Morgunblaðið - 10.05.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.1946, Blaðsíða 1
16 síður 33. árgangur. 103. tbl. — Föstudagur 10. maí 1946 Ísafoluarprentsmiðja h.f. (hurchill talar á þingi Hoilendinga London í gærkvöldi. CHURCHILL kom í gær- kvöldi til Haag, í boði hol- lensku ríkisstjórnarinnar og flutti í dag ræðu á samein- uðu þingi Hollendinga. Sagði hann, að sem stæði, ætti mannkynið aðallega við tvö vandamál að stríða, að reisa við fjárhag sinn og velmeg- un, og gera öryggismálin þannig úr garði, að styrjöld skylli ekki yfir aftur, þegar minst varði. Forseti sameinaðs þings Hollendinga þakkaði Churc- hill og sagði, að þegar Hol- lendingar segðu, að Bretar hefðu bjargað þeim undan hernámsoki, þá segðu þeir jafnframt að Churchill hafði gert það. — Reuter. Frumvarp um verk- (allsstöðvim í Danmörku K.höfn í gær. Einkaskeyti til Mbl. RÍKiSSTJÓRNIN lagði fram í dag á þingi frumvarp til laga um það, að stöðva slátrara- verkfallið. Miðlunartillaga sem slátrarar höfnuðu, en vinnu- veitendur samþykktu, verður lögð til grundvallar fyrir fram- varpinu, og er talið að það verði gert að lögum. Búist er við að mikill meiri- hluti þingmanna styðji fram- varp þetta, þar sem talið er að allir borgarflokkarnir og jafn- aðarmenn verði því fylgjandi. Það er margt sem veldur því að nauðsynlegt er að stöðva verkfall þetta fljótt. Kjötbúð- irnar eru tómar, svínakjötsút- flutningurinn algerlega stöðv- aður, og veldur það afskap- legum gjaldeyriserfiðleikum, sem ekki er hægt að þoia leng- ur. Þúsundir smábænda geta ekki haldið áfram að fóðra svín, sem hefði fyrir löngu átt að vera búið að slátra. Frum- varp þetta kemur ekki við verk falli ófaglærðra manna, en ver- ið er nú að gera tilraunir til samninga í því. — Páll. Eldvörpur gegn engispreftum London í gærkveldi. SKÆÐ engisprettuplága geng ur nú yfir eyna Sardiniu og hefir þegar orðið mikið tjón af. Hermenn, vopnaðir eldvörp um hafa verið sendir til eyj- arinnar, til þess að aðstoða í- búana í baráttunni gegn vá- gestum þessum. Talið er, að engisprettur hafi ekki fyrr svo magnaðar verið í Evrópu. •—Reuter. Sífellt ósamkomulag um friðarrdðstefnuna afsaiar sjer völdum og fer úr landi FramhoÖ SjiEfstædisfiokksins í Hafnarfirði og Vestur-Húnavalnssýslu NÝLEGA hefir Fulltrúaráð Sjálfstæðísfjelaganna í Hafnar- firði tekið þá ákvörðun, að Þor- leifur Jónsson bæjarfulltrúi verði í framboði fyrir flokkinn í alþingiskosningum þeim, sem fram fara í júnílok næst- komandi. Á FUNDI Sjálfstæðismanna, sem ha’dinn var nýlega í Vest- ur-Húnavatnssýslu var ákveð- ið að Guðbrardur ísberg, sýslumaður, yrði í framboði fyrir hönd Sjálfstæðlsflokks- ins í kjördæminu við næstu al- þingiskosningai. Kastast í kekki með Azer- beijanmönnum og Persastjórn London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÚTVARP Azerbeijanmanna í Tabriz hefir í dag deilt frek- lega á persnesku stjórnina, og sagt að hún setti sendinefndinni frá hinni sjálfskipuðu stjórn í Azérbeijan „afarkosti, sem aldrei yrði gengið að.“ Aftur á móti hefir stjórnin í Teheran látið svo um mælt að Azerbeijanmenn gerðu ósvífnar kröfur á hendur sjer, og myndi aldrei verða gengið að slíkum afarkostum. Forsætisráðherr- ann kveðst myndi beita her- valdi gegn Azerbeijanmönnum ef þörf krefur. — Fyrir nokkru komu fregnir um það, að sam- komulag milli þessarra aðila væri komið á og hefðu samn- ingar tekist ákjósanlega. Frjetta ritarar segja nú, að þær fregn- ir muni hafa verið eitthvað orð- um auknar. Ekki hefir enn verið neitt um það sagt, í Moskva, hvort sveit- ir Rússa væri komnar á brott úr Azerbeijan, en 1 Teheran er talið að svo muni vera. Flaug þó gömul væri. LONDON. Elsti farþegi, sem flýgur yfir Atlantshafið er talin vera 87 ára gömul kona, sem flaug fyrir skemstu frá Eng- landi ve§tur um haf. Breskur hershöfð- ingi ver Student London í gærkveldi. RJETTARHÖLD standa nú yfir í Lúneburg í Þýskalandi I og eru þau yfir þýska hers- höfðingjanum Kurt Student, sem var einn fremsti fallhlífa- liðsforingi Þjóðverja og stjórn- aði árásinni á eyna Krít. Er honum gefið að sök, að hafa látið breska herfanga go.nga á undan þýskum hersveitum til áhlaups. I dag kom í rjettinn- nýsjá- lenski hershöfðinginn Ingolds, sem tók þátt í vörn Krítar og bar vitni samkvæm{ eigin ósk. Sagði hann það hrein ósann- indi að Student hefði nokkru sinni beitt herföngum á þann hátt, sem hann var ákærður fyrir. — Reuter. Átök milli Byrnes og Molotov London í gærkvöldi. EKKI blæs enn byrlega um samkomulag milli utanríkis- ráðherra stórveldanna varð- andi friðarráðstefnuna í sum ar og sló í brýnu milli Molo- tovs og Byrnes á fundi ráð- herranna í París í dag. Sagði Molotov, að Sovjetstjórnin gæti alls ekki samþykt að hafa friðarráðstefnuna þann 15. júní, enda væri það brot á Moskvasamþyktinni, ef svo væri gert. Molotov stakk aft- ur upp á því, að ráðherrarn- ir hjeldu með sjer annan fund í París 5. júní. Störf undirnefndarinnar. Molotov vildi að fundurinn 5. júní athugaði, hvað full- trúar ráðherranna hefðu gert í millitíðinni, og taldi að eftir það myndi reynast mögulegt að ákveða hvenær friðarráð- stefnan gæti hafist. Ennfrem ur sagði Molotov, að það væri skoðun Sovjetstjórnarinnar, að ráðherrarnir yrðu að vera búnir að ganga frá friðar- samningunum, áður en hin eiginlega ráðstefna gæti haf- ist. Samkomulag œskilegt. Byrnes sagði, að æskilegast væri að fult samkomulag næð íst milli hinna fjögurra ráð- herra stórveldanna, áður en íriðarráðstefnail byrj aði, en hjelt því fram, að þetta gæti tekist á tímanum til 15. júní. Ef það tækist -ekki, sagði Byrnes, myndi engin friðar- ráðstefna verða haldin og heimurinn vera í styrjaldar- ástandi framvegis. Málamiðlun reynd. Bevin reyndi að miðla mál um og stakk upp á því, að fvrstu uppköstin að friðar- samningunum þyrftu ekki að vera samþykt fyrirfram, ef lokauppköstin yrðu samþykt af öllum utanríkisráðherrun- um, og bað hann þá að hugsa um þetta. Fundinum var síð- an slitið, án þess að nokkurt samkomulag hefði náðst. Ráð herrarnir koma aftur samar. kl. 11 árdegis á morgun. •— /. lls er talið að ráðherrarnir hafi komist að samkomulagi um 19 atriði hingað til, — öli smávægileg. London í gærkveldi. KLUKKAN átta í kvöld sigldi ítalska beitiskipið Duca degli Abruzzi út af höfninni í Napoli og hafði innanborðs Viktor Emanuel 'Ítalíukonung, sem um hádegi hafði afsalað sjer völdum á Ítalíu fyrir fullt og alt. Konungurinn. fjekk syni sín- um Umberto í hendur skjal þar sem hann afsalar sjer völdum. Þjóð- aratkvæðagreið Emannet sla fer fram um það á Ítalíu þann 2. júm, hvort konungsstjórn skuli framvegis vera í landinu. Einn af ítölsku ráðherrunum ljet svo um mælt í dag, að mað’ ur af Savoyættinni (ætt Viktors Emanuels) myndi aldrei fram- ar verða konungur á Italíu. —■ Ekki er vitað hvert Viktor Em- anuel, ?em er nú gamall mað- ur, ætlar að fara. — Reuter. Jinnah og Hehru ræöasf viS London í gærkveldi. Á FUNDI í Simla í dag rædd ust þeir við lengi, Jinnah, for- sprakki Múhamedsmanna og Nehru, foringi Þjóðþingsflokks- ins. Hafa þeir ekki ræðst við síðan 1944, er slitnaði upp úr samningum. Þá sagði fulltrúaráð vara- konungsins, eða hin raunveru- lega stjórn Indlands af sier, til þess að auðvelda myndun nýrr ar stjórnar, og er nú verið að mynda bráðabirgðastjórn. Gandhi mun taka þátt í þessum tilraunum. — Reuter. fð islemkir golfleikar fil Svíjrjéðar AFRAÐIÐ er að Golfklubb- ur íslands sendi 10 íslenska golfleikara til Svíþjóðar í sum- ar. Fara þeir sennilega í júlí- lok. í sambandi við þessa för verð ur kepni í golfleik milli sænskra golfleikara og íslenskra og enn- fremur milli Dana og íslend- inga. Fjekk hetjuverðlaun. LONDON. 78 ára gömul kona hefir fengið verðlaun úr hetjusjóði Carnegies, fyrir að slökkva eld í fötum annarar gamallar konu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.