Morgunblaðið - 24.08.1945, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.08.1945, Blaðsíða 5
Fö&tudagu 24. ágúst 1945 KOBGUNBLAÐIÐ Búmenar biðja um hjálp London í gærkvöldi. MIKAEL Rúmeníukonungur hefir snúið sjer til stjórna bandamanna, og farið þess á leit við stjórnir þeirra stór- velda, hvort þau myndu ekki vilja hjálpa Rúmenum til þess að koma á fót í landinu stjórn, sem gæti talist fulltrúi allrar þjóðarinnar. I þessu sambandi hefir Jam- es Byrnes, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýst því yfir, að Bandaríkjastjórn sje reiðu- búin til þess að aðstoða Rúm- ena í þessu efni, sem sem kunn ugt er, hefir að undanförnu verið hin mesta óstjórn og ein- ræði í Rúmeníu, en manndráp tíð. — Stjórnmálafregnritarar hjer í Englandi telja, að beiðni Mikaels konungs sje að nokkru Jeyti sprottin af ummælum Be- vins, utanríkisráðherra Breta nm ástandið í Rúmeníu, en Bevin gerði það að umtalsefni í ræðu sinni, er hann hjelt nú nýlega. — Reuter. Spánverjar undir- búa sijórnarfars- breyfingar London í gærkvöldi. UTANRÍKISRÁÐHERRA Francostjórnarinnar sagði við blaðamenn í San Sebastian í gær, að verið væri nú að und- irbúa stjórnarfarslegar breyt- ingar á Spáni. Myndu þær verða þannig, að fólkið gæti notið meira frelsis, þar sem slíkt færi nú að verða gerlegt. Viðvíkjandi því, sem sagt var um Spánverja í samþykt- um Potsdamráðstefnunnar, mótmælti ráðherrann því, að Francostjórnin hefði komist til valda með tilstyrk möndulveld anna. Hann sagði, að uppreisn- in, sem byrjaði 1936 og sem endaði með sigri Franco, hefði verið þjóðleg frelsishreyfing. — Reuter. „Áfnám láns- og teigulaganna tíma- bært" — Truman forseti. Washington í gærkvöldi. í RÆÐU, sem Truman Banda ríkjaforseti hjelt í kvöld, neit- aði hann harðlega þeim orð- rómi, að láns- og leigulögin hefðu verið afnumin af 'fjand- skap við stjórn verkamanna- flokksins í Bretlandi. Sagði forsetinn, að þetta væru hin herfilegustu ósannindi. Sagði forsetinn, að láns- og leigulögin hefðu verið sett vegna styrjaldarinnar, og hefði þeim ekki verið ætlað að standa lengur en hún. Sagðist forsetinn hafa lofað öldunga- deildinni því, er hann var for- seti hennar og varaforseti Roosevelts, að lögin yrðu af- numin hið fyrsta eftir að styrj- öldinni væri lokið. — Reuter. Sjerkennilegt frí- merki Nýlega eru frímerki með mynd inni hjer að ofan, komin út í Bandaríkjunum. Þau eru gefin út til minningar um hinn dýr- keypta sigur á Iwojima. Mynd- in á frímerkinu sýnir er amer- ískir hermenn reistu Banda- ríkjafánann á hæsta fjalli eyj- arinnar. Kaupgreiðslur sam- ræmdar í Berlín London í gærkveldi. jlEHN’ÁAISKÁÐ P.eriíiiiU' kom saman á furnl í gter, en í'áðinu er ætlað að halda. emn fund á 10 daga fresti. Á fundinum var saiaþykt að, samræma kaupgreiðslui' í borg: inni. Ennfremur yar breska setúliðinu leyft að táka til af- nota Olympíuleikvöllinn til í- þróttakappleikja milli stórveld anna fjögurra, sem hafa her- nám Itoorgarinnar með hönd- um. Völlurinn er á lternáms- svæði Preta. • - iieuter. Ein miljón Breia úr herþjónustu London í gærkvöldi. Á FUNDI í neðri deild breska þingsins í dag var skýrt frá því, að um 900 þúsund bresk- ir hermenn yrðu leystir úr her- þjónustu á þessu ári, ennfrem- ur meira en 100 þúsund konur. Á næstu tveim mánuðum verða um 150 þúsund verka- menn við hergagnaframleiðsl- una leystir frá störfum. — Reuter. Japanski uianríkis- ráðherrann hverfnr af þlngi New York í gærkvöldi. JAPANSKI utanríkisráðherr ann, Mamoru Shigemithu, hef- ir sagt af sjer þingmensku „vegna ríkjandi ástands'1. Utvarpið í Tokio skýrði frá þessu í dag. — Reuter. Islandsmótið: Jafnteíli Fram og Víkinys r Urslifaleikur á mánudaginn. FRAM og VlKINGUR kepptu um neðsta sætið á íslandsmótinu í gærkveldi, og skildu jöfn, skoruðu eitt mat'k hvort. Veðui' var fremur óhagstætt, allhvass vindvtr af norðaustri og kalt. Þar aö auki var orðið alt of dimmt síðast í leiknum, og má mótanefnd gæta gæta sín, að það komi ekki fyrir að úr- slitakeppni byrji ekki svo seint að hann endi í myrkri. LEIKUR Fram og Víkings í gærkvöldi var ekki góður, lítið um fallegan samleik, enda gerði veðrið sitt til að hann var lítt mögulegur. Þó var leikurinn mjög sæmilegur fyrsta stund- arfjórðunginn, og auk þess allt af hraður og spennandi, þess vegna aldrei leiðinlegur. Liðin voru mjög jöfn, þótt Fram væri yfirleitt heldur meiri í sókn, þá voru þeir — og reyndar Vík- ingarnir líka, ákaflega slyppi- fengir fyrir framan mark, enda báðir markmennirnir ágætir að vanda. Víkingar skoruðu mark sitt um miðjan fyrri hálfleik. Rak Eiríkur Bergsson þar smiðs- höggið á, en hann, ásamt Er- lingi og Hauk, var besti mað- ur Víkingsliðsins, auk Antons í markinu. I Fram var Magnús mark- maður ágætur, Karl Guð- mundsson langbesti maðurinn úti á vellinum. Þá voru þeir báðir góðir Þórhallur og Sig- urður A. Fram og Víkingur hafa haft sitt stigið hvort upp úr þessu móti, og er það lin frammistaða. K. R. og Valur hafa fjögur stig hvort og keppa, eins og áður er sagt, n.k. mánudagskvöld. J. Bn. Flugvailargerð í FLUGMALASTJORI hefir boðið út að gera flugvallar- rennibraut í Vestmannaeyjum, og verður það verk hafið bráð- lega, ef viðunandi boð fæst í verkið. Síðasta Alþingi veitti 300 þús. króna fjárveitingu til flug vallargerðar í Eyjum, en það myndi mjög bæta úr erfiðum samgöngum við Ej^jar, ef þar kæmist upp flugvöllur. Fyrst um sinn er aðeins fyrirhugað að gera eina rennibraut. Bilreíð ekur á glugga í Kafnar- firði Ilafnarfirði. fimtudag. Frá frjettaritara vorum. UM kl. 11 í gærkvöldi kom fólksbifreiðin R. 2501 akandi ( suður Strandgötu, en er hún var j á móts við Linnetsstíg, misti bílstjórinn stjórn á bílnum, og ók hann upp á gangstjettina vinstra megin, og á einn búð- argluggann í versl. Jóhannesar Gunnarssonar. Gluggi þessi stendur um 1.5 m. frá jörðu og tók því mesta höggið af bíln- um, en ferðin var svo mikil, að bíllinn kastaðist um 12 m. út á götu. Við áreksturinn tók vinstra fram-aurbretti bifreið- arinnar af og einnig lagðist vinstra framhjól hennar alveg saman. Fjórir voru í bílnum, tvær stúlkur og tveir karlmenn, en þau sluppu öll ósködduð. — Skemdir versl. urðu litlar sem engar annað en brot rúðunnar. Málið er í rannsókn hjá lög- reglunni í Hafnarfirði. Breskur itugmaður ákærður fyrir land- ráð London í gærkvöldi. 1 DAG hófust í þorpi einu í grend við London rjettarhöld í máli Edward Ilughes. Er hann ákærður fyrir að hafa átt samvinnu við Þjóðverja. Iluges var áður flugmaður í breska flughernum. Var hann tekinn til fanga af Þjóðverj- um. Síðan mun hann hafa fall ist á að flytja í útvarp áróð- ifr f • 1‘jóðverja. Var hann skráo ;• iista stai'fsmanna þýska úij ii’psins. — Reuter, Japanír fórust í foffárásunum London í gærkvöldi. 10 MILJÓNIR manna, einn sjötti hluti íbúafjöldans á Jap- anseyjum, fórúst, særðust eða urðu heimilislausar í loftárás- um bandamanna, að því er seg ir í tilkynningu frá Domei- frjettastofunni. 260 þúsundir manna fórust, þar af 90 þúsund í atóm- sprengjuárásunum tveim. 412 þúsundir særðust, þar af 180 þúsund í atómsprengjuárásun- um. 9 miljónir og 200 þúsund- ir urðu heimilislausar. Alls munu 2 miljóriir og 210 þús. húsa hafa hrunið til grunna eða brunnið til kaldra kola. Af 206 borgum í Japan má heita, að 44 hafi verið al- gerlega jafnaðar við jörðu. í 37 öðrum, þar á meðal Tokio, hefir þriðjungíir bygginganna eyðilagst. — Reuter. Hraðkeppnií hand- knattieik kvenna Verður háð í Hafnarfirði á laugardag og sunnu- dag. Frá frjettaritara vorum. Hafnörfirði, fimtud. Á MORGUN hefst á Sýslu- mannstúninu í Hafnarfirði hin árlega hraðkeppni í hanknatt- leik kvenna. I keppni þessari er keppt unr fagran silfurhikar, er Jón Mat- hiesen kaupmaður gaf. Er öll- um íþróttafjelögum í Sunnlend ingafjórðungi og Vestmanna- eyjum heimilt að senda flokka til keppninnar. Þetta er í þriðja sinn, sem keppni þessi fer fram. KR vann hana 1943, en Haukar 1944. -— Bikarinn vinst til eignar, ef. hann er unninn þrisvar í röð eða fimm sinnum alls.* Þátttakendur í ár eru með mesta móti, því Ármannsstúlk- urnar eru nú með í fyrsta sinn. Hinir flokkarnir eru sem áður F. H., Haukar og K. R. Hefði verið gaman að sjá Vestmanna eyjastúlkurnar í þessari keppni, en því miður hafa þær ekki sjeð sjer fært að koma. Keppnin hefst kl. 5 e. h. á morgun, og eins og áður er sagt fer hún fram á Sýslumanns- túninu í Hafnarfirði, en ekki í Engidal, eins og undanfarin ár. Keppnin hefst með kappleik milli F. H. og K. R., en síðan keppa strax á eftir Haukar og Ármann. Keppni þessi er úr- fellniskeppni (fjelag er úr, er það, hefir tapað einum leik). Venjan hefir verið sú, að keppt hefir verið til úrslita strax sama daginn, en nú hefir verið horfið frá því, og fer úrslita- leikurinn fram daginn eftir, þ. e. á sunnudag. Þessi keppni hef ir ávalt vakið mikla athygli, og fjelögin náð sjerstaklega góð um leik, enda áliðið sumars og því öll í fullkominni æfingu, og nú í ár nýkomin frá keppni í íslandsmóti, nema flokkur KR. Er ekki að efa, að bæði Reyk víkingar og Hafnfirðingar fjöl- menna til keppninnar, sem vafalaust verður bæði jöfn og spennandi. Dómari keppninnar verður Baldur Kristjánsson íþrótta- kennari. Knattspyrnufjelagið Haukar sjer um keppnina að þessu sinni. Hernáimforingjum fagnað í Vín London í gærkvþldi. ÝFIRMENN hernámssveita stórveldanna fjögurra í Vín koui(t .\\\, lþ.rg;y;ivuai' i dag. Var hiU'iö n\n dýrðir í tileíni komu þeirra, m. a. voru þaliar stórkostlegar hersýiúngar. . Enginn fjekk verðlaunin. LONDON A. P. — Hitler hjet 225.000 dollurum og æðstu heið ursmerkjum þeirri kafbáts- áhöfn. sem sökt gæti* „Queen Mary“ eða „Queen Elizabeth1*, stærstu farþegaskipum Bret- •lands, að því er breska blaðið „Daily Expr'ess“ hermir. Stór neðanjarðar- verksmiðja. LONDON A. P.: — Á styrj- aldarárunum voru margar verk j smiðjur í Bretlandi bygðar neð I anjarðay,.,§ú.. staej'§ta yai' .bygð i í gamalii kolanámu, og ey-svæð | ið, sem hún stendur á, 8Gt ekr- i ur að flatarmáli. HjtísiwiíiSHiH.ímuinmnim ‘ifÆitííl! h’,; r.á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.