Forvitin rauð - 01.12.1972, Blaðsíða 15

Forvitin rauð - 01.12.1972, Blaðsíða 15
með yfirlýsingar fyrir alla hreyfinguna. Þegar hópur hefur lokið verkefni sínu, getur hann valið sér nýtt verkefni eða einstaklingar hans sameinazt öðrum hópum eða hvílt sig um stund. Miðstöð er tengiliður milli starfs- hópanna. Starfshópar tilkynna henni um verkefnaval, niðurstöður og ákvarðanir, en miðstöð leggur ekkert gildismat á verkefnaval hópsins eða starfsaðferðir, svo lengi sem þær samrýmast tilgangi hreyfingarinnar. Til miðstöðvar er þannig hægt að sækja upplýsingar, hún er því þjónustufyrir- tæki en ekki stjórn. Miðstöð getur einnig verkað sem hvetjandi af1, hún hjálpar nýjum félögum til þess að komast í starfandi hópa eða að mynda nýja. Einn aðili í miðstöð skráir alla meiri háttar viðburði, sem gerast innan hreyfingarinnar í sérstaka dagbók. Það skal tekið fram, að miðstöð hefur ekkert umboð frá Rauðsokkum til þess að taka þýðingarmiklar ákvarðanir né gefa yfirlýsingar. Meðlimir miðstöðvar geta aftur á móti starfað í hópi og beitt sér þar eins og hver annar starfandi félagi. NÚ kynnu ýmsir að spyrja, hvernig þetta starfshópafyrirkomulag hafi reynzt. Segja má, að þetta hafi heppnazt mjög vel og félagar hafi haft mjög mikla ánægju af starfinu. Starfsemin hefði að sjálfsögðu mátt vera meiri, og mjög æskilegt hefði verið að fleiri hefðu komið til starfa, en þó held ég, að þau séu fá félögin á íslandi, sem státað geta af svo mörgum virkum félögum, sem Rauðsokka- hreyfingin, og má að miklu leyti þakka það þessu frjálsa formi. Til starfa hefur komið fólk, sem ekki er vaint félagastarfi eða hefur verið í hinum þögla meirihluta í hinum ýmsu félögum. Á frjálslegkm starfshópafundum losnar um málbeinið á þeim, sem ekki hafa kjark til að tala á stórum fundum. En slíkum starfsháttum, sem hér hefur verið lýst, þarf að venjast, og fólk sem er að byrja, gerir sér oft ekki grein fyrir frelsi og sjálfstæði hópanna, það bíður eftir skipun "að ofan", sem svo aldrei kemur og hefur það orðið til þess að hópar hafa lognazt út af. Samábyrgð innan hóps hefur líka oft verið ábótavant, einum einstaklingi innan hóps hefur verið ætlað að drífa starfið áfram. Ríki samhugtir og gagnkvæmur skilningur í starfshópi getur fólk öðlazt þar félagsþroska og öryggi. Rauðsokkahreyfingin nær ekki enn út fyrir höfuðborgarsvæðið. Einstaklingar út um land hafa enn ekki stofnað hópa og tengzt miðstöðinni í Reykjavík, en það er mikill áhugi meðal okkar hér að ná sambandi við konur og karla út um land, sem hafa áhuga á jafnréttismálum. Við hvetjum ykkur öll, sem viljið leggja eitthvað af mörkum í þessari baráttu, hvar á landinu.sem þið búið til þess að stofna starfshópa um eitthvert verkefni, eða til lestrar og umræðna. Hafið síðan samband við miðstöð munnlega eða bréflega. | I miðstöð Rauösokkahreyfingari nnar eru nú: | Björg Einarsdéttir s. 14156 Guðrún Ágústsdíttir s. 16857 Lilja ölafsdúttir s• 81492 Hannveig Júnsdéttir S. 14459

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.