Morgunblaðið - 10.05.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.05.1946, Blaðsíða 8
 MORQDNBLAöIB Föstudagur 10. maí 1946 Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstiórar: Jón Kjartanssoii, Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.). Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. AuglýsÍRgar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Súni 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, ’ kr. 12.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Æskan á villubraut HINN stórfeldi vöxtur afbrota unglinga hjer í bænunj að undanförnu hefir að vonum slegið óhug á íbúa bæj- arins. Líður varla svo nokkur dagur, að blöðin greini ekki frá innbrotum, og sumum svo bíræfnum, að verkn- aðurinn líkist einna helst aðferðum illræmdra bófaflokka í stórborgum erlendis. Er engu líkara en að glæpalýður þessi sje beinlínis að storka löggæslunni, því að ekki er hikað við að fremja innbrot á næstu grösum við sjálfa lögreglustöðina. Minnisstætt er og innbrotið í dóms- málaráðuneytið. ★ Það hefir komið í ljós, að flest innbrotin, sem tekist hefir að upplýsa, hafa verið framin af ungum mönnum, um og innan við tvítugs aldur. Stundum hafa að verki verið nýfermdir unglingar. Þau afbrot munu vera fleiri, sem ekki hefir tekist að upplýsa, en ekki er ósennilegt, að þar hafi einnig unglingar að verki verið. ★ Ekki þarf að lýsa því, hve alvarlegt það er fyrir bæj- arfjelagið, að nokkur hluti æskunnar kemst á slíkar villugötur. Orsakir þessa ástands eru vafalaust margar. Uppeldisáhrifin, sem æskulýðurinn hefir orðið fyrir í bænum síðustu árin hafa síður en svo verið holl. Hið mikla peningaflóð og algert kæruleysi margra fullorð- inna manna í meðferð peninga, hefir gerspilt mörgum unglingnúm. Það er ekki holt að láta unglinga hafa mikið fje með höndum, til þess eins að eyða og svalla með. En, því miður, mun þetta vera algengt hjer í bæn- um. Þetta kemur mörgu illu til leiðar. Ekki aðeins spillir það unglingunum sjálfum, sem fjeð hafa', heldur mun það æði oft hafa þær verkanir, að vekja öfund hjá fje- lögum þeirra, sem minni fjárráð hafa. Þeir vilja ekki vera minni menn en hinir, og þá leiðast þeir máske út á glæpabrautina. ★ Hinn mikli drykkjuskapur og svall ungra manna á kaffihúsum og samkomum á vafalaust drjúgan þátt í spillingu æskulýðsins. Hjer þarf áreiðanlega mikið á- tak til bjargar. Það þarf að skapa sterkt almennings- álit gegn drykkjuskapnum. Og það þarf að búa betur að æsku bæjarins, þannig að hún hafi aðgang skemtana annarsstaðar en á drykkjuknæpum. Svo eru það kvikmyndahúsin. Eru þau nógu vand- virk með val mynda? Er ekki fullmikið sýnt af glæpa- myndum allskonar, sem eru kitlandi fyrir óþroskaðan unglinginn, er ekki að sama skapi holl uppeldisáhrif fyrir hann? Eigendur kvikmyndahúsanna verða að hafa samtök með sjer um það, að vanda betur val þeirra mynda, sem hjer eru*sýndar. ★ Ekki verður skilist svo við þetta mál, að ekki sje minst á starfshætti lögreglunnar og annarra handhafa rjettarvörslunnar í sambandi við afbrot unglinga. Lögreglan hefir nær undantekningarlaust þá reglu, að birta ekki nöfn unglinga, sem brotlegir verða. Og þegar handhafar dómsvaldsins gefa blöðunum skýrslu um dóma í afbrotamálum, er nöfnum sakborninga nær undantekningarlaust haldið leyndum. Blöðin hafa þráfaldlega kvartað yfir þessu og farið fram á, að handhafar löggæslunnar tækju upp aðra starfshætti. Það þarf sterkt almenningsálit til að kveða niður þann ófögnuð, sem bæjarfjelagið er nú gersýkt af. Það má enga linkind sýna þeim spilta glæpalýð, sem hjer veður uppi. Þessvegna: burt með leyndina, þar sem forhertir glæpamenn eiga í hlut og það mun áreiðanlega virka betur en flest annað. Lögreglan verður að taka*þessi mál fastari tökum og fá almenningsálitið í lið með sjer. Það gerir hún best með góðri samvinnu við blöðin. Ekkert má láta ógert til þess að bjarga æskunni út af þeirri villubraut sem hún er komin útá. ÚR DAGLEGA LÍFINU Á Eskihlíðarhæðinni. TVEIR BLAÐAMENN — stóðu í gærmorgun á Eski- hlíðarhæðinni, rjett við heitavatnsgeymana og nutu góða veðursins og hins dá- samlega útsýnis yfir höfuð- borgina, fjallahringinn í kring um bæinn og flóann. Það voru þeir Hannes á horninu og Víkverji. Á Skerjafirðinum var „Kata“ að búa sig til flugs. Gruman-flugvjel var að setjast á völlinn fyrir neðan þá, og skömmu síðar hóf æfinga- eða kensluflugvjel sig til flugs af flugvellinum. Úti í flöanum sáust reyksúl- ur, sem stóðu þráðbeint upp í loftið í logninu. Þær komu frá skipum, sem „flutu með fríðasta lið, færandi varn- inginn heim“. „-----ef fólkið þorir“. ÞEIR spjölluðu um margt, karlarnir, sem hafa valið sjer það hlutskifti að segja þjóð- inni frá því, sem er að gerast í daglega lífinu í hinu unga Islandi. Samtal þeirra verður ekki skráð þjer. Þeir voru ekki þarna staddir sem blaða- menn, heldur sem tveir ís- lenskir kunningjar, sem nutu þeirrar glæsilegu myndar er þeir höfðu fyrir framan sig af framförum, sem þega- ar hafa átt sjer stað og fram- tíðinni, sem er í vændum hjer í þessum bæ og á þessu landi, sem vissulega á sjer „vor, ef fólkið þorir“. • Á framfaravegi. ÞAÐ ER HOLT og lær- dómsríkt fyrir hvern einasta Reykvíking, já, fyrir hvern einasta íslending að ganga upp á Eskihlíð einn sólbjart- an morgun og horfa yfir bæinn og nágrennið. Það er margt sem mætir auganu og margt sem það kætir. And- stæðurnar eru miklar. Ann- arsvegar urð og óbrotið land, en hinsvegar grænir reitir. Glæstar hallir og hálfbygð hús og hreysi. Beinir og sljettir akvegir og hálfrudd- ar slóðir. Þarna frá hæðinni geta menn sjeð nýja tímann og þann gamla. Framfaraveginn og hina grýttu leið, sem ligg- ur að baki okkur nú. • Stórborgargatan". Á ESKIHLÍÐARHÆÐINNI opnast nýr heimur fyrir Is- lendinginn, sem litast um í sólskininu á vormorgni. Það er ekki aðeins flug- vjelarnar, sem minna á nýja tímann, nje skipin á flóan- um, sem bregða upp mynd af nýja tímanum og þeim framförum, sem í vssndum eru. Þegar hann lítur yfir bæ- inn verður honum allt í einu ljóst, að Reykjavík er orð- in stórborg. Iðandi umferð- in á götunum og hið víðáttu- rtlikla bæjarstæði. í vestr- inu sjer hann alt í einu fram- andi sýn. Hringbrautin, með bæjarbyggingunum og Melahverfinu minnir hann á sjón, sem hann he/ir sjeð í einhverri stórborginni úti í heimi. En hann tekur líka eftir því að borgin er ekki full- Vaxin ennþá. Víða vantar inn í skipulagið. Linurnar eiga eftir að skýrast. Frá Eskihlíðinni er Rekja vík að sjá líkt og hálfsmíðað hús. -— Það er hlutverk þeirrar kynslóðar, sem nú lifir og þelrrar næstu að Ijúka verkinu. Hornsteinn- inn hefir þegar verið lagður og lagður vel. Útsýnisstaður Reykvíkinga. EINHVERNTÍMA var um það rætt að koma upp veit- ingastað á Eskihlíðinni í sambandi við hin miklu mannvirki, sem þar hafa verið reist, heitavatnsgeym- ana. Hugmyndin var nokkuð góð, en verður sennilega seint að voruleika. Því verði úr öllum þeim framkvæmd- um sem fyrirhugaðar eru hvað veitingastaði snertir í bænum, ætti ekki að verða hörgull á skemtistöðum, sem verða betur í sveit settir, en þarna uppi. En það, sem gera ætti, væri að reisa útsýnisturn við heita vatnsgeymana. Sá staður yrði mikið sóttur af bæjarbúum, bæði vetur og sumar. Ennfrémur ætti að fá skipulagsfræðinga og garð- yrkjufræðinga okkar til þess að gera tillögur um hvernig best væri að fegra Eskihlíð- ina. Ryðja grjótið og rækta hæðina. Heppilegri staður fyrir skemtigarð er ekki til í nágrenni bæjarins. • Rausn. TÓNLISTARFJELAGIÐ hefir unnið mikið menn- ingarstarf með þjóðinni. Það er þessu fjelagi að þakka að lyft he^r verið Grettistaki hvað snertir framfarir í hljómlist hjer á landi. Fje- lagið hefir komið upp Tón- listarskóla, fengið hingað heimsfræga snillinga, sem hafa þroskað smekk þjóðar- innar fyrir hljómlistinni og síðast en ekki síst styrkt efnilega unga hljómlistar- menn til náms erlendis. Alt sem Tónlistarfjelagið hefir gert hefir verið gert af þeirri rausn, sem einkenn ir þann stórhug, sem ríkir hjá þeim mönnum er þann fjelagsskap fylla. Rausnarlegt er boð þeirra um að kosta cellosnillinginn unga, Erling Blöndal Bengts son til framhaldsnáms í Ameríku. Það verður ekki aðeins Tónlistarfjelaginu til sóma, heldur og allri þjóð- inni. Því það er ekki nokk- ur vafi á, að ef Erling end- ist líf og heilsa, þá á hann eftir að verða heimsfrægur fyrir list sína. * • * • ••vmniiniíi I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Í ■ « ■■■................................■■■■■■■■■■.......■■■■■■■■■■■■; Afstaða kommúnista til nasismans snjerist um Josep Slalin ÞJÓÐVILJAMENN þykj- ast vera að boða þjóðinni „s&nnleikann“ — og þá fyrst og fremst um Rússland og sovj etskipulágið. ,,Þá var mörgu logið“, sagði Gröndal. Orð hans eiga við þessi skrif kommúnist- anna. En þótt þeir kappkosti að dylja sannleikann um „móðurríki" sitt og hið aust- ræna lýðræði, þá kemur sannleikurinn um þá sjálfa í ljós. Hvernig? Nýlega komst einn af „röbburum“ Þjóðviljans þannig að orði: „Hvernig hefði hugarfar þjóðarinnar verið í garð nas- istanna á stríðsárunum, ef íhaldsblöðin hefðu verið ein um að túlka málið fyrir þjóðinni?11 Fer sannarlega vel á því, að þessari spurningu sje varpað fram nú, og að Þjóð- viljinn skuli vera málshefj- andinn. Já hvernig skyldi hugarfar manna hafa orðið, ef alt hefði farið eins og , kommúnistar hjer á landi óskuðu frá því í ágúst 1939, er Stalin gerði vináttusamn- inginn Við Hitler og þang- aðtil í júní 1941, er Hitler • rjeðist með herskara sína á Rússland. Smekksatriði. Allan þennan fíma taldi Þjóðviljinn það vera „smekksatriði“ hvort mehn væru á máli nasista eða vesturveldanna. Þá taldi Þjóðviljinn forystumenn Breta stríðsæsingamenn, vegna þess að þeir vildu ganga á milli bols ,og höf- uðs á nasismanum. Þá mátti enginn, að dómi Þjóðviljans, hreyfa hendi í þágu vestur- veldanna, af því „bóndinn í Kreml“ var yfirlýstur vin- ur Hitlers. En það var þá og er enn, draumur komm- únista, að blaðaútgáfu verði hagað hjer á landi einsog í móðúrlandi kommúnismans, að enginn blöð fái hjer að koma út nema blöð komm- únista. Og svo spyr einhver rit- nagli Þjóðviljans, með hin- um mesta vandlætingarsvip, hvernig áfstaða íslendinga hefði orðið til nasismans, ef Þjóðviljinn hefði ekki getað lagt þar orð í belg (!) Þeim er sagt hvað þeir eiga að segja. En Þjóðviljinn kom út. Og Þjóðviljamenn höfðu mál- frelsi hjer sem aðrir, sem betur fer. Svo það kom á daginn, eins glögglega og frekast varð á kosið, að kommúnistar voru ekki and- vígir nasismanum, af því þeir sje mótfallnir einræði hans, grimd og skefjulaus- um hryðjuv£rkum. Nei. Þeir sneryst, á móti nasismanum samtímis og Stalin bóndi hætti að vera vinur Hitlers. En á meðan vinátta þessara tveggja háu herra hjelst höfðu Þjóðviljamenn ,smekk‘ (Gjörið svo vel að fletta á bls. 12, 1. dálk).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.