjóð, þar sem 100.000 manns sáu hana á þessu timabilí. . I SENDIRAÐ TSLANDS i Stokkhólmi hafa undanfarið borist allmargar beiðnir frá einstaklingum hjer heima um að panta fyrir þá herbergi á gistihúsum og enníremur að sjá þeim fyrir ■ flugfari heim í sumar. Mun sendiráðið að sjálf sögðu gera allt, sem unnt er, til þess að aðstoða fólk í þessu efni, en vill þó benda á, að það getur ekki fyrirfram lofað að það tákist að útvega mónnum herbergí eða flugfar. (Frá ut- anríkisráðuney tinu). Varðbátunum skilað aftur ÁKVEÐIÐ hefir verið að skila aftur varðbátunum Baldri, Braga og Nirði. Hefir. r.efnd verið skipuð til þe*s að athuga hvemig landhelgis- gæslu og björgunarstarfsemi verði best fyrdr komið. Mun nefndin fara til Bretlands einhvern næstu daga til að at huga hvort hentug skip fást í staðinn, en fáist þáu ekki mun reynt að fá skipunum skilað gegn endurgreiðslu. Nefndarmenn eru: • Jón Axel Pjetursson, bæj- arfulltrúi, formaður, Guð- tjartur Ólafsson, forseti Llysavarnarfjelags íslands og Guðmundur Guðjónsson, skip Ftjq£i. Ráðunautur nefndarinnar í tekniskum efnum er Erlingur Þorkelsson. (Frá ríkisstjórn- inni). — íslendingur leikur meS frægri breskri hljómsreit Akureyri fimtudag. Frá frjettaritara vorUm. UNGUR maður, Egili Jóns- son að nafni, ættaður frá Húsa- vík, og sem stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík í tónfræði tvö imdanfarin ár, en hefir um undanfarna sex mán- uði stundað nám í klarinettleik við tónlistarskólann í Manch- ester, tekur nú þátt í hljóm- leikaför um England með Halle symfony-hljómsveitinni, sem er mjög fræg. Stjórnandi sveitarinnar er Sir Thomas Beecham. Egill fór í stað annars klarinettleikara í sveitinni, þar sem Sir Thomas^ fór á !eit við skóla hans að efnilegur nemandi þaðan yrði lánaður í hljómsveitina, ’og varð Egill fyrir valinu,. Má þetta tvímælalaust teljast mikil viðurkenning á hæfileikum hans. Kaldæingar þakka veglega sumargjöi Á SUMARDAGINN FYRSTA fengu Kaldæingar K F.U.M. í Hafnarfirði brjef frá ónefnd- um hjónum, þar sem þau þakka starf K.F.U.M. á liðnum árum fyrir æsku Hafnarfjarðar og sendu um leið og þau þera fram blessunaróskir fyrir starfi framtíðarinnar. kr. 5.000 til skálabyggingarinrar í Kaldár- seli og kr. 1.000 til sumardval- ar fyrir fátæka drengi, alls kr. 6.000. Kaldæingar K.F.U.M. vilja nú biðja Morgunblaðið að færa þessum ókunnu- hjónum bestu þakkir fyrir fórnfýsina með ósk um blessun drottins þeim til handa. Jafnframt vilj- % um vjer nota tækifærið og þakka íyrir gjafir þær er bár- ust til starfsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.