Morgunblaðið - 31.01.1928, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.1928, Blaðsíða 4
MORGIJ NBLAÐIÐ Útsprungnir laukar fást í Hellu- sundi 6, sími 230. iReykt ýsa er sælgæti, fæst í Kjötbúðinni Týsgötu 3, sími 1685 og í Matarbúð Tómasar Jónsson- ar og í Reykhúsinu á Grettisgötu 50. — 2 nýir loðfrakkar (pelsar) til sölu. Andersen & Lauth, Austur- stræti 6. Sokkar, sokkar, sokkar, frá prjónastofunni „Malin“ eru ís- lenskir, endingarbestir og hlýj- astir. Ef þið viljið eignast veru- lega skemtilega sögu, þá kaupið Sögusafniðl Niðursoðinn ísl. lax fæst í versl. Guðm. J. Breiðfjörð, Laufásveg 4. Sími 492. Viama* isl Stilli og geri við Píanó og Har- moníum. Píanó tekin í árs eftirlit. Pálmar fsólfsson, Prakkastíg 25. Sími 214. Húsnæði. s® Nvárssamkvæmi hjá Hindenburg. IÁ nýársdag tók Hindenbu' g forseti á móti fulltrúum erlendra ríkja, og á meðal þeirra var fulltrúi páfans í Róm og fæi-ðí hann Hindenburg heillaóskir frá páfastólnum. — Mynd jtessi er tekin í liöll forsetans þegar Paeelli, fullt'rúi páfans bar fram heillaóslcir kaþólsku kirkjunnar. Yst til hægri á myndinni sjást þeir Marx ríkiskanslari og Stresemann utanríkisráðherra. fbúð, 3—4 herbergi með öllum þægindum óskast til leigu 14. maí n. k. Áreiðanleg greiðsla. Tilboð merkt: „14. maí“ sendist A.S.f. 1 eða 2 herbergi á móti sól, vant- ar mig sem fyrst. Andr. J. Bert- etsen. fbúð, 3—4 herbergi, með öllum þægindum, óskast til leigu 14. ma n. k. Ábyggileg greiðsla. Tilboð sendist A. S. í., merkt: „íbúð“. Dagbók. □ Edda 59281317 — Instr.:. Veðrið (í gæi- kl. 5): Loftþrýst- ing er mjög jöfn ,en fremur lág um alt ísland og nálæg höf. Er vc-ður því kyrt á þessum sló'ðum, víðast norðan og austan andvari. Prost um alt land, mest 9 stig á Akureyri. — Suður af Grænlandi virðist ný lægð í aðsigi, en senni- lega fer hún fyrir sunnan land og veldur lítilli veðurbreytingu hjer á morgun. Veðurútlit í dag: Norðaustan gola. Þurt veður og frost. Næturlæknir í nótt Magnús Pj»t- ursson, sími 1185. íþróttamyndin, sem sýnd var í Nýja Bíó á' sunnudaginn dró að sjer fleiri menn, en fyrir gátu komist í húsinu. Á undan sýningu hjelf forseti í. S. f., Benedikt G. Waage ræðu, skýrði frá því, hvers vegna mynd þessi væri sýncl nú — það væri í sambandi við stofn- fund „Slysavarnafjelags íslands“, sem haldinn var í Bárunni um kvöldið. Skýrði hann líka frá því, að í. S. í. hefði fengið átta íþróttakvikmyndir frá útlöndum og að Nýja Bíó hefði reynst íþróttamönnum svo vel, að sýna myndir þessar, sem aúkaniyndir af og til, líka sent þær út uin land. Þakkaði forseti í. S. í. forstjór- um Nýja Bíó fyrir það, hve vel það hefði reynst íþróttamönnum með ]iví að sýna myndir þessar og bað gestina að fara niður í Báru að aflokinni sýningu og ger- ast fjelagar í „Slysavarnafjelagi fslands.“ Mun varla ofsagt, að 100 manns hafi farið beint úr Nýja Bíó á fundinn í Bárunni og tekið þátt í fjelagsstofnunni. Sjötugsafmæli á í dag Ólafur Davíðsson bóndi á 'Hvítárvöllum í Borgarfirði. Á dagskrá Alþingis eru þessi mál í dag: Efri deild: breyting á lögum um friðun á laxi, og stjórnarfrumvarp um varðskip landsins og skipverja á þeim. — Neðri deild: lífeyrir starfsmanna Búnaðarfjelags íslands og frum- varp um skyldu útgerðarmanna til að tryggja fatnað og muni lög- skráðra sk,ipverja. Kosningin í Norður-fsafjarðar- sýslu verður teliin fyrir í samein uðu þingi kl. 8i/2 í kvöld. Árbók Háskólans. Fylgi'rit ár- bókar Háskólans fyrir síðasta ár er nýkomið út. Er það á þýsku eftir dr. Alexander Jóhannesson og nefnist: „Die Suffixc im Islándischen“ og er einnig gefið út í Þýskalandi hjá Niemeyer í Halle. Rit þetta er rannsókn á við- skeytum í íslensku (nál. 130) að fornu og nýju og hefir inni að halda fjölmargar skýringar á ýmsu ú nútíðarmáli, er áður hefir ver.ið óskýrt. Bjarni Runólfsson frá Hólmi í 'Landbroti er nýkominn til bæjar- ins, snöggva ferð. Bjarni setti s.l. sumar upp fjórar rafmagnsstöðvar í Vestur-Skaftafellssýslu, á Kálfa- felli í Pljótshverfi (21 ha. vjel, ætluð fyrir þrjú heimili), á Hvoli í Pljótshverfi (7 ha. vjel, eitt heimili), á Teygingalæk á Bruna- sandi (9 ha. vjel, eitt heimili) og á Höfðabrekku í Mýrdal (7 lia. vjel, eitl heiiniþ). — Næstkomandi vor fer Bjarni norður, er ráðinn til ]>ess að koma upp 10 rafmagns- stöðvum á Norðurlandi, í Eyja- fja'rðarsýslu og Þingeyjarsýslu. Xsfisksala. I gær seldu afla sinn í Englandi: Skúli fógeti (600 ks.) fvrir 1011 stpd., Baldur (700 k.) fyrir 1109 stpd. Á laugardag selcli Gylfi (800 lcassa) fvrir 1120 ster- lingspund. U. M. F. Velvakandi heldm fund í kvölcl kl. 8% í Kirkjutorg 4 (uppi). Morgunblaðið er 8 síður í dag. Italir senda Ungverjum hergögn. Það hefir vakið mikið umtal AÚða um lönd, er það komst upp nú fyrir stuttu, að ítalir liafa sent Ungverjum vopn og hergögn. — Þetta varð uppvíst við tollskoðun á landamærum Ungverjalands. — Voru 5 járnbrautarvagnar hlaðnir vjelbyssum, en vörurnar voru gefn ar upp sem það væru „vjelahlut- ar“. Austurríska tollstjórnin ætl- aði að kyrsetja þennan ólöglega flutning, en ungversku starfsmenn irnir ljetu vagnana halda afram með valdi — inn í Ungverjaland. Austurríkismenn kærðu, vegna þess, að flutningsgjaldið væri of lágt, en ítalska firmað, sem látið Arar í \reðri vaka, að sent liefði byssurnar, bað afsökunar á mis- rituninni og borgaði tollmismun- inn. Mótmæli komu frá nágrönn- unum Tjekkaslovakíu, Póllandi o. fl. Stjórnin í Budapest segist ekki hafa leyft vopnainnflutning og þess vegna leggi hún hald á þessa'r góðu vjelbyssur, geri þær ónotbæfar og selji þær sem gam- alt járn! En þessu trúa nágrann- arnir ekki. Menn telja, að þessi 5 vagn- lilöss sjeu nægileg til þess að Aropn- búa heila lierdeikl, og að byss urnar hafi Arerið ætlaðar Ungverj- um, og þeir láti sjer ekki til hug- ar koma að eyðileggja þær. Og það er haldið, að margar slíkar vopnasendingar hafi, komið frá ítalíu til Ungverjalands. Menn telja, að ítalir þykist elcki hafa neitt að gera við vopnlaust sam- bandsríki og ætli að koma sjer þar upp vopnageymslu — líkt og í Albaníu. Menn halda, að Musso- lini vilji nota Ungverjaland og Al- baníu sem útverði sína ef til ófrið- ar kæmi með Jugoslavíu, og t-alið er, að Mussolini hafi lofað Ung- verjum nýjum landaukningum í launaskyni fyrir hjálpina og þægð ina. Ennfremur ætla menn, að Mussolini þykist ekki bundinn við skilmála friðarsamninganna frem- ur en Ungverjar, ef þeir koma í bága við fyrirætlanir hans. Að stjórnin í Budapest, sem á sínum tíma. reyndi að efla stjórnarstefnu sína með aðstoð stórkostlegrar peningafölsunar, muni nú ekki liika við að taka vopnasmyglun og samningsrof í þjónustu sömu stefnu. Loks ætla, menn, að Ung- verjaland, sem sambandslands Ital íu, sje að vei'ða, stórhættulegt fyr- ir friðinn í Evrópu. Að minsta kosti halda nágrann- ar Jngverja ]>etta og sennilega trúa því fleiri. Ef Ungverjum er gert rangt til með þessum grun,. þá áttu þeir ekki að bæla hann. niður með því að leggja hald á ítölsku vjelbyssurnar, heldur að> senda þær heim aftur. (Politiken), Eiginmenn seldir. Það er mælt* að nýlega hafi ungur eiginmaður \Terið seldur á uppboði í Kraká. Hann var settur á háan pall o^ stóð kona hans Arið hliðina á hon- uin og livatti kvenþjóðina til þess. að bjóða í hann. En kappið Arar ekki mikið — og loks hrepti gömul ekkja hann og fór síðan rakleyií með hann lieim t.il sín. — Þess <q einnig getið að kona nokkur, Mrs, Wcbbs í Sidney í Ástralíu, hafi nýlega selt annari konu niann sinn, Gerðu þær formlegan samning um kaupin, og varð seljandi að skuld- binda sig til þess fyrir sína hönd og barna sinna, að gera aldrei kröfu til mannsins, ella sæt.a há- ran skaðabótum. Allir málsaðilar, voru harðánægðir með kaupin, en þá kom lögreglan og riftaði þeinr — því miður. Dánarfregn. Þ. 33. des. s. 1. andaðist að heim- ili dótt.ur sinnar, Guðleifar John- son í Otto, Manitoba, elckjan Guð- rún Sveinungadóttir, 95 ára a& aldri. Þingvísa. Allir þekkja’ 'ans innræti, orðbragðið og tóninn; jafnvel upp á Alþingi er liann sami dóninn. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.