Morgunblaðið - 10.05.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.05.1946, Blaðsíða 14
14 MORGUNBL A,Ð I Ð Föstudagur 10. maí 1946 33. dagur Hún var nú komin að dyr- unum. Allt í einu heyrðí hún að einhver hreyfði sig inni í herbergirfu. Hún hratt dyrun- um opnum, og rak um leið upp undrunaróp. Venus stóð þarna andspænis henni — og sneri baki í stóra spegilinn. Augna- ráð hennar var í senn ótta- slegið og hatursþrungið. Svo hnykti hún til höfðinu, og horfði ögrandi á húsmóður sina — en greip um leið báðum hörfdum um hálsinn eins og til þess að fela eitthvað. Theo horfði fast á Venus. — Svo tók hún allt í einu eftir því, að stúlkan var klædd í hvítan kjól. ,,Þú ert í kjóln- um mínum! Kjólnum mínum -----!“ hvíslaði hún. Kjólnum, sem hún hafði verið í á afmæl- isdaginn sinn að Richmond Hill! Sautjánda afmælisdaginn! Fallega kjólnrfm, sem henni þótti svo vænt um — sem hún hafði geymt eins og helgan * dóm, siðan hún fór frá Rich- mond Hill! — Nei! Nei! Hún kreysti aftur augun. Hún vildi ekki sjá þessa kvensnift. Þjáningaralda leið yfir hana. andlit hennar afskræmdist af sársauka. „Farðu úr honum — farðu úí honum!“ stundi hún loks. Venus hrærði hvorki legg nje lið. Um varir hennar ljek nap- urt glott — og það var annar- legur glampi í augum hennar. „Hvað ertu með um hálsinn ‘hvað ertu að fela?“ spurði Theo skyndilega og færði sig nær henni. Venus hörvaði undan, og þrýsti höndunum fast að hálsi sjer. Svo nam hún staðar, og brosti illkvittnislega. Og Theo sá hálsmenið frá Aaron glitra á dökkum barmi hennar. Reiðin bar hana ofurliði. Ef hún hefði getað drepið, þá hefði hún gert það á þessu andar- taki. Hún barði Venus í and- litið, af öllum kröftum, og þreif af henni hálsmenið. „Jeg hata þig — jeg hata þig! Þú ert . ...“ • Henni sortnaði fyrir augum, og hún hnje niður. — Stundu síðar fundu þjónarnir hana, þar sem hún lá á gólfinu — ög hálsmenið við h'lið hennar. Þeir urðu óttaslegnir, og sendu eft- ir Jósep. Þegar hann kom heim, var hún vöknuð til meðvitundar aftur. En hún fann til nístandi sársauka í hvert sinn, sem hún hreyfði sig — og gat ekkert talað. Jósep settist við rúmið. Það var kvíðasvipur á andliti hans. Hann vissi ekki, hvað hafði komið fyrir og gerði sjer ekki ljóst, hvað í vændum myndi vera, fyrr en Phæbe, sem var á vappi kringum rúm- ið, sagði: „Það lítur út fyrir að barnið muni fæðast innan skamms. Er ekki best, að senda eftir Maum Chloe? Húsmóður- inni líður illa — og hún getur hjálpað henni“. Jósep tók viðbragð. „Held- urðu það? Skipaðu Pompey að þeysa þegar í stað til Klifton. Segðu honum — —“ Theo opnaði augun. „Jósep —4rei“, hvíslaði hún. „Jeg ætla ekki að eiga barnið núna. Jeg — vil það ekki“. Phæpe skríkti. „Það er nú ekkert hægt að gera við því, frú. Þetta verður allt að hafa sinn gang“. Theo bærði ekki á sjer. Jeg skal ekki eiga barnið núna. Jeg skal ekki. „Jósep------“. Hann .beygði sig yfir hana. „Hvað er það, elskan mín?t‘ „Opíum“, hvíslaði hún. — „Stóran skammt. Og þú'mátt ekki senda eftir Maum Chloe. Hún má ekki koma nærri mjer. Jeg ætla ekki að eiga barnið núna. Jeg vil það ekki“. Og vilji hennar sigraði. í þrjá sólarhringa lá hún nær hræringarlaus í rúminu. -Kvöl- unum linnti smám sarpan. Ellefti kafli. A fimta degi var hún orðin það hress, að hún settist upp. Og þá áræddi Jósep loks- að minnast á Venus. „Hún sagði mjer allt af ljetta, og jeg var auðvitað mjög reið- ur við hana. Jeg sagði henni, að þess myndi langt að bíða, að hún fengi að starfa á heim- ilinu aftur. Hún verður látin vinna erfiðari vinnu þangað til hún lætur sjer segjast“. Theo starði unrandi á hann. „Já en Jósep — skilurðu ekki enn, hvað hún gerði? Hún get- ur ekki verið lengur hjer á Eikabæ. Jeg vil, að þú seljir hana. Ó, — skilurðu ekki, að stúlkan hatar mig!“ „Þetta er óskynsamlega mælt, Theo“, sagði hann þolinmóður. „Hún ætlaði ekki að stela neinu frá þjer. Hún er of hyggin til þess. Hún er mjög falleg, af blökkustúlku að vera, og geri jeg ráð fyrir, að hún sje hald- in kvenlegri hjegómagirni eins og aðrar kynsystur hennar. — Hún hegðaði sjer að vísu heimskulega. En þetta athæfi getur þó tæpast kallast glæp- samlegt“. Theo hallaði sjer aftur á bak. — Hún var mjög máttfarin og tárin komu fram í augu henn- ar. Henni sárnaði ekki fyrst og fremst, að Venus skyldi hafa tekist að leika á Jósep — og hann skyldi þrjóskast við, að viðurkenna fjandskap hennar. Henni fjell þyngst, að hann skyldi ekki gera sjer ljóst, að hvíti kjóllinn og hálsmenið frá Aaron voru munir, sem henni þótti vænst um af öllu, sem hún átti. Það hafði Vanus vitað. Þess vegna hafði hún einmitt valið þá. Það myndi gagnslaust að reyna að skýra þetta fyrir Jó- sep. Hann myndi aldrei skilja það. En það var eitt, sem hún varð að gera honum Ijóst. „Jeg geri ráð fyrir, að þú sjert einráður um það, hvað þú gerir við Venus. En hún fær aldrei að stíga sínum fæti inn á mitt heimili framar — aldrei“. Hún þagnaði andartak. „Jósep — mjer var að detta í hug, að pabbi gæti ef til vill útvegað mjer franska þjónustu- stúlku. Og kannske franskan matreiðslumann líka. Það er svo leiðinlegt, að geta aldrei talað frönsku við neinn. — Það eru franskir þjónar hjá Drayton fylkisstjóra — og einnig hjá sumum af vinum þínum í Charlestorf', flýtti hún sjer að bætavið. „Hvað hefirðu út á mat- reiðslu Phæbe að setja?“ spurði Jósep snöggt. Það er svo sem ekkert, hugs- aði Theo með sjer — nema ef | vera skyldi, að hún kann hreint ekki að búa til mat. „Phæbe býr til ágætan mat, Jósep“, svaraði hún. „En það getur verið gott, að hafa ein- hvern henni til aðstoðar, t. d. þegar gestir koma til okkar. Jeg hygg, að pabbi myndi geta sjeð okkur fyrir góðum mat- reiðslumanni“. Iíún hafði í raun rjettri þegar farið þess á leit við Aaron. Jósep þagði. Hann harmaði, að Theo skyldi ganga svona erfiðlega að tjónka við negrana og fannst heimskulegt, að fá dýra þjóna frá Norðurríkjun- um, þegar nóg var af þjónustu- fólki fyrir. En á hinn bóginn mátti aldrei andmæla ófrískum konum, þó að þær hegðuðu sjer bjánalega — og það myndi ef til vill ekki svo vitlaust, þeg- ar öllu var á botninn hvolf% að fá franska þjóna að Eika- bæ. Það var víst talið fínt. Hann kveikti sjer í vindli, og hallaði sjer aftur á bak í sætinu“. Hefirðu nokkuð heyrt um það, hvenær faðir þinn kemur suður á bóginn?“ Hún brosti, og svipúr henn- ar mildaðist. „Já, auðvitað hefi jeg heyrt um það“. Hann kipraði saman varirn- ar. Hann var allt í einu orðinn reiður. „Hvenær kemur hann þá?“ „Fyrstu dagana í maí. Það ætti að vera nægur tími. Barn- ið ætti ekki að fæðast fyrr en um miðjan mánuðinn". Hún sneri sjer undan, og bætti við í hálfum hljóðum: „Jeg veit, að jeg myndi ekki lifa það af, ef — ef hann væri ekki hjer“. „Þetta er vitleysa, Theo! Hvað kemur har.n því við? Það er ósæmilegt, að karlmenn sjeu nálægir, þegar . . . .'l Hann fleygði vindlinum í eldstóna og horfði reiðilega á hana. Af hverju þurfti hún altaf að hegða sjer öðruvísi en aðrar konur? Af hvfirju gat hún ekki sætt sig við þetta eðlilega ástand konunnar, eins og frú Alston, systir hans og allar þær konur, sem hann hafði einhver kynni af, gerðu? Þegar þær voru með barni, reyndu þær að láta eins lítið á því bera, og unnt var, minnt- ust aldrei á það, kvörtuðu aldr- ei — og þegar þeirra tíma kom, hurfu þær úr augsýn karl- mannanna um st.und — og nýr meðlimur hafði bætst í fjöl- skylduna. Eggert Claessen Gústaf A. Sveínsson hæstarjettarlögmenn „ Oddfellowhúsið. — Sími 1171. Allskonar lögfræðistörf. Lóa langsokkur Eftir Astrid Lindgren. 45. Þar sem Lóa vildi alls ekki fá neitt til baka, skifti kon- an við hana og ljet hana hafa miða, sem gilti í bestu sætin og ljet líka Önnu og Tuma fá miða í bestu sæti, án þess þau þvrftu nokkuð að borga. Þannig atvikaðist það, að börnin sátu öll þrjú í ákaflega fínum sætum. Anna sneri sjer oft og mörgum smnum við, til þess að veifa til skóla- systkina sinna, sem sátu miklu lengra frá leiksviðinu. — Þetta er allt saman einkennilegt, sagði Lóa. Og ekk- ert skil jeg í, hvað fólk getur verið sóðalegt. Þaþ hefir hellt sagi á gólfið. Það finnst mjer nú ekki mikill þrifn- aður. Tumi útskýrði fyrir Lóu, að sag væri borið á gólfin í öllum fjölleikahúsum og væri það gert fyrir hestana að hlaupa í. . Uppi á palli sat hljómsveit leikhússins, sem allt í einu byrjaði að leika fjörugt hergöngulag. Lóa tók að klappa saman lófunum af miklum ákafa og hoppaði upp og niður í sætinu. — Kostar líka að heyra þetta, eða fær maður það ókeypis? • - Einmitt þá var tjaldið dregið frá dyrunum, þar séfn listamennirnir áttu að koma fram, og leikhússtjórinn kom kjagandi í kjólfötum og með svipu í hendinni. Á eftir honum komu tíu hvitir hestar með rauða fjaðraskúfa á hausunum. Leikhússtjórinn smellti svipunni og hestarnir stukku hjinginn í kring á leiksviðinu. Svo smellti stjórinn svip- unni aftur og þá settu allir hestarnir framfæturna upp á grindurnar umhverfis leiksviðið. Einn af hestunum var rjett búinn að reka hóf í börnin. Anna kærði sig ekki um að fá hest svona nálægt sjer og hnipraði sig eins mikið saman í stólnum, og hún gat. En Lóa stóð upp og tók í vinstri framlöppina á hestinum og sagði: — Sæll og blessaður. Jeg á að skila til þín kærri kveðju frá hestinum mínum. Hann á líka afmæli í dag, en hann hefir nú silkislaufur í taglinu, í staðinn fyrir að þú hefir fjaðraskúfa á hausnum. Ætlað er, að í styrjöld þeirri, sem nú er nýlokið, hafi styrj- aldarþjóðirnar lagt 500,000 tundurdufl víðs;vegar á heims- höfunum. Til þessa hafa. um 50,000 þeirra fundist og verið eyðilögð af 2,000 tundurdufla- slæðurum frá Bretlandi, Banda ríkjununt og Rússlandi, en þau dufl, sem enn eru ófundin, munu flest vera á hafinu kring- um Japan og Norður-Evrópu. ★ Breski flotinn sökkti í nóv- ember s. 1. öllum nema ein- um af þeim 110 kafbátum, sem Þjóðverjar afhentu þeim við uppgjöfina. ★ Eftir að miljónamæringur- inn Edward H. Harriman ljest 1909, og kona hans erfði eign- ir hans, móttók hún þúsundir brjefa, þar sem farið var fram á fjárhagslega aðstoð. — Frú Harriman erfði 100,000,000 dollara, en peningabeiðnirnar námu samtals 267,000,000 doll- sú, að 225 tungumál eru töluð í Indlandi og tekjur Tneðalfjöl- skyldu eru aðeins um 120 kr. á ári. ★ Meira eri 500 Shinto musteri í Japan hafa hvíta hesta sem geymdir eru í sjerstökum skrauthýsum, til afnota handa guði musterisins. Flestir hesta þessara eru ákaflega feitir, enda hreyfa þeir sig lítið, þar sem þeir eru of heilagir til að venjulegir dauðlegir menn megi koma á bak þeim. ★ Verksmiðjustjóri gortaði oft af því, að hann vissi nafn hvers einasta starfsmanns síns. Dag nokkurn var hann á gangi á vinnustaðnum, þegar hann sá mann, sem hann mundi ekki hvað hjet. Hann stoppaði hann og sló kumpánlega í bakið á honum. „Afsakið þjer“, sagði hann, „jeg veit auðvitað, hvað þjer heitið, en jeg er ekki viss um, hvernig nafnið yðar er staf- að“. Maðurinn horfði undrandi á hann. urum. ★ I Bandaríkjunum eru nú 950 útvarpsstöðvar og 60,000,000 viðtæki, en í Indlandi, sem hefur þrisvar sinnum meiri fólksfjölda, eru aðeins níu stöðvar og 200,000 útvarpstæki. Meginorsök þessa mismunar er ,,J-Ó-N“, sagði hann. i< Ef þú reiðist, teldu upp að 100, áður en þú gerir nokkuð. Sje hinn náunginn stærri, teldu upp að 1000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.