Forvitin rauð - 01.12.1972, Blaðsíða 5

Forvitin rauð - 01.12.1972, Blaðsíða 5
þeira fjölga, og margar konur munu iðrast eftir fóstureyðingu álykta sumir. Athug- anir leiða samt sem áður í ljós að tiltölu- lega fáar aðspurðra kvenna iðrast þess að hafa fengið fóstureyðingu. Þær sem iðruð- ust áttu margar við sálræn vandamál að etja og voru úr jafnvægi. Það er þess vegna ástæða til að gera ráð fyrir að þessar sömu konur hefðu undir öllura kringurastæðura iðrazt, einnig þótt þær hefðu eignazt barnið. Hvers vegna iðrast samt þó nokkrar konur eftir fóstureyðingu? Er það alltaf vegna þess að þær hafi þrátt fyrir allt óskað eftir eð eignast barnið sem þær ekki eignuðust? Svarið við þessari spurningu á að nokkru ræt- ur að rekja til þess, að þjóðfélagið fordæm- ir konu sera hefur fengið fóstri eytt. Það er hægt að þvinga hana til að finnast hún Ave Marrn — hafa drýgt hræðilegustu synd sem hugsast getur. Það reynir á þolrifin að hlusta á ásakanir um að hafa drepið barnið sitt. Hér komum við að veigaraiklum rökum. Fóstur- eyðing er að eyða lífi, hún er sambærileg við morð. Fóstur er líf, en er það manns- líf? Hvenær verður frumskiptingin að mann- legri veru, eða raeð því að nota dálítið óljóst hugtak - hvenær fær manneskjan sál? Við þessu getur hvorki páfi né prestur, lækn- ir né lögfræðingur gefið úrslitasvar. Kona getur haft það á tilfinningunni að lo vikna gamalt fóstur hennar sé barn, þar sem aftur á móti annarri getur fundizt fóstrið á sama tíma aðeins vera hnúður á lífmóðurinni. Hver er þess umkorainn að dæraa I þessu máli? Sumum finnst fóstureyðing ekki vera að eyða mannslífi, heldur að koma í veg fyrir að fóstur verði að manneskju. Fóstureyðing er hættuleg, lífi og heilsu konunnar er stofnað í þarflausa hættu, eru* lika rök. A þessu leikur þó greinilega vafi. Sumir læknar halda því fram að fóstureyðingar Frú Arland: Eg fann minn mann og með honum hef ég bygt mitt hús. Ég hef átt mín börn góða mín og það hefur verið raitt líf að ala þau upp fyrir Þjóðfélagið. Eingin heiðarleg kona sér eftir því að hafa átt sín börn og alið þau upp í staðinn fyrir að fara úti svínarí. (Atómstöðin) séu hættulegar aðgerðir og að þeira fylgi oft eftirköst, aðrir skipa þeira á bekk með al- gengustu skurðaðgerðum. Með vissu situm við, að hver fæðing felur í sér miklu meiri hættu en fóstureyðing. Fóstureyðing er ój.. •? eg aðgerð, flestir læknar eru mótfallnir '<ví, að fóstureyðingar verði gefnar algerlega frjálsar, halda sumir fram. Slíkt er samvizkuspurning. Ef læknir er andvígur þessari aðgerð, er vitanlega ekki hægt að ætlast til þess af honum, að hann framkvæmi hana. En það munu alltaf verða læknar, sem eru fúsir til að eyða fóstri. Frjálsar fóstureyðingar munu brjóta niður þá virðingu, sem við höfura fyrir lífinu, sjálfu raanngildinu mun stafa hætta af þeim. Með slagorðinu "lífið er heilagt" er hrópað, að frjálsar fóstureyðingar muni stuðla að því að gera samfélagið ómannúðlegt. Að heimskringlan verði sjúkur heimur, þar sera ráðskast er með lífið eftir vild. Það síðarnefhda hefur fóstureyðingarlöggjöfin nú leyft okkur öldum saman. Er það virðingarvottur við lífið, að láta ókunna ráða yfir lífi konu? Er það virðingarvottur við lífið, að láta börn fæðast við hinar hörmulegustu að- stæður? Er það virðingarvottur við lífið að neyða börn til að verða foreldrar? Óréttlætið í gildandi fóstureyðingarlöggjöf er augljóst. Einn læknir getur verið fús til að leggja fram urasókn um fóstureyðingu, sem Ugla: Svona lágkúrulega verðu kvenmaðurinn að hugsa, af því barnið á móður sína og vill drekka hana, henni er nauðsyn að ná sér I þræl og stofna með honum þessa mjólkur— sjoppu sem nefnist hjónaband og einusinni var sakraraenti, eina sakramentið sem heil- agir menn máttu skyrpa á; að öðrum kosti geingur hún um ævilangt, ógæfustúlka, ineð ástarsorg einsog nokkurskonar steinbarn I taugakerfinu, og iifandi barn við hlið sér, ásökun gegn guðum og mönnum, storkun Við þjófélagið, sem reyndi alt til að bera það út fyrir henni fætt og ófætt, en mis- tókst. (Atómstöðin)

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.