Morgunblaðið - 11.06.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.06.1931, Blaðsíða 3
k.ORGUNBLAÐIÐ iiimiiiiimiiimmiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiimin| Útget.: H.f. Árvakur, Reykjavlk = Rltatjörar: Jön KJartaneeon. Valtýr Stefkneeon. Rltatjörn og afgreltiela: = Aueturatrœtt 8. — Slml 600. s Auglýeingaatjört: E. Hafberg. = Auglýalngaskrifstofa: Austurstrætl 17. — Slml 700. S Helmaslmar: Jön Kjartansson nr. 74Z. Vattýr Stefánsson nr. 1220. = E. Haíberg nr. 770. Áakrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 & mánuSi. = Utanlands kr. 2.50 á mánuBi. = f lauaasölu 10 aura elntakiS. 20 aura meö Lesbök. = nuiHiiiEiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiumiiiiiiiiiiii 1 Irlend kúgun — innlend kúgun. • - Sjálfstæðisbarátta fslendinga hefir til þessa tíma eingöngu ver- ið háð gegn erletndu váldi. Þar áttu íslendingar lengi við ramman reip að draga, því að kúgun er- lends valds var látin sjúga allan merg úr þjóðinni. Þjóðin var hnept í niargs konar fjötra', en sjálfsbjargarviðleitni landsmanna •«kki vöknuð. Loks hófst vakninga- tímabilið undir forystu afburða- manna, og úr því vann þjóðin hvern sigurinn af öðrum í sjálf- stæðisbaráttunni. Stærstu sigrarnir í sjálfstæðis- baráttunni voru þessir: Árið 1845 var ráðgefandi Alþingi stofnsett, 1874 fekk þjóðin löggjafarvald í sjermálum, 1904 lfom innlend þing ræðisstjórn í sjermálum og 1918 var fullveldi íslands viðurkent. Þessir sigrar gnæfa hæst í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar . Fullveldisviðurkenningin 1918 færði fslendinga næst markinu. En takmark þjóðarinnar í sjálfstæðis- baráttunni hefir jafnan verið - og er enn: Fullkomið frelsi lands og þegna. — Að þessu marki verða keppt uns sigurinn er feirginn. Og sá sigur hlýtur að fást fyrr en síðar, því að ]>að er nú algerlega á valdi þjóðarinnar sjálfrar að :ná síðasta áfanganum í sjálfstæðis- baráttunni. En íslenska þjóðin hafði ekki fyrr sigrað liið erlenda vald, en nýtt kúgunarvald kemur til sög- mnnar. Og nú er það innlent kúg- unarvald. Þetta innlenda kúgunarvald reis upp af leifum hins erlenda kon- ungsvalds. Stjórn Framsóknar- flokksins, sem hjer hefir setið við völd síðustu fjögur ár, var kvödd fyrir dómstól Alþingis 14. apríl síð astliðinn. Þar átti.hún að gera Al- þingi, í áheyrn alþjóðar, grein fyrir ráðsmensku sinni á þjóðar- búinu. En stjórnin flýr af hólmi. Hún flýr á náðir konungs í fjar- lægu landi, konungs, sem er ekjt- ■ert. annað en leifar gamals kúg- unarvalds, og fær hann til að leysa upp Alþingi mitt í störfum ’ þess. Þingrofsboðsk’apur konungs var laugljóst þingræðisbrot. Um það eru allir sammála. En konungs- boðskapurinn var meira. Hann var einnig skýlaust. stjórnars'krárbrot, þar sem Alþingi var slitið. án þess að fjárlög væru afgneidd. Stjórnin fekk leifar hins erlenda konungsvalds í lið með sjer, til ;að ráða niðurlögum Alþingis ög tók sjer einræðisvald í landinu. flvarptil kiosanda. Andstæðingar okkar eru nú að dreifa „kosningabrjefum“ út um bæinn. Við höfum ekki hugsað okkur að senda kjósendum neitt slíkt brjef að þessu sinni, sakir þess að oss virðist sem aðatlínur þeirra mála, sem úrslitum eiga að ráða, Sjeu svo glóggar', að enginn þurfi að vera í efa. Má nefna nokkur skýr dæmi þessu til sönnunar. 1. Stjórnin, sem setið hefir með styrk Framsóknarmanna og Jafnaðarmanna hefir framið þau afbrot, sem enginn ærlegur maður getur afsakað eða þolað. Má þar íil nefna lögleysur, hlutdrægni og óhóflega fjársóun, svo að nú er landið svo sokk- ið í skuldir, að það beinlínis hlýtur að komast undir eftirlit og forræði erlendra lánardrottna sinna, ef Framsóknarstjórnin svonefnda fær að halda völdum áfram. 2. Stjómin framdi fyrir tveim mánuðum það gerræði, sem Reykvíkingum mun vera i fersku minni, er hún braut stjórnar- skfána, smánaði þingið og traðkaði þjóðræðinu með því að rjúfa Alþingi og taka sjer einræðisvald. Þetta \efir hún svo varið með tilstyrk nokkurra danskra sjálfboðaliða. 3. Gerræði þetta segist stjórnin hafa framið til þess, að koma í veg fýrir, að fram næði að ganga breyting á stjórnarskránni, er gerir mögulegar umbætur á kjördæmaskipuninni og kosningatil- högun. En fáist ekki þær umbætur, og nái Framsókn að koma vilja sínum fram, er höfuðstaðurinn gerður um ófyrirsjáanlegan tíma að hornreku í þjóðfjelaginu, enda þótt liann verði að bera mestan þungann af rikisgjöldunum. Og í annan stað ætla þeir að sjá svo um, að Sjálfstæðisflokkurinn, lang fjölmennasti flokkur landsins, sje drepinn fyrir fult og alt, útitokaður frá því að geta ráðið úrslitum mála, hversu mikið fylgi, sem hann hefir á meðal kjósenda. Þetta tekst þeim auðvitað ekki. En þessari pólítísku morð- tilra/un við stærsta flokk landsins, eiga kjósendur nú að svara á morgun við kjörborðið. Sjálfstæðismenn! Fjölmennið á kjörfund! Fellið Framsóknarmennina, óhappamenn alls landsins og óvini Reykjavíkur. Fellið Jafnaðarmenn, sem hafa stutt þá til valda og bera því ábyrgð á því, hvernig komið er. Helmdallnr. Fundnr í Varðarhúsinu ki. 87a í kvölð. Rætt verður um kosningarnar. Fjölmennið. STJÓRNIN. Hvað er úað sem þeir vilja? Kjósið D-listann! Frambjóðendur D-listans. Nú standa kosningar fyrir dyr- um. íslenska þjóðin á nú að svara; því, hvort það sje að hennar vilja að innlent kúgunarvald tekur við af liinu erlenda. Á Trampe Þórhallsson að, vera áfram einræðisherra á íslandi? Þessu s’varar þjóðin á morgun. Enskur kafbátur ferst. i Bifreiðar og mótorhjól. Samkv. skýrslu, er vegamálastjóri hefir samið eftir bifreiðaskattskrám,' var t'ala bifreiða á öllu landinu 1930 1434, þar af 772 í Reykjavík. Auk þess voru talin 105 mótorhjól, þar af 69 í Reykjavík. Voru bif- reiðar þá í öllum sýslum landsins nema- Barðastrandarsýslu. London, 9. júní. United Press. FB. Flotamálaráðuneytið tilkynnir, að kafbáturinn Poseidon liafi sokk ið eftir árekstur við kaupskip 21 mílu vegar fyrir norðan Wei-hei- wei í Kína. Tveir biðu bana, átján vantar, en þrjátíu og einum hefir verið bjargað. Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins biður alt það fólk, sem beðið liefir verið um að aðstoða við kosning- arnar -og svo aðra, er vilja að- stoða, að mæta í Varðathúsinu (nppi) kl. 10 árdegis á morgun. Hvað er það sem Framsóknar' mennirnir hugsa sjer að gera, ef stjórn þeirra, með einliverjum ráð- um gæti lafað við völdin áfram? Það er ekki svo að skilja-, að nokkr ar líkur sjeu tiLþess, að svo verði. Framsókn er að öllum líkindum einmitt: nú að syngja sitt síðasta vers á valdabraut sinni. En það má Tímaklíkan eiga, að hún ætlar ekki að sleppa völdunum, fyrri en í fulla hnefana. Tímamenn um alf land hamast og bölsótast til þess að reyna að ha*lda þeim þingsæt- 1 um, seni flokkurinn nú liefir, og jafnvel að vinna ný. — En þetta ! mistekst. Og tilgangurinn með þeim hama gangi hlýtur vitanlega að vera sá að reyna að varðveita „saltabrauð ráðherrastólanna1 ‘. En hvað hugsa þeir herrar svo lengra? Ekki ætla þeir sjer að lialda verklegúm framkvæmdum á- fram í landinu. Það sýndu þeir með fjárla-gafrumvarpinu, sem þeir lögðu fyrir síðasta Alþingi. Þar ! skiluðu þeir blönku. Ekkert átti að j vinna að verklegum framförum á árinu 1932. Landsstjórnin sýndi J þjóðinni-þá, meðan hún var þrí- höfðuð, niður í tóman ríkissjóðinn. Og þó Framsókn liafi ætlað «jer að fleyta* sjer fram á lánum, þá liljóta allar vonir í þeim efnuin að hafa kulnað út í fyrra. haust, þeg- ar Jónas var í Löndon og.varð þar, eftir því sem ha-nn sagði síðar sjálfur frá, að ljúga út ókjaralánið í Hambrosbanka, með því loforði að sýna sig ekki þar aftur á „lána- buxunum* ‘. I Ekki getur Framsókn ætlað sjer að vinna að „viðreisn sveitanna“ næstu árin, því reynslan hefir kent henni, að ekkert fje að ráði getur hún fengið í Búnaðarbankann. Tæplega geta þeir Framsóknar- menn ætlað sjer það í alvöru, a-ð stjórn þeirra geti bætt rjettarfar, eða siðgæði í landinu, eftir að dómsmálaráðherra þeirra, liinn margstimplaði. hefir ráðið lijer og rexað unda-nfarin ár, leikið sjer að því, að þverbrjóta og fótum. troða laudslögin í smáu sem stóru, og fengið sjálfur hvern dóminn á sig á fætur öðrum, mútað og sóað, eftir því sem hann hefir frekast getað, og látið sjóðþurðir og ann- að „svínarí“ dafna, undir liandar- jaðri sínum, í öruggu skjóli flokks. hagsmuna og einkavinskapar. Uppeldismálin ? Ætli Framsókn haldi að hún geti komið þar að gagni? Með því að troða fleiri kommúnistum í kennara- og skóla stjórastöður, en þegar eru þangað komnir? Með því að gera fleiri skóla landsins en nú eru, að gróðr- arstíum þeírrá „hugsjóna.“, sem eiga rót sína að rekja til hins rús»- neska skrílsæðis? Nei. Ætlunarverk þau sem Fram sókn hefir nú framundan, eru ekki finnanleg í neinum þeim málaflokk um, sem þegar hafa verið nefndir. Hvað er það þá sem þeir vilja? Því verður fljótsvarað. — þeir geta ekki hugsað sjer að skilja við hið skítuga stjórnarhreiður sitt. Þeir víta að atha.fnir þær sem þeir í skjóli valda sinna hafa framið, eru svartar sem samviska þeirra sjálfra. í lengstu lög spyrna þeir broddunum gegn því, að hægt. verði að krefja þá til reikningsskapar á gerðum þeina. Þess vegna hamast þeir í kosning- unum, og siga öllum sínum kosn- ingasmölum á kjósendur, og öllu sínu málaliði, öllum þeim aragrúa af fólki, sem fengið hefir lífsupp- eldi sitt hin síðarifár, af beinajötu Tímastjórnarinnar, og sem nú á það yfirvofandi yfir höfði sjer, að missa ranglega fengin veraldar- gæði. Enskusr togari, frá Grimsby kom hingað í gær frá Englandi, hafði mist skipsbátinn. Skipstjóiinn er íslenskur, búsettur í Hull, hann heitir Bergsteinn Sigurðsson, ætt- aður úr Mýrdal. K jörseðill við hlnibnndiiar alþingiskosningar i Reykjavik 12. júni 1931. Alisti Hjeðinn Valdimarsson frv.stj. Sigurjón Á. Ólafsson afgr.m. Ólafur Friðriksson ritstjóri. Jónína Jónatansdóttir frú. B-listi Guðjón Benediktsson verkam. Ingólfur Jónsson bæjarstj. Isaf. Brynjólfur Bjarnason, kennari. Rósinkranz Ivarsson sjómaður. C-listi X D-listi Helgi Briem bankastjóri. Jónas Jónsson, alþm. Björn Rögnvaldsson byggingam. Pálmi Loftsson forstjóri. Jakob Möller, bankaeftirlitsm. Einar Arnórsson, prófessor. Magnús Jónsson próf. theol. Helgi H. Eiríksson skólastjóri.J Þannig lítur kjörseðillinn út eftir að llsti Sjálfstæðisflokksins hefir verið kosinn. * Sjálfstæðismenn og konur! Munið að setja krossinn fyrir framan D-listann, eins og hjer er sýnt, en hvergi annars staðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.