Morgunblaðið - 19.12.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.12.1940, Blaðsíða 3
Fimtudagur 19. des. 1940. M O R G U ín M'L A L I Ð 3 Meö 5900 tonna skip í eftir- ðragi í roki og stórsjó / ijr' i. i... . Frækileg björgun togarans 9J Hafsteins“ T 'OGARINN HAFSTEINN er nýkominn frá Eng- landi, en það var hann, sem bjargaði á dögun- um ensku flutningaskipi, er var í neyð, og dró til hafnar. TíðindamaSur Morgunblaðsins átti í gær tal við Odd E. Krist- ijisson stýrimann, en hann hafði á hendi skipstjórnina á Hafsteini þessa ferð og fekk hjá honum eftirfarandi upplýsingar um björg- unina: W W Omurleg veiði hjá togurunum Fara út með hálffermí. En fá svípað verð og Samtal við Kjartan Thors framkvæmdastjúra HVAR halda togararnii’ sig nú aðallega og hvernig gengur þeim að fiska? spurði tíð- indamaðui' Morgunblaðsins í gsar Kjartan Thors, formann Fjelags ísl. botnvörpuskipaeigenda. — Togararnir eru mjög dreifðir, en allir fvrir vestan Reykja- nes. Sumir eru í Faxaflóa, aðrir út af Breiðafirði og enn aðrir á Horu- banka, svarar Kjartan Thors. En þeir hafa allir sömu sögu að segja: Yeiðin gengur ömurlega. -— Á fimtudagskvöld, 5. þ. m. heyrðum við neyðarkall frá skipi og vorum við þá staddir ca. 180 sjóni. suður af Vestmannaeyjum. Neyðarkallið hjelt stöðugt áfram. •Við hjeldum í áttina til kallsins. Um kl. 11 á föstudagskvöld komum við að skipinu, sem neyð- arkallið sendi. Það var um 200 sjóm. NNV af Barrow Head. Þá vár versta veður, stormur og stór- sjór. Við gátum þá ekkert, að- hafst. Veðrið hjelst næstu nótt. Við hjeldum okkur í námunda við skipið. Þetta skip, sem hjer var í nauð- um statt, var enskt flutningaskip, „Empire Thunder“, frá New- castle, 5900 tonn að stærð. Skipið var alveg nýtt; var þetta fyrsta ferð þess. Það var á leið til Kan- ada og hafði engan farm. Aðal- vjel skipsins hafði brotnað og var skipið því ósjálfbjarga með öllu; rak fyrir sjó og vindi. Á skipinu var 40 manna áhöfn. Skipið hafði á annan sólarhring verið að senda ut neyðarkall, án þess að nokkur hjálp kæmi. Á laugardagsmorgun var byrj- að að vinua við skipið. Véður var enn óhagstætt, norðan rok og mik- ill sjór. Við skutum rakettum yf- ir skipið, en vegna storms og sjó- gangs vildi línan slitna. Það var ekki fyr en í 5. sinn, að tókst að draga línuna milli skipanna. Um kl. 11 y2 á laugardag byrj- uðum við að draga skipið. Veður var slæmt, en vindur fremur hag- stæður. Ferðin gekk nú vel allan laugardag og fram á miðjan dag á sunnudag. En- þá gekk vindui'- inn til SV og hvesti mjög. Höfð- um við nú alís ekki að draga hið stóra skip, sem tók svo mjög á sig. Ráku bæði skipin og í áttina til lands. Horfði því mjög illa um hjörgunina. Gekk þannig til frá hádegi á sunnudag til kvölds. En á sunnudagskvöld hreyttist vindstaðan og gekk til vesturs. Gátnm við nú farið að draga aft- nr. Upp frá því gekk alt vel og nm kl. 2 á mánndag komum við með skipið til hafnar. Tókst, björgun- in að óskum. Um björgunarlaun er ekki á- kveðið enn. Starfsfðlkiö hetir sjerstakt samkomuhús Framkvæmdir Einari í Eyjum Eigandi Hraðfrystistöðvar Vest mannaeyja, Einar Sigurðs- son, hefir nýlega látið byggja samkomu- og skemtihús fyrir starfsfólk sitt. Hús þetta er hið vandaðasta í alla staði. í húsinu er stór samkomusalur, leikfimissalur, svo og gufu- og steypiböð. Mjög láta allir vel ai öllu fyrirkomulagi og tilhögnn, einkum af gufubaðinu, sem mmi vera eitt hið fullkomnasta hjer 4 landi. í sambandi við hús þetta rekur Einar veitinga og fæðis- sölu fyrir starfsfólk sitt og eru veitingar og fæði selt mjög vægu verði. Hjá starfsfólki sínu er Einar mjög vinsæll fyrir þessar fram- kvæmdir, sem rnunu vera einstak- ar í sinni röð hjer á landi. 1000 króna gjOf til hjálpar blíndum orsteini Bjaimasyni í Körfu- gerðinni voru í gaer af- hentar ÍOOO — eitt þúsund — krónur, sem er gjöf til hjálpar blindum. Gjöfin er til minningar um gamlan og kunnan Reykv^king, Jónas Gottsveinsson, er andað- ist á Elliheimilinu 27. ágúst s.l. Gefandinn vildi ekki láta nafns síns getið. Svo sem kunnugt er,- heldur Kjartan áfram, eru lokuð aðal- fiskimið togaranna um þenna tíma árs, eu það eru djúpmiðin fyrir Vestfjörðum og Halinn. Vei'ða togararnir þessvegna nú að vera á miðum, sem þeir aldrei eru ann- ars á, þennan árstíma og fiskur afartregur allsstaðar. Togararnir verða nú að sætta sig við að fara út með hálffermi. , — Og hvernig gengur salan í Euglandi? — Það vii-ðist svo sem fiskverð- ið í Englandi byggist nú aðallega á aðflutningnnm frá íslandi. Eft ir lokun fiskmiðamia hjer, sem varð þess valdandij að togararn- ir vei’ða nú að sætta sig við að sigla út með hálffermi, fá þeir sama eða svipað verð og áður fyr- ir fiskinn. M. ö. o. Bretar fá ná- lega helmingi minni fisk fyrir sama verð og áður. — Gengur ekki illa hjá skip- um, sem kaupa hátafisk, að fá f ullf ermi ? — Jú; það er yfirleitt tregt hjá hátunum. Aðalfiskkaupin voru við ísafjarðardjixp, en nxx eru báta- miðin þar einnig lokuð. Hinsveg- ar er afli tregur á báta hjer í Faxaflóa og einnig fyrir Norður- landi. Um Austfirði er ekki að ræða, enda aðalmiðin þar einnig lokuð. — Fiskverðið hefir hækkað mjög hjer innanlands, er ekki svo? — Jú. Fyrir stríðið var verðið á þorski úr bátunnm 8 aura kg. Eftir að stríðið braust xxt hækk- aði verðið hrátt; var svo smá- hækkandi og var 27 aura áður en veiðihannið kom fyrir Yeturlandi. Nú heyri jeg sagt, að verðið sje komið upp í 50 aura fyrir ýsu og þorsk. — Hvenær búist þjer við, að fiskur komi hjer í Faxaflóa? — Vénjan er sú, að togarar fá ekki fisk svo neinu nemi í Faxa- flóa fyr en kemur fram í miðjan janúar. Stundum ekki fvr en í lok janúar eða í byrjun febrúar. — En ufsinn, hvenær kemur hann 4 miðin hjer við Suðurland? — Það er ekki fyr en í febrú- ar. Atkvæði prestanna talin í dag Talið í lestrarsal Alþingis Atkvæðin í prestsko&ningun- um verða talin í dag. Fer talningin fram í lestrarsal Al- þingis og hefst klukkan 9 árd. Byrjað verður að telja at- kvæðin, í Nessókn og þar næst í Laugarnessókn.. Ætti þeirri talningu að verða lokið um há- degi. En klukkan 1 hefst svo talningin í Hallgrímssókn. Ekkert nýtt i bankamálinu Sakadómari hjelt í gær áfram yfirheyrslum í máli Signrð- ar Sigurðssonar bankamanns. Ekkert nýtt kom fram í málinu. Rannsókn heldur áfram. JÚLÍANA PRINSESSA HJÁ ROOSEVELT. Fregnir frá Washington herma, að Júlíana Hollandsprinsessa sje komin þangað í þriggja daga heimsókn til Roosevelts í „Hvíta húsinu“ j Dagsbrúnar menn mega akki njóta styrksins! T gærkvöldi var haldinn fundur í trúnaðarráði Dagsbrúnar. Þar báru Sjálfstæðismennirnir i stjórn Dagsbrúnar fram hvohljóð- andi tillögu: „Trúnaðarráð Dagsbrúnar telur með- limi í'jelagsins eiga fulla kröí'ú á styrk úr „Styrktarsjóði verkamaaina- og sjó- mannafjelaganna í Reykjavík“t eftir sömu reglum og meölimir annara verka lýðsfjelaga, enda greiði Dagsbrún lög- boðið iðgjaild til sjóðsins. Fáist þessu ekki fram komið, felur trúnaðarráð stjóm fjelagsins að lilutast til um það við Bæjarstjórn Reykjavíkui’, að styrk- ur sá, er bún veitir í þessu skyni, renni til Dagsbrúnar til úthlutunar ’með|l D agsbi’únarmanna. Jafnframt samþykkir trúnaðarráð að veita. bágstöddum fjelagsmönnum Dags- brúnap’ styrk úr fjelagssjóði, er sam- tals nemni alt að þeirri upphæð, sem fjelaginu ’hefði borið að greiða í „Stvrktai'sjóð verkamanna- og sjó- mannafjelaganna í Reykjaví“, fyrir ár- ið 1940, og felur styrkvéitingapiefnd fjelagsins að annast úthlutuii styrks- ins“. Tillagan var samþykt með 30:15 atkv. Sjóður sá, sem hjer um ræðir, er frá togarasölunni 1917. Stofn- fje sjóðsins má aldrei skerða, en 90% af ársvöxtum höfuðstólsins og öðrum tekjurn sjóðsins, má ár- lega verja til styrktar fjelágs- mönnum í sjómanna- og verka- mannaf jelögum (karla og kvenna) í Reykjavík. Var þessxx lengi sltift þannig, að Sjómannaf jelag Reykja víkur fekk 1/3, vérkakvennafje- lagið Framsókn 1/3 og Dágsbrún 1/3. Fje það, sem árlega kom til ixthlutunar, skifti þúsuiidunx króna fvrir hvert fjelag. En eftir að Dagsbrún sagði sig úr Alþýðusambandinu, þóknaðist, þeim herrum, Alþýðuflokksbrodd- unum, að svifta Dagsbrún . sínum hluta styrksins. — Af þeim sökum hafa verkamenn Dagsbrún ar farið á mis við styrk úr sjóðn- um síðxxstu árin. Broddar Alþýðuflokksins reyndu á trúnaðarráðsfundinum x gær að fá tillögu Sjálfstæðismanna felda, en tókst það ekki. Sýna þeir enn hug sinn til verkamanna. . , Á trúnaðarráðsfundinum í gær bar Haraldur Guðmxmdsson fram svohljóðandi tillögu; „Tinxnaðarráðsf'Undur 19. desember átelur það, að meiiihluti fjelagsstjóm- ar hefir ákveðið að leggja fyrir til alls herjaratkvæðagreiðslu tillögu um að Dagsbrún gaugi ekki í Alþýðusam- bandið, án þess fyrst að bera málið undir trúnaðarráð, og að saini meiri- hluti hafi ákvéðið að mæla með til- lögunni á kjörseðlinum í nafni stjóm- arinnar", Tillagan var feld með 31:19 atkv. Er þess að vænta, að verkamenn styðji; stjórn Dagsbrxinar og meiri hluta trúnaðarráðs í þessu máli og fjölmenni á kjörstað við alls- herjaratkvæðagreiðslnna í fjelag- inu. ; (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.