Morgunblaðið - 31.01.1928, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.01.1928, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ vegna byggingar hafnarmann- virkja í Oddeyrarbót. 76 kjósendur í Rangárvallasýslu skora á Alþingi að veita fje í næstu fjárlögum til brúargerðar á Þverá. Betlibðl. Þekt er það, hve algengt víða erlendis það er, að götusnápar víki sjer að vegfatendum og biðji um fáeina aura. Sjerstaklega er mjer það í minní, síðan jeg fyrir fáum árum dvaldi nokkra daga í Ósló, hve margir urðu þar til þess að biðja um slíka aurahjálp. Fiesta vantaði ekki meira en þetta 10—25 aura. Og um svo lítið neit- ar sá ógjarnan, sem nokkra aura á. í Svíþjóð kyntist jeg sama siðn- um, og einnig í Danmörku. Á íslandi mun þessi siður held- ur ekki nærri óalgengur. Að minsta kosti hefir það nokkrum sinnum komið fyrir mig, á göngu um götur Reykjavíkur, að menn, sem jeg annars þekti mjög lítið eða ekki, hafa beðið mig um 1—2 krónur að láni til kvölds eða næsta morguns. Það heíi'r held jeg ekki borið við enn, að krónur, sem jeg lánaði þannig, kæmu aftur. Og þess var heldur ekki von, — þeim var aldrei ætlað það. Síðast í kvöld hitti jeg ungan mann í Auáturstræti, sem bað mig um að lána sjer 50 aura. „Við getum svo hittst hjerna seinna í kvöld,“ sagði hann og þá átti auðvitað að borga aurana!! Jeg lánaði honum það sem hann bað um og bað hann að borga þeim næsta. Svo hljóp hann sína leið. Fljótt á litið sýnist manni að götuslæpingj arnir í Ósló hafi ver- ið litlu bættari en ekki með þessa 10—20 aura, sem jeg fleygði í þá. En það safnast þegar .saman kem- ur. Svo marga tíu aura er hægt að tína saman, að álitleg upphæð verði. Og því fljótar gengur þetta, ef aurarnir fást 50 í hverjum stað. En hörmung er til þess að hugsa, að hjer í okkaír landi skuli vera til ungir og alhraustir menn, sem láta sjer það sæma að ganga um göturnar og betla. Þá er oflágt lotið í sjálfvirðing sinni, þegar menn leika þá list með ljettum huga. Við vitum það að vísu, að aura- þröng hlýst af iðjuleysi, og það er ekki nema mátulegt að þeir, sem verklausir vepjast missirin út og inn, beri lengst um ljettan sjóð. Og e*r það nú ekki önnur hörm- ung og enn xneiri, að hjer í lítt numdu landi hinna óþrotlegu verð- efna, skuli vasklegir menn, sem vantar fje, vera látnir ganga verk- lausir og venjast á betl, meðan alstaðar bíða óunnin störf? Getur ekki ríkið tekið þessa veslings vandræðamenn í þjónustu sína? Eða rjettara áagt: Ber ekki fík- inu að útvega þeim verk að vinna? Mjer finst a. m. k. að nærri nemi því! Og hitt held jeg að sje alveg víst: Það myndi stuðla að þjóðar- heill! — Er mörg eyðsla verri en iðju- leysið? 8. jan. 1928. Helgi Hannesson. Kappskék milli Vestmannaeyinga og Hafnfirðinga. Síðastliðna sunnudagsnótt fór fram símakappskrák milli Vest- mannaeyinga og Hafnfirðinga og stóð yfir í.fullar 12 klukkustundir. Teflt var á 10 borðum og fóru svo leilcar, að Vestmannaeyingar unnu 5 skákir, 2 urð u jafntefli en 3 voru óútkljáðar og verður dæmt um þær, eins og venja er til. Vestmannaeyinga'r eiga marga góða skákmenn. Stofnuðu þeir Taflfjelag í fyrravetur og hafa æft sig kappsamlega. Gátu þeir sjer þá strax góðan orðstír í við- ureign við Taflfjelag Reykjavíkur. Og kappsltákin milli þeirra og Hafnfirðinga sýnir, að þeir hafa tekið miklum framförum síðan, enda voru sumar skákir þeirra nií svo vel tefldar, að þær ættu pieira en skilið að birtast á prenti. G. —~—<m>—— Frá (Vestur-íslendingum FB. í jan. Hjörtur Chester Thordarson, íslenski hugyitsmaðurinn í Chi- cago, var nýlega á ferð í íslend- ingabygðum í Kanada. Gaf hann þá íslenska gamalmennahælinu Betel að Gimli í Manitoba $10.000. Fyrir þremur árum gaf hann þess- ari sömu stofnun $5.000. \ i Mannalát. Jóh. Stefánsson frá Enniskoti í Víðidal, ljest fyrir nokkru vestra. Hann var kominn undir sjötugt. Jóh. Stefánsson var einn land- námsmannanna í Dakóta, en 1912 fluttist hann þil Kanada. Kona hans var Ingibjörg Friðriksdóttir, látin 1920. Þann 19. des. ljest að heimili sínu að Gimli í Manitóba Erlend- ur Þórðarson, er var Eyfirðingur að ætt, sonúr Þórðar bónda Er- lendssonar og konu lians Jóhönnu Pálsdóttur, er bjugggu að Yxn- hóli í Eyjafirðp. Meðal bræðra Þórðar voru þeir Jónas bóndi á Tindum í Húna- vatnssýslu og Páll bóndi á Arn- dísarstöðum í Hjaltastaðaþinghá, faðir W. H. Paulson, þingmanns í Saskatchewan. Ekkja Erlendar er Björg Er- lendsdóttir ættuð úr Húnavatns- sýslu. Fluttust þau hjón vestur um haf 1883. Erlendur hafði verið góður maður og gegn og telur Lögberg hann einn á meðál vestur- íslenskra brautryðjenda. Á jóladaginn andaðist í Brown, Man. Mrs. J. S. Gillies, 56 ára að aldri, mikilhæf kona, systir dr. Gíslasonar í Grand Forks, Dakota. Járnbrautarslys í Indlandi. Frá Rangoon er símað: Jákn- brautarslys hefir orðið á járn- brautarlínunni Mandalay-Rangoon sennilega af mannavöldum. Fjöru- tíu farist. Tuttugu og átta meiðst. (Rangoon og Mandalay eru borg ir í Indlandi.) Frá Washington er símað: — Stjórnmálamenn í Washington bú- ast við því, að Bandaríkin geri ekki f'rekari tilraunir til sam- komulags viðvíkjandi ófriðar- banni, þar eð samkomulagsvonir sjeu afar litlar. Rússar sndirbúa ðfrið. Gasið verður skæðasta vopnið , í framtíðinni. Það verður hægt að strádrepa þúsundir manna á svipstundu. Það kom dálítið kynlega fyrir sjónir, þegar ráðstjórnin bar þá tillögu fram í Genf, að allar þjóð- ir skyldu leggja vopnin niður. Hið unga Rússland er ekki bein- línis frábitið ófriði. — í tveimur greinum liernaðariðnaðarins hafa Rússar skapað mikla „framför“ á síðari árum. Það hefir komið upp miklum lofther og unnið ó- sleitileg-a að því að fá tök á gas- notkun til ófriðar, bæði til sóknar og varnar. Og gasnotkunin x síð- ustu styi’jöld er hreinasti barna- leikur hjá því, sem Rússar hafa fundið upp á því sviði síðan. Þjóðverjinn dr. Hasslían, sem var einn helsti maðurinn í gas- hernaði Þjóðverja í stríðinu, hefir kynt sjer hinar rússnesku aðgerð- ir í þessu efni og birt í amerísku blaði rannsóknir sínar. Er það, sem hjer er sagt tekið eftir hon- um: Trotski er frumkvöðull þess, að rússnesku hervöldin tóku sjer fyr i% hendur, að auka og fullkomna á allan hátt bæði loftherinn og notkun eiturgass í sambandi við hann. Rússneskir sjerfræðingar hafa lagt einka áherslu á þessa hernaðaraðferð og hafa reynt að gera hana sem allra fullkomnasta. Efnarannsóknastofur og háskól- arnir og þær herdeildir, sem hlut eiga að máli, fá mentun sína í efnafræðisskóla í Mosltva. Þessar tilraunir ganga út á það tvent, að nota eiturgas til sóknar í ófriði og hinsvegar að verjast óvinum, sem beita þeirri hernaðar- aðferð. — í júnímán. 1923 voru fyrstu tilraunirnar gerðar og var þá gaskúlum kastað niður úr flug- vjelum í Ukraine. Síðan hefir þetta farið vaxandi, og meðferð eiturgass er orðin eitt aðalati’iðið á öllum heræfingum. Jafnan er notað bæði klórgas og Sennops- gas, en það er talið eitraðasta teg- undin. Þessar tegundir eru fram- leiddar í tilraunastofum háskól- anna og sjerstökum verksmiðjum. Gasvarpirnar eru þó ennþá stærra viðfangsefni. Eltki aðeins herinn, heldur öll þjóðin fær í hendur tæki, til þess að verjast gasárásum. Einkum leggja Rússar mikla áherslu á, að verja borgirn- ar Moskva og Leningrad gegn gasárásum úr lofti ef til ófriðar kæmi við Vestur-Evrópu. Er hvort tveggja reynt að verja stofnanirn- ar og byggingar í borgunum og fólkið sjálft. Hefir vísindamönn- um tekist að finna upp örugga gasgrímu, og er þegar tekið að nota þær í liernura. En þeir telja það skyldu sína að láta hvern ein- asta mann eiga völ á að fá slíka grímu. Hafa þær verið búnar til af miklu kappi upp á síðlcastið og selur ríkið þær á 8 rxxblur stykkið og fást þær með afborgunum. — Þykja slíkir gripir ómissandi hverjum manni. Ymislegt hefir verið gert til þess að finna enn víðtækari varúðarráðstafanir. — Prófessor Pavlof hefir fundið upp ráð til þess að gera húsin gasþjett og láta þaxx fá hreint loft gegnum kolasalla, en Kosjnikof gengixr exxn lengra, því að hann vill láta byggja borgirnar um á ný, svo að þeim væri engin hætta búin og, hægt væri að lialda áfram alls- konar friðsamlegum störfum, hvað sem í skærist. Eiga þær borgir að miklu leyti að vera neðanjarðar. Hinn gífurlega kostnað við þetta, telur hann ekki vert að horfa í, þaf sem svo mörg mannslíf sjeu í veði er til gasárása kæmi. Það er auðsjeð á iillu, að hvað gashernaðinn snertir, eru Rússar fyrir löngxx komnir yfir tilraxxna- stigið. Sjónarvottar segja, að í öll- um rússneskum borgum sjexx haldn ar heræfingar á liverjuin suVmu- degi, og gasárásirnar sjeu þar að- alatriðið. Áhorfendxxm. er boðið að setja uþp gasgrímxxr og fara inn í herbergi, sem fylt er af gasi, til þess að reyna grímurnar. Skóla- börnin koma undir handleiðslu kennara sinna, til þess að taka þátt í þessum tilraunum og konur með börn sín hópum saman. Það er engin furða þó að hermála- stjórnir Þýskalands, Frakklands, Englands og ítalíxx hafi veitt þessu eftirtekt og lítist ekki á blikuna. Frakkar lxafa lagt fram 15 milj. franka til þess að franxleiða gas-' grímur handa friðsömum borgur- xxm árið 1928. Búast má við, að fleiri ltomi á eftir. Trolski iýsir ðstandinu i Rússlandi. í engu landi eru kjör verkamanna eins hörmuleg. Blaðanxaðxxr noklaxr átti tal við Trotski í Moskvh í desember síð- astliðnum, og hefir viðtal þetta birtst í blaðinu „Nai’odny Listy.“ Sagði Trotski, að núverandi stjórn Rússlands hefði pe'rsónulegt alræð- isvald, en öreigarnir rjeðu ekki neinu. Stjórnarbyltingin hefir komið því til leiðar, sagði hann, að gamla aðals- og auðvaldið hefir verið afnumið, en ný borgarastjett. hefir risið Upp í staðinn og hjá henni safnast peningarnir fyrir á líkan hátt og áður var. Ríkum bændum f jölgar óðum aftur í sveit- ununx, en verslunarmenn og fjár- glæframenn í bæjunum hafa náð undir sig um 70% af allri innan- landsverslun. Yfirleitt má segja með fullxxm rjetti, að fjárglæfrar og gróðrabrall sjeu aðalatriðið í öllu fjármálalífi landsins. Oreig- ai’nir vei’ða harðast úti í þessai’i baráttu xmi peningana. Vinnutím- inn hefir verið lengdur xxpp í 9— 10 tíma á dag, og verkakaupið í fíestum verksmiðjum er svo lágt, að elcki nægir til allra sjálfsögð- ustix lífsnauðsynja. Trotski kvaðst ekk|i þeklcja til þess, að kjör verkamanna væ‘ru nokkurstaðar jafnhörmuleg og í Rússlandi. Hann sagðist ekki beita sjer fyrir nýrri byltingu þar í landi, því að hún væri enn ekki tímabær. En borgarastjettiímar nýju myndu efJaxist skapa skilyrði nýrrar byltingar, ef svo færi lengi fraim, sem nú horfir. Aíreksverk Moskvastjórnarinnar. Staðreyndunum verður ekki mótmælt. Á þeim 10 árum, sem liðin eru síðan sovjet-stjórnin settist á lagg- irnar í Rússlandi, hefir hún eng- an veginn verið aðgerðalaus. Auk annanna heima fyrir, sem verið hafa margskonar, að manndrápum og blóðsxxthellingum sleptum, hefif hxxn teygt anga sína í allar áttir með leynilegri byltingastai’fsemi. og undirróði’i. Um það verður ekki deilt, að árangurinn af þessu. starfi hefir orðið all-mikill, en hitt er álitamál, hve heillavænleg: sú stai’fsemi hefir verið fýrir lönd og lýði. Fer hjer á eftir yfirlit um helstu afreksverkin í utanrík- ispólitík bolsa síðustu 10 árin, og er það tekið eftir liinum háttsetta rússneska embættismanni Bukarin.. samkvæmt ræðu seúi hamiNijelt þann 12. október 1927. Jan.—mars 1918: Vetkamanna- bylting á Finnlandi. Nóvember 191$: Stjórnarbylting: í Þýskalandi og Austxxrríki. Mars 1919: , Stjórnarbylting í Ungverjalandi. Apiúl 1919: Sovjetbylting í Bayern. Janúar 1920: Stjórnarbylting á Tyrklandi. September 1920: Stjórnfúrbylt- ing á Italíu; verksmiðjur og iðjtl- ver tekin með hervaldi. Mars 1921: Þýska uppreisnin. • September 1923: Uppþot í Bxxlg- aríu. Haustið 1923: Byltingartilraunir þýskra öreiga. Desember 1924: Uppþot í Eist- landi. Apríl 1925: Upplilaup í Mar- oltkó. Ágúst 1925: Uppþot í Sýrlandi. Maí 1926: Vei’kföll á Englandi 1927: Uppþot í Vínarborg. 1927: Stjórnarbyltmg í Kína. Og alt xxtlit er á, að afreks- verkin haldi áfram með líkum hætti, svo lengi sem borgárarnir í þjóðfjelögum Evrópu láta sem þeir sjái eliki, að nein hætta sjc- á. ferðurn. Heilbrigðisfrjettir (vikurnar 15.-21. og 22.-28. jan.)_ Lungnakvef og iðrakvef gengur- enn í Rvík og mörgum hjeruðum á Suðui’-, Vestur- og Norðurlandi. Sumstaðar hefir komið fyrir lungnabólga upp úr kvefinu. í Rvík e'r nú m.inna urn iðrakvef en. áður, en öllu meira unx lungna- kvef. Hjeraðslæknir í Dalahjeraði segir að lungnakvefið hagi sjer- þar „alveg eins og inflxiensa.“ Flestir segja læknarnir gott hcilsufar og sunxir afbragðsgott. Fyrri vikxuxa kom fyrir eitt til— felli af nxænusótt í Rvík (sjxxk- lingu'rinn cló). 1 Norðurlandi hefir- nú livergi orðið vart við þá veiki. Kikhósti gengur enn xxndir Eyja fjöllxxm, en er nú hvergi getið ann- arstaðar. Á Austxxrlandi segja læknar al- staðar ágætt heilsxxfar. Þó er get.ið um eitt tilfelli af lungnabólgu (Pneum. ci’onp.) í Vopnafirði annars engar fa'rsóttiþ evstra. 30. jan. 1928. \ G. B_ [

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.