Morgunblaðið - 19.12.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.1940, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ HæstlrjeHur: Hann skal vikja úr íbúðinni HÆSTIRJETTUR kvað í gær upp dóm í mál- inu: Bergsveinn Guðmundsson gegn Axel Cortes. Málavextir eru þeir, að Bergsveinn Guðmundsson, Ránar- götu 2, krafðist þess nú í haust, að Axel Cortes, sem hafði íbúð í húsi þans, yrði borinn út úr íbúðinni, vegna vanskila á húsa- leigu. Bergsveinn leigði Axel íbúð- ina frá 14. maí þessa árs, til 1. október 1941, og var leigan 100 krónur á mánuði, er greiðast skyldi fyrirfram hvern mánuð. Þegar Axel flutti inn, komst hann að raun um, að íbúðinni væri ábótavant í ýmsu. Komst xnálið fyrir húsaleigunefnd og hefir nefndin upplýst, að Berg- sveinn hafði tjáð nefndjnni, að ágreiningurinn væri leystur á þeim grundvelli, að Axel jgreiddi 70 kr. á mánuði fyrir annað af 2 herbergjum íbúðar- innar, ásamt eldhúsi og baði, þar til búið væri að setja íbúð- ina í stand. Þessu neitaði Axel og taldi að Bergsveinn hefði hjer verið að blekkja husaleigu nefnd. 1 fógetarjettinum fór málið þannig, að synjað var um út- burð. Þeim úrskurði áfrýjaði Bergsveinn. Hæstirjettur feldi úrskurðinn úr gildi og fyrir- skipaði, að Axel skyldi borinn út úr íbúðinni. í forsendum dóms Hæsarjett- ar segir: ,,Þegar stefndi átti að fá afnot leigu- iMðar sinnair í húsi áfrýjanda þann 14. maí þ. á., var sá galli á.öðru her- feergi íbúðarinnar, að þakleki háfði að því komist. Eru aðilar sammála u'm, að herbergið hafi ekki verið leigufært, eftir því sem áskilið var í leigusamn- ingnum um ástand íbúðarinnar. •—• JStefndi riftaði þó ekki samningnum af þessum sökum, heldur tók íbúðina til afnota, að undanskildu herbergi pVí, sem gallað var. Eftir því, sem fram er komið í málinu, virðast aðilar hafa orðið á það sáttir þegar í júnímánuði, að húsaleigan skyldi lækka af þessum sokum niður í 70 krónur um mánuð hvem, uns áfrýjandi hefði bætt úr göll- nnum og fengið stefnda afnot allrar ibúðarinnar leigufærrar. Og víst er það, að í skiftum aðila síðar var jafn- an miðað við 70 króna mánaðarleigu. Þótt vanefndir áfrýjanda hefðu þessa breytingu á leigusamningnum í för með sjer, verður samt að telja,, að leigan bafi átt áð greiðast fyrirfram, eins og áskilið var í leigusamningnum. Það er komið fram í málinu, að stefndi greiddi enga húsaleigu fyr en 17. júlí þ. á. Greiddi hann þá 70 kr. af þeim 175 krónum, er í gjaJddaga voru fallnar. Þann 29. júlí greiddi tmnn 50 krónur og þann 14. ágúst 35 krónur. Voru þá ógreiddar 30 krónur af húsáleigu þéirri, er'*fjall í gjald- daga 1. júlí, og ennfremur öll leigan ifyrir ágústmáunð. í brjefi til stefnda, MlLAiAUTNlNGSSKRIFSTOP* Pjetur Magnússon. Einar B. GnSmundsson. GuClaugur Þorláksson. Símar 3602, 3202, 2002. Austurstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. dags. 21. ágúst, sagði áfrýjandi honum upp húsnæðinu frá 1. október þ. á. að telja, vegna vanskila á leigugreiðslum. Greiddi stefndi 10 dögum síðar, eða þann 31. ágúst, alla áfallna húsaleigu, og þann 4. september greiddi hann húsajeigu fyrir þann mánuð. Kvitt- aði áfrýjandi tvær síðastnefndar greiðslur með þeim fyrirvara, að hann h.jeldi fast við upþsögn sína frá 21. ágúst þ. á, Þótt áfrýjandi hafi vanefnt leigu- samninginn í ’upphafi, eins og að framan segir, og þótt líklegt sje, að hann hafi dregið um skör fram að bæta úr göllum þeim, er á íbúðinni voru, þá bar stefnda samt að greiða á rjett- um gjajddögum húsaleigu þá, er sam- komulag hafði orðið um að hann gyldi fyrir þann hluta íbúðarinnar, er hann hafði til afnota. Framangreinda van- rækslu hans á léigugreiðslum verður að telja það verulega, að áfrýjanda hafi verið heimilt þapn 21. ágúst að segja sig lausan frá leigusamningnum. Ber því að taka til greina kröfu á- frýjanda um, að stefndi verði borinn iit úr leiguíbúðinni. Eftir atvikum þykir rjett, að máls- kostnaður bæði í hjeraði og fyrir hæsta, rjetti falli niður“. Gunnar Þorsteinsson hrm. flutti málið fyrir Bergsvein, en Axel Cortes flutti sjálfur málið fyrir sinn part. Bátaútgerð- arfjelagVest- mannaeyja Bátaábyrgðarf jelag Vestm.- eyja hjelt nýlega aðalfund sinn fyrir árið 1939. Stendur hagur f jelagsins nú með mikl- um blóma. Tekjuafgangur síðastliðið ár var kr. 52.303.99. Trygt er fyr- ir í fjelaginu tæpl. 2 miljónir króna, en sjóðseignir fjelagsins eru kr. 318.767.83. Fjelagið tryggir aðeins gegn 5% ið- gjaldi, en af því fengu fjelags- menn í ár endurgreitt 50%, svo raunverulegt iðgjald er að eins 2i/2%. Hiklaust rhá telja Báta- ábyrgðarfjelagið í röð merkari fjelaga í sinni grein hjerálandi, enda hefir það átt sinn þátt í, ásamt öðrum fjelögum útgerð- armanna hjer, í að fleyta út- gerðarmönnum yfir erfiðleika ár útgerðarinnar að undan- förnu. Stjórn fjelagsins skipa nú: Guðm. Einarsson, útgerðarm., formaður, en meðstjórnendur Jón Ólafsson -útvegsbóndi og Ársæll Sveinsson, útvegsbóndi. B. Guðm. Bretar trygðir gagn- vart tjóni af völdum loftárðsa Fjármálaráðherra Breta til- kynti í gær, að gengið hefði verið frá áætlun um trygging allra manna og kvenna í Englandi 15 ára og eldri gagnvart slysum eða líftjóni af völdnm loftárás- anna. Tryggingin er iðgjaldalaus og eru allir jafnt aðnjótandi hennar, án tillits til tekna manna. Tryggingin er miðuð við venju- legar bætur starfandi manna. Þannig hlýtur starfandi kvæntur maður, sem liggur á sjúkrahúsi, 35 shillinga vikulega. Starfandi giftar konur hljóta 28 shillinga vikulega. Nokkuð lægri upphæð er greidd til einhleypra manna og ennfrem- nr er nokkur greinarmunnr gerð- nr á því, hvort menn liggja á sjúkrahúsi, eða dvelja heima hjá sjer. Skip ferst í Atlantshafi FRAMH. AF ANNARI StÐU. Frá þessu var skýrt í London í gær. En ekki er sagt nánar frá því, með hverjum hætti skip ið fórst, eða hve stórt það var. Einn af farþegunum hefir skýrt frá því, að 5 björgunarbátar hafi komist heilu og höldnu frá skip- inu, en sá sjötti hefði farist. Mjög er rómuð framkoma skip- stjórans á skipinu. Rúm var fyrir hann í einum bjiirgunarbátnum, en hann taldi að báturinn myndi verða ofhlaðinn, ef sjer yrði bætt við í hann. Hann sneri því aftur upp í brúna á skipi sínu, og þeytti eimpípu skipsins þrisvar sinnum, í kveðjuskyni við björgunarbát- ana, sem hjeldu burtu. Einnig er frá því skýrt, að bryt- inn á skipinu hafi verið kominn í einn björgunarbátinn, þegar hann mundi eftir að hann hafði skilið eftir 100 stpd., sem safnast höfðu í flugvjelakaupasjóð Breta. Ilann sneri aftur til að sækja pen- ingana, en týndi fyrir það lífi. EGYPTALAND. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Miklar bollaleggingar eru um það, hvort Hitler muni ætla að hjálpa Mussolini. Fregnir höfðu verið birtar (sagðar komnar frá Júgóslafíu) um að Þjóðverjar hefðu 50 þús. manna her og lög- reglulið í Ítalíu. En í gærkvöldi var látin í ljós sú skoðun í Lond- on, að fregn þessi væri úr lansu lofti gripin. Hinsvegar halda áfram að ganga frjettir vestan hafs um við- búnað Hitlers undir að leggja und ir sig Norður-Ítalíu. Fregnir frá Albaníu í gær- kvöldi hermdu, að sókn Grikkja miðaði áfram, þótt seint færi, vegna snjóa og kulda. Fimtudagur 19. des. 1940. Hðskólatúnleik- arnir sfðustu Tónleikar þeir, sem Háskólinn efnir til í vetur með jafn ágætum kröftum og Birni Olafs- syni og Árna Kristjánssyni, hafa öll skilyrði til þess að verða með- al vinsælustu tónlistarfyrirbrigða þessa vetrar hjá þeim, sem unna góðri tónlist hjer í bæ. Þeir fje- lagar eru hvorugur menn, sem berast mikið á. Enda þótt/þeir hafi báðir tækni á við marga er- lenda „virtuosa11, falla þeir aldr- ei í þá freistni að -^imponera" á- lieyrendum sínum með eintómri yfirborðsleikni. Því meiri innileik- ur og skilningur á viðfangsefnun- um kemur fram í leik þeirra, og virðast þeir mjög vel samstiltir að því leyti. Ef til vill kynni ein- hverjum að þykja, að þá skorti himnaflugið og hið mikla skap, en sjerhver listamaður er sínUm einkennum búinn, og ef þeir hefðo alla þá eiginleika, væru þeir líka í tölu þessara sárfáu, sem tónlist- ársagan minnist um aldur og æfi. En svo langt erum við íslending- ar ekki komnir enn. Viðfangsefnin á þessum 2. Há- skólatónleikum voru öll norræn. Einn af fjórum liðum kvöldsins var íslenskur — en að fiðluverk- um er íslensk tónlist sjerlega fá- tæk — já, í fullkominni örbirgð. Áhuginn hjer er allur í söngnum, og það virðist hafa skapað eitt- hvert „komplex‘‘ hjá tónskáldnn- um, svo að þau starfa ekki í fullu fjöri, nema samið sje fyrir söng. „Stefjahreimur" Sigfúsar Einars- sonar er frekar sviplítill og, þrátt fyrir nafnið, ekki mjög þjóðleg framleiðsla þessa ágæta tónskálds, sem yar oft svo ram-íslenskur og hnittinn í söngtónverkum sínum. „íslensku rímnalögin“ eftir Karl O. Runólfsson stóðu einnig að baki því, sem nú síðast í vor heyrðist eftir þennan höfund. Jeg álít, að styrkur hans liggi í litauðgi or- kesturs og kórs og jafnframt í á- hrifaríku sambandi orðs og tóna. Það mætti helst að tónleika- skránni finna, að hún var full- einhæf: tveir liðir eftir Orieg, fiðlusónatan í c-moll, sem er ef til vill í fljótu bragði óaðgengi- legri en hinar sónötur hans, en vinnur mjög við nánari kynningu, og er mjög norræn í anda. Eftir Orieg var einnig ballade í g-moll fyrir píanó, einskonar tilbrigði um norskt lag. Árni hefir áður leikið þetta verk í útvarp, en það var engu að síður óblandin á- nægja, að fá að heyra það in nat- ura. Síðasti liðurinn voru smálög fvrir fiðlu eftir Sibelius. Svíþjóð og Danmörk hefðu gjarnan. mátt fljóta með, og jeg vona, að þeim fjelögum gefist síðar tækifæri til þess að gefa fleiri sýnishorn af norrænni tónlist. E. Th. MANNTJÓN í NÓY. TJfson fcventaska kærkomnust allra v.iafa. Jólanýjungarnar eru komnar. — Einnig: Hanskar — Lúffur Armbönd — Nælur Eyrnalokkar Hringar. Hljöðfærahúsíð. Vörubill óskast keyptur. Tilboð með upplýsingum um verð, tegund og smíðaár, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir laugardags- kvöld, merkt „VÖRUBÍLL“. •wMiiiHiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiuiiiiiimiitiMiiiinMiiiai | | * Hafið þið sjeð nýju Islensku gölfteppla?) I Til sýnis í Hattabúð Reykjavíkur Laugaveg 10. 'íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiuim. íslenskustu barnabækumar eru Trölli, Ljósmóðirin í Stöðla- koti og Sæmundur fróði. GÓÐUR SPEGIKil er góð JÓLAGJÖF. LUDVIG STORR. Til sölu nokkrir alailfur blárefir karldýr. Upplýsingar í KoIIafirði, sími um Brú- arland. Þnrkaðlt ívextlr: Epli Rúsínur Sveskjur □ I loftárásunum á England í ■ nóvember fórust eða særð- ust 10.790 manns. Þar af fór- ust á 4 þúsund manns, en á 7. þúsund manns særðust. Þetta var opinberlega tilkynt í London í gær. vmn Laugaveg 1. Fjölnisveg 2. □ □ □ 3S0 AUGLÝSING er gulls ígildi. ilfMUtflHIIHiHfMfl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.